400 ppm Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 3. júlí 2013 12:00 Það urðu merk tímamót í sögu mannkyns 10. maí sl. Þeim var ekki fagnað neins staðar svo ég viti en um þau var nokkuð fjallað, a.m.k. í erlendum fjölmiðlum. Þennan maídag náði jafnvægisstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi Jarðar 400 ppm (sem þýðir að af hverjum milljón loftsameindum eru 400 CO2). Það er hæsti styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Við upphaf iðnbyltingar árið 1750 nam þessi jafnvægisstyrkur 280 ppm. Styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur hækkað vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og ósjálfbærrar landnotkunar. Í maíbyrjun var Bill McKibben staddur hér á landi í boði Landverndar. Hann er forsprakki grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem hefur það að markmiði að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum fari ekki yfir 350 ppm. En það er nauðsynlegt svo að áfram verði lífvænlegt á Jörðinni. Við stefnum hins vegar hratt í þveröfuga átt. Ef fram heldur sem horfir gæti hitastig hækkað um 3°C að meðaltali á þessari öld. Það eru ekki gráður sem efla grillmenningu Íslendinga svo neinu nemi en gætu hins vegar haft geigvænlegar afleiðingar fyrir lífsskilyrði þorra mannkyns. Bráðnun heimskautaíssins þekkja flestir sem afleiðingu loftslagsbreytinga og vita að boðar ekki gott (þótt margir vilji græða á nýjum siglingaleiðum). Hækkun sjávarborðs, súrnun sjávar, útrýming eða tilflutningur plöntu- og dýrategunda, öfgar í veðurfari; lengri þurrkar, fleiri flóð, fellibyljir og hitabylgjur, eru líka afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi þróun er kölluð hamfarahlýnun. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun vera staddur í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að aðildarríki SÞ bregðist við loftslagsbreytingum með skuldbindandi samningum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda en í tvo áratugi hafa aðildarríki loftslagssamnings SÞ þrefað um ábyrgð, leiðir og lausnir í næsta vonlausu samningaferli. Ekki veit ég hvort loftslagsbreytingar eru á dagskrá funda Ban Ki-moon með ráðamönnum þjóðarinnar en vonandi notar hann tækifærið og minnir á mikilvægi þess sameiginlega verkefnis ríkja heims að ná skuldbindandi samningum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda – fljótt og mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það urðu merk tímamót í sögu mannkyns 10. maí sl. Þeim var ekki fagnað neins staðar svo ég viti en um þau var nokkuð fjallað, a.m.k. í erlendum fjölmiðlum. Þennan maídag náði jafnvægisstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi Jarðar 400 ppm (sem þýðir að af hverjum milljón loftsameindum eru 400 CO2). Það er hæsti styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Við upphaf iðnbyltingar árið 1750 nam þessi jafnvægisstyrkur 280 ppm. Styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur hækkað vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og ósjálfbærrar landnotkunar. Í maíbyrjun var Bill McKibben staddur hér á landi í boði Landverndar. Hann er forsprakki grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem hefur það að markmiði að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum fari ekki yfir 350 ppm. En það er nauðsynlegt svo að áfram verði lífvænlegt á Jörðinni. Við stefnum hins vegar hratt í þveröfuga átt. Ef fram heldur sem horfir gæti hitastig hækkað um 3°C að meðaltali á þessari öld. Það eru ekki gráður sem efla grillmenningu Íslendinga svo neinu nemi en gætu hins vegar haft geigvænlegar afleiðingar fyrir lífsskilyrði þorra mannkyns. Bráðnun heimskautaíssins þekkja flestir sem afleiðingu loftslagsbreytinga og vita að boðar ekki gott (þótt margir vilji græða á nýjum siglingaleiðum). Hækkun sjávarborðs, súrnun sjávar, útrýming eða tilflutningur plöntu- og dýrategunda, öfgar í veðurfari; lengri þurrkar, fleiri flóð, fellibyljir og hitabylgjur, eru líka afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi þróun er kölluð hamfarahlýnun. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun vera staddur í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að aðildarríki SÞ bregðist við loftslagsbreytingum með skuldbindandi samningum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda en í tvo áratugi hafa aðildarríki loftslagssamnings SÞ þrefað um ábyrgð, leiðir og lausnir í næsta vonlausu samningaferli. Ekki veit ég hvort loftslagsbreytingar eru á dagskrá funda Ban Ki-moon með ráðamönnum þjóðarinnar en vonandi notar hann tækifærið og minnir á mikilvægi þess sameiginlega verkefnis ríkja heims að ná skuldbindandi samningum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda – fljótt og mikið.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun