Normal Disorder, eða sjúklega normal? Teitur Guðmundsson skrifar 25. júní 2013 08:35 Ég var í skemmtilegu fertugsafmæli um helgina í góðra vina hópi þar sem ýmislegt var skeggrætt eins og vant er og var umræðan lífleg. Þar hitti ég nokkra kollega mína auk annarra og snerist samtalið oftar en ekki um læknisfræðileg og heilsutengd málefni, en þau eru flestum hugleikin á þessum aldri þegar við erum að færast á „efri árin“ ef svo mætti segja. Einn af mínum gömlu skólafélögum var þarna líka, þekktur rithöfundur, margverðlaunaður og mærður fyrir sín skrif en einnig alkunnur vegna sterkra skoðana og skemmtilegra nálgana á málefni líðandi stundar. Við vorum að ræða það hversu upptekin við erum orðin af því að setja einhvers konar skilgreiningar á allt og alla, ekki síst að reyna að sjúkdómsgreina fólk og börnin þess. Pínulítið eins og það hafi komist í tísku að vera með greiningu og að það sé alveg sjálfsagt að þessi og hinn sé með einhverja röskun sem þarfnist athygli, hvað þá meðferðar. Sem læknir fagna ég því auðvitað að okkur miði áfram og að við getum hjálpað fólki sem glímir við vanda, hver svo sem hann kann að vera. Margt hefur breyst á umliðnum árum og við erum orðin meðvitaðri um ýmis vandamál sem áður voru óþekkt eða höfðu ekki nafn. Gott dæmi um slíka greiningu er ADHD og hægt væri að nefna ýmsar fleiri eins og söfnunaráráttu, aðlögunarröskun og hegðunarraskanir ýmis konar.Stórstígar framfarir Síðastliðinn maí, á aðalfundi ameríska geðlæknafélagsins, var opinberaður endurbættur greiningarlisti fyrir geð- og hegðunarraskanir sem kallast DSM 5. Í honum er að finna skilgreiningar sem þarf til þess að hægt sé að setja fram ákveðnar sjúkdómsgreiningar á einstaklingi og hefur verið unnið sleitulaust í 10 ár að þessum endurbótum. Geðraskanir eru sennilega eitt það erfiðasta sem læknar fást við; um langt skeið hefur verið ákveðin dulúð um þá sjúkdóma og þeir eru fyrst á undanförnum árum að koma meira fram í sviðsljósið og umræðuna. Áhrifin eru geysileg þegar almenn vakning verður og spéhræðsla og skömm víkur í upplýstri umræðu eins og sést hefur í tengslum við þunglyndi og kvíða, sem eru algengustu raskanirnar sem fólk glímir við. Þá höfum við séð stórstígar framfarir eins og áður sagði í greiningu og meðferð raskana eins og ADHD, en slíkir einstaklingar voru iðulega taldir tossar og enduðu oftsinnis utanveltu bæði sem börn og fullorðnir.Eigum að fagna Við eigum að fagna því að við skulum vera að ná lengra í því að kryfja og greina hegðunarmynstur, gefa þeim nöfn og skilgreiningar og þannig auðvelda okkur að þróa viðbrögð og meðhöndlun til þess að bæta líðan. Slíkt er gott en í þessum anda er auðvelt að átta sig á því að það er nánast hægt að setja slík skilmerki fyrir hvaða hegðun eða líðan sem er og þurfum við að forðast að sjúkdómsvæða of mikið hegðun eða atferli einstaklinga. Sérstaklega hættulegt er ef viðkomandi sem slengir slíku fram er ekki faglærður og með góða innsýn í heim geðraskana. Það getur nefnilega sært mjög að vera uppnefndur með sjúkdómsgreiningu, það er líklega verra en margt annað. Vonandi tekst okkur sameiginlega að breyta því viðhorfi sem ríkt hefur gagnvart geðröskunum enn frekar og að í huga almennings séu þær jafn réttháar eins og aðrir sjúkdómar sem við glímum við dags daglega. Þá verður þeim heldur ekki beitt í þeim tilgangi að stríða eða níðast á öðrum. Við segjum til dæmis ekki helvítis lungnasjúklingurinn þinn þegar við ætlum að skammast en orð eins og vangefinn, ofvirkur, taugahrúgan þín, eða ertu með athyglisbrest eru farin að heyrast meira sem skammaryrði en áður var. Við þurfum að breyta því! Í þessu samhengi fóru á flug heimspekilegar vangaveltur um það hvað þyrfti til. Lausnin væri kannski að allir fengju einhvers konar greiningu. Ein tillagan var ekki alslæm og kom frá téðum rithöfundi, en nafn hennar var Normal Disorder, eða það að vera sjúklega normal. Líklegt er að greiningarskilmerki á slíku myndu vefjast mjög fyrir fagfólkinu enda þyrfti að útiloka allt annað fyrst sem gefur fólki lit og karakter. Slík greining væri líka afar vont uppnefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Ég var í skemmtilegu fertugsafmæli um helgina í góðra vina hópi þar sem ýmislegt var skeggrætt eins og vant er og var umræðan lífleg. Þar hitti ég nokkra kollega mína auk annarra og snerist samtalið oftar en ekki um læknisfræðileg og heilsutengd málefni, en þau eru flestum hugleikin á þessum aldri þegar við erum að færast á „efri árin“ ef svo mætti segja. Einn af mínum gömlu skólafélögum var þarna líka, þekktur rithöfundur, margverðlaunaður og mærður fyrir sín skrif en einnig alkunnur vegna sterkra skoðana og skemmtilegra nálgana á málefni líðandi stundar. Við vorum að ræða það hversu upptekin við erum orðin af því að setja einhvers konar skilgreiningar á allt og alla, ekki síst að reyna að sjúkdómsgreina fólk og börnin þess. Pínulítið eins og það hafi komist í tísku að vera með greiningu og að það sé alveg sjálfsagt að þessi og hinn sé með einhverja röskun sem þarfnist athygli, hvað þá meðferðar. Sem læknir fagna ég því auðvitað að okkur miði áfram og að við getum hjálpað fólki sem glímir við vanda, hver svo sem hann kann að vera. Margt hefur breyst á umliðnum árum og við erum orðin meðvitaðri um ýmis vandamál sem áður voru óþekkt eða höfðu ekki nafn. Gott dæmi um slíka greiningu er ADHD og hægt væri að nefna ýmsar fleiri eins og söfnunaráráttu, aðlögunarröskun og hegðunarraskanir ýmis konar.Stórstígar framfarir Síðastliðinn maí, á aðalfundi ameríska geðlæknafélagsins, var opinberaður endurbættur greiningarlisti fyrir geð- og hegðunarraskanir sem kallast DSM 5. Í honum er að finna skilgreiningar sem þarf til þess að hægt sé að setja fram ákveðnar sjúkdómsgreiningar á einstaklingi og hefur verið unnið sleitulaust í 10 ár að þessum endurbótum. Geðraskanir eru sennilega eitt það erfiðasta sem læknar fást við; um langt skeið hefur verið ákveðin dulúð um þá sjúkdóma og þeir eru fyrst á undanförnum árum að koma meira fram í sviðsljósið og umræðuna. Áhrifin eru geysileg þegar almenn vakning verður og spéhræðsla og skömm víkur í upplýstri umræðu eins og sést hefur í tengslum við þunglyndi og kvíða, sem eru algengustu raskanirnar sem fólk glímir við. Þá höfum við séð stórstígar framfarir eins og áður sagði í greiningu og meðferð raskana eins og ADHD, en slíkir einstaklingar voru iðulega taldir tossar og enduðu oftsinnis utanveltu bæði sem börn og fullorðnir.Eigum að fagna Við eigum að fagna því að við skulum vera að ná lengra í því að kryfja og greina hegðunarmynstur, gefa þeim nöfn og skilgreiningar og þannig auðvelda okkur að þróa viðbrögð og meðhöndlun til þess að bæta líðan. Slíkt er gott en í þessum anda er auðvelt að átta sig á því að það er nánast hægt að setja slík skilmerki fyrir hvaða hegðun eða líðan sem er og þurfum við að forðast að sjúkdómsvæða of mikið hegðun eða atferli einstaklinga. Sérstaklega hættulegt er ef viðkomandi sem slengir slíku fram er ekki faglærður og með góða innsýn í heim geðraskana. Það getur nefnilega sært mjög að vera uppnefndur með sjúkdómsgreiningu, það er líklega verra en margt annað. Vonandi tekst okkur sameiginlega að breyta því viðhorfi sem ríkt hefur gagnvart geðröskunum enn frekar og að í huga almennings séu þær jafn réttháar eins og aðrir sjúkdómar sem við glímum við dags daglega. Þá verður þeim heldur ekki beitt í þeim tilgangi að stríða eða níðast á öðrum. Við segjum til dæmis ekki helvítis lungnasjúklingurinn þinn þegar við ætlum að skammast en orð eins og vangefinn, ofvirkur, taugahrúgan þín, eða ertu með athyglisbrest eru farin að heyrast meira sem skammaryrði en áður var. Við þurfum að breyta því! Í þessu samhengi fóru á flug heimspekilegar vangaveltur um það hvað þyrfti til. Lausnin væri kannski að allir fengju einhvers konar greiningu. Ein tillagan var ekki alslæm og kom frá téðum rithöfundi, en nafn hennar var Normal Disorder, eða það að vera sjúklega normal. Líklegt er að greiningarskilmerki á slíku myndu vefjast mjög fyrir fagfólkinu enda þyrfti að útiloka allt annað fyrst sem gefur fólki lit og karakter. Slík greining væri líka afar vont uppnefni.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun