Miklar öfgar í allri umræðunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. september 2013 09:00 Ég verð stundum að passa mig, án þess að ganga á það að vera ég sjálf. Ég fæ oft spurningar eins og „Ætlar þú að vera grimmi dómarinn eða uppbyggjandi dómarinn í þessum sjónvarpsþætti?“ Ég ætla bara að vera ég og segja það sem mér finnst. mynd/gva „Nýju starfi fylgir alltaf eftirvænting en líka pínulítill kvíðahnútur. Þótt ég hafi reynslu á ákveðnum sviðum er ekki eins og ég hafi höndlað heiminn allan. Það mætir manni alltaf eitthvað nýtt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem er í nýrri stöðu sem forstöðumaður mennta- og nýsköpunar innan Samtaka atvinnulífsins. Hún kveðst kunna mjög vel við sig. „Það sem ég fann strax fyrsta daginn og skiptir mig miklu máli er að hér er gott fólk, kraftmikið og ekki skoðanalaust. Svo er haldið vel utan um hlutina, sem er mikilvægt upp á alla skipulagningu og stefnumótun.“Var þessi staða búin til fyrir þig? „Nei, en hún er meðal þeirra breytinga sem fylgja nýju fólki með nýjar áherslur sem nú er við stjórn SA. Mér finnst frábært að þessi samtök, sem hafa mikilvæga rödd í íslensku samfélagi, ætli að leggja aukna áherslu á mennta- og nýsköpunarmál. Þá er ég ekki að segja að ekki hafi verið unnið vel að þeim áður. Hér er dýrmæt þekking á sviði menntamála hjá þeim starfsmönnum sem fyrir eru. Stór þáttur í starfi samtakanna er að veita fyrirtækjunum greiðan aðgang að því að mennta starfsmennina sína enda er hagur fyrirtækja að hafa ánægða starfsmenn með aukna þekkingu og hæfni. En nú á að hnykkja frekar á stefnu og skoðun samtakanna á þessu sviði. Staðan var ekki búin til fyrir mig en ég er mjög þakklát fyrir að leitað var til mín.“Hverjar eru stærstu áskoranirnar í menntamálum, að þínu mati? „Höfum í huga að árið 2008, eftir ríflega fimm ára vinnu og mikil samskipti við sveitarfélög, kennarasamtökin og Heimili og skóla, var lögð fram ný skólastefna, með auknum sveigjanleika milli skólastiga, nýrri nálgun í kennaramenntun, eflingu iðn- og starfsmennta, minnkun brottfalls í framhaldsskólum og auknum kröfur til háskóla. Flestir gengu í takt. Síðan varð hrunið og nýja ríkisstjórnin ákvað að slá breytingunum á frest, sem ég tel að hafi verið mistök því uppstokkunar er þörf. Samtök atvinnulífsins hafa ályktað um árabil um að stytta eigi nám til stúdentsprófs, hvort sem það er gert í gegnum grunnskólann eða framhaldsskólann. Þau vilja einnig gera auknar kröfur til kennsluhátta, rekstrar og rannsókna. Við verðum alltaf að vera á tánum þegar kemur að menntamálum, rannsóknum og nýsköpun. Ég vil líka draga fram, af því ég var að gagnrýna vinstri stjórnina, að hún gerði margt gott á sviði nýsköpunarmála, með betra skattalegu umhverfi fyrir litlu frumkvöðlafyrirtækin sem hafa alveg ótrúlegan sköpunarkraft og hugmyndir sem manni finnst verða að njóta framgangs. En þá komum við að gjaldeyrishöftunum sem í dag eru helsti Þrándur í Götu frumkvöðlastarfsemi á landinu. Það er gríðarlega stórt og mikilvægt mál fyrir okkur til lengri og skemmri tíma að unnið verði hratt og örugglega á höftunum. Að hætta viðræðunum við Evrópusambandið er hér ekki hjálplegt né það að skýr framtíðarstefna í peningamálum er ekki í augnsýn. Það hefði síðan verið smart hjá ríkisstjórninni að taka því fagnandi að fara í sameiginlega og faglega skýrsluúttekt á stöðunni í viðræðunum með aðilum vinnumarkaðarins í stað þess að slá í útrétta hönd þeirra og viðleitni til uppbyggilegrar umræðu. Ég var nú að vona að þessi ríkisstjórn tæki ekki upp slagsmálaþráð gömlu ríkisstjórnarinnar við þessa mikilvægu aðila því hagsmunir allra liggja fremur saman en í sundur.“Pólitíkin skemmtilegustHefðir þú viljað halda áfram í landsmálapólitíkinni? „Ég dreg ekki dul á það að hún er það skemmtilegasta sem ég hef gert fram að þessu. Ég átti dýrmætan tíma í henni með ótrúlega skemmtilegu fólki sem er vinir mínir og ég held sambandi við. Ég kynntist líka fólki sem mig langar að gleyma. Pólitíkin er að mínu mati vanmetið fyrirbæri en mér finnst vont að sjá suma einstaklinga í henni verða fyrir óvæginni umræðu sem þeir eiga ekkert endilega skilið. Enn sárara er að sjá á eftir fólki úr pólitík með bullandi hæfileika eins og Gísli Marteinn. Það er eitthvað að ef Sjálfstæðisflokkurinn leyfir ekki fleiri en eina skoðun, hvað þá umræðu á tilteknum sviðum. Hin breiða skírskotun flokksins í gegnum söguna verður þá einhvern veginn svo víðs fjarri.“Þú fékkst nú aldeilis að finna fyrir umræðunni eftir hrun og það var umsátur um heimilið þitt. Hvernig leið þér þá og hvernig líður þér með þá reynslu? „Þetta er tími sem er liðinn. Hann var erfiður og hann var sár en það þýðir ekki að dvelja of mikið við hann. Það á samt eftir að gera hann upp. Eitt er að skoða aðdraganda hrunsins sem var nauðsynlegt. Hitt er að skoða eftirfylgnina og hvort við Íslendingar séum stoltir af öllu því sem við gerðum þá. Efst í mínum huga þar er svívirðan með landsdóminn. Þar var pólitíkin í sinni ljótustu mynd að mínu mati. Hvernig hún birtist í ákveðinni friðþægingu af hálfu þeirra sem tóku við. Ég fæ kökk í hálsinn þegar ég hugsa um þetta. Þetta var erfiður tími og hann mátti alveg vera það fyrir okkur sem höfðum staðið í pólitíkinni. Ég er alls ekki að hlífa okkur. En hann var ekki endilega sanngjarn. Uppgjörið mun koma einn daginn. En ég er bara stödd á öðrum stað núna, komin í nýtt starf þar sem ég fæ tækifæri til að styðja við góð mál í þágu atvinnulífsins sem ríkisstjórnin er að berjast fyrir, nú eða stjórnarandstaðan. Ég er mun frjálsari en á þingi. Ég þarf ekki lengur að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem ég var ekki sammála innan flokksins míns en samþykkti með stóru heildarmyndina í huga. Ég hef alltaf treyst á að fyrirmyndarríkið væri þetta opna og umburðarlynda samfélag, sem byggði á frjálsum alþjóðlegum markaði, frelsi í viðskiptum og trúna á einstaklinginn. Mér finnst ekkert endilega þau baráttumál vera á oddinum þegar pólitíkin er annars vegar, ekki einu sinni hjá þeim flokki sem ég hef alltaf treyst og styð enn.“Já, styður enn? „Já. Ég treysti Bjarna, ég hef unnið með honum og veit hvaða mann hann hefur að geyma. Ég segi við fólk sem er að gagnrýna hann og Sigmund Davíð: Gefið þeim svigrúm, sýnið þeim sanngirni. En þeim verður ekki hlíft ef þeir vinda sér ekki í verkefnin sem fólk er að kalla eftir. Ég hef trú á þeim þótt þeir hafi gert stór mistök með því að hætta aðildarviðræðum við ESB. Það var heimskulegt og ekki í þágu íslenskra hagsmuna. Ætli það væri ekki töluvert hægara að aflétta gjaldeyrishöftunum í samstarfi við Evrópusambandið og Alþjóðabankann og fleiri stofnanir en að vera einangruð? Nú, eða hafa svigrúm og stuðning við mótun nýrrar peningamálastefnu. Hvað þýðir það fyrir íslensk heimili eða fyrirtæki að vera 10-12 ár í höftum eins og merkir hagfræðingar hafa leitt líkum að? Það er tiplað á tánum í kringum það hvaða vaxtabyrði íslensk heimili þurfa að þola. Ég var að lesa að herkostnaður við gjaldmiðilinn eins og hann er í dag væri 120-150 milljarðar á ári. Svo lætur fólk eins og það sé bara fínt að slíta aðildarviðræðunum og henda mikilvægum valkosti fyrir okkur út af borðinu. Þetta er bara fáránlegt.“Hefurðu engar áhyggjur af stöðu sjávarútvegs og landbúnaðar ef Ísland gengur í Evrópusambandið? „Ég er talsmaður öflugs íslensks sjávarútvegs og íslensks landbúnaðar. En ég vil forðast umræður eins og: Annaðhvort ert þú á móti Evrópusambandinu eða þú ert ekki sannur Íslendingur. Annaðhvort viltu landbúnaðarkerfi eins og það er nú eða þú ert á móti bændum. Annaðhvort ertu með flugvellinum eða á móti allri landsbyggðinni. Það eru svo miklar öfgar í allri umræðunni. Sjálf hef ég alltaf verið á móti því að færa flugvöllinn en það má alveg hlusta á röksemdir hinna sem vilja hann burt. Það er auðvitað fullt af verðmætum í Vatnsmýrinni. Við sem styðjum flugvöll þar verðum að minnsta kosti að geta svarað því hvert við viljum að byggðin þróist á höfuðborgarsvæðinu og hver eigi að bera kostnaðinn af því. Þessi öfgakennda umræða á öllum málasviðum finnst mér skemma mest í íslensku samfélagi. Það er allt „annaðhvort eða“. Ég er orðin pínu þreytt á því.“Önnur krafa til kvenna en karlaNú var Bjarni þátttakandi í vafasamri fjármálastarfsemi en orðinn ráðherra yfir fjármálum landsins en þú hrökklaðist úr pólitíkinni af því að eiginmaður þinn hafði tekið lán fyrir hlutabréfum í Kaupþingi. Steinunn Valdís var lögð í einelti vegna peninga sem hún fékk í kosningasjóð en karlmenn sem svipað var ástatt um eru enn á þingi. Er sterkari siðferðiskrafa til kvenna á þingi en karla? „Mér finnst ekki rétt að setja þetta svona fram. Bjarni hefur verið lengi í atvinnulífinu og mér fannst sárt að sjá suma sjálfstæðismenn ekki standa með honum því þegar við horfum á sögu flokksins þá höfum við haft athafnamenn í forystu hans og það frábæra menn. Bjarni er þar engin undantekning. Ég tel Bjarna hafa gert mjög vel grein fyrir sínu máli og treysti honum til góðra verka. En já, það er gerð önnur krafa til okkar kvenna. Það er klárt.“En ef hlutverkum ykkar hjóna hefði verið snúið við og Kristján verið á þingi, heldurðu að hann hefði þurft að hætta „Nei, nei. Hann hefði væntanlega aldrei þurft að hætta. En þetta hefur líka náð inn á sveitastjórnarstigið þar sem konur hafa þurft að hætta vegna starfs eiginmanna þeirra. Þetta er ójöfnuður milli kynjanna sem ég vona að breytist. Mér finnst skipta máli að hlustað sé á konur á þeirra eigin forsendum og að þær séu ekki alltaf viðhengi einhvers annars.“Vildir þú sjá jafnari hlutföll karla og kvenna á þingi? „Það er ekki spurning. Meðan ég var varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fór um landið með Geir og síðan Bjarna var ég alltaf að minna á jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnum fulltrúaráðanna og fékk spurninguna: „Þorgerður, ætlar þú að koma núna með ræðuna um kerlingarnar?“ En það skiptir máli að sem víðast sé jafnvægi milli karla og kvenna. Þetta hjal um hæfasta einstaklinginn gildir ekki lengur. Við erum með helling af hæfum konum og það væri móðgun við okkur sem störfum í flokknum ef það væri ekki kona í forystu hans. Mér fannst afskaplega vont þegar ég var í ríkisstjórn þegar Sigríður Anna fór úr stjórninni og ég varð ein eftir með sjálfstæðisstrákunum, eins og þeir eru indælir. Hver rödd skiptir svo miklu máli og fyrirmyndir eru mikilvægar. En það tímabil er liðið að einhver ein kona sé höfð sem skrautfjöður til að sýna að það sé bara allt í lagi með flokkinn. Nú eru þar sterkar konur í forystu og ég er stolt af þeim.“Hefði viljað sjá íslenskt nafn á þættinumÞú ert að fara í sjónvarpsþátt á Stöð 2, Ísland Got Talent. Hvað kemur til? „Ég fékk símtal og var spurð hvort ég vildi vera með, hugsaði mig stuttlega um og komst að þeirri niðurstöðu að mig langaði, þetta er ólíkt því sem ég hef áður gert þótt ég hafi lifað og hrærst í kringum menningu og listir. Það styrkti mig líka í ákvörðuninni að það er toppfólk í kringum þáttinn, bæði fyrir framan og aftan myndavélina. Auðvitað hef ég fengið athugasemdir eins og að það gangi nú ekki að fyrrverandi menntamálaráðherra sé að taka þátt í svona þætti, eins og til sé einhver skilgreining á því hvað er menningarlegur þáttur. Svo hefur gagnrýnin líka verið á heiti þáttarins, Got Talent. Hún er skiljanleg. Ég hefði viljað sjá íslenskt nafn á þættinum en fyrrverandi menntamálaráðherra veit að það þarf einnig að gæta að hugverkaréttindum. Got Talent er alþjóðlegt vörumerki og við verðum að virða höfundarrétt, sama hvernig hann ber að.“Finnst þér sviðsljósið heillandi? (Hugsar sig um örstutta stund) „Ekki alltaf en það sem fylgir sviðsljósinu eru þessi huggulegheit þegar fólk kemur og segir: „Æ, Þorgerður, mér finnst þú hafa verið heimilisvinur í mörg ár, það er gaman að hitta þig.“ En það eru líka neikvæðar hliðar á því að vera þekktur. Mestu máli skiptir að vera maður sjálfur með öllum kostum og göllum. Ég geri mistök eins og aðrir. Hef stundum sagt dómadagsdellu eins og þegar ég sagði blessaða danska sérfræðingnum hjá Merrill Lynch að fara í endurmenntun þegar hann var með ábendingar varðandi íslenskt efnahagslíf sem reyndust svo réttar. Þótt ég hafi beðist afsökunar í beinni fyrir fullu Háskólabíói þá er þetta samt orðinn hlutur. Ég verð stundum að passa mig, án þess að ganga á það að vera ég sjálf. Ég fæ oft spurningar eins og „Ætlar þú að vera grimmi dómarinn eða uppbyggjandi dómarinn í þessum sjónvarpsþætti?“ Ég ætla bara að vera ég og segja það sem mér finnst. Ég er mikil tilfinningavera og það hefur stundum háð mér en líka styrkt mig. Ég vona að það nýtist mér í þessum þætti.“Börnin öll fædd á kosningaárumNú er pabbi þinn þjóðþekktur leikari. Blundaði aldrei leikari í þér? „Nei, ég fór aldrei á leiksvið. Einhvern tíma var ég í útvarpsleikriti en ég held að tekið hafi verið yfir það. Það er nóg að hafa einn leikara í fjölskyldunni og þá er betra að hafa stórleikara eins og pabba í því. Ég er ótrúlega stolt af pabba og mömmu. Þau eru mínar fyrirmyndir í lífinu. Þótt ég hafi ekki farið sömu leið og þau í pólitík hvöttu þau mig til að hafa skoðanir og láta mér ekki standa á sama um málefni, umhverfi og einstaklinga.“Hver er móðir þín? „Móðir mín er Katrín Arason, fædd á Húsavík en ólst upp í Reykjavík. Hún vann hjá Flugmálastjórn í milli 40 og 50 ár, var ritari hjá Agnari Kofoed Hansen lengst af, menntuð úti í Danmörku. Ein af hinum hljóðu en sterku fulltrúum útivinnandi kvenna gegnum árin. Pabbi var sá sem mætti í foreldraviðtölin og beið frekar heima á daginn af því leikarar unnu þannig vinnu. En mamma er skörungur og hefur í raun haldið fjölskyldunni saman.“Ertu úr stórum systkinahópi? „Nei, við erum bara tvær systurnar. Karitas systir mín er fimm árum eldri en ég. Hún er á kafi í listum og menningu og hefði frekar getað farið í leiklist en ég. Menning er líka hluti af mínum lífsstíl og mér finnst dapurlegt að heyra umræðuna núna um að slátra öllum styrkjum til listarinnar og að listamenn séu afætur á íslensku samfélagi. Auðvitað þarf að stokka upp styrkjakerfið, það er ekki undanskilið, en eitt af því sem skiptir okkur máli er menningin og sagan. Við eigum ekki að tala um listamennina okkar af þeirri vanvirðingu sem sumir gera þegar þeir tjá sig um listamannalaun. Menningin er hluti af því sem gerir okkur að þjóð.“Hvað áttu af börnum? „Við Kristján eigum þrjú, 10, 14 og 18 ára. Fengitíminn var á fjögurra ára fresti og börnin fæddust öll á kosningaárum. Ég var með dóttur mína á brjósti þegar ég byrjaði í ráðuneytinu og tók pumpu með mér í vinnuna. Í gegnum börnin sé ég, eins og aðrir foreldrar, hversu dýrmætt það er að hafa valkosti í skólakerfinu, því einstaklingarnir eru svo mismunandi að atferli og þroska. Við erum mjög lánsöm með okkar skóla, Lækjarskóla í Hafnarfirði, og ég er þakklát þeim kennurum sem hafa verið í kringum börnin mín gegnum tíðina, sérstaklega yngsta barnið mitt sem þarf á aðstoð að halda. Þar hefur yndislegur þroskaþjálfi, hún Sigga, beinlínis aukið lífsgæði dóttur minnar. Fjölbreytni er lykilatriði í skólakerfinu og hana má ekki trassa. Eitt barnið gæti ekki farið í neitt annað en bekkjarkerfi í skólanum meðan annað gæti plummað sig hvar sem er. Valfrelsi á öllum sviðum er mín pólitík.“Hvað er það sem gefur lífinu mest gildi að þínu mati og hvar líður þér best? „Fjölskyldan gefur lífinu mest gildi. Samvera og tími með fólkinu sem maður elskar. Best líður mér í sveitinni. Mamma og pabbi keyptu jörð í Ölfusinu árið 1966, ég var þar alltaf á sumrin innan um hesta, tún, grjót og mosa. Ég ólst dálítið upp á hestbaki, á hesta en hef ekki sinnt hestamennsku að ráði í einhver ár. Þar er systir mín forkur en ég er meira dottin í golfið.“Allt frá ömmum og öfum er dýrmættHefurðu farið í upphlutinn þinn síðan þú varst skömmuð fyrir að vera í bol við hann en ekki skyrtu við opnun Þjóðminjasafnsins? „Já, já, bæði með hinni hefðbundnu skyrtu og líka bolnum sem er íslensk hönnun og mér finnst frábær. Ég ber mikla virðingu fyrir konunum í Heimilisiðnaðarfélaginu sem gerðu athugasemd við bolinn, og þeirra mikilvægu þekkingu, en það var bara miklu, miklu stærri hópur kvenna sem sagði við mig: „Nú ætla ég að fara að nota íslenska búninginn minn frá ömmu.“ Ég hef gaman af því að fara pínulítið út úr norminu án þess þó að virðingunni gagnvart hefðinni sé sleppt. Að varðveita menningu er líka það að þróa hana á fallegan hátt inn í nútímann. Búningurinn minn er frá ömmu Þorgerði, hún var úr Keflavík og dó úr krabbameini 34 ára árið 1940. Allt sem ég á frá ömmum mínum og öfum finnst mér dýrmætt. Ég á skáp frá ömmu Kaju og sessalón frá ömmu Þorgerði og afa Eyjólfi sem ég er nýbúin að gera upp aftur, því ég nota þessa hluti. Krakkarnir mínir tengja sig við þetta fólk, meðal annars gegnum hlutina. Tengslin við fortíðina eru þýðingarmikil þótt varðstaða um það sem var sé ekki endilega í boði. Ef við berum virðingu fyrir fortíðinni og rótum okkar þá njótum við þess að lifa í núinu og mætum sterkari inn í framtíðina – og glaðari.“ Ísland Got Talent Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Nýju starfi fylgir alltaf eftirvænting en líka pínulítill kvíðahnútur. Þótt ég hafi reynslu á ákveðnum sviðum er ekki eins og ég hafi höndlað heiminn allan. Það mætir manni alltaf eitthvað nýtt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem er í nýrri stöðu sem forstöðumaður mennta- og nýsköpunar innan Samtaka atvinnulífsins. Hún kveðst kunna mjög vel við sig. „Það sem ég fann strax fyrsta daginn og skiptir mig miklu máli er að hér er gott fólk, kraftmikið og ekki skoðanalaust. Svo er haldið vel utan um hlutina, sem er mikilvægt upp á alla skipulagningu og stefnumótun.“Var þessi staða búin til fyrir þig? „Nei, en hún er meðal þeirra breytinga sem fylgja nýju fólki með nýjar áherslur sem nú er við stjórn SA. Mér finnst frábært að þessi samtök, sem hafa mikilvæga rödd í íslensku samfélagi, ætli að leggja aukna áherslu á mennta- og nýsköpunarmál. Þá er ég ekki að segja að ekki hafi verið unnið vel að þeim áður. Hér er dýrmæt þekking á sviði menntamála hjá þeim starfsmönnum sem fyrir eru. Stór þáttur í starfi samtakanna er að veita fyrirtækjunum greiðan aðgang að því að mennta starfsmennina sína enda er hagur fyrirtækja að hafa ánægða starfsmenn með aukna þekkingu og hæfni. En nú á að hnykkja frekar á stefnu og skoðun samtakanna á þessu sviði. Staðan var ekki búin til fyrir mig en ég er mjög þakklát fyrir að leitað var til mín.“Hverjar eru stærstu áskoranirnar í menntamálum, að þínu mati? „Höfum í huga að árið 2008, eftir ríflega fimm ára vinnu og mikil samskipti við sveitarfélög, kennarasamtökin og Heimili og skóla, var lögð fram ný skólastefna, með auknum sveigjanleika milli skólastiga, nýrri nálgun í kennaramenntun, eflingu iðn- og starfsmennta, minnkun brottfalls í framhaldsskólum og auknum kröfur til háskóla. Flestir gengu í takt. Síðan varð hrunið og nýja ríkisstjórnin ákvað að slá breytingunum á frest, sem ég tel að hafi verið mistök því uppstokkunar er þörf. Samtök atvinnulífsins hafa ályktað um árabil um að stytta eigi nám til stúdentsprófs, hvort sem það er gert í gegnum grunnskólann eða framhaldsskólann. Þau vilja einnig gera auknar kröfur til kennsluhátta, rekstrar og rannsókna. Við verðum alltaf að vera á tánum þegar kemur að menntamálum, rannsóknum og nýsköpun. Ég vil líka draga fram, af því ég var að gagnrýna vinstri stjórnina, að hún gerði margt gott á sviði nýsköpunarmála, með betra skattalegu umhverfi fyrir litlu frumkvöðlafyrirtækin sem hafa alveg ótrúlegan sköpunarkraft og hugmyndir sem manni finnst verða að njóta framgangs. En þá komum við að gjaldeyrishöftunum sem í dag eru helsti Þrándur í Götu frumkvöðlastarfsemi á landinu. Það er gríðarlega stórt og mikilvægt mál fyrir okkur til lengri og skemmri tíma að unnið verði hratt og örugglega á höftunum. Að hætta viðræðunum við Evrópusambandið er hér ekki hjálplegt né það að skýr framtíðarstefna í peningamálum er ekki í augnsýn. Það hefði síðan verið smart hjá ríkisstjórninni að taka því fagnandi að fara í sameiginlega og faglega skýrsluúttekt á stöðunni í viðræðunum með aðilum vinnumarkaðarins í stað þess að slá í útrétta hönd þeirra og viðleitni til uppbyggilegrar umræðu. Ég var nú að vona að þessi ríkisstjórn tæki ekki upp slagsmálaþráð gömlu ríkisstjórnarinnar við þessa mikilvægu aðila því hagsmunir allra liggja fremur saman en í sundur.“Pólitíkin skemmtilegustHefðir þú viljað halda áfram í landsmálapólitíkinni? „Ég dreg ekki dul á það að hún er það skemmtilegasta sem ég hef gert fram að þessu. Ég átti dýrmætan tíma í henni með ótrúlega skemmtilegu fólki sem er vinir mínir og ég held sambandi við. Ég kynntist líka fólki sem mig langar að gleyma. Pólitíkin er að mínu mati vanmetið fyrirbæri en mér finnst vont að sjá suma einstaklinga í henni verða fyrir óvæginni umræðu sem þeir eiga ekkert endilega skilið. Enn sárara er að sjá á eftir fólki úr pólitík með bullandi hæfileika eins og Gísli Marteinn. Það er eitthvað að ef Sjálfstæðisflokkurinn leyfir ekki fleiri en eina skoðun, hvað þá umræðu á tilteknum sviðum. Hin breiða skírskotun flokksins í gegnum söguna verður þá einhvern veginn svo víðs fjarri.“Þú fékkst nú aldeilis að finna fyrir umræðunni eftir hrun og það var umsátur um heimilið þitt. Hvernig leið þér þá og hvernig líður þér með þá reynslu? „Þetta er tími sem er liðinn. Hann var erfiður og hann var sár en það þýðir ekki að dvelja of mikið við hann. Það á samt eftir að gera hann upp. Eitt er að skoða aðdraganda hrunsins sem var nauðsynlegt. Hitt er að skoða eftirfylgnina og hvort við Íslendingar séum stoltir af öllu því sem við gerðum þá. Efst í mínum huga þar er svívirðan með landsdóminn. Þar var pólitíkin í sinni ljótustu mynd að mínu mati. Hvernig hún birtist í ákveðinni friðþægingu af hálfu þeirra sem tóku við. Ég fæ kökk í hálsinn þegar ég hugsa um þetta. Þetta var erfiður tími og hann mátti alveg vera það fyrir okkur sem höfðum staðið í pólitíkinni. Ég er alls ekki að hlífa okkur. En hann var ekki endilega sanngjarn. Uppgjörið mun koma einn daginn. En ég er bara stödd á öðrum stað núna, komin í nýtt starf þar sem ég fæ tækifæri til að styðja við góð mál í þágu atvinnulífsins sem ríkisstjórnin er að berjast fyrir, nú eða stjórnarandstaðan. Ég er mun frjálsari en á þingi. Ég þarf ekki lengur að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem ég var ekki sammála innan flokksins míns en samþykkti með stóru heildarmyndina í huga. Ég hef alltaf treyst á að fyrirmyndarríkið væri þetta opna og umburðarlynda samfélag, sem byggði á frjálsum alþjóðlegum markaði, frelsi í viðskiptum og trúna á einstaklinginn. Mér finnst ekkert endilega þau baráttumál vera á oddinum þegar pólitíkin er annars vegar, ekki einu sinni hjá þeim flokki sem ég hef alltaf treyst og styð enn.“Já, styður enn? „Já. Ég treysti Bjarna, ég hef unnið með honum og veit hvaða mann hann hefur að geyma. Ég segi við fólk sem er að gagnrýna hann og Sigmund Davíð: Gefið þeim svigrúm, sýnið þeim sanngirni. En þeim verður ekki hlíft ef þeir vinda sér ekki í verkefnin sem fólk er að kalla eftir. Ég hef trú á þeim þótt þeir hafi gert stór mistök með því að hætta aðildarviðræðum við ESB. Það var heimskulegt og ekki í þágu íslenskra hagsmuna. Ætli það væri ekki töluvert hægara að aflétta gjaldeyrishöftunum í samstarfi við Evrópusambandið og Alþjóðabankann og fleiri stofnanir en að vera einangruð? Nú, eða hafa svigrúm og stuðning við mótun nýrrar peningamálastefnu. Hvað þýðir það fyrir íslensk heimili eða fyrirtæki að vera 10-12 ár í höftum eins og merkir hagfræðingar hafa leitt líkum að? Það er tiplað á tánum í kringum það hvaða vaxtabyrði íslensk heimili þurfa að þola. Ég var að lesa að herkostnaður við gjaldmiðilinn eins og hann er í dag væri 120-150 milljarðar á ári. Svo lætur fólk eins og það sé bara fínt að slíta aðildarviðræðunum og henda mikilvægum valkosti fyrir okkur út af borðinu. Þetta er bara fáránlegt.“Hefurðu engar áhyggjur af stöðu sjávarútvegs og landbúnaðar ef Ísland gengur í Evrópusambandið? „Ég er talsmaður öflugs íslensks sjávarútvegs og íslensks landbúnaðar. En ég vil forðast umræður eins og: Annaðhvort ert þú á móti Evrópusambandinu eða þú ert ekki sannur Íslendingur. Annaðhvort viltu landbúnaðarkerfi eins og það er nú eða þú ert á móti bændum. Annaðhvort ertu með flugvellinum eða á móti allri landsbyggðinni. Það eru svo miklar öfgar í allri umræðunni. Sjálf hef ég alltaf verið á móti því að færa flugvöllinn en það má alveg hlusta á röksemdir hinna sem vilja hann burt. Það er auðvitað fullt af verðmætum í Vatnsmýrinni. Við sem styðjum flugvöll þar verðum að minnsta kosti að geta svarað því hvert við viljum að byggðin þróist á höfuðborgarsvæðinu og hver eigi að bera kostnaðinn af því. Þessi öfgakennda umræða á öllum málasviðum finnst mér skemma mest í íslensku samfélagi. Það er allt „annaðhvort eða“. Ég er orðin pínu þreytt á því.“Önnur krafa til kvenna en karlaNú var Bjarni þátttakandi í vafasamri fjármálastarfsemi en orðinn ráðherra yfir fjármálum landsins en þú hrökklaðist úr pólitíkinni af því að eiginmaður þinn hafði tekið lán fyrir hlutabréfum í Kaupþingi. Steinunn Valdís var lögð í einelti vegna peninga sem hún fékk í kosningasjóð en karlmenn sem svipað var ástatt um eru enn á þingi. Er sterkari siðferðiskrafa til kvenna á þingi en karla? „Mér finnst ekki rétt að setja þetta svona fram. Bjarni hefur verið lengi í atvinnulífinu og mér fannst sárt að sjá suma sjálfstæðismenn ekki standa með honum því þegar við horfum á sögu flokksins þá höfum við haft athafnamenn í forystu hans og það frábæra menn. Bjarni er þar engin undantekning. Ég tel Bjarna hafa gert mjög vel grein fyrir sínu máli og treysti honum til góðra verka. En já, það er gerð önnur krafa til okkar kvenna. Það er klárt.“En ef hlutverkum ykkar hjóna hefði verið snúið við og Kristján verið á þingi, heldurðu að hann hefði þurft að hætta „Nei, nei. Hann hefði væntanlega aldrei þurft að hætta. En þetta hefur líka náð inn á sveitastjórnarstigið þar sem konur hafa þurft að hætta vegna starfs eiginmanna þeirra. Þetta er ójöfnuður milli kynjanna sem ég vona að breytist. Mér finnst skipta máli að hlustað sé á konur á þeirra eigin forsendum og að þær séu ekki alltaf viðhengi einhvers annars.“Vildir þú sjá jafnari hlutföll karla og kvenna á þingi? „Það er ekki spurning. Meðan ég var varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fór um landið með Geir og síðan Bjarna var ég alltaf að minna á jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnum fulltrúaráðanna og fékk spurninguna: „Þorgerður, ætlar þú að koma núna með ræðuna um kerlingarnar?“ En það skiptir máli að sem víðast sé jafnvægi milli karla og kvenna. Þetta hjal um hæfasta einstaklinginn gildir ekki lengur. Við erum með helling af hæfum konum og það væri móðgun við okkur sem störfum í flokknum ef það væri ekki kona í forystu hans. Mér fannst afskaplega vont þegar ég var í ríkisstjórn þegar Sigríður Anna fór úr stjórninni og ég varð ein eftir með sjálfstæðisstrákunum, eins og þeir eru indælir. Hver rödd skiptir svo miklu máli og fyrirmyndir eru mikilvægar. En það tímabil er liðið að einhver ein kona sé höfð sem skrautfjöður til að sýna að það sé bara allt í lagi með flokkinn. Nú eru þar sterkar konur í forystu og ég er stolt af þeim.“Hefði viljað sjá íslenskt nafn á þættinumÞú ert að fara í sjónvarpsþátt á Stöð 2, Ísland Got Talent. Hvað kemur til? „Ég fékk símtal og var spurð hvort ég vildi vera með, hugsaði mig stuttlega um og komst að þeirri niðurstöðu að mig langaði, þetta er ólíkt því sem ég hef áður gert þótt ég hafi lifað og hrærst í kringum menningu og listir. Það styrkti mig líka í ákvörðuninni að það er toppfólk í kringum þáttinn, bæði fyrir framan og aftan myndavélina. Auðvitað hef ég fengið athugasemdir eins og að það gangi nú ekki að fyrrverandi menntamálaráðherra sé að taka þátt í svona þætti, eins og til sé einhver skilgreining á því hvað er menningarlegur þáttur. Svo hefur gagnrýnin líka verið á heiti þáttarins, Got Talent. Hún er skiljanleg. Ég hefði viljað sjá íslenskt nafn á þættinum en fyrrverandi menntamálaráðherra veit að það þarf einnig að gæta að hugverkaréttindum. Got Talent er alþjóðlegt vörumerki og við verðum að virða höfundarrétt, sama hvernig hann ber að.“Finnst þér sviðsljósið heillandi? (Hugsar sig um örstutta stund) „Ekki alltaf en það sem fylgir sviðsljósinu eru þessi huggulegheit þegar fólk kemur og segir: „Æ, Þorgerður, mér finnst þú hafa verið heimilisvinur í mörg ár, það er gaman að hitta þig.“ En það eru líka neikvæðar hliðar á því að vera þekktur. Mestu máli skiptir að vera maður sjálfur með öllum kostum og göllum. Ég geri mistök eins og aðrir. Hef stundum sagt dómadagsdellu eins og þegar ég sagði blessaða danska sérfræðingnum hjá Merrill Lynch að fara í endurmenntun þegar hann var með ábendingar varðandi íslenskt efnahagslíf sem reyndust svo réttar. Þótt ég hafi beðist afsökunar í beinni fyrir fullu Háskólabíói þá er þetta samt orðinn hlutur. Ég verð stundum að passa mig, án þess að ganga á það að vera ég sjálf. Ég fæ oft spurningar eins og „Ætlar þú að vera grimmi dómarinn eða uppbyggjandi dómarinn í þessum sjónvarpsþætti?“ Ég ætla bara að vera ég og segja það sem mér finnst. Ég er mikil tilfinningavera og það hefur stundum háð mér en líka styrkt mig. Ég vona að það nýtist mér í þessum þætti.“Börnin öll fædd á kosningaárumNú er pabbi þinn þjóðþekktur leikari. Blundaði aldrei leikari í þér? „Nei, ég fór aldrei á leiksvið. Einhvern tíma var ég í útvarpsleikriti en ég held að tekið hafi verið yfir það. Það er nóg að hafa einn leikara í fjölskyldunni og þá er betra að hafa stórleikara eins og pabba í því. Ég er ótrúlega stolt af pabba og mömmu. Þau eru mínar fyrirmyndir í lífinu. Þótt ég hafi ekki farið sömu leið og þau í pólitík hvöttu þau mig til að hafa skoðanir og láta mér ekki standa á sama um málefni, umhverfi og einstaklinga.“Hver er móðir þín? „Móðir mín er Katrín Arason, fædd á Húsavík en ólst upp í Reykjavík. Hún vann hjá Flugmálastjórn í milli 40 og 50 ár, var ritari hjá Agnari Kofoed Hansen lengst af, menntuð úti í Danmörku. Ein af hinum hljóðu en sterku fulltrúum útivinnandi kvenna gegnum árin. Pabbi var sá sem mætti í foreldraviðtölin og beið frekar heima á daginn af því leikarar unnu þannig vinnu. En mamma er skörungur og hefur í raun haldið fjölskyldunni saman.“Ertu úr stórum systkinahópi? „Nei, við erum bara tvær systurnar. Karitas systir mín er fimm árum eldri en ég. Hún er á kafi í listum og menningu og hefði frekar getað farið í leiklist en ég. Menning er líka hluti af mínum lífsstíl og mér finnst dapurlegt að heyra umræðuna núna um að slátra öllum styrkjum til listarinnar og að listamenn séu afætur á íslensku samfélagi. Auðvitað þarf að stokka upp styrkjakerfið, það er ekki undanskilið, en eitt af því sem skiptir okkur máli er menningin og sagan. Við eigum ekki að tala um listamennina okkar af þeirri vanvirðingu sem sumir gera þegar þeir tjá sig um listamannalaun. Menningin er hluti af því sem gerir okkur að þjóð.“Hvað áttu af börnum? „Við Kristján eigum þrjú, 10, 14 og 18 ára. Fengitíminn var á fjögurra ára fresti og börnin fæddust öll á kosningaárum. Ég var með dóttur mína á brjósti þegar ég byrjaði í ráðuneytinu og tók pumpu með mér í vinnuna. Í gegnum börnin sé ég, eins og aðrir foreldrar, hversu dýrmætt það er að hafa valkosti í skólakerfinu, því einstaklingarnir eru svo mismunandi að atferli og þroska. Við erum mjög lánsöm með okkar skóla, Lækjarskóla í Hafnarfirði, og ég er þakklát þeim kennurum sem hafa verið í kringum börnin mín gegnum tíðina, sérstaklega yngsta barnið mitt sem þarf á aðstoð að halda. Þar hefur yndislegur þroskaþjálfi, hún Sigga, beinlínis aukið lífsgæði dóttur minnar. Fjölbreytni er lykilatriði í skólakerfinu og hana má ekki trassa. Eitt barnið gæti ekki farið í neitt annað en bekkjarkerfi í skólanum meðan annað gæti plummað sig hvar sem er. Valfrelsi á öllum sviðum er mín pólitík.“Hvað er það sem gefur lífinu mest gildi að þínu mati og hvar líður þér best? „Fjölskyldan gefur lífinu mest gildi. Samvera og tími með fólkinu sem maður elskar. Best líður mér í sveitinni. Mamma og pabbi keyptu jörð í Ölfusinu árið 1966, ég var þar alltaf á sumrin innan um hesta, tún, grjót og mosa. Ég ólst dálítið upp á hestbaki, á hesta en hef ekki sinnt hestamennsku að ráði í einhver ár. Þar er systir mín forkur en ég er meira dottin í golfið.“Allt frá ömmum og öfum er dýrmættHefurðu farið í upphlutinn þinn síðan þú varst skömmuð fyrir að vera í bol við hann en ekki skyrtu við opnun Þjóðminjasafnsins? „Já, já, bæði með hinni hefðbundnu skyrtu og líka bolnum sem er íslensk hönnun og mér finnst frábær. Ég ber mikla virðingu fyrir konunum í Heimilisiðnaðarfélaginu sem gerðu athugasemd við bolinn, og þeirra mikilvægu þekkingu, en það var bara miklu, miklu stærri hópur kvenna sem sagði við mig: „Nú ætla ég að fara að nota íslenska búninginn minn frá ömmu.“ Ég hef gaman af því að fara pínulítið út úr norminu án þess þó að virðingunni gagnvart hefðinni sé sleppt. Að varðveita menningu er líka það að þróa hana á fallegan hátt inn í nútímann. Búningurinn minn er frá ömmu Þorgerði, hún var úr Keflavík og dó úr krabbameini 34 ára árið 1940. Allt sem ég á frá ömmum mínum og öfum finnst mér dýrmætt. Ég á skáp frá ömmu Kaju og sessalón frá ömmu Þorgerði og afa Eyjólfi sem ég er nýbúin að gera upp aftur, því ég nota þessa hluti. Krakkarnir mínir tengja sig við þetta fólk, meðal annars gegnum hlutina. Tengslin við fortíðina eru þýðingarmikil þótt varðstaða um það sem var sé ekki endilega í boði. Ef við berum virðingu fyrir fortíðinni og rótum okkar þá njótum við þess að lifa í núinu og mætum sterkari inn í framtíðina – og glaðari.“
Ísland Got Talent Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira