Að plata ónæmiskerfið Teitur Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2013 06:00 Þegar við verðum lasin finnum við iðulega fyrir einhvers konar einkennum, þau geta verið margvísleg og bæði tengst beint og óbeint því sem hrjáir okkur hverju sinni. Dæmi um þetta eru sýkingar sem oft eru staðbundnar og gefa okkur verki þar sem bólgan situr eins og við eyrnabólgu eða hálsbólgu, en þrátt fyrir að baráttan fari fram á ákveðnum stað getum við fengið mikil almenn einkenni til viðbótar eins og hita eða beinverki svo fátt eitt sé nefnt. Það er vegna þess að ónæmiskerfið okkar er ræst upp og hersveitir hvítra blóðkorna flykkjast af stað til að ráða niðurlögum þessa óboðna gests. Í sinni einföldustu mynd virkar ónæmiskerfið þannig að það þarf að þekkja það sem er utanaðkomandi eða bilað frá því sem er heilbrigt og hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi. Markmiðið er að vinna gegn slíku auk þess að muna og geyma upplýsingarnar til að geta brugðist hratt við næst og koma í veg fyrir veikindi. Þess vegna fáum við sjaldan eða aldrei nákvæmlega sömu sýkinguna tvisvar auk þess sem við nýtum þennan eiginleika til að búa til bóluefni svo dæmi sé tekið.Sjálfsónæmissjúkdómar Flest búum við svo vel að eiga öflugt ónæmiskerfi sem sér stöðugt um að vernda okkur og tekur sér aldrei frí, ekki frekar en hjartað. Það berst við allar tegundir sýkla, en stundum þurfum við aðstoð í formi lyfja til þess að drepa niður bakteríur og sveppi, veirusýkingar eru erfiðari viðfangs og eigum við færri vopn þar og treystum því verulega á að ónæmiskerfi okkar tækli þann vanda. Því gengur iðulega vel en þó eru ýmsar undantekningar þar á eins og til dæmis HIV. Það er hins vegar svo að í öllum þeim hasar og daglega amstri sem ónæmiskerfið þarf að glíma við getur það líka gert mistök og byrjað að ráðast gegn okkur. Það er það sem við köllum sjálfsónæmissjúkdóma en þeir eru býsna margir og misalvarlegir. Þeir sem við þekkjum einna helst eru sykursýki af tegund 1, liðagigt, rauðir úlfar, MS-sjúkdómur, glútenóþol, ristilbólgur, Hashimoto"s, psoriasis og margir fleiri. Allir þessir sjúkdómar eiga það sammerkt að líkaminn ræðst gegn sjálfum sér og veldur þeim einkennum sem sjúklingarnir finna fyrir á grundvelli þeirrar baráttu sem ónæmiskerfið háir á hverjum stað fyrir sig. Vandamálin sem felast í meðferð þessara sjúkdóma eru augljós, en þau eru að þurfa að lama ónæmiskerfið á vissan hátt til þess að draga úr einkennum sjúklingsins. Á sama tíma getur það ekki varið okkur sem skyldi og því geta fylgt slæmar aukaverkanir eins og alvarlegar sýkingar, krabbamein og jafnvel dauði.Endurmenntun ónæmiskerfisins Okkur hefur gengið fremur illa að plata ónæmiskerfið fram að þessu, í upphafi notuðum við stera og krabbameinslyf, nú eigum við líka sértækari svokölluð líftæknilyf sem hafa komið á markað og byggja á því að breyta virkni ónæmiskerfisins. Þau hafa skilað ákveðnum árangri en við vitum ekki hvaða aukaverkanir þau kunna að hafa í för með sér til lengri tíma litið. Ljóst er að við erum að halda sjúkdómum í skefjum með misgóðum árangri en ekki að lækna þá. Vandinn liggur í okkar eigin frumum og við þurfum að finna leiðir til að kenna þeim upp á nýtt eða senda þær í endurmenntun svo þær hætti að skaða okkur. Í sumum tilvikum tekur ónæmiskerfið upp á því að hætta af sjálfu sér að ráðast á eigin vef og viðkomandi læknast án aðkomu læknavísindanna. Þekktasta dæmið er Hashimoto"s thyroiditis eða bólga í skjaldkirtli sem er tímabundin og veldur vanstarfsemi í kirtlinum. Nýlegar rannsóknir á sviði MS-sjúkdóms lofa hins vegar mjög góðu um það að mögulega sé okkur að takast að endurmennta ónæmiskerfið og breyta sjúkdómsgangi sjúklinga með slíkan sjúkdóm. Þar er um að ræða að taka hvít blóðkorn úr sjúklingi, merkja þau með þeim efnum sem líkaminn ræðst gegn og gefa sjúklingnum blóðkornin aftur. Á þennan hátt virðist líkaminn hætta að ráðast gegn þeim. Aukaverkanir voru sáralitlar og meginkosturinn er sá að ekki er verið að dempa ónæmiskerfið á sama tíma eins og við allar aðrar meðferðir sem við þekkjum í dag. Frekari rannsókna er þörf, en menn vona að þessi möguleiki geti nýst í mörgum öðrum sjálfsónæmissjúkdómum og eru þegar dæmi um það í dýratilraunum. Kannski tekst okkur að lækna marga af erfiðustu sjúkdómum sem við þekkjum í dag á þennan hátt? En eins og Sun Tzu sagði: „To know your enemy, you must become your enemy.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við verðum lasin finnum við iðulega fyrir einhvers konar einkennum, þau geta verið margvísleg og bæði tengst beint og óbeint því sem hrjáir okkur hverju sinni. Dæmi um þetta eru sýkingar sem oft eru staðbundnar og gefa okkur verki þar sem bólgan situr eins og við eyrnabólgu eða hálsbólgu, en þrátt fyrir að baráttan fari fram á ákveðnum stað getum við fengið mikil almenn einkenni til viðbótar eins og hita eða beinverki svo fátt eitt sé nefnt. Það er vegna þess að ónæmiskerfið okkar er ræst upp og hersveitir hvítra blóðkorna flykkjast af stað til að ráða niðurlögum þessa óboðna gests. Í sinni einföldustu mynd virkar ónæmiskerfið þannig að það þarf að þekkja það sem er utanaðkomandi eða bilað frá því sem er heilbrigt og hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi. Markmiðið er að vinna gegn slíku auk þess að muna og geyma upplýsingarnar til að geta brugðist hratt við næst og koma í veg fyrir veikindi. Þess vegna fáum við sjaldan eða aldrei nákvæmlega sömu sýkinguna tvisvar auk þess sem við nýtum þennan eiginleika til að búa til bóluefni svo dæmi sé tekið.Sjálfsónæmissjúkdómar Flest búum við svo vel að eiga öflugt ónæmiskerfi sem sér stöðugt um að vernda okkur og tekur sér aldrei frí, ekki frekar en hjartað. Það berst við allar tegundir sýkla, en stundum þurfum við aðstoð í formi lyfja til þess að drepa niður bakteríur og sveppi, veirusýkingar eru erfiðari viðfangs og eigum við færri vopn þar og treystum því verulega á að ónæmiskerfi okkar tækli þann vanda. Því gengur iðulega vel en þó eru ýmsar undantekningar þar á eins og til dæmis HIV. Það er hins vegar svo að í öllum þeim hasar og daglega amstri sem ónæmiskerfið þarf að glíma við getur það líka gert mistök og byrjað að ráðast gegn okkur. Það er það sem við köllum sjálfsónæmissjúkdóma en þeir eru býsna margir og misalvarlegir. Þeir sem við þekkjum einna helst eru sykursýki af tegund 1, liðagigt, rauðir úlfar, MS-sjúkdómur, glútenóþol, ristilbólgur, Hashimoto"s, psoriasis og margir fleiri. Allir þessir sjúkdómar eiga það sammerkt að líkaminn ræðst gegn sjálfum sér og veldur þeim einkennum sem sjúklingarnir finna fyrir á grundvelli þeirrar baráttu sem ónæmiskerfið háir á hverjum stað fyrir sig. Vandamálin sem felast í meðferð þessara sjúkdóma eru augljós, en þau eru að þurfa að lama ónæmiskerfið á vissan hátt til þess að draga úr einkennum sjúklingsins. Á sama tíma getur það ekki varið okkur sem skyldi og því geta fylgt slæmar aukaverkanir eins og alvarlegar sýkingar, krabbamein og jafnvel dauði.Endurmenntun ónæmiskerfisins Okkur hefur gengið fremur illa að plata ónæmiskerfið fram að þessu, í upphafi notuðum við stera og krabbameinslyf, nú eigum við líka sértækari svokölluð líftæknilyf sem hafa komið á markað og byggja á því að breyta virkni ónæmiskerfisins. Þau hafa skilað ákveðnum árangri en við vitum ekki hvaða aukaverkanir þau kunna að hafa í för með sér til lengri tíma litið. Ljóst er að við erum að halda sjúkdómum í skefjum með misgóðum árangri en ekki að lækna þá. Vandinn liggur í okkar eigin frumum og við þurfum að finna leiðir til að kenna þeim upp á nýtt eða senda þær í endurmenntun svo þær hætti að skaða okkur. Í sumum tilvikum tekur ónæmiskerfið upp á því að hætta af sjálfu sér að ráðast á eigin vef og viðkomandi læknast án aðkomu læknavísindanna. Þekktasta dæmið er Hashimoto"s thyroiditis eða bólga í skjaldkirtli sem er tímabundin og veldur vanstarfsemi í kirtlinum. Nýlegar rannsóknir á sviði MS-sjúkdóms lofa hins vegar mjög góðu um það að mögulega sé okkur að takast að endurmennta ónæmiskerfið og breyta sjúkdómsgangi sjúklinga með slíkan sjúkdóm. Þar er um að ræða að taka hvít blóðkorn úr sjúklingi, merkja þau með þeim efnum sem líkaminn ræðst gegn og gefa sjúklingnum blóðkornin aftur. Á þennan hátt virðist líkaminn hætta að ráðast gegn þeim. Aukaverkanir voru sáralitlar og meginkosturinn er sá að ekki er verið að dempa ónæmiskerfið á sama tíma eins og við allar aðrar meðferðir sem við þekkjum í dag. Frekari rannsókna er þörf, en menn vona að þessi möguleiki geti nýst í mörgum öðrum sjálfsónæmissjúkdómum og eru þegar dæmi um það í dýratilraunum. Kannski tekst okkur að lækna marga af erfiðustu sjúkdómum sem við þekkjum í dag á þennan hátt? En eins og Sun Tzu sagði: „To know your enemy, you must become your enemy.“
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun