Heilsuvernd starfsmanna Teitur Guðmundsson skrifar 8. janúar 2013 06:00 Við erum öll sammála því að það er nauðsynlegt að hugsa um öryggi, heilsu og velferð starfsmanna, auk þess sem slíkt er lögbundið hérlendis og hefur verið um árabil. Skipulögð nálgun og svokallað áhættumat starfa er lykillinn að því að hafa yfirsýn yfir þau atriði sem skipta máli, hvort sem þau eru líkamleg eða andleg. Vinnueftirlit ríkisins hefur meðal annars eftirlitshlutverk gagnvart þessum þætti og byggir það á lögum nr. 46/1980 með síðari breytingum og leggja þau lög ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda sem og starfsmanna að tryggja eins og segir í lögunum „öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu". Vinnueftirlit ríkisins setti sér háleit og góð markmið og hefur unnið samkvæmt stefnumótun sem gilti fyrir árin 2009-2012 þar sem meðal annars kom fram að fækka skyldi dauðaslysum og vinnuslysum umtalsvert, auk þess sem slys sem leiða til beinbrota skyldu líka lækka á því sama tímabili. Þá var stefnt að því að draga úr atvinnutengdum sjúkdómum og fækka nýskráningum á örorku vegna stoðkerfisvanda og andlegra sjúkdóma. Einnig var mjög vel skilgreint hversu hátt hlutfall fyrirtækja ætti að hafa fullnægjandi áhættumat miðað við starfsmannafjölda og sett markmið á sviði rannsókna og miðlun þekkingar auk þess að skilgreina hvernig stuðla ætti að samræmdum vinnubrögðum.Víða pottur brotinn Nú þegar árið 2013 hefur litið dagsins ljós verður áhugavert að sjá hversu vel okkur hefur tekist til að uppfylla þau markmið sem sett voru í stefnumótun Vinnueftirlitsins og vonandi munu þær niðurstöður koma okkur þægilega á óvart. Ég hef fylgst með þróuninni starfs míns vegna og einna mestan áhuga haft á forvörnum gegn slysum og atvinnutengdum sjúkdómum, heilsuvernd starfsmanna og áhættumati starfa auk þeirra þátta sem að ofan eru nefndir. Þar er því miður enn víða pottur brotinn og þau markmið sem voru sett hafa ekki náðst nægjanlega vel, sérstaklega þegar kemur að áhættumati starfa. Hlutfall fyrirtækja sem eru minni og meðalstór og hafa lokið við fullnægjandi áhættumat er of lágt að mínu viti og ber mikið í milli sýnist manni þegar borið er saman við stærri fyrirtækin þar sem öryggis-, heilsu- og umhverfismenning er snar hluti af stefnu þeirra og öllum rekstri. Sum þeirra ganga meira að segja mun lengra í nálgun sinni en lög og reglur krefjast af þeim. Slíkt er gott enda lög og reglur yfirleitt settar til að tryggja lágmarksviðleitni aðila. Allir ættu að stefna að því þegar kemur að málefnum eins og heilsu og öryggi að gera betur en lágmarkið segir til um.Ný viðmið Hvati fyrirtækja til að gera vel felst auðvitað í þeirri einföldu staðreynd að þau eiga að uppfylla þá löggjöf sem er í gildi hverju sinni, en það þarf oft meira til. Það er til dæmis þekkt að sumir stjórnendur líta á skipulag og utanumhald um gerð áhættumats, virka heilsuvernd starfsmanna og öflugar forvarnir sem kostnað fremur en að þar sé um hag að ræða og jafnvel fjárhagslegan ávinning þegar til lengri tíma er litið. Jákvæð áhrif öflugs heilsu- og vinnuverndarstarfs koma meðal annars fram í minni fjarveru starfsmanna sökum heilsubrests, öflugu vinnuskipulagi, lægri iðgjöldum trygginga, bættri samningsstöðu við birgja og kaupendur þjónustu og svona mætti lengi telja. Þá er ljóst að sektum þeim sem Vinnueftirlitið getur beitt en gerir sjaldan yrði ekki beint gegn fyrirmyndarfyrirtækjum á þessu sviði. Ég vil því hvetja Vinnueftirlitið til að deila með okkur niðurstöðum markmiðasetningar síðustu þriggja ára og túlkun þeirra. Þá er rétt að ítreka mikilvægi skipulegs heilsu- og vinnuverndarstarfs innan fyrirtækja á sama tíma og ég vona að við Íslendingar setjum ný viðmið í þessum efnum. Að lokum vil ég óska landsmönnum gleðilegs nýs árs, megi það verða slysalaust og heilsusamlegt í alla staði! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun
Við erum öll sammála því að það er nauðsynlegt að hugsa um öryggi, heilsu og velferð starfsmanna, auk þess sem slíkt er lögbundið hérlendis og hefur verið um árabil. Skipulögð nálgun og svokallað áhættumat starfa er lykillinn að því að hafa yfirsýn yfir þau atriði sem skipta máli, hvort sem þau eru líkamleg eða andleg. Vinnueftirlit ríkisins hefur meðal annars eftirlitshlutverk gagnvart þessum þætti og byggir það á lögum nr. 46/1980 með síðari breytingum og leggja þau lög ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda sem og starfsmanna að tryggja eins og segir í lögunum „öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu". Vinnueftirlit ríkisins setti sér háleit og góð markmið og hefur unnið samkvæmt stefnumótun sem gilti fyrir árin 2009-2012 þar sem meðal annars kom fram að fækka skyldi dauðaslysum og vinnuslysum umtalsvert, auk þess sem slys sem leiða til beinbrota skyldu líka lækka á því sama tímabili. Þá var stefnt að því að draga úr atvinnutengdum sjúkdómum og fækka nýskráningum á örorku vegna stoðkerfisvanda og andlegra sjúkdóma. Einnig var mjög vel skilgreint hversu hátt hlutfall fyrirtækja ætti að hafa fullnægjandi áhættumat miðað við starfsmannafjölda og sett markmið á sviði rannsókna og miðlun þekkingar auk þess að skilgreina hvernig stuðla ætti að samræmdum vinnubrögðum.Víða pottur brotinn Nú þegar árið 2013 hefur litið dagsins ljós verður áhugavert að sjá hversu vel okkur hefur tekist til að uppfylla þau markmið sem sett voru í stefnumótun Vinnueftirlitsins og vonandi munu þær niðurstöður koma okkur þægilega á óvart. Ég hef fylgst með þróuninni starfs míns vegna og einna mestan áhuga haft á forvörnum gegn slysum og atvinnutengdum sjúkdómum, heilsuvernd starfsmanna og áhættumati starfa auk þeirra þátta sem að ofan eru nefndir. Þar er því miður enn víða pottur brotinn og þau markmið sem voru sett hafa ekki náðst nægjanlega vel, sérstaklega þegar kemur að áhættumati starfa. Hlutfall fyrirtækja sem eru minni og meðalstór og hafa lokið við fullnægjandi áhættumat er of lágt að mínu viti og ber mikið í milli sýnist manni þegar borið er saman við stærri fyrirtækin þar sem öryggis-, heilsu- og umhverfismenning er snar hluti af stefnu þeirra og öllum rekstri. Sum þeirra ganga meira að segja mun lengra í nálgun sinni en lög og reglur krefjast af þeim. Slíkt er gott enda lög og reglur yfirleitt settar til að tryggja lágmarksviðleitni aðila. Allir ættu að stefna að því þegar kemur að málefnum eins og heilsu og öryggi að gera betur en lágmarkið segir til um.Ný viðmið Hvati fyrirtækja til að gera vel felst auðvitað í þeirri einföldu staðreynd að þau eiga að uppfylla þá löggjöf sem er í gildi hverju sinni, en það þarf oft meira til. Það er til dæmis þekkt að sumir stjórnendur líta á skipulag og utanumhald um gerð áhættumats, virka heilsuvernd starfsmanna og öflugar forvarnir sem kostnað fremur en að þar sé um hag að ræða og jafnvel fjárhagslegan ávinning þegar til lengri tíma er litið. Jákvæð áhrif öflugs heilsu- og vinnuverndarstarfs koma meðal annars fram í minni fjarveru starfsmanna sökum heilsubrests, öflugu vinnuskipulagi, lægri iðgjöldum trygginga, bættri samningsstöðu við birgja og kaupendur þjónustu og svona mætti lengi telja. Þá er ljóst að sektum þeim sem Vinnueftirlitið getur beitt en gerir sjaldan yrði ekki beint gegn fyrirmyndarfyrirtækjum á þessu sviði. Ég vil því hvetja Vinnueftirlitið til að deila með okkur niðurstöðum markmiðasetningar síðustu þriggja ára og túlkun þeirra. Þá er rétt að ítreka mikilvægi skipulegs heilsu- og vinnuverndarstarfs innan fyrirtækja á sama tíma og ég vona að við Íslendingar setjum ný viðmið í þessum efnum. Að lokum vil ég óska landsmönnum gleðilegs nýs árs, megi það verða slysalaust og heilsusamlegt í alla staði!
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun