Ísland og ESB: Tækifærin sem bíða Össur Skarphéðinsson skrifar 13. mars 2013 06:00 Tveir menn stigu fram í liðinni viku og hvöttu til þess að við lykjum aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Annar var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem benti réttilega á í ræðu sinni á aðalfundi SA að Ísland myndi ekki ná að vaxa og halda úti öflugu atvinnulífi, vinnu og velferð án myntar sem er gjaldgeng í milliríkjaviðskiptum. Hinn var Björgólfur Jóhannsson, einn af bestu viðskiptamönnum landsins og nýkjörinn formaður stjórnar SA. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að fá efnislega niðurstöðu í Evrópumálunum. Svona eiga sýslumenn að vera!Haltrandi króna í höftum Stærsta tækifærið sem bíður felst í stöðugra efnahagsumhverfi og tækifærið til að skipta út krónu fyrir sterka evru. Aðild að ESB myndi skapa skilyrði fyrir sjálfbærum hagvexti, aukinni fjárfestingu, fleiri og fjölbreyttari störfum. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að hér verði öflug velferð, gott mennta- og heilbrigðiskerfi. En þetta krefst þess að umhverfi fyrirtækjanna og heimilanna sé stöðugt og traust. Annars bresta gjarðir. Krónan er þyngsti skatturinn sem Íslendingar verða að axla. Allir Íslendingar sjá á hverjum degi að íslenska krónan er uppspretta óstöðugleika, verðbólguvaldur. Kauphækkanir venjulegs fólks þurrkast nánast út á einu bretti þegar verðbólgan geysist af stað og lánin okkar hækka. Valkostirnir sem við stöndum frammi fyrir, og skýrsla Seðlabankans útskýrði svo vel, eru tveir, og bara tveir: Ætlum við að gera enn eina tilraunina með draghalta krónu í höftum eða viljum við treysta umgjörð efnahagslífsins með upptöku evru?Tækifæri með aðild Gríðarleg tækifæri opnast í byggðamálum með aðild að Evrópusambandinu. Við sjáum æ betur að aðild Íslands að ESB mun valda byltingu í byggðamálum. Íslensk sveitarfélög og fyrirtæki myndu eiga kost á margháttuðum stuðningi við atvinnu- og nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Aðildin myndi gjörbylta möguleikum veikra jaðarbyggða til að fá nýtt blóð í æðar, nýjar stoðir til að standa á, nýtt líf til framtíðar. Vestfirðir, Strandir, norðausturhornið þar sem aðild gæti bjargað byggð á Raufarhöfn, styrkt á Kópaskeri og Þórshöfn, Þingeyjarsveit, og sunnanlands eru Skaftárhreppur og Suðurnes rakin dæmi um hvernig aðild gæti fært mikilvægt fjármagn, og sterka byggðastefnu inn á svæðin – og beinlínis bjargað þeim til framtíðar. Aðild myndi opna markaði fyrir fullunnar sjávarafurðir sem í dag eru tollaðar. Íslenskur sjávarútvegur myndi fá tækifæri til að vaxa áfram og vinna betur fiskinn hér heima. Markaðir myndu líka opnast fyrir íslenskar hágæðaafurðir í landbúnaði, um leið og íslenskir neytendur myndu fá fjölbreyttari mat í hillurnar með afnámi tolla. Íslensk framleiðsla þarf ekkert að óttast. Tómatar, paprikur og gúrkur verða áfram ástfóstur landans, líkt og lambakjötið, skyrið og mjólkin. En allar þessar afurðir myndu blómstra á syllum velstæðra neytenda sem sækjast eftir miklum gæðum og vistvænni framleiðslu á 500 milljóna manna heimamarkaði.Sterkara fullveldi – íslensk tunga Aðild myndi einnig treysta fullveldi Íslands. Við myndum taka skrefið frá því að vera frammi á gangi – eins og við erum í EES – inn í fundarherbergið sjálft. Fá sæti við borðið þar sem sameiginlegar ákvarðanir eru teknar. Við Íslendingar eigum fullt erindi inn í Evrópusambandið og höfum margt fram að færa, s.s á sviði sjávarútvegs, orkumála og jafnréttis, bæði okkur og samstarfsríkjum okkar til hagsbóta. Íslenska verður eitt af opinberum tungumálum ESB sem þýðir að okkar fólk getur talað íslensku á fundum, kjósi það svo, og öll skjöl verða á íslensku. Við munum fá fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB, dómara í Evrópudómstólnum og þingmenn á Evrópuþinginu. Við eigum að vera stolt af því að vera Íslendingar. Klárum aðildarviðræðurnar, leggjum kalt mat á tækifærin sem eru fyrir hendi, metum áhrif aðildar á grundvelli aðildarsamnings og leyfum þjóðinni að eiga lokaorðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Tveir menn stigu fram í liðinni viku og hvöttu til þess að við lykjum aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Annar var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem benti réttilega á í ræðu sinni á aðalfundi SA að Ísland myndi ekki ná að vaxa og halda úti öflugu atvinnulífi, vinnu og velferð án myntar sem er gjaldgeng í milliríkjaviðskiptum. Hinn var Björgólfur Jóhannsson, einn af bestu viðskiptamönnum landsins og nýkjörinn formaður stjórnar SA. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að fá efnislega niðurstöðu í Evrópumálunum. Svona eiga sýslumenn að vera!Haltrandi króna í höftum Stærsta tækifærið sem bíður felst í stöðugra efnahagsumhverfi og tækifærið til að skipta út krónu fyrir sterka evru. Aðild að ESB myndi skapa skilyrði fyrir sjálfbærum hagvexti, aukinni fjárfestingu, fleiri og fjölbreyttari störfum. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að hér verði öflug velferð, gott mennta- og heilbrigðiskerfi. En þetta krefst þess að umhverfi fyrirtækjanna og heimilanna sé stöðugt og traust. Annars bresta gjarðir. Krónan er þyngsti skatturinn sem Íslendingar verða að axla. Allir Íslendingar sjá á hverjum degi að íslenska krónan er uppspretta óstöðugleika, verðbólguvaldur. Kauphækkanir venjulegs fólks þurrkast nánast út á einu bretti þegar verðbólgan geysist af stað og lánin okkar hækka. Valkostirnir sem við stöndum frammi fyrir, og skýrsla Seðlabankans útskýrði svo vel, eru tveir, og bara tveir: Ætlum við að gera enn eina tilraunina með draghalta krónu í höftum eða viljum við treysta umgjörð efnahagslífsins með upptöku evru?Tækifæri með aðild Gríðarleg tækifæri opnast í byggðamálum með aðild að Evrópusambandinu. Við sjáum æ betur að aðild Íslands að ESB mun valda byltingu í byggðamálum. Íslensk sveitarfélög og fyrirtæki myndu eiga kost á margháttuðum stuðningi við atvinnu- og nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Aðildin myndi gjörbylta möguleikum veikra jaðarbyggða til að fá nýtt blóð í æðar, nýjar stoðir til að standa á, nýtt líf til framtíðar. Vestfirðir, Strandir, norðausturhornið þar sem aðild gæti bjargað byggð á Raufarhöfn, styrkt á Kópaskeri og Þórshöfn, Þingeyjarsveit, og sunnanlands eru Skaftárhreppur og Suðurnes rakin dæmi um hvernig aðild gæti fært mikilvægt fjármagn, og sterka byggðastefnu inn á svæðin – og beinlínis bjargað þeim til framtíðar. Aðild myndi opna markaði fyrir fullunnar sjávarafurðir sem í dag eru tollaðar. Íslenskur sjávarútvegur myndi fá tækifæri til að vaxa áfram og vinna betur fiskinn hér heima. Markaðir myndu líka opnast fyrir íslenskar hágæðaafurðir í landbúnaði, um leið og íslenskir neytendur myndu fá fjölbreyttari mat í hillurnar með afnámi tolla. Íslensk framleiðsla þarf ekkert að óttast. Tómatar, paprikur og gúrkur verða áfram ástfóstur landans, líkt og lambakjötið, skyrið og mjólkin. En allar þessar afurðir myndu blómstra á syllum velstæðra neytenda sem sækjast eftir miklum gæðum og vistvænni framleiðslu á 500 milljóna manna heimamarkaði.Sterkara fullveldi – íslensk tunga Aðild myndi einnig treysta fullveldi Íslands. Við myndum taka skrefið frá því að vera frammi á gangi – eins og við erum í EES – inn í fundarherbergið sjálft. Fá sæti við borðið þar sem sameiginlegar ákvarðanir eru teknar. Við Íslendingar eigum fullt erindi inn í Evrópusambandið og höfum margt fram að færa, s.s á sviði sjávarútvegs, orkumála og jafnréttis, bæði okkur og samstarfsríkjum okkar til hagsbóta. Íslenska verður eitt af opinberum tungumálum ESB sem þýðir að okkar fólk getur talað íslensku á fundum, kjósi það svo, og öll skjöl verða á íslensku. Við munum fá fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB, dómara í Evrópudómstólnum og þingmenn á Evrópuþinginu. Við eigum að vera stolt af því að vera Íslendingar. Klárum aðildarviðræðurnar, leggjum kalt mat á tækifærin sem eru fyrir hendi, metum áhrif aðildar á grundvelli aðildarsamnings og leyfum þjóðinni að eiga lokaorðið.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun