Víst má hagræða Pawel Bartoszek skrifar 9. ágúst 2013 07:00 Hópur þingmanna stjórnarmeirihlutans hefur fengið það hlutverk að leita leiða til að skera niður í ríkisrekstri. Það er auðvitað fyrirsjáanlegt að stjórnarandstaðan gagnrýni þau áform. En gagnrýni á þeim forsendum að áformin séu einhver sérstök svik við fyrirheit úr kosningabaráttunni missa marks. Ekki veit ég til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lofað að hagræða ekki í ríkisrekstri. Ef það er einhver munur hægri- og vinstrimönnum þá liggur hann í því hvernig þessir tveir hópar bregðast við fjárlagagati. Hægrimenn bregðast við því með niðurskurði en vinstrimenn með skattahækkunum. Það á ekki að koma mikið á óvart. Fyrir þarseinustu kosningar lofaði Samfylkingin að ganga í ESB. VG lofaðri norrænni velferð. Kosningaslagorð vinstriflokkanna gengu út á þetta. Hvorugur flokkanna keypti heilsíður í apríl 2009 og lofaði því með stríðsletri að hann myndi „HÆKKA ALLA SKATTA“. Samt var það síðan það sem þeir helst gerðu. Voru það kosningasvik? Nei, varla. Lítum aftur á verk núverandi stjórnar. Það má taka undir margt af gagnrýninni á það hvernig stjórnarmeirihlutinn hefur höndlað tekjuhlið fjárlaga. Betra hefði verið að lækka tolla eða almennan virðisaukaskatt en að lækka veiðileyfagjaldið og viðhalda sérkjörum ferðaþjónustunnar á virðisaukaskatti á gistingu. En það er samt verðugt verkefni að reyna að halda útgjöldunum í skefjum og fá sem mest fyrir peninginn. Óháð öðru.Mögulegt og nauðsynlegt Árið 2009 eyddu Íslendingar hlutfallslega mest allra OECD-ríkja í menntamál: 8,1% af vergri landsframleiðslu. Þrátt fyrir þetta er árangur okkar í PISA-könnunum í meðallagi og hlutfall háskólamenntaðra í þjóðfélaginu lágt. Menntakerfið er kannski ekki glatað, við gætum verið fá meira fyrir peninginn. Bent hefur verið á að seinasta stjórn (og sveitarfélög landsins) hafi þegar skorið umtalsvert niður í þessum málaflokki og að „ekki verði skorið niður meira“. Þannig fóru opinber framlög á hvern nemanda í menntakerfinu úr 440 þúsundum árið 2008 í 380 þúsund árið 2012 (miðað við óbreytt verðlag). En það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að reka hagkvæmara menntakerfi. Samanburður við önnur OECD-ríki sýnir, þvert á móti, að það ætti að vera vel hægt. Margt má nefna. Háskólar eru margir. Það eru margir starfsmenn á hvern nemanda í íslenskum grunnskólum og þrátt fyrir von margra (sérstaklega kennara) um hið gagnstæða hafa rannsóknir ekki sýnt fram á gríðarlega mikla fylgni milli bekkjastærðar og námsárangurs. Námstími til stúdentsprófs er lengri en í flestum öðrum löndum án þess að neitt bendi til að hann skili sér með þeim hætti að sá aukni kostnaður sem af þessu hlýst fyrir nemendur og skattgreiðendur sé réttlætanlegur. Hagræðing og niðurskurður eru stundum besta leiðin til að sjá hvort við virkilega þurfum á einhverju að halda. Segjum að við værum með einn ríkisháskóla. Væri augljóst að viðbótarfjármagni til háskólastigsins væri best varið í það að splitta þeim skóla upp? Segjum að framhaldsskólinn væri þegar þrjú ár og fólk útskrifaðist þaðan að jafnaði 19 ára. Nú kæmi fram ríkisstjórn sem vildi stórauka framlög til menntamála. Væri sú ríkisstjórn líkleg til að nota þau viðbótarframlög til að lengja framhaldsskólann um eitt ár?Heilbrigði skynsemi Hvað heilbrigðismálin snertir játa ég að ég þekki ekki nægilega vel til til þess að benda á jafnaugljósar leiðir til hagræðingar og í tilfelli menntamála. En lítum samt á gögn OECD: Árið 2009 voru opinber útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi 7,8% af vergri landsframleiðslu, sem var það sama og í Svíþjóð. En íslenska þjóðin er enn tiltölulega ung. AGS spáir því þessi útgjöld muni að óbreyttu fara upp í 15,2% árið 2050 en Svíar verða þá í 8,3%. Bara svo menn átti sig á því hvert stefnir. Stærsti hluti opinberra útgjalda fer í mennta-, heilbrigðis- og félagsmál. Því er ljóst að verulegum sparnaði í opinberum rekstri verður ekki náð án þess að sparað sé í þessum málaflokkum. Viðleitni stjórnarinnar í þeim efnum kann að þykja óvinsæl. En hún er samt nauðsynleg. Og ætti þar að auki varla að koma neinum á óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Hópur þingmanna stjórnarmeirihlutans hefur fengið það hlutverk að leita leiða til að skera niður í ríkisrekstri. Það er auðvitað fyrirsjáanlegt að stjórnarandstaðan gagnrýni þau áform. En gagnrýni á þeim forsendum að áformin séu einhver sérstök svik við fyrirheit úr kosningabaráttunni missa marks. Ekki veit ég til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lofað að hagræða ekki í ríkisrekstri. Ef það er einhver munur hægri- og vinstrimönnum þá liggur hann í því hvernig þessir tveir hópar bregðast við fjárlagagati. Hægrimenn bregðast við því með niðurskurði en vinstrimenn með skattahækkunum. Það á ekki að koma mikið á óvart. Fyrir þarseinustu kosningar lofaði Samfylkingin að ganga í ESB. VG lofaðri norrænni velferð. Kosningaslagorð vinstriflokkanna gengu út á þetta. Hvorugur flokkanna keypti heilsíður í apríl 2009 og lofaði því með stríðsletri að hann myndi „HÆKKA ALLA SKATTA“. Samt var það síðan það sem þeir helst gerðu. Voru það kosningasvik? Nei, varla. Lítum aftur á verk núverandi stjórnar. Það má taka undir margt af gagnrýninni á það hvernig stjórnarmeirihlutinn hefur höndlað tekjuhlið fjárlaga. Betra hefði verið að lækka tolla eða almennan virðisaukaskatt en að lækka veiðileyfagjaldið og viðhalda sérkjörum ferðaþjónustunnar á virðisaukaskatti á gistingu. En það er samt verðugt verkefni að reyna að halda útgjöldunum í skefjum og fá sem mest fyrir peninginn. Óháð öðru.Mögulegt og nauðsynlegt Árið 2009 eyddu Íslendingar hlutfallslega mest allra OECD-ríkja í menntamál: 8,1% af vergri landsframleiðslu. Þrátt fyrir þetta er árangur okkar í PISA-könnunum í meðallagi og hlutfall háskólamenntaðra í þjóðfélaginu lágt. Menntakerfið er kannski ekki glatað, við gætum verið fá meira fyrir peninginn. Bent hefur verið á að seinasta stjórn (og sveitarfélög landsins) hafi þegar skorið umtalsvert niður í þessum málaflokki og að „ekki verði skorið niður meira“. Þannig fóru opinber framlög á hvern nemanda í menntakerfinu úr 440 þúsundum árið 2008 í 380 þúsund árið 2012 (miðað við óbreytt verðlag). En það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að reka hagkvæmara menntakerfi. Samanburður við önnur OECD-ríki sýnir, þvert á móti, að það ætti að vera vel hægt. Margt má nefna. Háskólar eru margir. Það eru margir starfsmenn á hvern nemanda í íslenskum grunnskólum og þrátt fyrir von margra (sérstaklega kennara) um hið gagnstæða hafa rannsóknir ekki sýnt fram á gríðarlega mikla fylgni milli bekkjastærðar og námsárangurs. Námstími til stúdentsprófs er lengri en í flestum öðrum löndum án þess að neitt bendi til að hann skili sér með þeim hætti að sá aukni kostnaður sem af þessu hlýst fyrir nemendur og skattgreiðendur sé réttlætanlegur. Hagræðing og niðurskurður eru stundum besta leiðin til að sjá hvort við virkilega þurfum á einhverju að halda. Segjum að við værum með einn ríkisháskóla. Væri augljóst að viðbótarfjármagni til háskólastigsins væri best varið í það að splitta þeim skóla upp? Segjum að framhaldsskólinn væri þegar þrjú ár og fólk útskrifaðist þaðan að jafnaði 19 ára. Nú kæmi fram ríkisstjórn sem vildi stórauka framlög til menntamála. Væri sú ríkisstjórn líkleg til að nota þau viðbótarframlög til að lengja framhaldsskólann um eitt ár?Heilbrigði skynsemi Hvað heilbrigðismálin snertir játa ég að ég þekki ekki nægilega vel til til þess að benda á jafnaugljósar leiðir til hagræðingar og í tilfelli menntamála. En lítum samt á gögn OECD: Árið 2009 voru opinber útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi 7,8% af vergri landsframleiðslu, sem var það sama og í Svíþjóð. En íslenska þjóðin er enn tiltölulega ung. AGS spáir því þessi útgjöld muni að óbreyttu fara upp í 15,2% árið 2050 en Svíar verða þá í 8,3%. Bara svo menn átti sig á því hvert stefnir. Stærsti hluti opinberra útgjalda fer í mennta-, heilbrigðis- og félagsmál. Því er ljóst að verulegum sparnaði í opinberum rekstri verður ekki náð án þess að sparað sé í þessum málaflokkum. Viðleitni stjórnarinnar í þeim efnum kann að þykja óvinsæl. En hún er samt nauðsynleg. Og ætti þar að auki varla að koma neinum á óvart.