Botnleðju verður aldrei lokað Ómar Úlfur skrifar 20. nóvember 2013 12:22 Botnleðja Hver er Heiðar Örn Kristjánsson? Heiðar er þekktur úr íslensku tónlistarlífi sem söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Botnleðju. Hann hefur sömuleiðis gert garðinn frægan með Pollapönki og The Viking Giant Show. Botnleðja kom saman aftur sumarið 2012 og var dugleg að koma fram á seinasta ári. Heiðar er ánægður með endurkomuna, segir sveitina hafa spilað á mörgum skemmtilegum tónleikum. Safnplatan Þegar öllu er á botninn hvolft gekk vel og nýju lögin sem að sveitin sendi frá sér fengu góða útvarpsspilun. „ Botnleðju verður aldrei lokað“ segir Heiðar aðspurður um framhald Botnleðju. Meðlimir sveitarinnar eru æskuvinir og þessvegna haldist sambandið alla tíð. Sólóverkefni Heiðars, The Viking Giant Show, gaf út plötuna The Lost Garden Of The Hooligans árið 2008 og slógu lögin Party At The White House og The Cure í gegn. Þetta góða verkefni verður líklega endurvakið á næsta ári og á Heiðar þónokkur lög til sem hann hyggst nota í The Viking Giant Show. Heiðar er annar helmingur tvíeykisins Þröstur uppá Heiðar sem sendir frá sér jólaplötuna um jólin fyrir þessi jól. Hugmyndin var upphaflega að gera plötu til að skella í jólapakka til vina og ættingja. Verkefnið hafi svo undið uppá sig og þeir ákveðið að taka þetta alla leið. Gamli tíminn var hafður að leiðarljósi og jólaplötur Ómars Ragnarssonar voru plötur sem höfðu áhrif á Um jólin.Hver er fyrsta platan sem að Heiðar eignaðist? Heiðar segist hafa verið Wham maður en þó alltaf fílað Duran Duran. Fyrsta platan hafi líklega verið Wham eða Arena með Duran Duran. Pallaplata Gísla Rúnars var sömuleiðis í miklu uppáhaldi.Fyrstu tónleikar sem að Heiðar fór á ? Brjótum ísinn í Kaplakrikanum þar sem að Quireboys tróðu m.a upp og Poison mættu ekki. Sem unglingur fór Heiðar síðan á goðsagnakennda tónleika Rage Against The Machine einmitt í Kaplakrika.Fyrsta lagið sem að Heiðar féll fyrir? Var lagið Words (Don´t Come Easy) með FR David. Lagið hljómaði linnulaust í útvarpinu þegar að Heiðar var fimm til sex ára gamall og settist á heilabörkinn.Uppáhaldstexti? Heiðar sem textahöfundur spáir mikið í textum. I See A Darkness með íslandsvininum Bonnie Prince Billy er uppáhaldstexti Heiðars og er sonur hans, Myrkri skírður í höfuðið á laginu. Lagið var spilað á sjúkrahúsinu þegar að Myrkri kom í heiminn.Uppáhaldskvikmynd ? The Big Lebowski er mynd sem að Heiðar getur horft á aftur og aftur. Atriðið þar sem að félagarnir henda öskunni í vindinn til þess eins að fá hana aftur í fangið er ógleymanlegt.Á Heiðar sér átrúnaðargoð? Hann er á því að maður vaxi á einhverjum tímapunkti uppúr átrúnaðargoðum þó hafi nokkur komið og farið eins og til dæmis Kurt Cobain úr Nirvana. Lífsspeki The Dude úr The Big Lebowski er þó til eftirbreytni að mati Heiðars. Að lifa í núinu og vera slakur. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Harmageddon Mest lesið Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Heitasti kvensjúkdómalæknir í heimi Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Davíð Oddsson tjáir sig um bankahrunið Harmageddon John Grant leikur lagið It´s Easier í betri stofu Harmageddon Harmageddon Segir Jóhönnu þurfa að iðrast og snúa frá villu síns vegar Harmageddon Sannleikurinn: Viltu vinna miða á landsleikinn Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon Sykur þróar stílinn á nýrri plötu Harmageddon Vio, Hide Your Kids og Himbrimi á Húrra í kvöld! Harmageddon
Hver er Heiðar Örn Kristjánsson? Heiðar er þekktur úr íslensku tónlistarlífi sem söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Botnleðju. Hann hefur sömuleiðis gert garðinn frægan með Pollapönki og The Viking Giant Show. Botnleðja kom saman aftur sumarið 2012 og var dugleg að koma fram á seinasta ári. Heiðar er ánægður með endurkomuna, segir sveitina hafa spilað á mörgum skemmtilegum tónleikum. Safnplatan Þegar öllu er á botninn hvolft gekk vel og nýju lögin sem að sveitin sendi frá sér fengu góða útvarpsspilun. „ Botnleðju verður aldrei lokað“ segir Heiðar aðspurður um framhald Botnleðju. Meðlimir sveitarinnar eru æskuvinir og þessvegna haldist sambandið alla tíð. Sólóverkefni Heiðars, The Viking Giant Show, gaf út plötuna The Lost Garden Of The Hooligans árið 2008 og slógu lögin Party At The White House og The Cure í gegn. Þetta góða verkefni verður líklega endurvakið á næsta ári og á Heiðar þónokkur lög til sem hann hyggst nota í The Viking Giant Show. Heiðar er annar helmingur tvíeykisins Þröstur uppá Heiðar sem sendir frá sér jólaplötuna um jólin fyrir þessi jól. Hugmyndin var upphaflega að gera plötu til að skella í jólapakka til vina og ættingja. Verkefnið hafi svo undið uppá sig og þeir ákveðið að taka þetta alla leið. Gamli tíminn var hafður að leiðarljósi og jólaplötur Ómars Ragnarssonar voru plötur sem höfðu áhrif á Um jólin.Hver er fyrsta platan sem að Heiðar eignaðist? Heiðar segist hafa verið Wham maður en þó alltaf fílað Duran Duran. Fyrsta platan hafi líklega verið Wham eða Arena með Duran Duran. Pallaplata Gísla Rúnars var sömuleiðis í miklu uppáhaldi.Fyrstu tónleikar sem að Heiðar fór á ? Brjótum ísinn í Kaplakrikanum þar sem að Quireboys tróðu m.a upp og Poison mættu ekki. Sem unglingur fór Heiðar síðan á goðsagnakennda tónleika Rage Against The Machine einmitt í Kaplakrika.Fyrsta lagið sem að Heiðar féll fyrir? Var lagið Words (Don´t Come Easy) með FR David. Lagið hljómaði linnulaust í útvarpinu þegar að Heiðar var fimm til sex ára gamall og settist á heilabörkinn.Uppáhaldstexti? Heiðar sem textahöfundur spáir mikið í textum. I See A Darkness með íslandsvininum Bonnie Prince Billy er uppáhaldstexti Heiðars og er sonur hans, Myrkri skírður í höfuðið á laginu. Lagið var spilað á sjúkrahúsinu þegar að Myrkri kom í heiminn.Uppáhaldskvikmynd ? The Big Lebowski er mynd sem að Heiðar getur horft á aftur og aftur. Atriðið þar sem að félagarnir henda öskunni í vindinn til þess eins að fá hana aftur í fangið er ógleymanlegt.Á Heiðar sér átrúnaðargoð? Hann er á því að maður vaxi á einhverjum tímapunkti uppúr átrúnaðargoðum þó hafi nokkur komið og farið eins og til dæmis Kurt Cobain úr Nirvana. Lífsspeki The Dude úr The Big Lebowski er þó til eftirbreytni að mati Heiðars. Að lifa í núinu og vera slakur. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.
Harmageddon Mest lesið Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Heitasti kvensjúkdómalæknir í heimi Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Davíð Oddsson tjáir sig um bankahrunið Harmageddon John Grant leikur lagið It´s Easier í betri stofu Harmageddon Harmageddon Segir Jóhönnu þurfa að iðrast og snúa frá villu síns vegar Harmageddon Sannleikurinn: Viltu vinna miða á landsleikinn Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon Sykur þróar stílinn á nýrri plötu Harmageddon Vio, Hide Your Kids og Himbrimi á Húrra í kvöld! Harmageddon