Leiður ávani að aka hægt á vinstri akrein Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 12:15 Þung umferð í höfuðborginni. Umferðarmenning á Íslandi eru margt verri og óþroskaðri en á meginlandi Evrópu, ekki síst Þýskalandi. Þar í landi virða ökumenn mjög þá alkunnu staðreynd að þar sem fleiri akreinar eru en ein eigi hægfara ökumenn að halda sig hægra megin og hleypa þeim sem hraðar fara framúr vinstra megin. Mikil brögð eru að því að þetta sé ekki virt. Í margra huga hérlendis er augljóslega enginn greinarmunur gerður á vinstri og hægri akrein og fólk velur sér þá akrein sem minni umferð er á eða vegna þess að það ætlar að beygja til vinstri af aðalbraut eftir nokkra kílómetra. Engu að síður er það kennt við töku bílprófs að hægari umferð eigi að halda sig hægra megin og sú til vinstri ætluð til framúraksturs. Afleiðingar þessa leiða ávana margra Íslendinga er framúrakstur hægra megin, mikill pirringur ökumanna sem kemst ekki leiðar sinnar og hættulegri akstur fyrir vikið. Auk þess verður flutningsgeta umferðaræða minni af þessum ástæðum. Full ástæða er til að brýna þessa einföldu reglu svo liðka megi fyrir sífellt þyngri umferð um götur höfuðborgarsvæðisins sem víðar. Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent
Umferðarmenning á Íslandi eru margt verri og óþroskaðri en á meginlandi Evrópu, ekki síst Þýskalandi. Þar í landi virða ökumenn mjög þá alkunnu staðreynd að þar sem fleiri akreinar eru en ein eigi hægfara ökumenn að halda sig hægra megin og hleypa þeim sem hraðar fara framúr vinstra megin. Mikil brögð eru að því að þetta sé ekki virt. Í margra huga hérlendis er augljóslega enginn greinarmunur gerður á vinstri og hægri akrein og fólk velur sér þá akrein sem minni umferð er á eða vegna þess að það ætlar að beygja til vinstri af aðalbraut eftir nokkra kílómetra. Engu að síður er það kennt við töku bílprófs að hægari umferð eigi að halda sig hægra megin og sú til vinstri ætluð til framúraksturs. Afleiðingar þessa leiða ávana margra Íslendinga er framúrakstur hægra megin, mikill pirringur ökumanna sem kemst ekki leiðar sinnar og hættulegri akstur fyrir vikið. Auk þess verður flutningsgeta umferðaræða minni af þessum ástæðum. Full ástæða er til að brýna þessa einföldu reglu svo liðka megi fyrir sífellt þyngri umferð um götur höfuðborgarsvæðisins sem víðar.
Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent