Krabbameinin í loftinu Teitur Guðmundsson skrifar 22. október 2013 06:00 Við þekkjum flest þá góðu tilfinningu að draga djúpt andann, fylla lungun og finna ferskt loftið leika um þau hvort heldur sem er að sumri eða vetri. Súrefni er okkur lífsnauðsynlegt og viðheldur starfsemi líkamans og efnaskiptum hans, en það er einungis lítill hluti af því lofti sem við öndum alla jafna að okkur. Með önduninni erum við einnig að losa líkamann við úrgangsefni sem falla til í líkamanum. Þessi vinna fer fram allan sólarhringinn og oftast nær án þess að við tökum sérstaklega eftir því, nema hugsanlega þegar við reynum á okkur eins og við að hlaupa eða hjóla eða ef við erum með vandamál sem hafa áhrif á loftskiptin líkt og til dæmis lungna- eða hjartasjúkdóma. Þegar maður er hraustur þykir manni þetta allt saman sjálfsagt og veltir lítið fyrir sér loftgæðum, þó finnum við flest fyrir því ef ekki er nægjanlegt magn súrefnis í andrúmsloftinu eða ef magn mengandi efna er aukið. Þeir sem aftur glíma við lungnasjúkdóma eru enn næmari fyrir slíku. Það skiptir því verulegu máli hversu mikil mengunin er, ekki bara vegna tímabundinna óþæginda heldur einnig til lengri tíma litið. Það hefur verið þekkt um langt árabil að mengun hafi verulega neikvæð áhrif á heilsu manna í víðtækum skilningi en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti nýverið að svifryk væri nú flokkað sem krabbameinsvaldur í fyrsta flokki líkt og tóbak og asbest. Þetta eru miklar fréttir þar sem þessum umhverfisþætti er nú tileinkaður stór sess sem orsakavaldur lungnakrabbameina og blöðrukrabbameina á heimsvísu með tilheyrandi dánartíðni af völdum slíkra sjúkdóma. Áætlað er að ríflega 220.000 manns hafi látist árið 2010 á heimsvísu úr lungnakrabbameini af þessum orsökum. Til að fyrirbyggja allan misskilning eru reykingar engu að síður enn meginorsök fyrir myndun lungnakrabbameins og falla margfalt fleiri á hverju ári af þeirra völdum, þær eiga sér því engar málsbætur!Margföldun heilsuverndarmarka Það er augljóslega ekki sama hvar maður býr en samkvæmt skýrslu WHO um áhrifaþætti heilsu í Evrópu fyrir árið 2012 kom í ljós að á Íslandi er minnsta svifryksmengunin í álfunni, en sú mesta í Tyrklandi. Það eru jákvæðar fréttir fyrir okkur Íslendinga og enn eitt metið sem við getum státað af, en við þurfum að halda vel á spilunum í nútíð og framtíð til að spilla því ekki. Almennt er talið að mengun geti stytt líf einstaklinga um allt að 3-4 ár, sem er umtalsvert, og því mikilvægt að hafa hana í huga sem eitt af stóru lýðheilsuvandamálunum bæði á heimsvísu sem og hérlendis. Þegar maður skoðar viðmiðunargildi fyrir svifryksmengun í ofangreindri skýrslu er fyrst og fremst tekið meðaltalsgildi á ári og er það samanburður þar sem við komum sérstaklega vel út, en mælingarnar sem notast er við eru frá árunum 2006-2009. Hins vegar er áhugavert að skoða núverandi gildi og þá til dæmis mælingar á Grensásvegi þar sem umferð er alla jafna töluverð. Þar eru gildin margsinnis undanfarið árið langt yfir heilsuverndarmörkum eða allt að tíföld. Nú kynnu sumir að segja að Grensásvegur sé ekki lýsandi fyrir Reykjavík sem kann að vera rétt, en ef við tökum Húsdýragarðinn í Laugardal eða færanlega mælistöð sjáum við einnig reglubundna margföldun heilsuverndarmarka og allt að tíföldun sem veit ekki á gott þegar um krabbameinsvaldandi efni er að ræða. Það er auðvitað hægt að æra óstöðugan og augljóslega margt sem kemur til þegar horft er til myndunar krabbameins samanber erfðir, reykingar, mataræði, hreyfingu og útsetningu fyrir öðrum þekktum meinvaldandi efnum. Því verður þó ekki neitað að hreina loftið sem við stærum okkur af er alls ekki svo hreint, a.m.k hér á höfuðborgarsvæðinu og má segja að krabbameinin liggi í loftinu þegar til lengri tíma er litið. Ekki ætla ég að draga úr áhuga eða elju einstaklinga til að stunda líkamsrækt, hlaup, hjólreiðar eða aðra útiveru, síður en svo. Þó er mögulega skynsamlegra að gera það fjær umferð en við sjáum í dag. Þá er rétt að hvetja til þess að draga úr svifryksmengun eins mikið og mögulegt er þar sem því verður við komið og væri það líklega best gert með því að aka ekki á nagladekkjum í vetur og á sem umhverfisvænustum ökutækjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun
Við þekkjum flest þá góðu tilfinningu að draga djúpt andann, fylla lungun og finna ferskt loftið leika um þau hvort heldur sem er að sumri eða vetri. Súrefni er okkur lífsnauðsynlegt og viðheldur starfsemi líkamans og efnaskiptum hans, en það er einungis lítill hluti af því lofti sem við öndum alla jafna að okkur. Með önduninni erum við einnig að losa líkamann við úrgangsefni sem falla til í líkamanum. Þessi vinna fer fram allan sólarhringinn og oftast nær án þess að við tökum sérstaklega eftir því, nema hugsanlega þegar við reynum á okkur eins og við að hlaupa eða hjóla eða ef við erum með vandamál sem hafa áhrif á loftskiptin líkt og til dæmis lungna- eða hjartasjúkdóma. Þegar maður er hraustur þykir manni þetta allt saman sjálfsagt og veltir lítið fyrir sér loftgæðum, þó finnum við flest fyrir því ef ekki er nægjanlegt magn súrefnis í andrúmsloftinu eða ef magn mengandi efna er aukið. Þeir sem aftur glíma við lungnasjúkdóma eru enn næmari fyrir slíku. Það skiptir því verulegu máli hversu mikil mengunin er, ekki bara vegna tímabundinna óþæginda heldur einnig til lengri tíma litið. Það hefur verið þekkt um langt árabil að mengun hafi verulega neikvæð áhrif á heilsu manna í víðtækum skilningi en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti nýverið að svifryk væri nú flokkað sem krabbameinsvaldur í fyrsta flokki líkt og tóbak og asbest. Þetta eru miklar fréttir þar sem þessum umhverfisþætti er nú tileinkaður stór sess sem orsakavaldur lungnakrabbameina og blöðrukrabbameina á heimsvísu með tilheyrandi dánartíðni af völdum slíkra sjúkdóma. Áætlað er að ríflega 220.000 manns hafi látist árið 2010 á heimsvísu úr lungnakrabbameini af þessum orsökum. Til að fyrirbyggja allan misskilning eru reykingar engu að síður enn meginorsök fyrir myndun lungnakrabbameins og falla margfalt fleiri á hverju ári af þeirra völdum, þær eiga sér því engar málsbætur!Margföldun heilsuverndarmarka Það er augljóslega ekki sama hvar maður býr en samkvæmt skýrslu WHO um áhrifaþætti heilsu í Evrópu fyrir árið 2012 kom í ljós að á Íslandi er minnsta svifryksmengunin í álfunni, en sú mesta í Tyrklandi. Það eru jákvæðar fréttir fyrir okkur Íslendinga og enn eitt metið sem við getum státað af, en við þurfum að halda vel á spilunum í nútíð og framtíð til að spilla því ekki. Almennt er talið að mengun geti stytt líf einstaklinga um allt að 3-4 ár, sem er umtalsvert, og því mikilvægt að hafa hana í huga sem eitt af stóru lýðheilsuvandamálunum bæði á heimsvísu sem og hérlendis. Þegar maður skoðar viðmiðunargildi fyrir svifryksmengun í ofangreindri skýrslu er fyrst og fremst tekið meðaltalsgildi á ári og er það samanburður þar sem við komum sérstaklega vel út, en mælingarnar sem notast er við eru frá árunum 2006-2009. Hins vegar er áhugavert að skoða núverandi gildi og þá til dæmis mælingar á Grensásvegi þar sem umferð er alla jafna töluverð. Þar eru gildin margsinnis undanfarið árið langt yfir heilsuverndarmörkum eða allt að tíföld. Nú kynnu sumir að segja að Grensásvegur sé ekki lýsandi fyrir Reykjavík sem kann að vera rétt, en ef við tökum Húsdýragarðinn í Laugardal eða færanlega mælistöð sjáum við einnig reglubundna margföldun heilsuverndarmarka og allt að tíföldun sem veit ekki á gott þegar um krabbameinsvaldandi efni er að ræða. Það er auðvitað hægt að æra óstöðugan og augljóslega margt sem kemur til þegar horft er til myndunar krabbameins samanber erfðir, reykingar, mataræði, hreyfingu og útsetningu fyrir öðrum þekktum meinvaldandi efnum. Því verður þó ekki neitað að hreina loftið sem við stærum okkur af er alls ekki svo hreint, a.m.k hér á höfuðborgarsvæðinu og má segja að krabbameinin liggi í loftinu þegar til lengri tíma er litið. Ekki ætla ég að draga úr áhuga eða elju einstaklinga til að stunda líkamsrækt, hlaup, hjólreiðar eða aðra útiveru, síður en svo. Þó er mögulega skynsamlegra að gera það fjær umferð en við sjáum í dag. Þá er rétt að hvetja til þess að draga úr svifryksmengun eins mikið og mögulegt er þar sem því verður við komið og væri það líklega best gert með því að aka ekki á nagladekkjum í vetur og á sem umhverfisvænustum ökutækjum.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun