Stundakennarar – Hinir stéttlausu kennarar? Eiríkur Valdimarsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 Háskóli Íslands er góð og gild stofnun sem hefur sett sér glæst markmið sem miðast meðal annars að því að koma skólanum til hæstu metorða í alþjóðlegum samanburði. Þannig má segja að stofnunin setji markið hátt, enda metnaður hans öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni ef út í það er farið. Nemendum við skólann hefur fjölgað mikið á undanförnum misserum og á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Fjölmargir hafa því tekið slaginn og drifið sig í háskólanám og gert skólann að iðandi vinnustað nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans. Það er heiður að fá að vera hluti af þessu samfélagi enda mikill mannauður við skólann. Lífið gæti verið fullkomið. En, ég er stundakennari. Laun mín eru lág, en ábyrgðin er mikil. Sem stundakennari nýt ég ekki réttinda, er t.a.m. ekki í stéttarfélagi. Veikindaréttur þekkist ekki. Starfsöryggið er ekkert, þar sem ég fæ borgað fyrir hvern tíma sem ég kenni og auk þess veit maður aldrei hvort það verði í mínum höndum að kenna námskeiðið næst þegar það verður kennt. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuumhverfi heldur aftur af allri kennsluþróun og áætlunum um framtíð námskeiðanna yfirleitt. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir hina miklu aukningu nemenda, hefur kennurum ekki verið fjölgað svo nokkru nemur.Áhuginn drabbast niður Stundakennarar hafa aftur á móti fengið aukið vægi og um leið ábyrgð. Sá sem byrjar sem stundakennari er yfirleitt upp með sér og stoltur. Það er heiður að finna fyrir traustinu sem manni er veitt og um leið er allt lagt í sölurnar og maður sinnir kennslunni af heilum hug, áhuga og metnaði. Ferskur stundakennari er sennilega metnaðarfyllsti kennari Háskóla Íslands hverju sinni. En síðan koma mánaðamót og launin fara að „streyma“ inn. Með sinn fyrsta launaseðil í hendinni heldur maður að eitthvað hafi gleymst. Að það hafi kannski gleymst að reikna helminginn af kennslunni. En iðulega eru kjörin þarna rétt út reiknuð, svört á hvítu. Og um leið verður útlitið sömuleiðis svart. Það skal engan undra þó að með tímanum drabbist niður áhuginn og kennarinn leggur ekki eins mikið á sig við kennsluna. Það er vitaskuld slæmt fyrir stofnunina. En verst er það þó fyrir nemendann. Nú líður senn að kosningum. (Nú byrjar hann, hugsa eflaust einhverjir!). En jú víst, nú líður að kosningum! Flokkarnir keppast nú við að lofa og lofa sig sjálfa í hástert. Við í Hagstund, hagsmunafélagi stundakennara við Háskóla Íslands, höfum áhuga á að heyra hvað flokkarnir vilja gera fyrir okkur nú í aðdraganda kosninga og höfum við sent öllum flokkum eftirfarandi spurningu: Hvað ætlið þið að gera í kjarabaráttu stundakennara við Háskóla Íslands ef þið komist til valda í kosningunum í vor 2013? Áhugavert verður að heyra svörin og munum við miðla þeim til áhugasamra um leið og þau liggja fyrir. Kröfur okkar eru nefnilega ekki flóknar: Við viljum réttlátt vinnuumhverfi, öryggi og að við getum stolt sinnt kennslu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er góð og gild stofnun sem hefur sett sér glæst markmið sem miðast meðal annars að því að koma skólanum til hæstu metorða í alþjóðlegum samanburði. Þannig má segja að stofnunin setji markið hátt, enda metnaður hans öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni ef út í það er farið. Nemendum við skólann hefur fjölgað mikið á undanförnum misserum og á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Fjölmargir hafa því tekið slaginn og drifið sig í háskólanám og gert skólann að iðandi vinnustað nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans. Það er heiður að fá að vera hluti af þessu samfélagi enda mikill mannauður við skólann. Lífið gæti verið fullkomið. En, ég er stundakennari. Laun mín eru lág, en ábyrgðin er mikil. Sem stundakennari nýt ég ekki réttinda, er t.a.m. ekki í stéttarfélagi. Veikindaréttur þekkist ekki. Starfsöryggið er ekkert, þar sem ég fæ borgað fyrir hvern tíma sem ég kenni og auk þess veit maður aldrei hvort það verði í mínum höndum að kenna námskeiðið næst þegar það verður kennt. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuumhverfi heldur aftur af allri kennsluþróun og áætlunum um framtíð námskeiðanna yfirleitt. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir hina miklu aukningu nemenda, hefur kennurum ekki verið fjölgað svo nokkru nemur.Áhuginn drabbast niður Stundakennarar hafa aftur á móti fengið aukið vægi og um leið ábyrgð. Sá sem byrjar sem stundakennari er yfirleitt upp með sér og stoltur. Það er heiður að finna fyrir traustinu sem manni er veitt og um leið er allt lagt í sölurnar og maður sinnir kennslunni af heilum hug, áhuga og metnaði. Ferskur stundakennari er sennilega metnaðarfyllsti kennari Háskóla Íslands hverju sinni. En síðan koma mánaðamót og launin fara að „streyma“ inn. Með sinn fyrsta launaseðil í hendinni heldur maður að eitthvað hafi gleymst. Að það hafi kannski gleymst að reikna helminginn af kennslunni. En iðulega eru kjörin þarna rétt út reiknuð, svört á hvítu. Og um leið verður útlitið sömuleiðis svart. Það skal engan undra þó að með tímanum drabbist niður áhuginn og kennarinn leggur ekki eins mikið á sig við kennsluna. Það er vitaskuld slæmt fyrir stofnunina. En verst er það þó fyrir nemendann. Nú líður senn að kosningum. (Nú byrjar hann, hugsa eflaust einhverjir!). En jú víst, nú líður að kosningum! Flokkarnir keppast nú við að lofa og lofa sig sjálfa í hástert. Við í Hagstund, hagsmunafélagi stundakennara við Háskóla Íslands, höfum áhuga á að heyra hvað flokkarnir vilja gera fyrir okkur nú í aðdraganda kosninga og höfum við sent öllum flokkum eftirfarandi spurningu: Hvað ætlið þið að gera í kjarabaráttu stundakennara við Háskóla Íslands ef þið komist til valda í kosningunum í vor 2013? Áhugavert verður að heyra svörin og munum við miðla þeim til áhugasamra um leið og þau liggja fyrir. Kröfur okkar eru nefnilega ekki flóknar: Við viljum réttlátt vinnuumhverfi, öryggi og að við getum stolt sinnt kennslu við Háskóla Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun