Þúsundir eru að nota OZ 17. júlí 2013 17:30 "Þessi mikla ásókn er sterkur vitnisburður þess að þörf er fyrir svona sjónvarpsþjónustu,“ segir Steingrímur Árnason. OZ-appið hefur fengið frábærar viðtökur frá því að það var sett á laggirnar í byrjun júní þessa árs. Þúsundir hafa skráð sig og samkvæmt þjónustukönnunum eru notendur afar ánægðir enda er appið auðvelt í notkun. „Gríðarlegt álag hefur myndast á netkerfum fjarskiptafélaganna með tilkomu OZ-appsins en við erum í góðu samstarfi við fjarskiptafélögin um að takast á við það,“ segir Steingrímur Árnason hjá OZ. Eftir að OZ-appið fór í opinbera dreifingu tók það appið aðeins tvær vikur að verða stærsta netský landsins og það fer stækkandi með hverjum degi. „Þessi mikla ásókn er sterkur vitnisburður þess að þörf er fyrir svona sjónvarpsþjónustu. Áhorfendur vilja horfa hvenær sem hentar, hvar sem er,“ segir Steingrímur. Mestu álagstímarnir eru þegar það eru stórir viðburðir í gangi. Þá horfa margir á sama efnið á sama tíma eins og þegar nýr þáttur af Game of Thrones er sýndur eða úrslitaleikur meistaradeildarinnar. Venjulega er álagið þó frekar dreift, enda flestir sem safna þáttum og horfa á þá þegar þeim hentar. Engin takmörk eru fyrir því hversu miklu má safna með appinu. Hægt er að nota OZ-appið í gegnum farnet (3g/4G) en það hefur verið gríðarlega vinsælt. „Fólk er að nota þetta mikið í sumarbústöðum og útilegum. Ætli veðrið eigi ekki einhvern smá þátt í því,“ segir Steingrímur. Aukin notkun á farnetinu hefur skilað sér í auknum gagnamagnskostnaði fyrir viðskiptavinina en mælt er með því að skoða vel gagnamagnspakka sem fjölskyldan hefur. Þessa dagana vinnur OZ að því að bæta stöðu neytenda hvað sjónvarp yfir farnet varðar og er jákvæðra frétta að vænta af þeim vettvangi. Vinsælt er að safna þáttum úr dagskrá Stöðvar 2 og fréttum. Barnaefni á Stöð 2 sem og barnaefni af Stöð 2 Krakkar er afar mikið notað. Notendur safna einnig mjög miklu af bíómyndum af Stöð 2 Bíó og íþróttaefnið hefur komið gríðarlega sterkt inn. „Fjölskyldunotkun er mjög mikil. Ef fólk er með áskrift þá er það með aðgang að fimm stöðvum ásamt RÚV. Þeir sem eru með Stöð 2 Sport og Sport 2 og enska boltann eru með aðgengi að þeim stöðvum í OZ. Enski boltinn byrjar núna í ágúst og við gerum ráð fyrir mikilli aukningu þegar hann byrjar,“ útskýrir Steingrímur. OZ-appið er fyrir öll iOS-kerfi. Í haust verður það fáanlegt fyrir Android-kerfi. Hægt er að nálgast appið á stod2.is og prófa. Game of Thrones Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
OZ-appið hefur fengið frábærar viðtökur frá því að það var sett á laggirnar í byrjun júní þessa árs. Þúsundir hafa skráð sig og samkvæmt þjónustukönnunum eru notendur afar ánægðir enda er appið auðvelt í notkun. „Gríðarlegt álag hefur myndast á netkerfum fjarskiptafélaganna með tilkomu OZ-appsins en við erum í góðu samstarfi við fjarskiptafélögin um að takast á við það,“ segir Steingrímur Árnason hjá OZ. Eftir að OZ-appið fór í opinbera dreifingu tók það appið aðeins tvær vikur að verða stærsta netský landsins og það fer stækkandi með hverjum degi. „Þessi mikla ásókn er sterkur vitnisburður þess að þörf er fyrir svona sjónvarpsþjónustu. Áhorfendur vilja horfa hvenær sem hentar, hvar sem er,“ segir Steingrímur. Mestu álagstímarnir eru þegar það eru stórir viðburðir í gangi. Þá horfa margir á sama efnið á sama tíma eins og þegar nýr þáttur af Game of Thrones er sýndur eða úrslitaleikur meistaradeildarinnar. Venjulega er álagið þó frekar dreift, enda flestir sem safna þáttum og horfa á þá þegar þeim hentar. Engin takmörk eru fyrir því hversu miklu má safna með appinu. Hægt er að nota OZ-appið í gegnum farnet (3g/4G) en það hefur verið gríðarlega vinsælt. „Fólk er að nota þetta mikið í sumarbústöðum og útilegum. Ætli veðrið eigi ekki einhvern smá þátt í því,“ segir Steingrímur. Aukin notkun á farnetinu hefur skilað sér í auknum gagnamagnskostnaði fyrir viðskiptavinina en mælt er með því að skoða vel gagnamagnspakka sem fjölskyldan hefur. Þessa dagana vinnur OZ að því að bæta stöðu neytenda hvað sjónvarp yfir farnet varðar og er jákvæðra frétta að vænta af þeim vettvangi. Vinsælt er að safna þáttum úr dagskrá Stöðvar 2 og fréttum. Barnaefni á Stöð 2 sem og barnaefni af Stöð 2 Krakkar er afar mikið notað. Notendur safna einnig mjög miklu af bíómyndum af Stöð 2 Bíó og íþróttaefnið hefur komið gríðarlega sterkt inn. „Fjölskyldunotkun er mjög mikil. Ef fólk er með áskrift þá er það með aðgang að fimm stöðvum ásamt RÚV. Þeir sem eru með Stöð 2 Sport og Sport 2 og enska boltann eru með aðgengi að þeim stöðvum í OZ. Enski boltinn byrjar núna í ágúst og við gerum ráð fyrir mikilli aukningu þegar hann byrjar,“ útskýrir Steingrímur. OZ-appið er fyrir öll iOS-kerfi. Í haust verður það fáanlegt fyrir Android-kerfi. Hægt er að nálgast appið á stod2.is og prófa.
Game of Thrones Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira