Af dólgum Árni Páll Árnason skrifar 18. júlí 2013 07:00 Ritstjóri Fréttablaðsins gerir því skóna í leiðara í gær að afstaða mín til einkarekstrar heilbrigðisþjónustu einkennist af skotgrafapólitík og ósamkvæmni. Ljúft er að leiðrétta það. Hann minnir á málafylgju mína fyrir nýju sjúkratryggingalöggjöfinni vorið 2008, sem Samfylkingin átti stóran hlut í. Sú löggjöf varð góð, fyrir okkar tilverknað. En sporin hræða. Það tók mig og aðra samningamenn Samfylkingarinnar margar vikur að þvinga orðin „án tillits til efnahags“ inn í lagatextann. Grunnstefna okkar var þá sú sama og nú: Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á ekki að leiða til aukins kostnaðar fyrir almenning eða að fólki verði mismunað um þjónustu eftir efnahag. Það var ekki grunnstefna Sjálfstæðisflokksins þá og ég efast um að það hafi breyst. Í stjórnarsáttmálanum frá í vor er sagt að heilbrigðisþjónustu eigi að veita „án tillits til búsetu“ en hvergi er vikið einu orði að hana eigi að veita án tillits til efnahags.Hvert stefnir nýr heilbrigðisráðherra? Ritstjórinn nefnir réttilega að hægt er að beita ýmsum leiðum til að tryggja samningsstöðu ríkisins gagnvart einkaaðilum. Í glímunni um frumvarpið var sjálfstæðisráðherrann samt alltaf á móti tilraunum okkar til að styrkja þessa stöðu. Blessunarlega höfðum við betur. Enginn veit enn að hverju nýr heilbrigðisráðherra stefnir. En það er ástæða til að hafa uppi varnaðarorð ef ætlunin er að færa alla heilsugæslu til einkaaðila. Eitt er að það mun flækja flutning þjónustu við aldraða til sveitarfélaga, því margt mælir með að heilsugæslan fylgi þar með. Annað er að almenna viðmiðið í sjúkratryggingalögunum er að forðast beri að setja alla þekkingu og reynslu til einkaaðila á einu bretti, því þá glatar ríkið samningsstöðu sinni til frambúðar og býður heim dólgakapítalisma. Eins er óhjákvæmilegt að setja á fót sjálfstætt eftirlit með þjónustunni og styrkja Sjúkratryggingastofnun, ef ráðast á í aukin útboð þjónustu. Allt þetta voru atriði sem þáverandi sjálfstæðisráðherra taldi aukaatriði. Þótt sporin hræði skulum við gefa þeim nýja færi á að feta aðra braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins gerir því skóna í leiðara í gær að afstaða mín til einkarekstrar heilbrigðisþjónustu einkennist af skotgrafapólitík og ósamkvæmni. Ljúft er að leiðrétta það. Hann minnir á málafylgju mína fyrir nýju sjúkratryggingalöggjöfinni vorið 2008, sem Samfylkingin átti stóran hlut í. Sú löggjöf varð góð, fyrir okkar tilverknað. En sporin hræða. Það tók mig og aðra samningamenn Samfylkingarinnar margar vikur að þvinga orðin „án tillits til efnahags“ inn í lagatextann. Grunnstefna okkar var þá sú sama og nú: Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á ekki að leiða til aukins kostnaðar fyrir almenning eða að fólki verði mismunað um þjónustu eftir efnahag. Það var ekki grunnstefna Sjálfstæðisflokksins þá og ég efast um að það hafi breyst. Í stjórnarsáttmálanum frá í vor er sagt að heilbrigðisþjónustu eigi að veita „án tillits til búsetu“ en hvergi er vikið einu orði að hana eigi að veita án tillits til efnahags.Hvert stefnir nýr heilbrigðisráðherra? Ritstjórinn nefnir réttilega að hægt er að beita ýmsum leiðum til að tryggja samningsstöðu ríkisins gagnvart einkaaðilum. Í glímunni um frumvarpið var sjálfstæðisráðherrann samt alltaf á móti tilraunum okkar til að styrkja þessa stöðu. Blessunarlega höfðum við betur. Enginn veit enn að hverju nýr heilbrigðisráðherra stefnir. En það er ástæða til að hafa uppi varnaðarorð ef ætlunin er að færa alla heilsugæslu til einkaaðila. Eitt er að það mun flækja flutning þjónustu við aldraða til sveitarfélaga, því margt mælir með að heilsugæslan fylgi þar með. Annað er að almenna viðmiðið í sjúkratryggingalögunum er að forðast beri að setja alla þekkingu og reynslu til einkaaðila á einu bretti, því þá glatar ríkið samningsstöðu sinni til frambúðar og býður heim dólgakapítalisma. Eins er óhjákvæmilegt að setja á fót sjálfstætt eftirlit með þjónustunni og styrkja Sjúkratryggingastofnun, ef ráðast á í aukin útboð þjónustu. Allt þetta voru atriði sem þáverandi sjálfstæðisráðherra taldi aukaatriði. Þótt sporin hræði skulum við gefa þeim nýja færi á að feta aðra braut.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun