Ljúkum aðildarviðræðum Margrét Kristmannsdóttir og Svana Helen Björnsdóttir skrifar 22. ágúst 2013 12:00 Það eru gömul sannindi og ný að hagur heimila og fyrirtækja er samtvinnaður. Það skiptir því miklu máli að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að þau standi undir þeim lífskjörum og kaupmætti sem almenningur væntir og telur eðlilegan og sanngjarnan. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að fyrirtækin geti blómstrað og staðið sig í alþjóðlegri samkeppni. Aðeins þannig geta fyrirtæki landsins boðið fólki vel launuð og eftirsóknarverð störf. Til að svo megi verða þarf að ríkja stöðugleiki, lágt vaxtastig og frelsi í fjármagnsflutningum. Við þurfum gjaldmiðil sem er gjaldgengur í alþjóðaviðskiptum og ekki má heldur gleyma að fyrirtækin þurfa vel menntað starfsfólk – og er þá fátt eitt talið. Íslenskt atvinnulíf hefur búið við lítið af þessu undanfarin ár. Öllu alvarlegra er þó að fátt er í spilunum sem styður það að íslenskum fyrirtækjum muni standa til boða það rekstrarumhverfi sem talið er sjálfsagt í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Hér þurfa íslensk stjórnvöld að girða sig í brók því ekki er nóg að segja í hátíðarræðum að koma þurfi hjólum atvinnulífsins af stað, að nauðsynlegt sé að auka fjárfestingu og verðmætasköpun þegar búið er þannig að atvinnulífinu að hvatann og arðsemina skortir. Fyrir okkur sem sinnum hagsmunagæslu fyrir íslensk fyrirtæki er fátt sárgrætilegra en að horfa á eftir öflugum fyrirtækjum úr landi. Fyrirtækjum sem hafa gefist upp á íslenskum aðstæðum, aðstæðum sem íslensk stjórnvöld lofa einatt að snúa til betri vegar en án efnda. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir margvíslegum vandamálum sem mörg eiga upptök sín í hruninu 2008 og samkvæmt mælingum fara lífskjör hér á landi versnandi. Sú staðreynd hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll. Margir telja að aðild að ESB sé lausn á mörgum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og aðildarviðræður séu liður í leit að lausn á margháttuðum efnahagsvanda þjóðarinnar. Þeir heittrúuðustu telja aðild lausn á flestum okkar vanda en aðrir sjá djöfla í hverju horni þegar minnst er á Evrópusambandið. Samkvæmt könnunum vill þó meirihluti þjóðarinnar leiða aðildarviðræður til lykta og fá að kjósa um aðildarsamning þegar þar að kemur. Ljóst er að íslensk stjórnvöld geta ekki að óbreyttu, ein og óstudd, aflétt gjaldeyrishöftum og varið hagkerfi okkar og gjaldmiðil. Viðræðurnar við ESB eru því mikilvægur liður í því að tryggja farsæla lausn þessa mikla vanda. Það er málskilningur flestra Íslendinga sem lesið hafa stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að það sé stefna hennar að spyrja þjóðina af því hvort að halda beri viðræðum við ESB áfram. Að minnsta kosti var það skýrt loforð Sjálfstæðisflokksins að íslenska þjóðina yrði spurð um framhald viðræðnanna á fyrri hluta þessa kjörtímabils. Það er mjög vanhugsuð aðgerð hjá ríkisstjórninni að slíta aðildarviðræðum við ESB – ekki síst á meðan hún hefur ekki komið fram með neinar útfærslur á því hvernig hún sjálf ætlar að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Hver verður peningastefnan – verður íslenska krónan framtíðargjaldmiðill okkar – í höftum að hluta eða til frambúðar? Hvernig náum við niður vaxtastiginu sem nauðsynlegt er til að örva fjárfestingu og skiptir skuldsett heimili ekki síður máli? Hvernig tryggjum við lægra vöru- og matvælaverð? Aðild ríkja að ESB snýr jú fyrst og fremst að því að tryggja sem best starfsskilyrði fyrirtækja og lífskjör almennings. Afar óábyrgt er af stjórnvöldum að útiloka fyrir fram einn fárra kosta sem vísa veginn út úr erfiðri stöðu íslensks atvinnulífs og heimila. Stjórnvöld verða að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar í huga í þessu máli, ekki sérhagsmuni fárra. Ljúkum aðildarviðræðum og metum samninginn þegar hann liggur fyrir ásamt fullmótuðum lausnum sem ríkisstjórnin hefur þá vonandi lagt á borðið. Við erum einfaldlega ekki í þeirri aðstöðu að fækkun valkosta sé skynsamleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það eru gömul sannindi og ný að hagur heimila og fyrirtækja er samtvinnaður. Það skiptir því miklu máli að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að þau standi undir þeim lífskjörum og kaupmætti sem almenningur væntir og telur eðlilegan og sanngjarnan. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að fyrirtækin geti blómstrað og staðið sig í alþjóðlegri samkeppni. Aðeins þannig geta fyrirtæki landsins boðið fólki vel launuð og eftirsóknarverð störf. Til að svo megi verða þarf að ríkja stöðugleiki, lágt vaxtastig og frelsi í fjármagnsflutningum. Við þurfum gjaldmiðil sem er gjaldgengur í alþjóðaviðskiptum og ekki má heldur gleyma að fyrirtækin þurfa vel menntað starfsfólk – og er þá fátt eitt talið. Íslenskt atvinnulíf hefur búið við lítið af þessu undanfarin ár. Öllu alvarlegra er þó að fátt er í spilunum sem styður það að íslenskum fyrirtækjum muni standa til boða það rekstrarumhverfi sem talið er sjálfsagt í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Hér þurfa íslensk stjórnvöld að girða sig í brók því ekki er nóg að segja í hátíðarræðum að koma þurfi hjólum atvinnulífsins af stað, að nauðsynlegt sé að auka fjárfestingu og verðmætasköpun þegar búið er þannig að atvinnulífinu að hvatann og arðsemina skortir. Fyrir okkur sem sinnum hagsmunagæslu fyrir íslensk fyrirtæki er fátt sárgrætilegra en að horfa á eftir öflugum fyrirtækjum úr landi. Fyrirtækjum sem hafa gefist upp á íslenskum aðstæðum, aðstæðum sem íslensk stjórnvöld lofa einatt að snúa til betri vegar en án efnda. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir margvíslegum vandamálum sem mörg eiga upptök sín í hruninu 2008 og samkvæmt mælingum fara lífskjör hér á landi versnandi. Sú staðreynd hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll. Margir telja að aðild að ESB sé lausn á mörgum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og aðildarviðræður séu liður í leit að lausn á margháttuðum efnahagsvanda þjóðarinnar. Þeir heittrúuðustu telja aðild lausn á flestum okkar vanda en aðrir sjá djöfla í hverju horni þegar minnst er á Evrópusambandið. Samkvæmt könnunum vill þó meirihluti þjóðarinnar leiða aðildarviðræður til lykta og fá að kjósa um aðildarsamning þegar þar að kemur. Ljóst er að íslensk stjórnvöld geta ekki að óbreyttu, ein og óstudd, aflétt gjaldeyrishöftum og varið hagkerfi okkar og gjaldmiðil. Viðræðurnar við ESB eru því mikilvægur liður í því að tryggja farsæla lausn þessa mikla vanda. Það er málskilningur flestra Íslendinga sem lesið hafa stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að það sé stefna hennar að spyrja þjóðina af því hvort að halda beri viðræðum við ESB áfram. Að minnsta kosti var það skýrt loforð Sjálfstæðisflokksins að íslenska þjóðina yrði spurð um framhald viðræðnanna á fyrri hluta þessa kjörtímabils. Það er mjög vanhugsuð aðgerð hjá ríkisstjórninni að slíta aðildarviðræðum við ESB – ekki síst á meðan hún hefur ekki komið fram með neinar útfærslur á því hvernig hún sjálf ætlar að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Hver verður peningastefnan – verður íslenska krónan framtíðargjaldmiðill okkar – í höftum að hluta eða til frambúðar? Hvernig náum við niður vaxtastiginu sem nauðsynlegt er til að örva fjárfestingu og skiptir skuldsett heimili ekki síður máli? Hvernig tryggjum við lægra vöru- og matvælaverð? Aðild ríkja að ESB snýr jú fyrst og fremst að því að tryggja sem best starfsskilyrði fyrirtækja og lífskjör almennings. Afar óábyrgt er af stjórnvöldum að útiloka fyrir fram einn fárra kosta sem vísa veginn út úr erfiðri stöðu íslensks atvinnulífs og heimila. Stjórnvöld verða að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar í huga í þessu máli, ekki sérhagsmuni fárra. Ljúkum aðildarviðræðum og metum samninginn þegar hann liggur fyrir ásamt fullmótuðum lausnum sem ríkisstjórnin hefur þá vonandi lagt á borðið. Við erum einfaldlega ekki í þeirri aðstöðu að fækkun valkosta sé skynsamleg.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun