Þorláksmessuóður Guðmundur Andri Thorsson skrifar 23. desember 2013 00:00 Þorláksmessa er aðfangadagur Aðfangadags Jóla. Hún er andartakið eftir að við drögum að okkur andann og áður en við öndum frá okkur; stundin rétt áður en tjaldið lyftist og leikurinn hefst og við finnum gleðina innra með okkur yfir því að nú sé í aðsigi sjálf hátíð ljóssins. Þorláksmessa er andartakið þegar tíminn stöðvast sem snöggvast og við getum komið öllu því í verk sem eftir er að gera.Alíslensk hátíðÞetta er sem sagt alíslensk hátíð. Flestum er hulið hvers vegna hún er haldin – Þorlákur helgi? eða var það Þorlákur þreytti? – en um leið er það tekið með trompi að halda hana. Göturnar iða og anga þennan dag. Fólkið þyrpist út og breytist í mannhaf og allir með þennan glampa í augunum. Það er Þorláksmessuglampinn, því að Þorláksmessa er hin eina sanna trúarhátíð Íslendinga. Fólkið gerir það sem því líkar best – hittir vini, kaupir alls konar dót handa ástvinum, drekkur, borðar spaugilegan mat, faðmast, syngur, kyssist – lifir í augnablikinu sem verður nokkurn veginn eins langt og okkur lystir að hafa það – og eyðir meiri peningum en það mun nokkru sinni fá varið fyrir sjálfu sér að hafa gert þegar komið er fram á útmánuði. En útmánuðir eru á öðru ári; þeir eru einhvers staðar þarna lengst – í annarri vídd. Í dag eru allir með hugann við gjafir handa öðrum. Það er fallegast við Þorláksmessu og skýringin á þessum glampa í augunum: Hvernig fer ég að því að gleðja eina sérlundaða frænku og afundinn frænda; hvernig finn ég eitthvað handa þeim sem allt eiga og ekkert vilja? Hvað finnst mér um viðkomandi og hvernig fer ég að því að tjá það með gjöf? Sá sem gefur bók segir nefnilega: Mér finnst þú vera svona manneskja sem lest bækur; fái maður hálsmen eða hring frá einhverjum merkir það: Mér finnst þú vera fögur manneskja og skartið prýða þig. Sá sem gefur öðrum prjónahúfu segir: Þér má ekki verða kalt á hausnum. Og þannig skundar fólk fram og til baka í búðunum með glampa í augunum. Margt fólk er að vísu svo forsjált að hafa keypt allar jólagjafirnar snemma í desember – ef ekki hreinlega einhvern tímann í sumar í einhverju malli í Birmingham – en slíkt fólk er ekki sanntrúaðir Þorláksmessu-Íslendingar; sannur Þorláksmessumaður á eins mikið eftir og mögulegt er þegar upp rennur þessi dagur kraftaverkanna – helst allt: að þvo gólf og veggi og skápa, spegla og glugga, að strauja alla dúka, að kaupa allan matinn, baka, skipta á rúmunum, fara í bæinn og kaupa allar gjafir, pakka þeim inn, skrifa merkispjöldin, greiða úr seríunum, kaupa jólatréð – fara í skötu, fá sér snafs, ganga í Friðargöngunni, reka inn nefið hjá frænkunni sem býr í miðbænum og heldur alltaf boð þennan dag … moka tröppurnar, salta stéttina, baða köttinn, bera á skíðin, gefa hreindýrunum …Hvaða Þorlákur? Þetta var sem sé Þorlákur helgi biskup Þórhallsson, tekinn í dýrlingatölu á 12. öld og í jarteinabók hans má lesa um mörg undursamleg kraftaverk sem urðu við það þegar menn hétu á hann til stuðnings við sig og sína iðju: ekki síst gafst vel við ölgerð að heita á sælan Þorlák og er hann dýrlingur ölgerðarmanna, en í bókinni má líka lesa um það þegar gullsylgja fannst eftir að hafa verið týnd í mörg ár vegna yfirnáttúrlegra afskipta hans, týnd öxi fannst, blind ær fékk aftur sjón, svangur maður náði að veiða marga fiska en kona veiddi sel, þrjótlyndur vinnumaður bætti ráð sitt, hrakin kýr varð heil, sjúkur hestur líka og augnverkur úr manni hvarf – og er þá fátt eitt talið af þeim indælu kraftaverkum sem urðu eftir að fólk hét á hann að duga sér. Hann hefur þannig verið nokkurs konar reddingamálaráðherra gegnum aldirnar; hann er okkar sankti Nikulás. Og það verður í mörg horn að líta hjá honum í dag. Hann á marga fylgjendur. Þau sem halda upp á Þorláksmessu í sönnum Þorláksmessuanda vegna þess að þau trúa og treysta á sælan Þorlák – þau eiga æði margt eftir að gera á Þorláksmessu. Þau vita líka að allt mun bjargast þennan dag; öllu munu þau ná og því sem þau ná ekki – það tók því ekki að ná því. Þorláksmessan er trúarhátíð hinna séríslensku trúarbragða sem hér hafa þróast smám saman og hefur verið lýst í einni setningu: „Þetta reddast.“ Og sjá: Allt reddast þennan dag. Gleðileg jól, kæru lesendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Þorláksmessa er aðfangadagur Aðfangadags Jóla. Hún er andartakið eftir að við drögum að okkur andann og áður en við öndum frá okkur; stundin rétt áður en tjaldið lyftist og leikurinn hefst og við finnum gleðina innra með okkur yfir því að nú sé í aðsigi sjálf hátíð ljóssins. Þorláksmessa er andartakið þegar tíminn stöðvast sem snöggvast og við getum komið öllu því í verk sem eftir er að gera.Alíslensk hátíðÞetta er sem sagt alíslensk hátíð. Flestum er hulið hvers vegna hún er haldin – Þorlákur helgi? eða var það Þorlákur þreytti? – en um leið er það tekið með trompi að halda hana. Göturnar iða og anga þennan dag. Fólkið þyrpist út og breytist í mannhaf og allir með þennan glampa í augunum. Það er Þorláksmessuglampinn, því að Þorláksmessa er hin eina sanna trúarhátíð Íslendinga. Fólkið gerir það sem því líkar best – hittir vini, kaupir alls konar dót handa ástvinum, drekkur, borðar spaugilegan mat, faðmast, syngur, kyssist – lifir í augnablikinu sem verður nokkurn veginn eins langt og okkur lystir að hafa það – og eyðir meiri peningum en það mun nokkru sinni fá varið fyrir sjálfu sér að hafa gert þegar komið er fram á útmánuði. En útmánuðir eru á öðru ári; þeir eru einhvers staðar þarna lengst – í annarri vídd. Í dag eru allir með hugann við gjafir handa öðrum. Það er fallegast við Þorláksmessu og skýringin á þessum glampa í augunum: Hvernig fer ég að því að gleðja eina sérlundaða frænku og afundinn frænda; hvernig finn ég eitthvað handa þeim sem allt eiga og ekkert vilja? Hvað finnst mér um viðkomandi og hvernig fer ég að því að tjá það með gjöf? Sá sem gefur bók segir nefnilega: Mér finnst þú vera svona manneskja sem lest bækur; fái maður hálsmen eða hring frá einhverjum merkir það: Mér finnst þú vera fögur manneskja og skartið prýða þig. Sá sem gefur öðrum prjónahúfu segir: Þér má ekki verða kalt á hausnum. Og þannig skundar fólk fram og til baka í búðunum með glampa í augunum. Margt fólk er að vísu svo forsjált að hafa keypt allar jólagjafirnar snemma í desember – ef ekki hreinlega einhvern tímann í sumar í einhverju malli í Birmingham – en slíkt fólk er ekki sanntrúaðir Þorláksmessu-Íslendingar; sannur Þorláksmessumaður á eins mikið eftir og mögulegt er þegar upp rennur þessi dagur kraftaverkanna – helst allt: að þvo gólf og veggi og skápa, spegla og glugga, að strauja alla dúka, að kaupa allan matinn, baka, skipta á rúmunum, fara í bæinn og kaupa allar gjafir, pakka þeim inn, skrifa merkispjöldin, greiða úr seríunum, kaupa jólatréð – fara í skötu, fá sér snafs, ganga í Friðargöngunni, reka inn nefið hjá frænkunni sem býr í miðbænum og heldur alltaf boð þennan dag … moka tröppurnar, salta stéttina, baða köttinn, bera á skíðin, gefa hreindýrunum …Hvaða Þorlákur? Þetta var sem sé Þorlákur helgi biskup Þórhallsson, tekinn í dýrlingatölu á 12. öld og í jarteinabók hans má lesa um mörg undursamleg kraftaverk sem urðu við það þegar menn hétu á hann til stuðnings við sig og sína iðju: ekki síst gafst vel við ölgerð að heita á sælan Þorlák og er hann dýrlingur ölgerðarmanna, en í bókinni má líka lesa um það þegar gullsylgja fannst eftir að hafa verið týnd í mörg ár vegna yfirnáttúrlegra afskipta hans, týnd öxi fannst, blind ær fékk aftur sjón, svangur maður náði að veiða marga fiska en kona veiddi sel, þrjótlyndur vinnumaður bætti ráð sitt, hrakin kýr varð heil, sjúkur hestur líka og augnverkur úr manni hvarf – og er þá fátt eitt talið af þeim indælu kraftaverkum sem urðu eftir að fólk hét á hann að duga sér. Hann hefur þannig verið nokkurs konar reddingamálaráðherra gegnum aldirnar; hann er okkar sankti Nikulás. Og það verður í mörg horn að líta hjá honum í dag. Hann á marga fylgjendur. Þau sem halda upp á Þorláksmessu í sönnum Þorláksmessuanda vegna þess að þau trúa og treysta á sælan Þorlák – þau eiga æði margt eftir að gera á Þorláksmessu. Þau vita líka að allt mun bjargast þennan dag; öllu munu þau ná og því sem þau ná ekki – það tók því ekki að ná því. Þorláksmessan er trúarhátíð hinna séríslensku trúarbragða sem hér hafa þróast smám saman og hefur verið lýst í einni setningu: „Þetta reddast.“ Og sjá: Allt reddast þennan dag. Gleðileg jól, kæru lesendur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun