Lásasmiður sem skjöldur lögreglu? Frosti Logason skrifar 6. desember 2013 11:55 Mynd/Vilhelm Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafa lögregla og ríkislögreglustjóri gefið það út að embættin muni ekkert tjá sig frekar um atburðina í Árbæ aðfaranótt síðastliðins mánudags fyrr en rannsókn og skýrsla ríkissaksóknara um málið liggur fyrir. Hvenær það verður veit því miður enginn. En það verður að teljast bagalegt að almenningur fái ekki svör við mikilvægum og nauðsynlegum spurningum á tímamótum sem þessum.Á blaðamannafundi lögreglunnar og ríkislögreglustjóra morguninn eftir atburðinn, þeim eina sem haldinn hefur verið um málið, sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um fyrri tilraun lögreglunnar til þess að komast inn í íbúð mannsins, orðrétt:„sérsveitarmenn gera sig klára með viðeigandi hlífðarbúnað og fara inn í íbúðina... og þegar það gerist þá er skotið á lögreglumennina og skotið lendir í hlífðarskildi sem sérsveitarmaður var með... og hann fellur við... og niður stiga við þessa atlögu.“ Síðar kemur í ljós að þetta stenst ekki alveg skoðun. Samkvæmt frétt RÚV miðvikudaginn 4. desember höfðu það verið óbreyttir lögreglumenn sem knúðu dyra hjá manninum í það skiptið og höfðu þeir fengið lásasmið, óbreyttan borgara, til þess að pikka upp lásinn fyrir sig áður en þeir gengu inn í íbúðina. Af þeirri frásögn má draga þá ályktun að hinn umræddi hlífðarskjöldur, hafi hann verið með í för, hefur verið staðsettur fyrir aftan lásasmiðinn á meðan hann hefur unnið sína vinnu, í þágu lögreglu sem kallaði hann út í hefðbundið lásaútkall, án nokkurra viðvarana um það hættuástand sem augljóslega ríkti á staðnum. Með öðrum orðum hefur lögreglan þarna ekki einungis skýlt sér á bak viðeigandi hlífðarbúnað, heldur hafa þeir einnig verið með mannlegan skjöld, að þessu sinni í formi lásasmiðs, sem átti sér einskis ills von í þessu útkalli. Um þetta vakna að minnsta kosti tvær spurningar. Hvers vegna er lögreglan með óbreyttan lásasmið í því að opna fyrir sig hurð ef hún telur hættu vera á ferðum? Eða hvers vegna er lögreglan með hlífðarskjöld ef hún telur enga hættu vera á ferðum? Samkvæmt Stefáni fóru lögreglumennirnir svo inn í íbúðina, hann getur þess samt ekki að lásasmiðurinn hafi verið með í för, og við það hafi þeir fengið á sig skot úr haglabyssu innan úr íbúðinni. Skotið hafnar að hans sögn í umræddum hlífðarskildi sérsveitarmanns sem fellur við það aftur og niður stigann í blokkinni. Tveir lögreglumenn hlaupa á þessum tímapunkti upp á þriðju hæð hússins þar sem þeir banka á allar hurðir og leita skjóls hjá öðrum óbreyttum borgurum.Fréttamyndir Stöðvar 2 frá vettvangi árásarinnar daginn eftir virðast þó ekki koma heim og saman við þessa frásögn. Stigagangur blokkarinnar er ekki staðsettur þannig að maður sem kominn er inn í umrædda íbúð og fær á sig haglabyssuskot, í lögregluskjöld, geti kastast aftur fyrir sig niður stigann. Þetta hlýtur að vera einhver miskilningur hjá Stefáni. Um síðari tilraun lögreglu til þess að fara inn í íbúðina fáum við svo ennþá minna að vita. Stefán segir:„Þá gerist það þegar lögreglumenn fara inn í íbúðina að hann skýtur á ný að lögreglumönnunum, í höfuð eins sérsveitarmannana sem var með hjálm, og sakaði ekki alvarlega við þessa atlögu og Í framhaldi af því var skotvopnum (í fleirtölu) beitt gegn manninum og hann særður. Hann var í framhaldinu fluttur af sjúkraliði upp á slysadeild þar sem hann var úrskurðaður látinn.“ Lögregluembættin tvö vilja ekkert gefa upp um hversu mörgum skotum var hleypt af á manninn vegna rannsóknarhagsmuna. Gott og vel. Það verður þá að vera þannig. Vonandi er það jákvætt að þessi rannsókn fari fram eins og hver önnur glæparannsókn. Við erum auðvitað ekki vön því að almennir borgarar falli fyrir hendi lögreglu hér á landi. En í löndunum í kringum okkur, þar sem það gerist oftar, virðist ekki hvíla sama leynd yfir atburðum sem þessum. Stefán Eiríksson segir lögregluna hafa sært manninn. Hann hafi því næst verið fluttur særður á Landspítalann þar sem hann var síðar úrskurðaður látinn. Sjónarvottar segja þó að búið hafi verið að breiða yfir manninn allann, höfuðið líka, þegar sjúkraliðar báru hann út. Einnig er erfitt að sjá það af þessu myndskeiði, að sjúkraflutningamenn hafi verið að flytja lífshættulega særðan mann. Það er einhver ró yfir þessu sem gefur annað til kynna allavega. Að lokum verður það að teljast undarlegt, að samkvæmt fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, fimmtudaginn 5. desember, ætlar lögreglan að byrja á því að taka sér viku í að hreinsa íbúðina, áður en vettvangur er rannsakaður. Hvað er eiginlega í gangi? Eru þetta sér-íslenskar lögregluaðferðir? Er þetta allt saman fullkomlega eðlilegt? Hugsanlega. En gott væri að fá í það minnsta einn blaðamannafund til viðbótar. Enginn vill að þessi hörmulegi atburður verði að einhverjum leiðinlegum vendipunkti í samskiptum lögreglu og fjölmiðla. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Guðmundi Steingríms bolað út úr sínu eigin máli Harmageddon "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Er Sweet Child O' Mine stolið? Harmageddon Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Viltu fá plötu Of Monsters and Men? Harmageddon
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafa lögregla og ríkislögreglustjóri gefið það út að embættin muni ekkert tjá sig frekar um atburðina í Árbæ aðfaranótt síðastliðins mánudags fyrr en rannsókn og skýrsla ríkissaksóknara um málið liggur fyrir. Hvenær það verður veit því miður enginn. En það verður að teljast bagalegt að almenningur fái ekki svör við mikilvægum og nauðsynlegum spurningum á tímamótum sem þessum.Á blaðamannafundi lögreglunnar og ríkislögreglustjóra morguninn eftir atburðinn, þeim eina sem haldinn hefur verið um málið, sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um fyrri tilraun lögreglunnar til þess að komast inn í íbúð mannsins, orðrétt:„sérsveitarmenn gera sig klára með viðeigandi hlífðarbúnað og fara inn í íbúðina... og þegar það gerist þá er skotið á lögreglumennina og skotið lendir í hlífðarskildi sem sérsveitarmaður var með... og hann fellur við... og niður stiga við þessa atlögu.“ Síðar kemur í ljós að þetta stenst ekki alveg skoðun. Samkvæmt frétt RÚV miðvikudaginn 4. desember höfðu það verið óbreyttir lögreglumenn sem knúðu dyra hjá manninum í það skiptið og höfðu þeir fengið lásasmið, óbreyttan borgara, til þess að pikka upp lásinn fyrir sig áður en þeir gengu inn í íbúðina. Af þeirri frásögn má draga þá ályktun að hinn umræddi hlífðarskjöldur, hafi hann verið með í för, hefur verið staðsettur fyrir aftan lásasmiðinn á meðan hann hefur unnið sína vinnu, í þágu lögreglu sem kallaði hann út í hefðbundið lásaútkall, án nokkurra viðvarana um það hættuástand sem augljóslega ríkti á staðnum. Með öðrum orðum hefur lögreglan þarna ekki einungis skýlt sér á bak viðeigandi hlífðarbúnað, heldur hafa þeir einnig verið með mannlegan skjöld, að þessu sinni í formi lásasmiðs, sem átti sér einskis ills von í þessu útkalli. Um þetta vakna að minnsta kosti tvær spurningar. Hvers vegna er lögreglan með óbreyttan lásasmið í því að opna fyrir sig hurð ef hún telur hættu vera á ferðum? Eða hvers vegna er lögreglan með hlífðarskjöld ef hún telur enga hættu vera á ferðum? Samkvæmt Stefáni fóru lögreglumennirnir svo inn í íbúðina, hann getur þess samt ekki að lásasmiðurinn hafi verið með í för, og við það hafi þeir fengið á sig skot úr haglabyssu innan úr íbúðinni. Skotið hafnar að hans sögn í umræddum hlífðarskildi sérsveitarmanns sem fellur við það aftur og niður stigann í blokkinni. Tveir lögreglumenn hlaupa á þessum tímapunkti upp á þriðju hæð hússins þar sem þeir banka á allar hurðir og leita skjóls hjá öðrum óbreyttum borgurum.Fréttamyndir Stöðvar 2 frá vettvangi árásarinnar daginn eftir virðast þó ekki koma heim og saman við þessa frásögn. Stigagangur blokkarinnar er ekki staðsettur þannig að maður sem kominn er inn í umrædda íbúð og fær á sig haglabyssuskot, í lögregluskjöld, geti kastast aftur fyrir sig niður stigann. Þetta hlýtur að vera einhver miskilningur hjá Stefáni. Um síðari tilraun lögreglu til þess að fara inn í íbúðina fáum við svo ennþá minna að vita. Stefán segir:„Þá gerist það þegar lögreglumenn fara inn í íbúðina að hann skýtur á ný að lögreglumönnunum, í höfuð eins sérsveitarmannana sem var með hjálm, og sakaði ekki alvarlega við þessa atlögu og Í framhaldi af því var skotvopnum (í fleirtölu) beitt gegn manninum og hann særður. Hann var í framhaldinu fluttur af sjúkraliði upp á slysadeild þar sem hann var úrskurðaður látinn.“ Lögregluembættin tvö vilja ekkert gefa upp um hversu mörgum skotum var hleypt af á manninn vegna rannsóknarhagsmuna. Gott og vel. Það verður þá að vera þannig. Vonandi er það jákvætt að þessi rannsókn fari fram eins og hver önnur glæparannsókn. Við erum auðvitað ekki vön því að almennir borgarar falli fyrir hendi lögreglu hér á landi. En í löndunum í kringum okkur, þar sem það gerist oftar, virðist ekki hvíla sama leynd yfir atburðum sem þessum. Stefán Eiríksson segir lögregluna hafa sært manninn. Hann hafi því næst verið fluttur særður á Landspítalann þar sem hann var síðar úrskurðaður látinn. Sjónarvottar segja þó að búið hafi verið að breiða yfir manninn allann, höfuðið líka, þegar sjúkraliðar báru hann út. Einnig er erfitt að sjá það af þessu myndskeiði, að sjúkraflutningamenn hafi verið að flytja lífshættulega særðan mann. Það er einhver ró yfir þessu sem gefur annað til kynna allavega. Að lokum verður það að teljast undarlegt, að samkvæmt fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, fimmtudaginn 5. desember, ætlar lögreglan að byrja á því að taka sér viku í að hreinsa íbúðina, áður en vettvangur er rannsakaður. Hvað er eiginlega í gangi? Eru þetta sér-íslenskar lögregluaðferðir? Er þetta allt saman fullkomlega eðlilegt? Hugsanlega. En gott væri að fá í það minnsta einn blaðamannafund til viðbótar. Enginn vill að þessi hörmulegi atburður verði að einhverjum leiðinlegum vendipunkti í samskiptum lögreglu og fjölmiðla.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Guðmundi Steingríms bolað út úr sínu eigin máli Harmageddon "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Er Sweet Child O' Mine stolið? Harmageddon Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Viltu fá plötu Of Monsters and Men? Harmageddon