Samfylkingin er velferðarflokkur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Heilbrigðisþjónusta óháð efnahag er eitt stærsta velferðarmálið. Samfylkingin mun því nýta það svigrúm sem er að skapast í ríkisrekstrinum til uppbyggingar í heilbrigðismálum og við höfum nú þegar náð fram mikilvægum umbótum til jöfnuðar í heilbrigðiskerfinu.Tannlækningar barna Nýr samningur um tannlækningar barna hefur verið undirritaður, sá fyrsti í 21 ár. Framvegis munu öll börn hafa sinn eigin heimilistannlækni sem mun boða börn í reglulegt eftirlit, sjá um forvarnir og aðrar nauðsynlegar tannlækningar þeirra. Foreldrar munu einungis greiða komugjald sem ákveðið verður með reglugerð.Réttlátara lyfjagreiðslukerfi Nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfið er einfaldara og réttlátara en núgildandi kerfi. Það mun auka jöfnuð, hætta að mismuna sjúklingum eftir sjúkdómum og verja þá sem mest þurfa á lyfjum að halda fyrir miklum kostnaði. Þeir sem lítið nota af lyfjum munu þurfa að borga meira en áður. Öryrkjar, aldraðir, börn og barnafjölskyldur eru varin fyrir háum greiðslum öðrum fremur. Velferðarráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um endurgreiðslu á umtalsverðum kostnaði við læknishjálp, lyf og þjálfun og stórhækkað fjárhæða- og tekjumörk til að mæta aðstæðum tekjulágra sem kunna að lenda í erfiðleikum með upphafsgreiðslur fyrir lyf í nýju lyfjagreiðsluþátttökukerfi. Samfylkingin vill útvíkka kerfið þannig að það nái einnig til heilbrigðisþjónustu.Nýr Landspítali Samfylkingin mun leggja ofuráherslu á byggingu nýs Landspítala til að tryggja öryggi sjúklinga, boðlegt vinnuumhverfi fyrir starfsfólk og til að auka rekstrarhagræði. Með nýju sjúkrahúsi munu um þrír milljarðar sparast árlega í rekstri en sjúkrahúsið er í sautján byggingum í dag.Betri almannatryggingar Fyrsta velferðarmál Samfylkingarinnar eftir kosningarnar verður að leggja fram frumvarp um nýtt almannatryggingakerfi. Með nýju kerfi munu meðaltalsgreiðslur til ellilífeyrisþega hækka um 25% og kerfið verður einfaldara og skiljanlegra. Sambærilegar breytingar fyrir örorkulífeyrisþega eru forgangsmál á næsta kjörtímabili. Við viljum jöfnuð og velferð óháð efnahag – þess vegna er mikilvægt að styðja Samfylkinguna í kosningunum á laugardag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta óháð efnahag er eitt stærsta velferðarmálið. Samfylkingin mun því nýta það svigrúm sem er að skapast í ríkisrekstrinum til uppbyggingar í heilbrigðismálum og við höfum nú þegar náð fram mikilvægum umbótum til jöfnuðar í heilbrigðiskerfinu.Tannlækningar barna Nýr samningur um tannlækningar barna hefur verið undirritaður, sá fyrsti í 21 ár. Framvegis munu öll börn hafa sinn eigin heimilistannlækni sem mun boða börn í reglulegt eftirlit, sjá um forvarnir og aðrar nauðsynlegar tannlækningar þeirra. Foreldrar munu einungis greiða komugjald sem ákveðið verður með reglugerð.Réttlátara lyfjagreiðslukerfi Nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfið er einfaldara og réttlátara en núgildandi kerfi. Það mun auka jöfnuð, hætta að mismuna sjúklingum eftir sjúkdómum og verja þá sem mest þurfa á lyfjum að halda fyrir miklum kostnaði. Þeir sem lítið nota af lyfjum munu þurfa að borga meira en áður. Öryrkjar, aldraðir, börn og barnafjölskyldur eru varin fyrir háum greiðslum öðrum fremur. Velferðarráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um endurgreiðslu á umtalsverðum kostnaði við læknishjálp, lyf og þjálfun og stórhækkað fjárhæða- og tekjumörk til að mæta aðstæðum tekjulágra sem kunna að lenda í erfiðleikum með upphafsgreiðslur fyrir lyf í nýju lyfjagreiðsluþátttökukerfi. Samfylkingin vill útvíkka kerfið þannig að það nái einnig til heilbrigðisþjónustu.Nýr Landspítali Samfylkingin mun leggja ofuráherslu á byggingu nýs Landspítala til að tryggja öryggi sjúklinga, boðlegt vinnuumhverfi fyrir starfsfólk og til að auka rekstrarhagræði. Með nýju sjúkrahúsi munu um þrír milljarðar sparast árlega í rekstri en sjúkrahúsið er í sautján byggingum í dag.Betri almannatryggingar Fyrsta velferðarmál Samfylkingarinnar eftir kosningarnar verður að leggja fram frumvarp um nýtt almannatryggingakerfi. Með nýju kerfi munu meðaltalsgreiðslur til ellilífeyrisþega hækka um 25% og kerfið verður einfaldara og skiljanlegra. Sambærilegar breytingar fyrir örorkulífeyrisþega eru forgangsmál á næsta kjörtímabili. Við viljum jöfnuð og velferð óháð efnahag – þess vegna er mikilvægt að styðja Samfylkinguna í kosningunum á laugardag.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun