Einfaldara og réttlátara almannatryggingakerfi Guðbjartur Hannesson skrifar 7. mars 2013 06:00 Í fjölmörg ár hefur verið rætt um brýna nauðsyn þess að endurskoða almannatryggingalöggjöfina í heild. Með margvíslegum breytingum sem á henni hafa verið gerðar í gegnum árin hefur löggjöfin orðið æ flóknari og óaðgengilegri og raunar illskiljanleg flestum. Henni hefur verið líkt við stagbætta flík, enda hafa stjórnvöld ítrekað gefið fögur fyrirheit um að endurskoða hana frá grunni. Má þar minnast áforma frá síðustu aldamótum sem minna varð úr en að var stefnt. Nú er brotið í blað þar sem fram er komið á Alþingi frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun almannatryggingalaga. Róttækar breytingar eru lagðar til á núverandi kerfi sem gera lagaumhverfið einfaldara, skýrara og gegnsærra. Undirbúningur hófst árið 2007 þegar verkefnisstjórn um endurskoðun almannatrygginga var skipuð. Hún skilaði tillögum sínum í október 2009 og voru í kjölfarið stigin stór skref til úrbóta fyrir lífeyrisþega og einföldunar á löggjöfinni, til dæmis með afnámi makatenginga. Í apríl 2011 var skipaður nýr starfshópur til að ljúka verkinu og semja drög að heildstæðu frumvarpi um málaflokkinn. Þar sátu fulltrúar þingflokkanna, ýmissa hagsmunaaðila auk starfsmanna velferðarráðuneytisins. Í júní 2012 samþykkti hópurinn tillögur um einföldun bótakerfisins og er frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi byggt á þeim.Aðgengileg löggjöf Breytingar samkvæmt nýju frumvarpi eru fjölmargar. Þær stærstu snúa að margvíslegum réttindamálum ellilífeyrisþega sem munu styrkja stöðu þeirra og einfalda kerfið til muna. Bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót verða sameinaðir. Dregið verður úr tekjutengingum og frítekjumörk verða afnumin. Ekki verður lengur horft til þess hvaðan tekjurnar koma, heldur lækkar lífeyrir nú um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur. Samkvæmt frumvarpinu verður dregið úr þessum áhrifum tekna í áföngum. Hlutfallið lækkar í 80% við gildistöku laganna 1. júlí 2013, verður síðan tug lægra 1. janúar ár hvert til ársins 2016 og lækkar loks í 45% hinn 1. janúar 2017. Í gildandi löggjöf skortir ákvæði um markmið almannatryggingakerfisins, framsetning laganna er óaðgengileg og vart nema á færi sérfræðinga að skilja og skýra réttindi hvers og eins lífeyrisþega. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að gagnvart lífeyrisþegum sé sérstaklega brýnt að ákvæði laga um réttindi þeirra séu skýr og að fyrir hendi séu almennar, aðgengilegar og skýrar reglur um inntak þeirrar aðstoðar sem fólk á rétt á samkvæmt lögunum. Í frumvarpinu er áhersla lögð á að mæta þessum ábendingum. Skýrt er kveðið á um markmið og tilgang laganna, framsetningin er öll bætt og einfölduð, ítarlega er kveðið á um málsmeðferð og stjórnsýslu og áhersla lögð á leiðbeiningar- og upplýsingaskyldu stjórnvalda.Orð skulu standa Mikilvægt er að halda því til haga að lífeyrisþegar eiga rétt á kjarabótum í óbreyttu kerfi sem svarar því að útgjöld ríkisins aukast um 3,7 milljarða króna á næstu tveimur árum. Þetta er vegna samkomulags stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum og vegna bráðabirgðaákvæðis frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar og fellur úr gildi í ársbyrjun 2014. Í kostnaðarumsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarp til almannatryggingalaga er horft fram hjá þessu sem veldur því að ráðuneytið ofmetur aukin útgjöld hins opinbera vegna kerfisbreytingarinnar sem nemur framangreindri fjárhæð. Hvort sem nýtt frumvarp verður að lögum á þessu þingi eða síðar þá eiga orð að standa. Langþráðum áfanga er náð með frumvarpinu sem hér er til umfjöllunar. Ég treysti því að þrotlaus vinna sem liggur að baki verði virt að verðleikum og frumvarpið nái fram að ganga enda snýst það um mikilvæga réttarbót og úrbætur sem eru löngu tímabærar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmörg ár hefur verið rætt um brýna nauðsyn þess að endurskoða almannatryggingalöggjöfina í heild. Með margvíslegum breytingum sem á henni hafa verið gerðar í gegnum árin hefur löggjöfin orðið æ flóknari og óaðgengilegri og raunar illskiljanleg flestum. Henni hefur verið líkt við stagbætta flík, enda hafa stjórnvöld ítrekað gefið fögur fyrirheit um að endurskoða hana frá grunni. Má þar minnast áforma frá síðustu aldamótum sem minna varð úr en að var stefnt. Nú er brotið í blað þar sem fram er komið á Alþingi frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun almannatryggingalaga. Róttækar breytingar eru lagðar til á núverandi kerfi sem gera lagaumhverfið einfaldara, skýrara og gegnsærra. Undirbúningur hófst árið 2007 þegar verkefnisstjórn um endurskoðun almannatrygginga var skipuð. Hún skilaði tillögum sínum í október 2009 og voru í kjölfarið stigin stór skref til úrbóta fyrir lífeyrisþega og einföldunar á löggjöfinni, til dæmis með afnámi makatenginga. Í apríl 2011 var skipaður nýr starfshópur til að ljúka verkinu og semja drög að heildstæðu frumvarpi um málaflokkinn. Þar sátu fulltrúar þingflokkanna, ýmissa hagsmunaaðila auk starfsmanna velferðarráðuneytisins. Í júní 2012 samþykkti hópurinn tillögur um einföldun bótakerfisins og er frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi byggt á þeim.Aðgengileg löggjöf Breytingar samkvæmt nýju frumvarpi eru fjölmargar. Þær stærstu snúa að margvíslegum réttindamálum ellilífeyrisþega sem munu styrkja stöðu þeirra og einfalda kerfið til muna. Bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót verða sameinaðir. Dregið verður úr tekjutengingum og frítekjumörk verða afnumin. Ekki verður lengur horft til þess hvaðan tekjurnar koma, heldur lækkar lífeyrir nú um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur. Samkvæmt frumvarpinu verður dregið úr þessum áhrifum tekna í áföngum. Hlutfallið lækkar í 80% við gildistöku laganna 1. júlí 2013, verður síðan tug lægra 1. janúar ár hvert til ársins 2016 og lækkar loks í 45% hinn 1. janúar 2017. Í gildandi löggjöf skortir ákvæði um markmið almannatryggingakerfisins, framsetning laganna er óaðgengileg og vart nema á færi sérfræðinga að skilja og skýra réttindi hvers og eins lífeyrisþega. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að gagnvart lífeyrisþegum sé sérstaklega brýnt að ákvæði laga um réttindi þeirra séu skýr og að fyrir hendi séu almennar, aðgengilegar og skýrar reglur um inntak þeirrar aðstoðar sem fólk á rétt á samkvæmt lögunum. Í frumvarpinu er áhersla lögð á að mæta þessum ábendingum. Skýrt er kveðið á um markmið og tilgang laganna, framsetningin er öll bætt og einfölduð, ítarlega er kveðið á um málsmeðferð og stjórnsýslu og áhersla lögð á leiðbeiningar- og upplýsingaskyldu stjórnvalda.Orð skulu standa Mikilvægt er að halda því til haga að lífeyrisþegar eiga rétt á kjarabótum í óbreyttu kerfi sem svarar því að útgjöld ríkisins aukast um 3,7 milljarða króna á næstu tveimur árum. Þetta er vegna samkomulags stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum og vegna bráðabirgðaákvæðis frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar og fellur úr gildi í ársbyrjun 2014. Í kostnaðarumsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarp til almannatryggingalaga er horft fram hjá þessu sem veldur því að ráðuneytið ofmetur aukin útgjöld hins opinbera vegna kerfisbreytingarinnar sem nemur framangreindri fjárhæð. Hvort sem nýtt frumvarp verður að lögum á þessu þingi eða síðar þá eiga orð að standa. Langþráðum áfanga er náð með frumvarpinu sem hér er til umfjöllunar. Ég treysti því að þrotlaus vinna sem liggur að baki verði virt að verðleikum og frumvarpið nái fram að ganga enda snýst það um mikilvæga réttarbót og úrbætur sem eru löngu tímabærar.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun