Framsókn fyrir heimilin Sigrún Magnúsdóttir skrifar 11. mars 2013 06:00 Þann 1. mars sl. sátum við undirritaðar áhugaverða ráðstefnu sem haldin var undir kjörorðinu „Heimili – meira en hús“. Var ráðstefnan haldin sameiginlega af félögum sem berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks og Sambandi íslenskra sveitafélaga. Mörg fróðleg erindi voru flutt er lýstu vel þeim fjölmörgu hindrunum sem fólk með fötlun þarf að yfirstíga eða kljást við. Meginþema þingsins var hvernig hægt væri að búa fötluðum sjálfstætt heimili og hvernig það væri fyrir fatlaðan einstakling að flytja úr foreldrahúsum. Dagný Kristjánsdóttir lýsti á áhrifaríkan hátt hvernig upplifun það hefði verið að flytja frá foreldrum sínum og hefja sjálfstætt líf í eigin íbúð. Bar erindi hennar yfirskriftina „Að byrja nýtt líf“. Hamingja hennar yfir sjálfstæðinu að búa á sínu eigin heimili var einlæg og mættu margir jafnaldrar hennar læra af henni. Hún hefur t.d. þá reglu að bjóða foreldrunum í mat einu sinni í viku. Stórkostlegt. Jafnframt lýsti hún vel þrá sinni að gefa af sér fyrir aðra. Með dugnaði og styrkri aðstoð foreldra og bræðra sem og Flensborgarskóla er hún komin í diplómanám í Háskóla Íslands. Hún vonast til að geta liðsinnt börnum á leikskólum í framtíðinni. Heimili er og verður grundvallareining í okkar samfélagi. Heimili geta verið af ýmsum toga. Heimili táknar ekki einungis skjól utan um svokallaða kjarnafjölskyldu. Stefnuskrá Landssamtakanna Þroskahjálpar byggir í grundvallaratriðum á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Íslendingar hafa undirritað og tekur hún mið af mannréttindum sem flestir njóta nú þegar. Eitt stefnumarkmið Þroskahjálpar ber heitið „Allir eiga rétt á heimili“ og þýðir að í nútímasamfélagi verði litið á eigið heimili sem sjálfsögð mannréttindi, enda tengist það sjálfsmynd, friðhelgi einkalífs og sjálfstæði órjúfanlegum böndum. Síðan segir: „Fólk með sérstakar þarfir vegna fötlunar á tilkall til þessara mannréttinda eins og allir aðrir.“ Öllum einstaklingum á að líða vel á heimilum sínum og eiga rétt á að eiga sitt heimili. Það á við um fatlaða sem ófatlaða einstaklinga. Framsókn ætlar sér að vera öflugur málsvari heimilanna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 1. mars sl. sátum við undirritaðar áhugaverða ráðstefnu sem haldin var undir kjörorðinu „Heimili – meira en hús“. Var ráðstefnan haldin sameiginlega af félögum sem berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks og Sambandi íslenskra sveitafélaga. Mörg fróðleg erindi voru flutt er lýstu vel þeim fjölmörgu hindrunum sem fólk með fötlun þarf að yfirstíga eða kljást við. Meginþema þingsins var hvernig hægt væri að búa fötluðum sjálfstætt heimili og hvernig það væri fyrir fatlaðan einstakling að flytja úr foreldrahúsum. Dagný Kristjánsdóttir lýsti á áhrifaríkan hátt hvernig upplifun það hefði verið að flytja frá foreldrum sínum og hefja sjálfstætt líf í eigin íbúð. Bar erindi hennar yfirskriftina „Að byrja nýtt líf“. Hamingja hennar yfir sjálfstæðinu að búa á sínu eigin heimili var einlæg og mættu margir jafnaldrar hennar læra af henni. Hún hefur t.d. þá reglu að bjóða foreldrunum í mat einu sinni í viku. Stórkostlegt. Jafnframt lýsti hún vel þrá sinni að gefa af sér fyrir aðra. Með dugnaði og styrkri aðstoð foreldra og bræðra sem og Flensborgarskóla er hún komin í diplómanám í Háskóla Íslands. Hún vonast til að geta liðsinnt börnum á leikskólum í framtíðinni. Heimili er og verður grundvallareining í okkar samfélagi. Heimili geta verið af ýmsum toga. Heimili táknar ekki einungis skjól utan um svokallaða kjarnafjölskyldu. Stefnuskrá Landssamtakanna Þroskahjálpar byggir í grundvallaratriðum á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Íslendingar hafa undirritað og tekur hún mið af mannréttindum sem flestir njóta nú þegar. Eitt stefnumarkmið Þroskahjálpar ber heitið „Allir eiga rétt á heimili“ og þýðir að í nútímasamfélagi verði litið á eigið heimili sem sjálfsögð mannréttindi, enda tengist það sjálfsmynd, friðhelgi einkalífs og sjálfstæði órjúfanlegum böndum. Síðan segir: „Fólk með sérstakar þarfir vegna fötlunar á tilkall til þessara mannréttinda eins og allir aðrir.“ Öllum einstaklingum á að líða vel á heimilum sínum og eiga rétt á að eiga sitt heimili. Það á við um fatlaða sem ófatlaða einstaklinga. Framsókn ætlar sér að vera öflugur málsvari heimilanna í landinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun