Matur

Heilsugengið - Hafragrautur með hindberjamixi

Valgerður Matthíasdóttir skrifar

Guðný Pálsdóttir og Lukka á Happ verða gestir í þætti Heilsugengisins á morgun þar sem fjallað er um mataræði og lífsstíl með fjölbreyttum hætti.

Lukka segir frá magnaðri reynslu, en hún fékk snert af hjartaáfalli og læknaði sig sjálf með breyttu mataræði og lífsstíl áður en til hjartaaðgerðar kom.

Guðný Pálsdóttir gekk of nærri sér og hné niður af miklu vinnuálagi og streitu.

Þorbjörg næringarþerapisti gefur Guðnýju nokkur góð ráð til þess að hún nái sér aftur á strik og Solla Eiríks býr til lygilega góðan hafragraut fyrir Guðnýju sem einnig er hægt að taka með sér í vinnuna og narta í yfir daginn.

Lukka

Guðný trúði ekki sínum bragðlaukum þegar hún smakkaði grautinn því hún þolir ekki hafragrauta, en þessi var eins og desert.

Þættirnir, sem verða alls átta talsins, eru í umsjón Völu Matt en henni til halds og trausts er hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir og heilsu- og hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir.

Solla bauð upp á girnilega uppskrift af hafragraut.

Hafragrautur með hindberjamixi

hafra/chiagrautur

1 b brasilíuhnetumjólk

2/3 b tröllahafrar

2 msk chiafræ

1 tsk vanilla

1 tsk kanill

1/2 tsk sítrónusafi

nokkur saltkorn

Þessu er öllu hrært saman og látið standa yfir nótt



Ofan á:

banani í þunnum sneiðum

1 epli, skorið í litla bita

2 dl frosin hindber

1 msk engifer, rifinn


Tengdar fréttir

Við verðum að læra að anda

Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti hefur búið í Danmörku í rúmlega þrjátíu ár en er með annan fótinn á Íslandi og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem varða heilbrigðan lífsstíl.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.