Askja frumsýnir S-Class Finnur Thorlacius skrifar 7. febrúar 2014 15:16 Nýr Mercedes-Benz S-Class verður frumsýndur í bílaumboðinu Öskju á morgun, laugardag kl. 12-16. Margir hafa beðið eftir að berja augum þennan umtalaða og lúxusbíl. S-Class hefur ávallt verið flaggskip þýska lúxusbílaframleiðandans en nýja kynslóð bílsins er afar hátæknivædd, búin miklum þægindum og öryggi. Nýr S-Class er stærri bíll en fyrri gerð og með betri aksturseiginleika. Hann er með sparneytnum BlueTEC dísilvélum, aflmiklum og skilvirkum bensínvélum og jafnframt fáanlegur í Hybrid-útfærslu, með rafmótor og bensínvél. Hann er einnig boðinn með 4MATIC aldrifskerfinu og flaggskipin eru svo S AMG 63 og S AMG 65. Meðal búnaðar í nýjum S-Class er Mercedes-Benz Intelligent Drive. Sú tækni veitir 360 gráðu útsýni til allra átta. Auk þess er í framrúðunni myndavél með fjöllinsutækni sem greinir staðsetningu hluta og vegfarenda á veginum og reiknar út feril þeirra. S-Class er einnig búinn MAGIC BODY fjöðrunarkerfi markar tæknileg tímamót en kerfið lagar sig að ójöfnum á veginum framundan áður en ekið er yfir þær. Bíllinn er einnig hlaðinn öryggisbúnað. Árekstrarvari virkjar með sjálfvirkum hætti hemlakerfið sé yfirvofandi hætta á slysum. Akreinavari lætur ökumann vita með titringi í stýri ef bíllinn víkur út af sinni akrein. S-Class er einnig búinn athyglisvara sem greinir ef höfgi sígur á ökumann og blindblettsvara sem lætur ökumann vita ef hann verður ekki var við umferð til hliðar. Meðal þægindabúnaðar má nefna fjölaðgerðastýri með 12 aðgerðum, loftfrískunarkerfi með ilmgjafa, hita og kælingu í sætum ásamt nuddi. Á afþreyingarsviðinu má nefna COMAND upplýsingakerfi og Burmeister hljómkerfi með allt að 24 hátölurum.Ákaflega vönduð og fögur innréttingin í S-Class. Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent
Nýr Mercedes-Benz S-Class verður frumsýndur í bílaumboðinu Öskju á morgun, laugardag kl. 12-16. Margir hafa beðið eftir að berja augum þennan umtalaða og lúxusbíl. S-Class hefur ávallt verið flaggskip þýska lúxusbílaframleiðandans en nýja kynslóð bílsins er afar hátæknivædd, búin miklum þægindum og öryggi. Nýr S-Class er stærri bíll en fyrri gerð og með betri aksturseiginleika. Hann er með sparneytnum BlueTEC dísilvélum, aflmiklum og skilvirkum bensínvélum og jafnframt fáanlegur í Hybrid-útfærslu, með rafmótor og bensínvél. Hann er einnig boðinn með 4MATIC aldrifskerfinu og flaggskipin eru svo S AMG 63 og S AMG 65. Meðal búnaðar í nýjum S-Class er Mercedes-Benz Intelligent Drive. Sú tækni veitir 360 gráðu útsýni til allra átta. Auk þess er í framrúðunni myndavél með fjöllinsutækni sem greinir staðsetningu hluta og vegfarenda á veginum og reiknar út feril þeirra. S-Class er einnig búinn MAGIC BODY fjöðrunarkerfi markar tæknileg tímamót en kerfið lagar sig að ójöfnum á veginum framundan áður en ekið er yfir þær. Bíllinn er einnig hlaðinn öryggisbúnað. Árekstrarvari virkjar með sjálfvirkum hætti hemlakerfið sé yfirvofandi hætta á slysum. Akreinavari lætur ökumann vita með titringi í stýri ef bíllinn víkur út af sinni akrein. S-Class er einnig búinn athyglisvara sem greinir ef höfgi sígur á ökumann og blindblettsvara sem lætur ökumann vita ef hann verður ekki var við umferð til hliðar. Meðal þægindabúnaðar má nefna fjölaðgerðastýri með 12 aðgerðum, loftfrískunarkerfi með ilmgjafa, hita og kælingu í sætum ásamt nuddi. Á afþreyingarsviðinu má nefna COMAND upplýsingakerfi og Burmeister hljómkerfi með allt að 24 hátölurum.Ákaflega vönduð og fögur innréttingin í S-Class.
Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent