Í aðdraganda Alþingiskosninga Sveinn Aðalsteinsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Það hefur mikið sótt að mér síðustu daga, hvernig á því stendur að stjórnmálaumræða og reyndar umræða almennt um framkvæmda og efnahagsmál á Íslandi, er oftar en ekki byggð á staðleysum í stað staðreynda. Ég hélt í fáfræði minni fyrir 40 árum að samfara sívaxandi menntun þjóðarinnar myndi ástand þessara mála taka miklum framförum á komandi áratugum. Augljóst er að menn mun ævinlega greina á um leiðir til lausna aðsteðjandi vandamálum. Þar fléttast inn mörg atriði, er skilja einstaklinga að, s.s. uppruni, umhverfismótun, menntun, reynsla og hagsmunir. Staða Valdaflokksins Hvað veldur að áróðursmeistarar Valdaflokksins frá lýðveldisstofnun að hruni gera að höfuðmáli kröfu um skattalækkun, sem nýtast eigi skuldsettum heimilum, sem líflína úr skuldafeninu? Fullyrðing um að Ísland eigi heimsmet í skattaáþján (um eða yfir 60% staðgr.sk.) byggir á hreinum blekkingum. Ef eitthvað er „fugl í skógi“ varðandi ábendingar um leiðir til skuldalækkunar stökkbreyttra lána, hafa sjálfstæðismenn greinilega forskot á alla aðra í tillögugerð! En getur verið að kjósendur, sem telja verður sæmilega upplýsta, falli fyrir staðleysuáróðri, sem auðvelt er að sýna fram á að fái ekki staðist? Hvað veldur að stjórnmálamenn annarra flokka svari ekki slíkum staðleysum? Við höfum verið haldin þeirri firru, nánast heilaþvegin, að á Íslandi sé svo til engin stéttaskipting. Hvað fær okkur til að halda slíku fram? Staðreyndir um annað blasa víða við og ef eitthvað er í vaxandi mæli. Skipting í stjórnmálum Menn staðsetja stjórnmálamenn til vinstri, í miðju og til hægri. Þeir sem taldir eru vinstrimenn aðhyllast frekar félagslegar lausnir til hagsbóta fyrir almenning. Þeir sem hallast til hægri telja að hagkvæmast sé að leita markaðslausna og verja oftar en ekki sérhagsmuni þeirra sem þá hafa. Til sérhagsmunaaflanna telst einungis örlítið brot kjósenda. Hvað veldur að þeim sem aðhyllast félagslegar lausnir gengur svona illa að fylkja kjósendum um þær? Nefna má sem skýringu skort á persónulegu sambandi og þar með upplýsingum og trausti. Ekki er að sjá að þeir miklu möguleikar sem opnast hafa með tilkomu internetsins hafi breytt miklu í að ná á einhvern persónulegan hátt til kjósenda. Einlægnina og mannlega nálgun, sem ekki fæst með orðsendingum gegnum blöð, útvarp og sjónvarp, vantar.Helsu atriði kosningabaráttunnar Fjögur atriði einkenna yfirstandandi kosningabaráttu. Í fyrsta lagi tillögur Framsóknar til lausnar skuldavanda heimilanna, sem fært hefur þeim ótrúlegt forskot á aðra flokka. Í annan stað fjöldi örframboða, sem 90% teljast til vinstri og leggja öll áherslu á nauðasvipuð mál. Í þriðja lagi alger uppgjöf og ráðaleysi beggja stjórnarflokkanna, sem að meirihluta til vilja láta kalla sig til vinstri hvað sem það svo merkir í einstökum atriðum. Algert hugmyndaleysi um hvað eigi að taka við að kosningum afstöðnum. Tankurinn sem sagt tómur og sprungið á öllum! Í fjórða lagi örvænting gamla Valdaflokksins,sem greinilega á við mikil innanmein að stríða og á sér nú það háleita markmið að þokast örlítið yfir Framsókn í fylgi! Það hefði einhvern tíma þótt frétt til næsta bæjar! Gamla ráðaflokksins, sem taldi brautina breiða og beina að stjórnarkötlunum að afloknu hreinsunarstarfi vinstri stjórnarinnar. Stjórnar sem ekki einungis hefur mokað flórinn, eftir viðskilnað hrunflokkanna, heldur „teppaleggur“ nú í blálokin endurkomuleið þeirra, sem við taka með því að stórauka lyfjakostnað þeirra er síst skyldi, þ.e. þeirra sem nauðsynlega verða að nota lyf um ókomin tíma og jafnvel allt sitt líf. Er ekki löngu tímabært að miðjumenn í pólitíska litrófinu stilli saman strengi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur mikið sótt að mér síðustu daga, hvernig á því stendur að stjórnmálaumræða og reyndar umræða almennt um framkvæmda og efnahagsmál á Íslandi, er oftar en ekki byggð á staðleysum í stað staðreynda. Ég hélt í fáfræði minni fyrir 40 árum að samfara sívaxandi menntun þjóðarinnar myndi ástand þessara mála taka miklum framförum á komandi áratugum. Augljóst er að menn mun ævinlega greina á um leiðir til lausna aðsteðjandi vandamálum. Þar fléttast inn mörg atriði, er skilja einstaklinga að, s.s. uppruni, umhverfismótun, menntun, reynsla og hagsmunir. Staða Valdaflokksins Hvað veldur að áróðursmeistarar Valdaflokksins frá lýðveldisstofnun að hruni gera að höfuðmáli kröfu um skattalækkun, sem nýtast eigi skuldsettum heimilum, sem líflína úr skuldafeninu? Fullyrðing um að Ísland eigi heimsmet í skattaáþján (um eða yfir 60% staðgr.sk.) byggir á hreinum blekkingum. Ef eitthvað er „fugl í skógi“ varðandi ábendingar um leiðir til skuldalækkunar stökkbreyttra lána, hafa sjálfstæðismenn greinilega forskot á alla aðra í tillögugerð! En getur verið að kjósendur, sem telja verður sæmilega upplýsta, falli fyrir staðleysuáróðri, sem auðvelt er að sýna fram á að fái ekki staðist? Hvað veldur að stjórnmálamenn annarra flokka svari ekki slíkum staðleysum? Við höfum verið haldin þeirri firru, nánast heilaþvegin, að á Íslandi sé svo til engin stéttaskipting. Hvað fær okkur til að halda slíku fram? Staðreyndir um annað blasa víða við og ef eitthvað er í vaxandi mæli. Skipting í stjórnmálum Menn staðsetja stjórnmálamenn til vinstri, í miðju og til hægri. Þeir sem taldir eru vinstrimenn aðhyllast frekar félagslegar lausnir til hagsbóta fyrir almenning. Þeir sem hallast til hægri telja að hagkvæmast sé að leita markaðslausna og verja oftar en ekki sérhagsmuni þeirra sem þá hafa. Til sérhagsmunaaflanna telst einungis örlítið brot kjósenda. Hvað veldur að þeim sem aðhyllast félagslegar lausnir gengur svona illa að fylkja kjósendum um þær? Nefna má sem skýringu skort á persónulegu sambandi og þar með upplýsingum og trausti. Ekki er að sjá að þeir miklu möguleikar sem opnast hafa með tilkomu internetsins hafi breytt miklu í að ná á einhvern persónulegan hátt til kjósenda. Einlægnina og mannlega nálgun, sem ekki fæst með orðsendingum gegnum blöð, útvarp og sjónvarp, vantar.Helsu atriði kosningabaráttunnar Fjögur atriði einkenna yfirstandandi kosningabaráttu. Í fyrsta lagi tillögur Framsóknar til lausnar skuldavanda heimilanna, sem fært hefur þeim ótrúlegt forskot á aðra flokka. Í annan stað fjöldi örframboða, sem 90% teljast til vinstri og leggja öll áherslu á nauðasvipuð mál. Í þriðja lagi alger uppgjöf og ráðaleysi beggja stjórnarflokkanna, sem að meirihluta til vilja láta kalla sig til vinstri hvað sem það svo merkir í einstökum atriðum. Algert hugmyndaleysi um hvað eigi að taka við að kosningum afstöðnum. Tankurinn sem sagt tómur og sprungið á öllum! Í fjórða lagi örvænting gamla Valdaflokksins,sem greinilega á við mikil innanmein að stríða og á sér nú það háleita markmið að þokast örlítið yfir Framsókn í fylgi! Það hefði einhvern tíma þótt frétt til næsta bæjar! Gamla ráðaflokksins, sem taldi brautina breiða og beina að stjórnarkötlunum að afloknu hreinsunarstarfi vinstri stjórnarinnar. Stjórnar sem ekki einungis hefur mokað flórinn, eftir viðskilnað hrunflokkanna, heldur „teppaleggur“ nú í blálokin endurkomuleið þeirra, sem við taka með því að stórauka lyfjakostnað þeirra er síst skyldi, þ.e. þeirra sem nauðsynlega verða að nota lyf um ókomin tíma og jafnvel allt sitt líf. Er ekki löngu tímabært að miðjumenn í pólitíska litrófinu stilli saman strengi?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun