Jólameðlæti Marentzu Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2013 13:00 Marentza segir jólahátíðina ekki mega einkennast af stressi og því ákaflega gott fyrir fjölskyldur að eiga jóladaginn heima í kósíheitum og vellystingum þar sem narta má í jólamatinn klukkan ekki neitt. myndir/daníel Marentza Poulsen smurbrauðsjómfrú er gestgjafi af Guðs náð. Hún elskar að dekra við gesti sína með heimagerðum jólakrásum sem koma frá Íslandi, Færeyjum og Danmörku. „Danir segja gott jólahlaðborð standa frá tólf til tólf og alla mína tíð hef ég tínt allt mögulegt úr ísskápnum á jóladag, lagt girnilegan mat á fallega skreytt jólahlaðborð, kveikt á kertum og verið í leti og vellystingum með fjölskyldu og vinum sem narta í jólamatinn fram á kvöld,“ segir Marentza Poulsen smurbrauðsjómfrú og lífskúnstner um árlega jólahefð á hennar heimili. Marentza er færeysk að uppruna og segir jólin sín alltaf með færeysku sniði. „Í Færeyjum er skerpikjöt ómissandi á jólaborðið og stundum á ég það til. Ég bý líka alltaf til færeyska rúllupylsu og baka súrdeigsbrauð eins og mamma og pabbi gerðu fyrir jólin. Margir Færeyingar borða ræst kjöt jólum en það er afar gott, meyrt og aðeins farið að slá í það. Íslendingum finnst það yfirleitt lykta illa, rétt eins og mér þótti um hangikjöt og skötu á sínum tíma, en nú hef ég tekið hvort tveggja í sátt og finnst það ómissandi góðgæti á jólum.“ Marentza segir Færeyinga kirkjurækna um hátíðarnar og að jólin þeirra snúist um vina- og frændrækni. „Alls staðar er gestagangur en þó engin formleg jólaboð. Fólk dettur bara inn úr dyrunum og þá er eins gott að eiga rúllupylsu og skerpikjöt á borðum. Kannski ég sækist eftir þessari færeysku hefð með hlaðborðinu mínu á jóladag því ég veit að vinir og ættingjar detta inn úr göngutúrum og eru ekkert að stressa sig þótt ég sé þá enn á náttfötunum,“ segir Marentza hlæjandi. Marentza nostrar við jóladagshlaðborð sitt heima með köldu hangikjöti, laufabrauði, salötum, síldarréttum, soðinni grísasíðu, tertum, eftirréttum, heimagerðri lifrarkæfu og niðursoðnum rófum og rauðbeðum sem hún ræktar og sýður niður sjálf. „Það er löng hefð fyrir því að búa sér í haginn fyrir veturinn með góðgæti úr uppskeru og sláturtíð haustsins. Hér í eina tíð fékkst ekki lambalifur til kæfugerðar nema á haustin en ég nota oftar en ekki svínalifur í kæfuna eftir danskri lifrarkæfuhefð. Þetta og jólabaksturinn klára ég í nóvember því að á aðventunni er minn annasamasti tími.“ Marentza er gestgjafi af Guðs náð og hefur undanfarin sextán ár rekið Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal. „Eftir að hafa árum saman dreymt um að bjóða upp á jólahlaðborð í Café Flóru ákvað ég að slá til í fyrra. Það var svo gaman. Jólahlaðborðið er óhefðbundið því við færum jólamatinn á borð gestanna sem þurfa að reikna með tveimur og hálfum tíma í borðhaldið. Garðskálinn fer í sannkallaðan hátíðarbúning og gestir sitja undir ægifögrum hörpuleik Monicu Abendroth. Þetta er dekur frá upphafi til enda því ég elska að dekra við gestina mína.“ Heimagerð lifrarkæfa Marentzu 1/2 kg lifur 1/2 kg spekk 1 laukur 1 epli 30 g ansjósur 75 g hveiti 2 egg 2 dl mjólk 1 tsk. salt 1 tsk. pipar 1 tsk. Allrahanda 1 tsk. timjan 2 lárviðarlauf Beikon, til að klæða formið að innan.Hakkið saman spekk, ansjósur, epli og lauk, setjið í pott og látið bráðna við vægan hita. Þeytið hveiti og mjólk saman og setjið út í fituna; hrærið vel í á meðan. Hakkið saman lifur og ansjósur og setjið saman við fituna. Setjið kryddin út í og þeytið að lokum eggin saman og hrærið út í deigið. Setjið beikonsneiðar í jólakökuform eða eldfast form og hellið lifrarkæfudeiginu yfir. Bakið í vatnsbaði við 175°C í 60 mínútur. (Athugið að hægt er að kaupa tilbúna hakkaða lifur og spekk.)Sultaðar rófur eru sælgæti með jólamatnum.Sultaðar rófur 1 kg rófur 1 l vatn ½ l kryddedik 4 msk. ferskt engifer, niðursneitt 800 g sykurAfhýðið rófurnar og skerið í bita. Setjið vatn, edik og engifer í pott ásamt rófunum og látið standa yfir nótt í kæli. Hellið 1/3 af leginum af rófunum, setjið sykur út í löginn með rófunum og látið sjóða í 30-40 mínútu, eða þar til rófurnar eru farnar að mýkjast. Kælið og setjið í sótthreinsaða krukku. Geymið í kæli.Jólalegar, sultaðar rauðrófur eru falleg gjöf.myndir/Daníel Sultaðar rauðrófur1 kg rauðrófur 1 msk. saltSjóðið rauðrófur eins og kartöflur (best er að ná hýðinu af á meðan rauðrófurnar eru enn volgar. Skerið í sneiðar eða teninga og setjið í sótthreinsaða krukku. Hellið ediksleginum yfir og látið standa í þrjá til fjóra daga áður en borðað er. Geymið í kæli.Ediklögur 1 l kryddedik ½ l vatn ½ kg sykur 1 msk. heilt allrahanda 1 msk. svört piparkorn 1 msk. sinnepsfræ 1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðarSjóðið edikslöginn í hálfa klukkustund og kælið. (Löginn má einnig nota til að sýra agúrkur.)Appelsínusnafs er ekta jólaglaðningur. Heimagerður jólaappelsínusnafs 1 appelsína, helst lífrænt ræktuð 40 kaffibaunir 40 sykurmolar 2 vanillustangir 1 flaska vodkaStingið 40 göt á appelsínuna með gaffli, skerið vanillustangir í tvennt eftir endilöngu og setjið í rúmgóða krukku með loki ásamt sykurmolum og kaffibaunum. Hellið vodka yfir allt hráefnið og passið að vökvinn þeki appelsínuna vel. Látið trekkja í 30 daga eða fram að jólum. Snafsinn er hristur daglega. Snafsinn bragðast líkt og Grand Marnier og best að bera hann fram ískaldan og jafnvel frosinn. Ef snafsinn er settur á flösku er appelsínan tekin til hliðar. Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Jólin í fyrri daga Jól Búa til eigin jólabjór Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Jólakaka frá ömmu Jólin Jólin í beinni Jól Þýskar jólasmákökur Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól
Marentza Poulsen smurbrauðsjómfrú er gestgjafi af Guðs náð. Hún elskar að dekra við gesti sína með heimagerðum jólakrásum sem koma frá Íslandi, Færeyjum og Danmörku. „Danir segja gott jólahlaðborð standa frá tólf til tólf og alla mína tíð hef ég tínt allt mögulegt úr ísskápnum á jóladag, lagt girnilegan mat á fallega skreytt jólahlaðborð, kveikt á kertum og verið í leti og vellystingum með fjölskyldu og vinum sem narta í jólamatinn fram á kvöld,“ segir Marentza Poulsen smurbrauðsjómfrú og lífskúnstner um árlega jólahefð á hennar heimili. Marentza er færeysk að uppruna og segir jólin sín alltaf með færeysku sniði. „Í Færeyjum er skerpikjöt ómissandi á jólaborðið og stundum á ég það til. Ég bý líka alltaf til færeyska rúllupylsu og baka súrdeigsbrauð eins og mamma og pabbi gerðu fyrir jólin. Margir Færeyingar borða ræst kjöt jólum en það er afar gott, meyrt og aðeins farið að slá í það. Íslendingum finnst það yfirleitt lykta illa, rétt eins og mér þótti um hangikjöt og skötu á sínum tíma, en nú hef ég tekið hvort tveggja í sátt og finnst það ómissandi góðgæti á jólum.“ Marentza segir Færeyinga kirkjurækna um hátíðarnar og að jólin þeirra snúist um vina- og frændrækni. „Alls staðar er gestagangur en þó engin formleg jólaboð. Fólk dettur bara inn úr dyrunum og þá er eins gott að eiga rúllupylsu og skerpikjöt á borðum. Kannski ég sækist eftir þessari færeysku hefð með hlaðborðinu mínu á jóladag því ég veit að vinir og ættingjar detta inn úr göngutúrum og eru ekkert að stressa sig þótt ég sé þá enn á náttfötunum,“ segir Marentza hlæjandi. Marentza nostrar við jóladagshlaðborð sitt heima með köldu hangikjöti, laufabrauði, salötum, síldarréttum, soðinni grísasíðu, tertum, eftirréttum, heimagerðri lifrarkæfu og niðursoðnum rófum og rauðbeðum sem hún ræktar og sýður niður sjálf. „Það er löng hefð fyrir því að búa sér í haginn fyrir veturinn með góðgæti úr uppskeru og sláturtíð haustsins. Hér í eina tíð fékkst ekki lambalifur til kæfugerðar nema á haustin en ég nota oftar en ekki svínalifur í kæfuna eftir danskri lifrarkæfuhefð. Þetta og jólabaksturinn klára ég í nóvember því að á aðventunni er minn annasamasti tími.“ Marentza er gestgjafi af Guðs náð og hefur undanfarin sextán ár rekið Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal. „Eftir að hafa árum saman dreymt um að bjóða upp á jólahlaðborð í Café Flóru ákvað ég að slá til í fyrra. Það var svo gaman. Jólahlaðborðið er óhefðbundið því við færum jólamatinn á borð gestanna sem þurfa að reikna með tveimur og hálfum tíma í borðhaldið. Garðskálinn fer í sannkallaðan hátíðarbúning og gestir sitja undir ægifögrum hörpuleik Monicu Abendroth. Þetta er dekur frá upphafi til enda því ég elska að dekra við gestina mína.“ Heimagerð lifrarkæfa Marentzu 1/2 kg lifur 1/2 kg spekk 1 laukur 1 epli 30 g ansjósur 75 g hveiti 2 egg 2 dl mjólk 1 tsk. salt 1 tsk. pipar 1 tsk. Allrahanda 1 tsk. timjan 2 lárviðarlauf Beikon, til að klæða formið að innan.Hakkið saman spekk, ansjósur, epli og lauk, setjið í pott og látið bráðna við vægan hita. Þeytið hveiti og mjólk saman og setjið út í fituna; hrærið vel í á meðan. Hakkið saman lifur og ansjósur og setjið saman við fituna. Setjið kryddin út í og þeytið að lokum eggin saman og hrærið út í deigið. Setjið beikonsneiðar í jólakökuform eða eldfast form og hellið lifrarkæfudeiginu yfir. Bakið í vatnsbaði við 175°C í 60 mínútur. (Athugið að hægt er að kaupa tilbúna hakkaða lifur og spekk.)Sultaðar rófur eru sælgæti með jólamatnum.Sultaðar rófur 1 kg rófur 1 l vatn ½ l kryddedik 4 msk. ferskt engifer, niðursneitt 800 g sykurAfhýðið rófurnar og skerið í bita. Setjið vatn, edik og engifer í pott ásamt rófunum og látið standa yfir nótt í kæli. Hellið 1/3 af leginum af rófunum, setjið sykur út í löginn með rófunum og látið sjóða í 30-40 mínútu, eða þar til rófurnar eru farnar að mýkjast. Kælið og setjið í sótthreinsaða krukku. Geymið í kæli.Jólalegar, sultaðar rauðrófur eru falleg gjöf.myndir/Daníel Sultaðar rauðrófur1 kg rauðrófur 1 msk. saltSjóðið rauðrófur eins og kartöflur (best er að ná hýðinu af á meðan rauðrófurnar eru enn volgar. Skerið í sneiðar eða teninga og setjið í sótthreinsaða krukku. Hellið ediksleginum yfir og látið standa í þrjá til fjóra daga áður en borðað er. Geymið í kæli.Ediklögur 1 l kryddedik ½ l vatn ½ kg sykur 1 msk. heilt allrahanda 1 msk. svört piparkorn 1 msk. sinnepsfræ 1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðarSjóðið edikslöginn í hálfa klukkustund og kælið. (Löginn má einnig nota til að sýra agúrkur.)Appelsínusnafs er ekta jólaglaðningur. Heimagerður jólaappelsínusnafs 1 appelsína, helst lífrænt ræktuð 40 kaffibaunir 40 sykurmolar 2 vanillustangir 1 flaska vodkaStingið 40 göt á appelsínuna með gaffli, skerið vanillustangir í tvennt eftir endilöngu og setjið í rúmgóða krukku með loki ásamt sykurmolum og kaffibaunum. Hellið vodka yfir allt hráefnið og passið að vökvinn þeki appelsínuna vel. Látið trekkja í 30 daga eða fram að jólum. Snafsinn er hristur daglega. Snafsinn bragðast líkt og Grand Marnier og best að bera hann fram ískaldan og jafnvel frosinn. Ef snafsinn er settur á flösku er appelsínan tekin til hliðar.
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Jólin í fyrri daga Jól Búa til eigin jólabjór Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Jólakaka frá ömmu Jólin Jólin í beinni Jól Þýskar jólasmákökur Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól