Piss og próteinmiga Teitur Guðmundsson skrifar 23. júlí 2013 07:00 Við þurfum öll að kasta af okkur vatni, slíkt er eðlislægt og líkaminn lætur okkur vita hvenær er mál að gera það. Við treystum því nokkuð vel og höfum alla jafna ekki neinar áhyggjur af því að þetta gangi ekki sinn vanagang. Við borðum og drekkum það sem okkur langar í og erum þess fullviss, amk ef við erum hraust, að líkaminn sjái um að koma öllum þeim úrgangsefnum sem hann býr til á degi hverjum útur líkamanum á einn eða annann hátt. Eitt allra mikilvægasta líffæri líkamans eru nýrun sem hafa það meginmarkmið að halda vökvabúskap okkar í lagi, skilja út eiturefni, viðhalda sýrustigi líkamans og einnig stjórna blóðþrýstingi hans. Það er því afar mikilvægt að reyna að vernda starfsemi þeirra og viðhalda henni með öllum tiltækum ráðum, ef þau bila getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir líkama okkar. Alla jafna finnum við lítið fyrir því hvernig nýrun starfa eða virka, ekki ósvipað öðrum líffærum innra með okkur. Það getur þó breyst harkalega ef einstaklingur fær til dæmis nýrnasteinakast eða sýkingu í nýra eða nýru. Það fer vanalega ekki framhjá fólki slíkir geta verkirnir verið. Viðkomandi er lasinn, jafnvel með háan hita og mikla krampakennda verki sem geta verið í baki, en einnig fram í kvið og alla leið niður í nára auk þess sem hann getur pissað blóði. Þarna lætur líkaminn vita að eithvað sé að og einstaklingurinn er fljótur að leita sér aðstoðar.Brýnt að þekkja eðli steinanna Ástæður nýrnasteina eru fjölmargar og jafnvel ekki almennilega vitað hvað veldur nákvæmlega, sennilega sambland af mörgum samverkandi þáttum sem aftur leiða til myndunar steina sem geta verið mismunandi að gerð. Því er mikilvægt að vita hvers eðlis steinarnir eru svo hægt sé að koma í veg fyrir að þeir myndist. Hið sama gildir um sýkingar sem ég nefni hér að ofan sem eina ástæðu þess að við finnum fyrir nýrunum, þar getur skipt sköpum að vita hvaða sýklar standa að baki svo meðferðin sé áhrifarík og að nýrun skaddist ekki. Það sem við finnum minna eða jafnvel ekkert fyrir er þegar nýrun hætta að starfa eðlilega, það getur þó verið munur á því hvort það gerist á löngum tíma, en það köllum við langvinnan nýrnasjúkdóm, eða hvort ástandið ber að brátt. Þegar slíkt gerist hægt þá aðlagast líkaminn því ástandi að vissu marki og einstaklingurinn finnur ekki svo mjög fyrir því, en þegar það kemur að því að starfssemin er orðin svo slæm að nýrun geta ekki lengur sinnt hlutverki sínu fer það ekki lengur framhjá okkur og þá er verra að grípa til varna. Þau einkenni sem einstaklingar finna fyrir í báðum tilvikum skertrar nýrnastarfssemi byggja á starfssemi þeirra við að skilja út vökva sem þá í staðinn safnast fyrir í líkamanum og myndar bjúg, útskilnaður á próteini eykst sem aftur gerir ástandið verra, þessu ástandi getur fylgt ógleði, lystarleysi og megrun. Þá safnast upp eiturefni sem aftur geta valdið sljóleika, þreytu, óróleika, minnisleysi og jafnvel krömpum. Þegar vökvabúskapurinn er kominn í slíkt ólag fylgir einnig mæði og jafnvel brjóstverkir. Það sem skilur á milli sjúkdómanna er hversu hratt þetta gerist og hversu alvarlega starfssemi nýrnanna brenglast. Meginástæður þess að nýrun bila brátt er vegna þess að þau fá ekki nægjanlegt blóðflæði til sín, til dæmis þegar æðar eru þröngar eða stíflaðar, við hjarta og æðaáföll, við mikinn blóð eða vökvamissi. Þá geta ýmsir sjálfsónæmissjúkdómar skemmt nýrun sjálf, sýkingar og einnig lyf eru þar algengir orsakavaldar. Þá má ekki gleyma hindrunum í fráflæði nýrnanna sem oftast er vegna steina og ýmis konar krabbameina. Áverkar og slys eru svo talin sérstaklega.Sáraeinfalt að greina bilun Algengasta orsök fyrir langvinnum nýrnasjúkdómi er hár blóðþrýstingur og sykursýki en þarna koma auðvitað fleiri til eins og bólgusjúkdómar, endurteknar sýkingar, tregða eins við blöðruhálskirtilsvanda og þannig má lengi telja. Hið merkilega er að það er næsta sáraeinfalt að greina bilun nýrnanna sem er gert með blóðrannsókn og alla jafna þvagprufu til viðbótar sem er hægt að gera víðast hvar. Það sem liggur til grundvallar biluninni getur verið eilítið flóknara og fer það oft fram í þverfaglegri nálgun á vanda hvers einstaklings fyrir sig. Mikilvægt er að finna með þessu einfalda prófi þá sem eru með skerðingu á vægu stigi svo hægt sé að fyrirbyggja versnun eins og mögulegt er. Meðferðin byggir á leiðréttingu þeirra þátta sem hafa leitt til versnunar eftir fremsta megni, lækka blóðþrýsting, meðhöndla sykursýki, lækka kólesteról gildi, gefa þvagræsandi lyf, beinverndandi og blóðaukandi meðferð. Minnka prótein og saltneyslu og fylgja mataræðisleiðbeiningum. Lokastigs sjúkdómur er meðhöndlaður með blóðskilun og/eða með nýrnaígræðslu. Það er því mikilvægt að vernda nýrun og vera meðvitaður um hlutverk og starfssemi þeirra, sérstaklega ef maður er í áhættu fyrir slíkum sjúkdómi. Veist þú gildin þín? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Við þurfum öll að kasta af okkur vatni, slíkt er eðlislægt og líkaminn lætur okkur vita hvenær er mál að gera það. Við treystum því nokkuð vel og höfum alla jafna ekki neinar áhyggjur af því að þetta gangi ekki sinn vanagang. Við borðum og drekkum það sem okkur langar í og erum þess fullviss, amk ef við erum hraust, að líkaminn sjái um að koma öllum þeim úrgangsefnum sem hann býr til á degi hverjum útur líkamanum á einn eða annann hátt. Eitt allra mikilvægasta líffæri líkamans eru nýrun sem hafa það meginmarkmið að halda vökvabúskap okkar í lagi, skilja út eiturefni, viðhalda sýrustigi líkamans og einnig stjórna blóðþrýstingi hans. Það er því afar mikilvægt að reyna að vernda starfsemi þeirra og viðhalda henni með öllum tiltækum ráðum, ef þau bila getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir líkama okkar. Alla jafna finnum við lítið fyrir því hvernig nýrun starfa eða virka, ekki ósvipað öðrum líffærum innra með okkur. Það getur þó breyst harkalega ef einstaklingur fær til dæmis nýrnasteinakast eða sýkingu í nýra eða nýru. Það fer vanalega ekki framhjá fólki slíkir geta verkirnir verið. Viðkomandi er lasinn, jafnvel með háan hita og mikla krampakennda verki sem geta verið í baki, en einnig fram í kvið og alla leið niður í nára auk þess sem hann getur pissað blóði. Þarna lætur líkaminn vita að eithvað sé að og einstaklingurinn er fljótur að leita sér aðstoðar.Brýnt að þekkja eðli steinanna Ástæður nýrnasteina eru fjölmargar og jafnvel ekki almennilega vitað hvað veldur nákvæmlega, sennilega sambland af mörgum samverkandi þáttum sem aftur leiða til myndunar steina sem geta verið mismunandi að gerð. Því er mikilvægt að vita hvers eðlis steinarnir eru svo hægt sé að koma í veg fyrir að þeir myndist. Hið sama gildir um sýkingar sem ég nefni hér að ofan sem eina ástæðu þess að við finnum fyrir nýrunum, þar getur skipt sköpum að vita hvaða sýklar standa að baki svo meðferðin sé áhrifarík og að nýrun skaddist ekki. Það sem við finnum minna eða jafnvel ekkert fyrir er þegar nýrun hætta að starfa eðlilega, það getur þó verið munur á því hvort það gerist á löngum tíma, en það köllum við langvinnan nýrnasjúkdóm, eða hvort ástandið ber að brátt. Þegar slíkt gerist hægt þá aðlagast líkaminn því ástandi að vissu marki og einstaklingurinn finnur ekki svo mjög fyrir því, en þegar það kemur að því að starfssemin er orðin svo slæm að nýrun geta ekki lengur sinnt hlutverki sínu fer það ekki lengur framhjá okkur og þá er verra að grípa til varna. Þau einkenni sem einstaklingar finna fyrir í báðum tilvikum skertrar nýrnastarfssemi byggja á starfssemi þeirra við að skilja út vökva sem þá í staðinn safnast fyrir í líkamanum og myndar bjúg, útskilnaður á próteini eykst sem aftur gerir ástandið verra, þessu ástandi getur fylgt ógleði, lystarleysi og megrun. Þá safnast upp eiturefni sem aftur geta valdið sljóleika, þreytu, óróleika, minnisleysi og jafnvel krömpum. Þegar vökvabúskapurinn er kominn í slíkt ólag fylgir einnig mæði og jafnvel brjóstverkir. Það sem skilur á milli sjúkdómanna er hversu hratt þetta gerist og hversu alvarlega starfssemi nýrnanna brenglast. Meginástæður þess að nýrun bila brátt er vegna þess að þau fá ekki nægjanlegt blóðflæði til sín, til dæmis þegar æðar eru þröngar eða stíflaðar, við hjarta og æðaáföll, við mikinn blóð eða vökvamissi. Þá geta ýmsir sjálfsónæmissjúkdómar skemmt nýrun sjálf, sýkingar og einnig lyf eru þar algengir orsakavaldar. Þá má ekki gleyma hindrunum í fráflæði nýrnanna sem oftast er vegna steina og ýmis konar krabbameina. Áverkar og slys eru svo talin sérstaklega.Sáraeinfalt að greina bilun Algengasta orsök fyrir langvinnum nýrnasjúkdómi er hár blóðþrýstingur og sykursýki en þarna koma auðvitað fleiri til eins og bólgusjúkdómar, endurteknar sýkingar, tregða eins við blöðruhálskirtilsvanda og þannig má lengi telja. Hið merkilega er að það er næsta sáraeinfalt að greina bilun nýrnanna sem er gert með blóðrannsókn og alla jafna þvagprufu til viðbótar sem er hægt að gera víðast hvar. Það sem liggur til grundvallar biluninni getur verið eilítið flóknara og fer það oft fram í þverfaglegri nálgun á vanda hvers einstaklings fyrir sig. Mikilvægt er að finna með þessu einfalda prófi þá sem eru með skerðingu á vægu stigi svo hægt sé að fyrirbyggja versnun eins og mögulegt er. Meðferðin byggir á leiðréttingu þeirra þátta sem hafa leitt til versnunar eftir fremsta megni, lækka blóðþrýsting, meðhöndla sykursýki, lækka kólesteról gildi, gefa þvagræsandi lyf, beinverndandi og blóðaukandi meðferð. Minnka prótein og saltneyslu og fylgja mataræðisleiðbeiningum. Lokastigs sjúkdómur er meðhöndlaður með blóðskilun og/eða með nýrnaígræðslu. Það er því mikilvægt að vernda nýrun og vera meðvitaður um hlutverk og starfssemi þeirra, sérstaklega ef maður er í áhættu fyrir slíkum sjúkdómi. Veist þú gildin þín?
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun