Þingmaður treystir sér ekki til að starfa í banka Andri Þór Sturluson skrifar 13. desember 2013 08:48 Í stuttum pistli á Pressunni sem birtur var stuttu eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu segir hæstaréttarlögmaðurinn og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Nielsson, að hann telji það ekki lengur áhættunar virði að starfa í banka hér á landi. Með öðrum orðum þá myndi þingmaðurinn ekki treysta sér til að vinna í banka án þess að brjóta lög. „En ég velti fyrir mér af hverju bankamenn í öðrum löndum hafi ekki verið ákærðir og dæmdir fyrir sömu verk. Annað hvort eiga þeir ekki eins gáfaða ákærendur og dómara eða að lögin eru öðruvísi þar en hjá okkur. Seinni skýringin finnst mér ólíkleg því löggjöf okkar byggist iðulega á þýðingum á skandínavískum lögum. Kannski hefur eitthvað farið úrskeiðis í þýðingunni. Ég mun allavega ekki í framtíðinni taka að mér störf í banka, a.m.k ekki hér á landi. Góð laun bankamanna eru greinilega ekki áhættunnar virði.“ Það er athyglisvert að þingmaðurinn nefni hér góð laun bankamanna en þau voru iðulega réttlætt með þeirri gríðarlegu ábyrgð sem þeir báru, ábyrgð sem þeir vildu síðan ekki kannast við eftir að allt fór í klessu. Það er þó vissulega ánæguleg tíðindi að Brynjar treysti sér ekki til starfa í íslenskum banka. Þar þurfum við heiðarlegt fólk sem treystir sér til að fara eftir lögum og tekur ekki áhættuna á að brjóta þau. Þingmaður sem talar um niðurstöðu héraðsdóms eins og einhverja handahófskennda tilviljun, teningakast þar sem menn eru fangelsaðir ef menn eru óheppnir, er ekki traustvekjandi fulltrúi á þinginu. En sem betur fer er traust þjóðarinnar til Alþingis í lágmarki þannig að vera Brynjars þar er allavega ekki að eyðileggja orðspor þess. Maður bara vonar að hann treysti sér til að fylgja lögum þar. Það er þó heiðarlegt af Brynjari að viðurkenna að ef hann starfaði í banka væri hann óheiðarlegur. Harmageddon Mest lesið Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Sannleikurinn: Vigdís biðst afsökunar á þroskaheftum ummælum Harmageddon Sannleikurinn: Sjúklingur tafði mikilvæga ostasendingu Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Harmageddon
Í stuttum pistli á Pressunni sem birtur var stuttu eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu segir hæstaréttarlögmaðurinn og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Nielsson, að hann telji það ekki lengur áhættunar virði að starfa í banka hér á landi. Með öðrum orðum þá myndi þingmaðurinn ekki treysta sér til að vinna í banka án þess að brjóta lög. „En ég velti fyrir mér af hverju bankamenn í öðrum löndum hafi ekki verið ákærðir og dæmdir fyrir sömu verk. Annað hvort eiga þeir ekki eins gáfaða ákærendur og dómara eða að lögin eru öðruvísi þar en hjá okkur. Seinni skýringin finnst mér ólíkleg því löggjöf okkar byggist iðulega á þýðingum á skandínavískum lögum. Kannski hefur eitthvað farið úrskeiðis í þýðingunni. Ég mun allavega ekki í framtíðinni taka að mér störf í banka, a.m.k ekki hér á landi. Góð laun bankamanna eru greinilega ekki áhættunnar virði.“ Það er athyglisvert að þingmaðurinn nefni hér góð laun bankamanna en þau voru iðulega réttlætt með þeirri gríðarlegu ábyrgð sem þeir báru, ábyrgð sem þeir vildu síðan ekki kannast við eftir að allt fór í klessu. Það er þó vissulega ánæguleg tíðindi að Brynjar treysti sér ekki til starfa í íslenskum banka. Þar þurfum við heiðarlegt fólk sem treystir sér til að fara eftir lögum og tekur ekki áhættuna á að brjóta þau. Þingmaður sem talar um niðurstöðu héraðsdóms eins og einhverja handahófskennda tilviljun, teningakast þar sem menn eru fangelsaðir ef menn eru óheppnir, er ekki traustvekjandi fulltrúi á þinginu. En sem betur fer er traust þjóðarinnar til Alþingis í lágmarki þannig að vera Brynjars þar er allavega ekki að eyðileggja orðspor þess. Maður bara vonar að hann treysti sér til að fylgja lögum þar. Það er þó heiðarlegt af Brynjari að viðurkenna að ef hann starfaði í banka væri hann óheiðarlegur.
Harmageddon Mest lesið Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Sannleikurinn: Vigdís biðst afsökunar á þroskaheftum ummælum Harmageddon Sannleikurinn: Sjúklingur tafði mikilvæga ostasendingu Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Harmageddon