Bílasala eykst á Spáni Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2014 10:12 Á götum Spánar. Bílasala á Spáni jókst um 8% í janúar síðastliðinn og er það mestu að þakka sérstökum aðgerðum stjórnvalda sem hefur haft mjög jákvæð áhrif á bílasölu á Spáni síðustu mánuði að sögn spænska bílgreinasambandsins ANFAC. Aðgerðir spænsku ríkisstjórnarinnar eru kallaðar ,,bílaförgun með aðstoð stjórnvalda“og ganga út á að fækka gömlum, óöruggum og mengandi bílum í umferð. Bíleigendur fá greiddar tvö þúsund evrur, helminginn frá stjórnvöldum og helminginn frá bílaframleiðanda, ef gömlum bíl er fargað og nýr sparneytnari bíll keyptur í staðinn. Alls seldust 55.436 bílar á Spáni í janúar en þetta er fimmti mánuðurinn í röð þar sem bílasala eykst í landinu. Spænsk stjórnvöld framlengdu aðgerðirnar nú í janúar og hafa nú fjárfest í verkefninu fyrir alls 465 milljónir evra. ,,Þetta sýnir að með stuðningi stjórnvalda má auka bílasöluna talsvert. Aðgerðirnar á Spáni miða að því að auka hagvöxt í landinu og koma til móts við almenning og auðvelda fólki að skipta í nýjan bíl. Það er nákvæmlega það sem er að gerast á Spáni og það er ávinningur fyrir alla, stjórnvöld og almenning. Fjölmörg lönd styðja við endurnýjun bíla sem er auðvitað mjög mikilvægt til að viðhalda ungum og öruggum bílaflota. Með aukinni bílasölu aukast tekjur ríkissjóðs, hagvöxtur eykst og fólk eignast nýja og hagkvæmari bíla sem eru eyðslugrennri, umhverfismildari og öruggari,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóriBílgreinasambandsins. Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent
Bílasala á Spáni jókst um 8% í janúar síðastliðinn og er það mestu að þakka sérstökum aðgerðum stjórnvalda sem hefur haft mjög jákvæð áhrif á bílasölu á Spáni síðustu mánuði að sögn spænska bílgreinasambandsins ANFAC. Aðgerðir spænsku ríkisstjórnarinnar eru kallaðar ,,bílaförgun með aðstoð stjórnvalda“og ganga út á að fækka gömlum, óöruggum og mengandi bílum í umferð. Bíleigendur fá greiddar tvö þúsund evrur, helminginn frá stjórnvöldum og helminginn frá bílaframleiðanda, ef gömlum bíl er fargað og nýr sparneytnari bíll keyptur í staðinn. Alls seldust 55.436 bílar á Spáni í janúar en þetta er fimmti mánuðurinn í röð þar sem bílasala eykst í landinu. Spænsk stjórnvöld framlengdu aðgerðirnar nú í janúar og hafa nú fjárfest í verkefninu fyrir alls 465 milljónir evra. ,,Þetta sýnir að með stuðningi stjórnvalda má auka bílasöluna talsvert. Aðgerðirnar á Spáni miða að því að auka hagvöxt í landinu og koma til móts við almenning og auðvelda fólki að skipta í nýjan bíl. Það er nákvæmlega það sem er að gerast á Spáni og það er ávinningur fyrir alla, stjórnvöld og almenning. Fjölmörg lönd styðja við endurnýjun bíla sem er auðvitað mjög mikilvægt til að viðhalda ungum og öruggum bílaflota. Með aukinni bílasölu aukast tekjur ríkissjóðs, hagvöxtur eykst og fólk eignast nýja og hagkvæmari bíla sem eru eyðslugrennri, umhverfismildari og öruggari,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóriBílgreinasambandsins.
Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent