Fjórði kafli úr bók eftir óþekktan ástarsöguhöfund Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 13. nóvember 2013 06:00 Sigurborg lygndi aftur augunum og dottaði augnablik fram á sjúrnalinn. Hún var örþreytt enda hafði vikan verið með allra erfiðasta móti. Vegna manneklu höfðu allir sjúklingar á öldrunardeild verið sendir heim yfir helgina og höfðu þó margir hverjir ekki átt í nein hús að venda. Ástæðurnar voru auðvitað mismunandi en sum gamalmennin voru hreinlega ekki húsum hæf og skiljanlegt að fjölskyldur þeirra gerðu sér upp veikindi eða skryppu í óvæntar helgarferðir frekar en að fá afglapana yfir sig. Sigurborg hafði eins og oft áður boðist til að skjóta skjólshúsi yfir fárveik gamalmenni sem sum hver voru varla þessa heims lengur. Ekkert þeirra hafði fótaferð og hún hafði því selflutt gamalmennin eitt af öðru á greiðabíl og borið á höndum sér inn í íbúð sína í Hlíðunum sem var vel búin fyrir heimsóknir af þessu tagi. Hún hafði komið þeim haganlega fyrir, tveimur konum í betri stofunni, einum í forstofunni og farlama háskólaprófessor kom hún fyrir við hlið sér í hjónarúminu því hann gat farið hvenær sem var og Sigurborg vildi geta haft andvara á sér ef dauðann bæri að höndum. Í góðærinu, þegar gjafmildi samfélagsins hafði verið í hæstum hæðum og heilu farmarnir af lækningatækjum verið sendir í gámum til svörtustu Afríku, hafði Sigurborg af skömmum sínum skotið undan fjórum sjúkrarúmum, átta hjartastuðtækjum, nítján thoraxdrenum, þrjátíu og þremur stómapokum, ellefu hundruð þvagkateterum sem og tveimur svörtum ruslapokum fullum af grisjum, plástrum, umbúðum, bleyjum og einnota undirlökum. Reyting átti hún af hækjum og hjólastólum sem kom sér einkar vel þegar hún fann sig knúna til að sinna sjúklingum á heimili sínu.Hálfskammaðist sín En nú þegar góðærið var löngu á enda og tækjakostur á spítalanum í svo bágu ásigkomulagi sem raun bar vitni hálfskammaðist Sigurborg sín fyrir að hafa á sínum tíma komið þessum hlutum undan. Hún vissi sem var að sá dagur myndi renna upp að hún þyrfti að skila fengnum og viðurkenna frammi fyrir yfirstjórn spítalans að hún hefði samviskulaust haft af flóttafólki gjafir frá einni ríkustu þjóð heims. Yrði hún ákærð fyrir þjófnað eða fagnað sem frelsara? Þessar spurningar sem og margar aðrar helltust yfir hana nú þar sem hún dottaði yfir sjúkraskránum. Henni varð bilt við þegar Guðbrandur læknir kom askvaðandi inn á vaktina. Hann var brúnaþungur, talaði viðstöðulaust í símann og skellti þungu málmtæki á borðið. Sigurborg þekkti þar strax varahlut úr geislatæki Landspítalans. Varahlutur þessi hafði verið keyptur eftir langa leit á ebay nokkrum dögum áður og hafði Sigurborg bakað kleinur af því tilefni þegar ljóst var að hann hafði fundist. Sigurborg greip í fáti bækling sem lá við hlið málmtækisins og blaðaði í honum svo ekki liti út fyrir að hún væri að hlusta á samtal Guðbrands. Guðbrandur hafði hallað sér fram á borðið við gluggann og Sigurborg horfði á baksvip hans með ástúð. Hann var sterkbyggður og sérlega þrekinn yfir herðarnar enda æfði hann skriðsund nokkrum sinnum í viku og það með engum öðrum en fjármálaráðherra. Sigurborg hafði oft velt því fyrir sér hvort fjármál spítalans bæri á góma þar sem þeir stæðu kviknaktir og sápuðu sig í sturtunni.Klípitöng og stjörnuskrúfjárn Sigurborg þráði að sjá Guðbrand á sundi því hann hafði arnarnef gríðarlegt líkast perustefni og hún gat aðeins gert sér í hugarlund boðaföllin sem höfuð hans, marandi í hálfu kafi, myndaði á yfirborði vatnsins. Hana sundlaði við tilhugsunina eina saman en það vildi henni til happs að Guðbrandur lauk símtalinu í sömu andrá. Hún ætlaði að fara að bjóða honum kaffi þegar hann bar upp spurningu sem kom henni skemmtilega á óvart. Hefurðu einhverja haldbæra þekkingu á samsetningu véla, Sigurborg? Sigurborg var ekki lengi að svara þessu játandi. Hún átti fimm eldri bræður og hafði af þeim sökum tekið þátt í ýmsum strákapörum með þeim sem meðal annars fólust í að taka í sundur heimilistæki og jafnvel vinnuvélar. Meðan hún hélt enn þá bíl hafði hún alltaf gert við hann sjálf og hefði aldrei nokkru sinni látið sjá sig eins og þurfaling inni á bifreiðaverkstæði. Þess hefði heldur aldrei verið þörf, svo vel að sér var Sigurborg um innviði bílvéla. Heldurðu að þú getir séð hvort reim A á að vera hér aftan við eða að framanverðu? Það er áríðandi að við getum komið þessu fyrir svo geislatækið sé starfhæft í fyrramálið. Við megum engan tíma missa! Sigurborg blaðaði í bæklingnum stundarkorn og þegjandi og hljóðalaust stóð hún upp og teygði sig eftir verkfæratösku sinni sem hún geymdi iðulega uppi á hillu. Hún náði sér í klípitöng og stjörnuskrúfjárn og hófst handa. Þetta reyndist auðvelt verk. Reim A átti augljóslega að vera að framanverðu og með lagni náði hún upp agnarsmárri skrúfu sem hafði staðið í vegi fyrir eðlilegri spennu á reiminni. Hún rétti Guðbrandi tækið með stillingu og horfði djúpt í augu hans. Úr augnaráði Guðbrands gat hún lesið gagnkvæma hrifningu. Samviskubitið yfir fengnum góða var skyndilega á bak og burt og fyrir hugskotssjónum sínum sá hún sjálfa sig og Guðbrand eins og silúettur leiðast inn í eilíft sólarlagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Sigurborg lygndi aftur augunum og dottaði augnablik fram á sjúrnalinn. Hún var örþreytt enda hafði vikan verið með allra erfiðasta móti. Vegna manneklu höfðu allir sjúklingar á öldrunardeild verið sendir heim yfir helgina og höfðu þó margir hverjir ekki átt í nein hús að venda. Ástæðurnar voru auðvitað mismunandi en sum gamalmennin voru hreinlega ekki húsum hæf og skiljanlegt að fjölskyldur þeirra gerðu sér upp veikindi eða skryppu í óvæntar helgarferðir frekar en að fá afglapana yfir sig. Sigurborg hafði eins og oft áður boðist til að skjóta skjólshúsi yfir fárveik gamalmenni sem sum hver voru varla þessa heims lengur. Ekkert þeirra hafði fótaferð og hún hafði því selflutt gamalmennin eitt af öðru á greiðabíl og borið á höndum sér inn í íbúð sína í Hlíðunum sem var vel búin fyrir heimsóknir af þessu tagi. Hún hafði komið þeim haganlega fyrir, tveimur konum í betri stofunni, einum í forstofunni og farlama háskólaprófessor kom hún fyrir við hlið sér í hjónarúminu því hann gat farið hvenær sem var og Sigurborg vildi geta haft andvara á sér ef dauðann bæri að höndum. Í góðærinu, þegar gjafmildi samfélagsins hafði verið í hæstum hæðum og heilu farmarnir af lækningatækjum verið sendir í gámum til svörtustu Afríku, hafði Sigurborg af skömmum sínum skotið undan fjórum sjúkrarúmum, átta hjartastuðtækjum, nítján thoraxdrenum, þrjátíu og þremur stómapokum, ellefu hundruð þvagkateterum sem og tveimur svörtum ruslapokum fullum af grisjum, plástrum, umbúðum, bleyjum og einnota undirlökum. Reyting átti hún af hækjum og hjólastólum sem kom sér einkar vel þegar hún fann sig knúna til að sinna sjúklingum á heimili sínu.Hálfskammaðist sín En nú þegar góðærið var löngu á enda og tækjakostur á spítalanum í svo bágu ásigkomulagi sem raun bar vitni hálfskammaðist Sigurborg sín fyrir að hafa á sínum tíma komið þessum hlutum undan. Hún vissi sem var að sá dagur myndi renna upp að hún þyrfti að skila fengnum og viðurkenna frammi fyrir yfirstjórn spítalans að hún hefði samviskulaust haft af flóttafólki gjafir frá einni ríkustu þjóð heims. Yrði hún ákærð fyrir þjófnað eða fagnað sem frelsara? Þessar spurningar sem og margar aðrar helltust yfir hana nú þar sem hún dottaði yfir sjúkraskránum. Henni varð bilt við þegar Guðbrandur læknir kom askvaðandi inn á vaktina. Hann var brúnaþungur, talaði viðstöðulaust í símann og skellti þungu málmtæki á borðið. Sigurborg þekkti þar strax varahlut úr geislatæki Landspítalans. Varahlutur þessi hafði verið keyptur eftir langa leit á ebay nokkrum dögum áður og hafði Sigurborg bakað kleinur af því tilefni þegar ljóst var að hann hafði fundist. Sigurborg greip í fáti bækling sem lá við hlið málmtækisins og blaðaði í honum svo ekki liti út fyrir að hún væri að hlusta á samtal Guðbrands. Guðbrandur hafði hallað sér fram á borðið við gluggann og Sigurborg horfði á baksvip hans með ástúð. Hann var sterkbyggður og sérlega þrekinn yfir herðarnar enda æfði hann skriðsund nokkrum sinnum í viku og það með engum öðrum en fjármálaráðherra. Sigurborg hafði oft velt því fyrir sér hvort fjármál spítalans bæri á góma þar sem þeir stæðu kviknaktir og sápuðu sig í sturtunni.Klípitöng og stjörnuskrúfjárn Sigurborg þráði að sjá Guðbrand á sundi því hann hafði arnarnef gríðarlegt líkast perustefni og hún gat aðeins gert sér í hugarlund boðaföllin sem höfuð hans, marandi í hálfu kafi, myndaði á yfirborði vatnsins. Hana sundlaði við tilhugsunina eina saman en það vildi henni til happs að Guðbrandur lauk símtalinu í sömu andrá. Hún ætlaði að fara að bjóða honum kaffi þegar hann bar upp spurningu sem kom henni skemmtilega á óvart. Hefurðu einhverja haldbæra þekkingu á samsetningu véla, Sigurborg? Sigurborg var ekki lengi að svara þessu játandi. Hún átti fimm eldri bræður og hafði af þeim sökum tekið þátt í ýmsum strákapörum með þeim sem meðal annars fólust í að taka í sundur heimilistæki og jafnvel vinnuvélar. Meðan hún hélt enn þá bíl hafði hún alltaf gert við hann sjálf og hefði aldrei nokkru sinni látið sjá sig eins og þurfaling inni á bifreiðaverkstæði. Þess hefði heldur aldrei verið þörf, svo vel að sér var Sigurborg um innviði bílvéla. Heldurðu að þú getir séð hvort reim A á að vera hér aftan við eða að framanverðu? Það er áríðandi að við getum komið þessu fyrir svo geislatækið sé starfhæft í fyrramálið. Við megum engan tíma missa! Sigurborg blaðaði í bæklingnum stundarkorn og þegjandi og hljóðalaust stóð hún upp og teygði sig eftir verkfæratösku sinni sem hún geymdi iðulega uppi á hillu. Hún náði sér í klípitöng og stjörnuskrúfjárn og hófst handa. Þetta reyndist auðvelt verk. Reim A átti augljóslega að vera að framanverðu og með lagni náði hún upp agnarsmárri skrúfu sem hafði staðið í vegi fyrir eðlilegri spennu á reiminni. Hún rétti Guðbrandi tækið með stillingu og horfði djúpt í augu hans. Úr augnaráði Guðbrands gat hún lesið gagnkvæma hrifningu. Samviskubitið yfir fengnum góða var skyndilega á bak og burt og fyrir hugskotssjónum sínum sá hún sjálfa sig og Guðbrand eins og silúettur leiðast inn í eilíft sólarlagið.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun