Af hverju borða þau ekki kökur? Árni Stefán Jónsson skrifar 10. október 2013 06:00 „Þrátt fyrir mikið aðhald og sparnað er það ásetningur ríkisstjórnarinnar að standa vörð um velferðarkerfið.“ Þetta voru orð Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í liðinni viku. Eftir á að hyggja er það sannarlega ekki skrítið að honum skyldi finnast þörf á að taka þetta sérstaklega fram í ræðu sinni, því flestum er ómögulegt að sjá þennan góða ásetning í hinu margnefnda fjárlagafrumvarpi. Þar má þvert á móti sjá niðurskurð til heilbrigðismála, spánnýtt gistináttagjald á spítalann, minni framlög til framhaldsskóla, hækkun skólagjalda, afnám vinnumarkaðsúrræða, lækkun barna- og vaxtabóta og fleira í þeim dúr. Hvernig er þetta að standa vörð um velferðarkerfið, spyrjum við launafólk? Tekjur ríkisins eru af skornum skammti, það vitum við öll. Ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar sem hóf kjörtímabilið á því að henda frá sér sanngjörnum tekjustofnum sem hefðu getað fært ríkinu auknar tekjur er því algjört. Skorið er niður í nýjum nýsköpunarverkefnum sem hefðu veitt fjölmörgum atvinnutækifæri, styrkir til rannsókna eru snarminnkaðir og tónlistar- og kvikmyndaiðnaðurinn frystur. Það stefnir í algjöra einsleitni, sem er afar hættuleg þróun fyrir lítið land á 21. öldinni. Niðurskurður til atvinnubótaverkefna og fræðslu ... hverju skilar það? Meiri hagvexti, hærra menntunarstigi – aukinni velsæld? Nei, það skilar atvinnuleysi og aukinni misskiptingu.Harðasta frjálshyggja Sagan segir að Marie Antoinette Frakklandsdrottning hafi einhverju sinni spurt að því hvers vegna soltinn almúginn borðaði ekki bara kökur þegar fólkið kvartaði undan því að eiga ekki fyrir brauði, seint á 18. öldinni. Sagan er að vísu lygasaga og á sér enga stoð í raunveruleikanum, ekki frekar en orð ráðherrans. En hún lýsir engu að síður skilningsleysi og viðhorfi hinna ríku til stöðu þeirra sem minna eiga. Ólíkt Frakklandsdrottningu komst núverandi ríkisstjórn til valda ekki síst fyrir þær áherslur sem hún þóttist hafa gagnvart fjölskyldufólki og skuldavanda heimilanna. Nú sýnir hún hins vegar sitt rétta andlit. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til hafa einkennst af hörðustu frjálshyggju. Útgerðirnar og auðmennirnir hafa fengið kjarabætur á silfurfati með lækkun veiðigjalda og afnámi auðlindaskattsins. Þetta tvennt var sett í forgang og frá því gengið á fyrstu dögum stjórnarinnar. Þetta er stefna stjórnvalda eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – að auka bilið milli ríkra og fátækra. Til að friða almenning er hent til hans brauðbitum í formi falskra skattalækkana, þar sem þeir efnameiri fá meira og þeir fátæku og tekjulægri fá minna. Ef ekkert verður að gert mun þetta leiða til stóraukinnar einkavæðingar bæði í heilbrigðis- og skólakerfinu. Aukin gjaldtaka í skóla- og heilbrigðiskerfinu er fyrsta skrefið í þá átt. Þetta er það sem ríkisstjórnin kallar kerfisbreytingu. Hér er um að ræða grundvallarstefnubreytingu í íslensku velferðarkerfi sem krefst þess að almenningur greiði fyrir þjónustu sem áður var fjármögnuð í gegnum samneysluna. Nú er það almenningur sem á að borga þannig að þeir ríku geti haldið áfram að éta sínar kökur í friði! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Sjá meira
„Þrátt fyrir mikið aðhald og sparnað er það ásetningur ríkisstjórnarinnar að standa vörð um velferðarkerfið.“ Þetta voru orð Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í liðinni viku. Eftir á að hyggja er það sannarlega ekki skrítið að honum skyldi finnast þörf á að taka þetta sérstaklega fram í ræðu sinni, því flestum er ómögulegt að sjá þennan góða ásetning í hinu margnefnda fjárlagafrumvarpi. Þar má þvert á móti sjá niðurskurð til heilbrigðismála, spánnýtt gistináttagjald á spítalann, minni framlög til framhaldsskóla, hækkun skólagjalda, afnám vinnumarkaðsúrræða, lækkun barna- og vaxtabóta og fleira í þeim dúr. Hvernig er þetta að standa vörð um velferðarkerfið, spyrjum við launafólk? Tekjur ríkisins eru af skornum skammti, það vitum við öll. Ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar sem hóf kjörtímabilið á því að henda frá sér sanngjörnum tekjustofnum sem hefðu getað fært ríkinu auknar tekjur er því algjört. Skorið er niður í nýjum nýsköpunarverkefnum sem hefðu veitt fjölmörgum atvinnutækifæri, styrkir til rannsókna eru snarminnkaðir og tónlistar- og kvikmyndaiðnaðurinn frystur. Það stefnir í algjöra einsleitni, sem er afar hættuleg þróun fyrir lítið land á 21. öldinni. Niðurskurður til atvinnubótaverkefna og fræðslu ... hverju skilar það? Meiri hagvexti, hærra menntunarstigi – aukinni velsæld? Nei, það skilar atvinnuleysi og aukinni misskiptingu.Harðasta frjálshyggja Sagan segir að Marie Antoinette Frakklandsdrottning hafi einhverju sinni spurt að því hvers vegna soltinn almúginn borðaði ekki bara kökur þegar fólkið kvartaði undan því að eiga ekki fyrir brauði, seint á 18. öldinni. Sagan er að vísu lygasaga og á sér enga stoð í raunveruleikanum, ekki frekar en orð ráðherrans. En hún lýsir engu að síður skilningsleysi og viðhorfi hinna ríku til stöðu þeirra sem minna eiga. Ólíkt Frakklandsdrottningu komst núverandi ríkisstjórn til valda ekki síst fyrir þær áherslur sem hún þóttist hafa gagnvart fjölskyldufólki og skuldavanda heimilanna. Nú sýnir hún hins vegar sitt rétta andlit. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til hafa einkennst af hörðustu frjálshyggju. Útgerðirnar og auðmennirnir hafa fengið kjarabætur á silfurfati með lækkun veiðigjalda og afnámi auðlindaskattsins. Þetta tvennt var sett í forgang og frá því gengið á fyrstu dögum stjórnarinnar. Þetta er stefna stjórnvalda eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – að auka bilið milli ríkra og fátækra. Til að friða almenning er hent til hans brauðbitum í formi falskra skattalækkana, þar sem þeir efnameiri fá meira og þeir fátæku og tekjulægri fá minna. Ef ekkert verður að gert mun þetta leiða til stóraukinnar einkavæðingar bæði í heilbrigðis- og skólakerfinu. Aukin gjaldtaka í skóla- og heilbrigðiskerfinu er fyrsta skrefið í þá átt. Þetta er það sem ríkisstjórnin kallar kerfisbreytingu. Hér er um að ræða grundvallarstefnubreytingu í íslensku velferðarkerfi sem krefst þess að almenningur greiði fyrir þjónustu sem áður var fjármögnuð í gegnum samneysluna. Nú er það almenningur sem á að borga þannig að þeir ríku geti haldið áfram að éta sínar kökur í friði!
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun