Samkeppnishæfni Landspítalans og landsins Þorsteinn Pálsson skrifar 19. október 2013 06:00 Þeir fréttatímar eru fáir um þessar mundir sem ekki greina frá óánægju einstakra starfsgreina í heilbrigðiskerfinu og alveg sérstaklega á Landspítalanum. Fyrir fáum dögum lýstu læknanemar því að þeir sæju framtíð sína utan veggja spítalans og væntanlega utan landsteinanna. Umræður af þessu tagi hafa risið og fallið í gegnum tíðina eins og úthafsaldan. Það liggur í eðli slíkrar starfsemi að hiti tilfinninganna verður aldrei einangraður þegar um hana er fjallað. En hvað sem því líður dylst fæstum að aldan brotnar nú af meiri þunga en áður. Landspítalinn er ekki aðeins mikilvæg stofnun. Hann er einn af hornsteinum samfélagsins. Þó að syrt hafi í álinn fyrr er rétt að spítalinn stendur á tímamótum. Enginn þarf að efast um að almennur vilji er til þess að reka hér spítala sem stenst samanburð við það sem best gerist í grannlöndunum. Sú samstaða sem varð á Alþingi um málefni Landspítalans við fjárlagaumræðuna á dögunum staðfestir að um þetta markmið er ekki pólitískur ágreiningur. Í einu hljóði lofuðu þingmenn ríkisstjórnarinnar jafnt sem stjórnarandstöðunnar þremur milljörðum króna til viðbótar því sem ráðgert er í frumvarpinu. En kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Tímamótin sem spítalinn stendur á snúast nefnilega ekki einasta um viljann. Þau lúta ekki síður að hinu sem er miklu snúnara efni. Það er spurningin um getuna til að breyta vilja í veruleika og tryggja samkeppnishæfni Landspítalans.Forgangsröðun eða vöxtur Einfalda svarið sem flestir þingmenn gáfu í þessari umræðu var: Breytum forgangsröðinni. Það er gott og blessað en segir ekki mikla sögu. Það má gera með því að skera önnur viðfangsefni samfélagsins meira niður eða með því að leggja hærri skatta á alla eða einhvern takmarkaðan hóp skattgreiðenda. Hvor leiðin sem farin verður til að breyta forgangsröðinni á eftir að reynast þingmönnum þyngri þraut en ræðurnar þegar viljinn var látinn í ljós. Þar kemur tvennt til. Í fyrsta lagi rekast þeir á önnur loforð sem þá þarf að svíkja. Í öðru lagi má fastlega reikna með að tekjur ríkissjóðs verði minni en reiknað er með í frumvarpinu fyrir þá sök að tekjur þjóðarbúsins verða væntanlega rýrari á næsta ári en áður var áætlað. Breytt forgangsröðun til lengri tíma en eins árs er borin von nema með umfangsmikilli kerfisbreytingu í ríkisrekstrinum. Helsta kerfisbreytingin sem munar um er uppstokkun á framleiðslustyrkjum í landbúnaði. Hún yrði neytendum hins vegar býsna erfið nema opnað yrði fyrir innflutning samtímis. Flest bendir til að þær sakir standi nú með sama hætti og á síðasta kjörtímabili: Hagsmunir landbúnaðarkerfisins eru sterkari en tilfinningarnar til heilbrigðiskerfisins. Haldbesta ráðið til að jafna samkeppnisstöðu Landspítalans er að jafna samkeppnisstöðu landsins við grannlöndin. Vandinn er sá að það dregur í sundur með Íslandi og þeim. Í umræðunum á Alþingi benti fjármálaráðherra réttilega á að mestu skipti að stuðla að meiri hagvexti. Það er einfaldlega ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að rót lélegrar samkeppnishæfni Landspítalans liggur í ónógum hagvexti og vísirinn að varanlegri lausn liggur að sama skapi í aukinni verðmætasköpun.Yfirborðsgæska dugar skammt Áhyggjuefni er að ekki skyldu fleiri ræða þessa hlið málsins við þetta tækifæri. Það er áhyggjuefni vegna þess að pólitísk yfirborðsgæska dugar Landspítalanum skammt þegar horft er lengra fram á veginn og markið er sett hærra en að tjalda til einnar nætur. Spítalinn er ekki eyland og verður ekki slitinn úr samhengi við gangverkið í þjóðarbúskapnum. Atgervisflótti ógnar fleiri sviðum samfélagsins. Því má ekki gleyma. Kjarni málsins er sá að ein af forsendum þess að bæta megi samkeppnishæfni landsins er að tryggja atvinnulífinu mynt sem er gjaldgeng í viðskiptum utan landsteinanna. Krónur sem hafa ekki meira gildi á erlendum markaði en inneignarnóta í Bónus duga ekki. Dugi þær ekki atvinnulífinu duga þær ekki Landspítalanum heldur. Þeir sem eru hlutlausir í deilunum um markmið og leiðir í þeim efnum eru einnig hlutlausir í baráttunni fyrir varanlegum undirstöðum Landspítalans. Þar með er ekki sagt að allir starfsmenn heilbrigðiskerfisins þurfi að hella sér í pólitík ofan á annað. En það eiga allir að vera meðvitaðir um að tímamótin sem Landspítalinn stendur á kalla á stærri ákvarðanir en þær sem árlega ráðast eftir þrýstihópalögmálinu í fjárlaganefnd Alþingis. Haldi Ísland áfram að dragast aftur úr grannþjóðunum í Evrópu fylgir Landspítalinn með eins og nótt fylgir degi. Því hjóli þarf að snúa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Þeir fréttatímar eru fáir um þessar mundir sem ekki greina frá óánægju einstakra starfsgreina í heilbrigðiskerfinu og alveg sérstaklega á Landspítalanum. Fyrir fáum dögum lýstu læknanemar því að þeir sæju framtíð sína utan veggja spítalans og væntanlega utan landsteinanna. Umræður af þessu tagi hafa risið og fallið í gegnum tíðina eins og úthafsaldan. Það liggur í eðli slíkrar starfsemi að hiti tilfinninganna verður aldrei einangraður þegar um hana er fjallað. En hvað sem því líður dylst fæstum að aldan brotnar nú af meiri þunga en áður. Landspítalinn er ekki aðeins mikilvæg stofnun. Hann er einn af hornsteinum samfélagsins. Þó að syrt hafi í álinn fyrr er rétt að spítalinn stendur á tímamótum. Enginn þarf að efast um að almennur vilji er til þess að reka hér spítala sem stenst samanburð við það sem best gerist í grannlöndunum. Sú samstaða sem varð á Alþingi um málefni Landspítalans við fjárlagaumræðuna á dögunum staðfestir að um þetta markmið er ekki pólitískur ágreiningur. Í einu hljóði lofuðu þingmenn ríkisstjórnarinnar jafnt sem stjórnarandstöðunnar þremur milljörðum króna til viðbótar því sem ráðgert er í frumvarpinu. En kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Tímamótin sem spítalinn stendur á snúast nefnilega ekki einasta um viljann. Þau lúta ekki síður að hinu sem er miklu snúnara efni. Það er spurningin um getuna til að breyta vilja í veruleika og tryggja samkeppnishæfni Landspítalans.Forgangsröðun eða vöxtur Einfalda svarið sem flestir þingmenn gáfu í þessari umræðu var: Breytum forgangsröðinni. Það er gott og blessað en segir ekki mikla sögu. Það má gera með því að skera önnur viðfangsefni samfélagsins meira niður eða með því að leggja hærri skatta á alla eða einhvern takmarkaðan hóp skattgreiðenda. Hvor leiðin sem farin verður til að breyta forgangsröðinni á eftir að reynast þingmönnum þyngri þraut en ræðurnar þegar viljinn var látinn í ljós. Þar kemur tvennt til. Í fyrsta lagi rekast þeir á önnur loforð sem þá þarf að svíkja. Í öðru lagi má fastlega reikna með að tekjur ríkissjóðs verði minni en reiknað er með í frumvarpinu fyrir þá sök að tekjur þjóðarbúsins verða væntanlega rýrari á næsta ári en áður var áætlað. Breytt forgangsröðun til lengri tíma en eins árs er borin von nema með umfangsmikilli kerfisbreytingu í ríkisrekstrinum. Helsta kerfisbreytingin sem munar um er uppstokkun á framleiðslustyrkjum í landbúnaði. Hún yrði neytendum hins vegar býsna erfið nema opnað yrði fyrir innflutning samtímis. Flest bendir til að þær sakir standi nú með sama hætti og á síðasta kjörtímabili: Hagsmunir landbúnaðarkerfisins eru sterkari en tilfinningarnar til heilbrigðiskerfisins. Haldbesta ráðið til að jafna samkeppnisstöðu Landspítalans er að jafna samkeppnisstöðu landsins við grannlöndin. Vandinn er sá að það dregur í sundur með Íslandi og þeim. Í umræðunum á Alþingi benti fjármálaráðherra réttilega á að mestu skipti að stuðla að meiri hagvexti. Það er einfaldlega ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að rót lélegrar samkeppnishæfni Landspítalans liggur í ónógum hagvexti og vísirinn að varanlegri lausn liggur að sama skapi í aukinni verðmætasköpun.Yfirborðsgæska dugar skammt Áhyggjuefni er að ekki skyldu fleiri ræða þessa hlið málsins við þetta tækifæri. Það er áhyggjuefni vegna þess að pólitísk yfirborðsgæska dugar Landspítalanum skammt þegar horft er lengra fram á veginn og markið er sett hærra en að tjalda til einnar nætur. Spítalinn er ekki eyland og verður ekki slitinn úr samhengi við gangverkið í þjóðarbúskapnum. Atgervisflótti ógnar fleiri sviðum samfélagsins. Því má ekki gleyma. Kjarni málsins er sá að ein af forsendum þess að bæta megi samkeppnishæfni landsins er að tryggja atvinnulífinu mynt sem er gjaldgeng í viðskiptum utan landsteinanna. Krónur sem hafa ekki meira gildi á erlendum markaði en inneignarnóta í Bónus duga ekki. Dugi þær ekki atvinnulífinu duga þær ekki Landspítalanum heldur. Þeir sem eru hlutlausir í deilunum um markmið og leiðir í þeim efnum eru einnig hlutlausir í baráttunni fyrir varanlegum undirstöðum Landspítalans. Þar með er ekki sagt að allir starfsmenn heilbrigðiskerfisins þurfi að hella sér í pólitík ofan á annað. En það eiga allir að vera meðvitaðir um að tímamótin sem Landspítalinn stendur á kalla á stærri ákvarðanir en þær sem árlega ráðast eftir þrýstihópalögmálinu í fjárlaganefnd Alþingis. Haldi Ísland áfram að dragast aftur úr grannþjóðunum í Evrópu fylgir Landspítalinn með eins og nótt fylgir degi. Því hjóli þarf að snúa við.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun