Handvalið lýðræði hjá Stöð 2 Eyþór Jóvinsson skrifar 23. apríl 2013 11:00 Þótt flokkur mælist ekki með mikið fylgi eru hugmyndir flokksins, skoðanir og úrlausnir á vandamálum ekki síðri en hjá þeim flokkum sem mælast með meira fylgi. Engu að síður handvelur Stöð 2 þá flokka til að mæta í sjónvarpssal til að kynna sín málefni og lausnir á vanda þjóðarinnar. Í gærkvöldi var Stöð 2 með umræðuþátt fyrir oddvita flokka í Norðvesturkjördæmi, þar var aðeins fimm oddvitum boðið til að kynna sínar hugmyndir, sömu hugmyndir og þessir sömu flokkar hafa kynnt á fjögra ára fresti, allt frá því að ég man eftir mér. Með mislitlum árangri þó. Það er nefnilega svo að skoðanir manns á Skagaströnd eru ekkert verri eða minna virði en skoðanir manns í Reykjavík. Jafnvel þó það búi aðeins um 500 manns á Skagaströnd en 200.000 í Reykjavík. Tilveruréttur manna er jafn mikilvægur, hvort sem menn búa í fjölmennu samfélagi eða fámennu. Allir einstaklingar hafa ákveðnar grunnþarfir og hugsjónir óháð búsetu og íbúatölu. Það virðist oft gleymast. Sérstaklega í fjölmiðlum. Það sama má segja um stjórnmálaflokka. Tilveruréttur og skoðanir allra flokka hljóta að vega jafn þungt, óháð fylgi í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það útilokar Stöð 2 einmitt þá flokka sem þurfa hvað mest á sinni kynningu að halda, þar sem þeir flokkar sitja ekki við sama borð og ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar sem hafa nær ótakmörkuð fjárráð til að kynna sig með auglýsingaefni. Það sem er sárast í þessu er að flokkar eins og Lýðræðisvaktin vantar svo sáralítið til að komast inn á þing samkvæmt skoðanakönnunum eða rétt um 1% og er því í baráttu upp á líf og dauða til að ná því marki. Á sama tíma skiptir það Sjálfstæðisflokkinn litlu máli hvort að hann fái 23% eða 24% í komandi kosningum. En það skiptir Lýðræðisvaktina öllu máli hvort að hún fái 4% eða 5% um næstu helgi. Það er óásættanlegt að einn stærsti fjölmiðill landsins hafi hvorki lýðræðislegan kjark eða þor til að gefa mönnum tækifæri á að sitja við sama borð. Skammist ykkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þótt flokkur mælist ekki með mikið fylgi eru hugmyndir flokksins, skoðanir og úrlausnir á vandamálum ekki síðri en hjá þeim flokkum sem mælast með meira fylgi. Engu að síður handvelur Stöð 2 þá flokka til að mæta í sjónvarpssal til að kynna sín málefni og lausnir á vanda þjóðarinnar. Í gærkvöldi var Stöð 2 með umræðuþátt fyrir oddvita flokka í Norðvesturkjördæmi, þar var aðeins fimm oddvitum boðið til að kynna sínar hugmyndir, sömu hugmyndir og þessir sömu flokkar hafa kynnt á fjögra ára fresti, allt frá því að ég man eftir mér. Með mislitlum árangri þó. Það er nefnilega svo að skoðanir manns á Skagaströnd eru ekkert verri eða minna virði en skoðanir manns í Reykjavík. Jafnvel þó það búi aðeins um 500 manns á Skagaströnd en 200.000 í Reykjavík. Tilveruréttur manna er jafn mikilvægur, hvort sem menn búa í fjölmennu samfélagi eða fámennu. Allir einstaklingar hafa ákveðnar grunnþarfir og hugsjónir óháð búsetu og íbúatölu. Það virðist oft gleymast. Sérstaklega í fjölmiðlum. Það sama má segja um stjórnmálaflokka. Tilveruréttur og skoðanir allra flokka hljóta að vega jafn þungt, óháð fylgi í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það útilokar Stöð 2 einmitt þá flokka sem þurfa hvað mest á sinni kynningu að halda, þar sem þeir flokkar sitja ekki við sama borð og ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar sem hafa nær ótakmörkuð fjárráð til að kynna sig með auglýsingaefni. Það sem er sárast í þessu er að flokkar eins og Lýðræðisvaktin vantar svo sáralítið til að komast inn á þing samkvæmt skoðanakönnunum eða rétt um 1% og er því í baráttu upp á líf og dauða til að ná því marki. Á sama tíma skiptir það Sjálfstæðisflokkinn litlu máli hvort að hann fái 23% eða 24% í komandi kosningum. En það skiptir Lýðræðisvaktina öllu máli hvort að hún fái 4% eða 5% um næstu helgi. Það er óásættanlegt að einn stærsti fjölmiðill landsins hafi hvorki lýðræðislegan kjark eða þor til að gefa mönnum tækifæri á að sitja við sama borð. Skammist ykkar!
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun