Evrópa á dagskrá! Árni Páll Árnason skrifar 9. apríl 2013 00:01 Aðild að Evrópusambandinu er praktísk nauðsyn. Hún er engin hugmyndafræðileg meinloka. Hún er einfaldlega skynsamlegasta leiðin áfram fyrir metnaðarfulla norræna velferðarþjóð sem býr við gjaldeyrishöft og ógjaldgengan gjaldmiðil, en vill opið hagkerfi og njóta sambærilegra lífskjara og nágrannaþjóðirnar. Hugmynd sjálfstæðismanna og framsóknarmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna getur aldrei gengið upp sem leið til að ákveða stöðu okkar í Evrópu. Það er hrein vegleysa ef þessir flokkar, sem ekki telja hagsmunum þjóðarinnar best borgið með aðild, verða í ríkisstjórn og eiga nauðugir að leiða aðildarviðræður sem þeir hafa enga trú á. Bjarni Benediktsson hefur margsagt að ófært sé að VG leiði samninga um einstök efnisatriði aðildarsamninga, því flokkurinn styðji ekki aðild. Sama hlýtur að eiga við um hann sjálfan. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sitja í ríkisstjórn geta þeir ekki leitt aðildarumsókn með þessum rökum. Ef þjóðin kýs að halda áfram aðildarviðræðum fæli sú niðurstaða því í reynd í sér vantraust á ríkisstjórn gömlu flokkanna og þeir þyrftu að veita minnihlutastjórn Samfylkingarinnar, sem leiddi aðildarviðræðurnar, hlutleysi. Eina skynsamlega leiðin er að ljúka samningum eins hratt og kostur er undir forystu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn og gefa þjóðinni kost á að kjósa þá strax um þá efnislegu niðurstöðu. Margir styðja Evrópusambandsaðild en trúa því að það sé hægt að kjósa gömlu loforðaflokkana og halda svo áfram í rólegheitum með aðildarumsóknina. Svo er ekki. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fá umboð til að gera það sem þeir segjast ætla að gera tökum við ekki upp evru í áratugi. Því er Samfylkingin tilbúin að leggja alla áherslu á aðildarumsóknina: Við viljum ljúka samningum svo fljótt sem unnt er. Um leið og þeir liggja fyrir viljum við samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskrá, til að uppfylla skilyrði aðildar og rjúfa þing og leggja allan pakkann – og okkur sjálf – í dóm þjóðarinnar. Þjóðaratkvæði og þingkosningar í einu. Það hljóta allir flokkar að geta fallist á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Aðild að Evrópusambandinu er praktísk nauðsyn. Hún er engin hugmyndafræðileg meinloka. Hún er einfaldlega skynsamlegasta leiðin áfram fyrir metnaðarfulla norræna velferðarþjóð sem býr við gjaldeyrishöft og ógjaldgengan gjaldmiðil, en vill opið hagkerfi og njóta sambærilegra lífskjara og nágrannaþjóðirnar. Hugmynd sjálfstæðismanna og framsóknarmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna getur aldrei gengið upp sem leið til að ákveða stöðu okkar í Evrópu. Það er hrein vegleysa ef þessir flokkar, sem ekki telja hagsmunum þjóðarinnar best borgið með aðild, verða í ríkisstjórn og eiga nauðugir að leiða aðildarviðræður sem þeir hafa enga trú á. Bjarni Benediktsson hefur margsagt að ófært sé að VG leiði samninga um einstök efnisatriði aðildarsamninga, því flokkurinn styðji ekki aðild. Sama hlýtur að eiga við um hann sjálfan. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sitja í ríkisstjórn geta þeir ekki leitt aðildarumsókn með þessum rökum. Ef þjóðin kýs að halda áfram aðildarviðræðum fæli sú niðurstaða því í reynd í sér vantraust á ríkisstjórn gömlu flokkanna og þeir þyrftu að veita minnihlutastjórn Samfylkingarinnar, sem leiddi aðildarviðræðurnar, hlutleysi. Eina skynsamlega leiðin er að ljúka samningum eins hratt og kostur er undir forystu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn og gefa þjóðinni kost á að kjósa þá strax um þá efnislegu niðurstöðu. Margir styðja Evrópusambandsaðild en trúa því að það sé hægt að kjósa gömlu loforðaflokkana og halda svo áfram í rólegheitum með aðildarumsóknina. Svo er ekki. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fá umboð til að gera það sem þeir segjast ætla að gera tökum við ekki upp evru í áratugi. Því er Samfylkingin tilbúin að leggja alla áherslu á aðildarumsóknina: Við viljum ljúka samningum svo fljótt sem unnt er. Um leið og þeir liggja fyrir viljum við samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskrá, til að uppfylla skilyrði aðildar og rjúfa þing og leggja allan pakkann – og okkur sjálf – í dóm þjóðarinnar. Þjóðaratkvæði og þingkosningar í einu. Það hljóta allir flokkar að geta fallist á.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun