Allir vilja vinna Valgerður Magnúsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum við afar erfiðar aðstæður hefur mikill árangur náðst þótt enn sé verk að vinna. Gríðarlegum halla á ríkissjóði hefur verið breytt í jöfnuð. Atvinnulífið hefur tekið við sér, hagvöxtur aukist og atvinnuleysi minnkað úr 8,1% í febrúar 2009 í 4,7% í febrúar 2013. Þakka má margs konar aðgerðum, svo sem námskeiðum fyrir ungt fólk í atvinnuleit, styrkveitingum og átakinu „Allir vinna“, sem hefur verið framlengt til 1. janúar 2014. Nýliðinn landsfundur Samfylkingarinnar gerði samþykkt um eitt samfélag fyrir alla, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu og aðstoð í samræmi við þarfir. Til þess þarf að samræma lög um velferðarþjónustu þannig að skóla-, félags- og heilbrigðisþjónusta myndi eina heild og þjóni öllum jafnt. Öllum þarf að tryggja mannsæmandi lífsviðurværi. Samhjálp á að efla sérhvern einstakling til að nýta hæfileika sína, sér og öðrum til hagsbóta, en ekki vera ölmusa. Möguleikar á endurhæfingu eru nú fleiri og betri. Áfram þarf að halda á þeirri braut því virkni eykur lífsgæði og allir vilja vinna. Mikilvægt er að allir eigi kost á góðri endurhæfingu en nú anna tilboð ekki eftirspurn og tengjast ekki umsóknum um lífeyri með skilvirkum hætti. Tryggingabætur og jafnvel atvinnuleysisbætur eru hærri en lægstu laun, þannig að hvati til starfs verður takmarkaður. Það á hins vegar að borga sig fyrir alla að vinna. Með því ná einstaklingar, fjölskyldur og þjóðin öll árangri. Í annarri efnisgrein í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar segir: „Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.“ Þegar þessi sjónarmið eru höfð að leiðarljósi vinna allir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum við afar erfiðar aðstæður hefur mikill árangur náðst þótt enn sé verk að vinna. Gríðarlegum halla á ríkissjóði hefur verið breytt í jöfnuð. Atvinnulífið hefur tekið við sér, hagvöxtur aukist og atvinnuleysi minnkað úr 8,1% í febrúar 2009 í 4,7% í febrúar 2013. Þakka má margs konar aðgerðum, svo sem námskeiðum fyrir ungt fólk í atvinnuleit, styrkveitingum og átakinu „Allir vinna“, sem hefur verið framlengt til 1. janúar 2014. Nýliðinn landsfundur Samfylkingarinnar gerði samþykkt um eitt samfélag fyrir alla, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu og aðstoð í samræmi við þarfir. Til þess þarf að samræma lög um velferðarþjónustu þannig að skóla-, félags- og heilbrigðisþjónusta myndi eina heild og þjóni öllum jafnt. Öllum þarf að tryggja mannsæmandi lífsviðurværi. Samhjálp á að efla sérhvern einstakling til að nýta hæfileika sína, sér og öðrum til hagsbóta, en ekki vera ölmusa. Möguleikar á endurhæfingu eru nú fleiri og betri. Áfram þarf að halda á þeirri braut því virkni eykur lífsgæði og allir vilja vinna. Mikilvægt er að allir eigi kost á góðri endurhæfingu en nú anna tilboð ekki eftirspurn og tengjast ekki umsóknum um lífeyri með skilvirkum hætti. Tryggingabætur og jafnvel atvinnuleysisbætur eru hærri en lægstu laun, þannig að hvati til starfs verður takmarkaður. Það á hins vegar að borga sig fyrir alla að vinna. Með því ná einstaklingar, fjölskyldur og þjóðin öll árangri. Í annarri efnisgrein í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar segir: „Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.“ Þegar þessi sjónarmið eru höfð að leiðarljósi vinna allir.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun