Halldór Ásgrímsson samdi sjálfur við Bandaríkin Árni Finnsson skrifar 26. nóvember 2013 00:00 Ótrúlegt þykir mér að lesa barlóm Halldórs Ásgrímssonar í Fréttablaðinu í gær. Staðreynd málsins er sú að Bandaríkjastjórn beitti Ísland miklu meiri þrýstingi vegna hvalveiða en það „lið“ sem hann vísar til án þess nefna á nafn. Halldóri þykir henta að kveinka sér undan þessu „liði“ en lætur hjá líða að nefna allan þann fjölda samningafunda sem íslenskir ráðamenn áttu með bandarískum starfsbræðrum sínum vegna hvalveiða í vísindaskyni árin 1986-1989 og þá staðreynd að íslensk stjórnvöld – þ.m.t. hann sjálfur - gáfu iðulega eftir gagnvart kröfum Bandaríkjanna og drógu úr veiðunum. Í sumum tilfellum var um algjöra uppgjöf að ræða. Fyrst hætti sjávarútvegsráðherrann Halldór Ásgrímsson við veiðar á steypireyðum líkt og til stóð í upphaflegri áætlun um veiðar á hvölum í vísindaskyni árin 1986-1989, því næst var kippt út veiðum á 80 hrefnum árlega og síðastar út af lista yfir öflun vísindalegra gagna voru sandreyðar. Árið 1989 voru því bara veiddar langreyðar og fjöldinn skorinn niður í 68 dýr í stað 80. Allt var þetta gert samkvæmt samningum við bandarísk stjórnvöld sem Halldór Ásgrímsson var ábyrgur fyrir.Alvarlegt mál Hvorki Greenpeace né önnur samtök stóðu að morðhótunum líkt og Halldór Ásgrímsson lætur að liggja í ummælum sínum. Forvitnilegt væri að sjá hvort íslensk stjórnvöld sáu nokkurn tíma ástæðu til að óska eftir rannsókn breskra, bandarískra eða þýskra lögregluyfirvalda á þeim hótunum sem Halldór vísar til líkt og gert var í samvinnu ríkislögreglustjóra við bresku lögregluna þegar Kárahnjúkavirkjun var mótmælt á árunum 2004-2007. Morðhótanir eru mjög alvarlegt mál en hvað Kárahnjúkavirkjun varðar kom í ljós að meintar hótanir náttúruverndarsinna áttu öðru fremur rætur sínar að rekja til bresks lögreglumanns sem gegndi nafninu Mark Kennedy og ku hafa hreiðrað um sig í búðum breskra mótmælenda. Í einhverjum tilvikum ku hreiðurgerð Kennedys ekki hafa verið í samræmi við gæðastaðal bresku lögreglunnar. Ummæli Halldórs Ásgrímssonar eru ætluð til að beina sjónum manna frá þeirri staðreynd að sú hvalveiðistefna sem hann markaði á 9. áratug síðustu aldar, þjónkun hans við Kristján Loftsson, hefur engum árangri skilað heldur kostað íslenska skattborgara vel á annan milljarð króna. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa mátt eyða ómældum vinnustundum í að skýra út fyrir erlendum starfsbræðrum sínum hvers vegna sjávarútvegsráðherra og Kristján Loftsson telja svo brýnt að veiða hvali eða hvað þeir eigi við með nauðsyn þess að halda jafnvægi í lífríki sjávar með veiðum á X fjölda hvala. Allur sá málaflutningur skilaði takmörkuðum árangri og niðurstaða arftaka Halldórs í embætti, Þorsteins Pálssonar, var að eina leiðin til að tryggja vöxt og viðgang þorskstofnsins væri að draga verulega úr veiðum. Í ljós kom að ekki var við hvalinn að sakast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ótrúlegt þykir mér að lesa barlóm Halldórs Ásgrímssonar í Fréttablaðinu í gær. Staðreynd málsins er sú að Bandaríkjastjórn beitti Ísland miklu meiri þrýstingi vegna hvalveiða en það „lið“ sem hann vísar til án þess nefna á nafn. Halldóri þykir henta að kveinka sér undan þessu „liði“ en lætur hjá líða að nefna allan þann fjölda samningafunda sem íslenskir ráðamenn áttu með bandarískum starfsbræðrum sínum vegna hvalveiða í vísindaskyni árin 1986-1989 og þá staðreynd að íslensk stjórnvöld – þ.m.t. hann sjálfur - gáfu iðulega eftir gagnvart kröfum Bandaríkjanna og drógu úr veiðunum. Í sumum tilfellum var um algjöra uppgjöf að ræða. Fyrst hætti sjávarútvegsráðherrann Halldór Ásgrímsson við veiðar á steypireyðum líkt og til stóð í upphaflegri áætlun um veiðar á hvölum í vísindaskyni árin 1986-1989, því næst var kippt út veiðum á 80 hrefnum árlega og síðastar út af lista yfir öflun vísindalegra gagna voru sandreyðar. Árið 1989 voru því bara veiddar langreyðar og fjöldinn skorinn niður í 68 dýr í stað 80. Allt var þetta gert samkvæmt samningum við bandarísk stjórnvöld sem Halldór Ásgrímsson var ábyrgur fyrir.Alvarlegt mál Hvorki Greenpeace né önnur samtök stóðu að morðhótunum líkt og Halldór Ásgrímsson lætur að liggja í ummælum sínum. Forvitnilegt væri að sjá hvort íslensk stjórnvöld sáu nokkurn tíma ástæðu til að óska eftir rannsókn breskra, bandarískra eða þýskra lögregluyfirvalda á þeim hótunum sem Halldór vísar til líkt og gert var í samvinnu ríkislögreglustjóra við bresku lögregluna þegar Kárahnjúkavirkjun var mótmælt á árunum 2004-2007. Morðhótanir eru mjög alvarlegt mál en hvað Kárahnjúkavirkjun varðar kom í ljós að meintar hótanir náttúruverndarsinna áttu öðru fremur rætur sínar að rekja til bresks lögreglumanns sem gegndi nafninu Mark Kennedy og ku hafa hreiðrað um sig í búðum breskra mótmælenda. Í einhverjum tilvikum ku hreiðurgerð Kennedys ekki hafa verið í samræmi við gæðastaðal bresku lögreglunnar. Ummæli Halldórs Ásgrímssonar eru ætluð til að beina sjónum manna frá þeirri staðreynd að sú hvalveiðistefna sem hann markaði á 9. áratug síðustu aldar, þjónkun hans við Kristján Loftsson, hefur engum árangri skilað heldur kostað íslenska skattborgara vel á annan milljarð króna. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa mátt eyða ómældum vinnustundum í að skýra út fyrir erlendum starfsbræðrum sínum hvers vegna sjávarútvegsráðherra og Kristján Loftsson telja svo brýnt að veiða hvali eða hvað þeir eigi við með nauðsyn þess að halda jafnvægi í lífríki sjávar með veiðum á X fjölda hvala. Allur sá málaflutningur skilaði takmörkuðum árangri og niðurstaða arftaka Halldórs í embætti, Þorsteins Pálssonar, var að eina leiðin til að tryggja vöxt og viðgang þorskstofnsins væri að draga verulega úr veiðum. Í ljós kom að ekki var við hvalinn að sakast.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun