Breivik hugsaði aðallega um mat í fyrstu yfirheyrslu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2014 22:14 Geir Lippestad verjandi Anders Breivik var fyrst efnis um hvort hann ætti að taka að sér starfið. Vísir/AFP Geir Lippestad, norski lögmaðurinn sem varði Anders Breivik, segir konu sína hafa sannfært sig um að rétt væri að taka að sér að verja fjöldamorðingjann. Þetta sagði Lippestad á fundi sem Lögmannafélag Íslands stóð fyrir síðdegis í dag. Lippestad sagðist hafa fengið símtal um miðja nótt þar sem Breikvik hafði beðið sérstaklega um að Lippestad myndi verja sig. Hann hafi haft lítinn umhugsunartíma þar sem Breivik hefði tilkynnt lögreglunni að hún mætti eiga von á frekari voðaverkum. Hann hefði komið fyrir fleiri sprengjum og hefði í liði með sér hryðjuverkahópa sem ættu eftir að láta til skarar skríða. Breivik neitaði að tjá sig við lögregluna fyrr en lögmaður hans mætti á svæðið. Lippestad var efins um hvort rétt skref væri að taka að sér þetta erfiða verkefni, en eiginkona hans sem er hjúkrunarfræðingur, sannfærði hann. Hún tjáði honum að heilbrigðisstarfsmenn myndu alltaf veita mönnum eins og Breivik sömu aðhlynningu og öðrum. Hún velti því upp hvort sömu sjónarmið ættu ekki við um réttarkerfið.Spáði aðallega í matLippestad mætti strax á staðinn, þar sem Breivik beið í haldi lögreglu og það kom honum á óvart hversu rólegur og yfirvegaður Breivik var. Fyrsta samviskuspurningin sem Lippestad stóð frammi fyrir var hvort hann ætti að taka í höndina á Breivik við þessi fyrstu kynni, sem hann síðan ákvað að gera. Við tók löng og ítarleg yfirheyrsla þar sem Breivik var látinn lýsa hverju einasta morði í smáatriðum, meðal annars nákvæmum orðaskiptum sínum við ung fórnarlömbin. Lippestad sagði Breivik aðallega hafa haft áhyggjur af því hvað hann fengi að borða og meðal annars snerust samræðurnar um hvort hann fengi kók eða diet kók, hveiti eða heilhveiti og svo framvegis.Mikið áreitiLippestad sendi út tilkynningu til fjölmiðla á meðan fyrstu yfirheyrslu stóð um að hann hefði tekið að sér að verja Breivik og slökkti síðan á símanum sínum. Þegar yfirheyrslunni lauk biðu hans þúsundir skilaboða frá fjölmiðlum og umbjóðendum lögmannsins sem sögðu upp þjónustu hans vegna þessa. Hins vegar komu flest skilaboðin frá brjáluðu fólki sem skildu ekki hvernig hann gat hugsað sér að verja þennan mann. Margir veltu því upp að hann hlyti að vera einhvers konar skoðanabróðir Breivik. Lippestad sagði léttur í bragði að þar hefði sköllóttur kollur hans ekki hjálpað. Hann bætti því við að einn samstarfsmanna hans hefði gengið á dyr um leið og ljóst var að hann ætlaði að taka að sér þetta verkefni og kom aldrei aftur. Lippestad sagði að það hefði verið erfitt að ákveða hvað hann ætti að segja á fyrsta blaðamannafundinum eftir að yfirheyrslu lauk. Breivik vildi að hann ræddi um hugmyndafræði sína og myndi lýsa yfir vonbrigðum fyrir hönd Breivik með að hafa ekki náð að myrða fleiri. Lippestad lýsti yfir mikilli ánægju með hvernig norska samfélagið og kerfið allt brást við atburðinum. Stjórnmálamenn, kirkjan og allt kerfið viðurkenndu að Breivik þyrfti að fá réttláta málsmeðferð eins og allir aðrir glæpamenn. Það hafði þau áhrif að róa samfélagið og Lippestad gat farið að einbeita sér að vörninni.Sakhæfið var erfið ákvörðunLippestad sagði að í fyrstu hafi verjendateymið og Breivik sjálfur öll verið sannfærð um að hann yrði úrskurðaður ósakhæfur og ákváðu að fara fram með þá vörn að hann væri ekki heill á geði. Hins vegar skipti Breivik um skoðun eftir að hafa fengið urmul bréfa frá aðdáendum sínum meðal hægri öfga manna. Þeir sögðu að hann yrði hetja ef hann væri sakhæfur, en einskis virði ef hann yrði úrskurðaður geðveikur. Þarna sagðist Lippestad hafa staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun, þar sem umbjóðandi hans vildi frekar fara í fangelsi en á viðeigandi stofnun. Sérfræðingar skiluðu af sér mismunandi niðurstöðum um geðrænt ástand Breivik, en lokaniðurstaða geðlækna var sú að hann væri sakhæfur. Þá skipti verjendateymið um skoðun og hagaði vörn sinni eftir því.Hræddur við heimspressuna Ásókn fjölmiðla í málsskjöl og nýjar upplýsingar í málinu var gífurleg og upplýsingar láku stanslaust frá ýmsum aðilum. Lippestad hafði áhyggjur af því að fjölmiðlar, og þá aðallega heimspressan, hefði tök á að hakka sig í síma þeirra og tölvupóst sem og að auðvelt gæti verið að brjótast inn á skrifstofuna sína. Af þeim sökum var teyminu útveguð skrifstofuaðstaða á lögreglustöð í Ósló, en sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd. Verjendurnir hættu að senda tölvupósta sín á milli og sýndu aðgát við símnotkun.Hefði sjálfur getað orðið glæpamaðurLippestad sagði um þá ákvörðun sína að hafa tekið að sér að verja Breivik að hann hefði lent í því sjálfur 15 ára gamall að fjölskyldan hans varð gjaldþrota og þau urðu heimilislaus. Á þessum tíma var hann mjög reiður og sagðist hæglega hafa getað endað sem glæpamaður. Pabbi vinar hans var lögmaður og hitti Lippestad nokkrum sinnum. Þeir ræddu stöðu Lippestad og sagði lögmaðurinn að hann ætti ekki að vera reiður, ef hann vildi breyta einhverju þá ætti hann að þekkja lögin. Lippestad sagði að lokum að lögmenn mættu aldrei fara í manngreiningarálit á skjólstæðingum sínum. Um leið og þær færu að dæma þá væru þeir að bregðast þeim gildum sem réttarríkið byggist á. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Geir Lippestad, norski lögmaðurinn sem varði Anders Breivik, segir konu sína hafa sannfært sig um að rétt væri að taka að sér að verja fjöldamorðingjann. Þetta sagði Lippestad á fundi sem Lögmannafélag Íslands stóð fyrir síðdegis í dag. Lippestad sagðist hafa fengið símtal um miðja nótt þar sem Breikvik hafði beðið sérstaklega um að Lippestad myndi verja sig. Hann hafi haft lítinn umhugsunartíma þar sem Breivik hefði tilkynnt lögreglunni að hún mætti eiga von á frekari voðaverkum. Hann hefði komið fyrir fleiri sprengjum og hefði í liði með sér hryðjuverkahópa sem ættu eftir að láta til skarar skríða. Breivik neitaði að tjá sig við lögregluna fyrr en lögmaður hans mætti á svæðið. Lippestad var efins um hvort rétt skref væri að taka að sér þetta erfiða verkefni, en eiginkona hans sem er hjúkrunarfræðingur, sannfærði hann. Hún tjáði honum að heilbrigðisstarfsmenn myndu alltaf veita mönnum eins og Breivik sömu aðhlynningu og öðrum. Hún velti því upp hvort sömu sjónarmið ættu ekki við um réttarkerfið.Spáði aðallega í matLippestad mætti strax á staðinn, þar sem Breivik beið í haldi lögreglu og það kom honum á óvart hversu rólegur og yfirvegaður Breivik var. Fyrsta samviskuspurningin sem Lippestad stóð frammi fyrir var hvort hann ætti að taka í höndina á Breivik við þessi fyrstu kynni, sem hann síðan ákvað að gera. Við tók löng og ítarleg yfirheyrsla þar sem Breivik var látinn lýsa hverju einasta morði í smáatriðum, meðal annars nákvæmum orðaskiptum sínum við ung fórnarlömbin. Lippestad sagði Breivik aðallega hafa haft áhyggjur af því hvað hann fengi að borða og meðal annars snerust samræðurnar um hvort hann fengi kók eða diet kók, hveiti eða heilhveiti og svo framvegis.Mikið áreitiLippestad sendi út tilkynningu til fjölmiðla á meðan fyrstu yfirheyrslu stóð um að hann hefði tekið að sér að verja Breivik og slökkti síðan á símanum sínum. Þegar yfirheyrslunni lauk biðu hans þúsundir skilaboða frá fjölmiðlum og umbjóðendum lögmannsins sem sögðu upp þjónustu hans vegna þessa. Hins vegar komu flest skilaboðin frá brjáluðu fólki sem skildu ekki hvernig hann gat hugsað sér að verja þennan mann. Margir veltu því upp að hann hlyti að vera einhvers konar skoðanabróðir Breivik. Lippestad sagði léttur í bragði að þar hefði sköllóttur kollur hans ekki hjálpað. Hann bætti því við að einn samstarfsmanna hans hefði gengið á dyr um leið og ljóst var að hann ætlaði að taka að sér þetta verkefni og kom aldrei aftur. Lippestad sagði að það hefði verið erfitt að ákveða hvað hann ætti að segja á fyrsta blaðamannafundinum eftir að yfirheyrslu lauk. Breivik vildi að hann ræddi um hugmyndafræði sína og myndi lýsa yfir vonbrigðum fyrir hönd Breivik með að hafa ekki náð að myrða fleiri. Lippestad lýsti yfir mikilli ánægju með hvernig norska samfélagið og kerfið allt brást við atburðinum. Stjórnmálamenn, kirkjan og allt kerfið viðurkenndu að Breivik þyrfti að fá réttláta málsmeðferð eins og allir aðrir glæpamenn. Það hafði þau áhrif að róa samfélagið og Lippestad gat farið að einbeita sér að vörninni.Sakhæfið var erfið ákvörðunLippestad sagði að í fyrstu hafi verjendateymið og Breivik sjálfur öll verið sannfærð um að hann yrði úrskurðaður ósakhæfur og ákváðu að fara fram með þá vörn að hann væri ekki heill á geði. Hins vegar skipti Breivik um skoðun eftir að hafa fengið urmul bréfa frá aðdáendum sínum meðal hægri öfga manna. Þeir sögðu að hann yrði hetja ef hann væri sakhæfur, en einskis virði ef hann yrði úrskurðaður geðveikur. Þarna sagðist Lippestad hafa staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun, þar sem umbjóðandi hans vildi frekar fara í fangelsi en á viðeigandi stofnun. Sérfræðingar skiluðu af sér mismunandi niðurstöðum um geðrænt ástand Breivik, en lokaniðurstaða geðlækna var sú að hann væri sakhæfur. Þá skipti verjendateymið um skoðun og hagaði vörn sinni eftir því.Hræddur við heimspressuna Ásókn fjölmiðla í málsskjöl og nýjar upplýsingar í málinu var gífurleg og upplýsingar láku stanslaust frá ýmsum aðilum. Lippestad hafði áhyggjur af því að fjölmiðlar, og þá aðallega heimspressan, hefði tök á að hakka sig í síma þeirra og tölvupóst sem og að auðvelt gæti verið að brjótast inn á skrifstofuna sína. Af þeim sökum var teyminu útveguð skrifstofuaðstaða á lögreglustöð í Ósló, en sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd. Verjendurnir hættu að senda tölvupósta sín á milli og sýndu aðgát við símnotkun.Hefði sjálfur getað orðið glæpamaðurLippestad sagði um þá ákvörðun sína að hafa tekið að sér að verja Breivik að hann hefði lent í því sjálfur 15 ára gamall að fjölskyldan hans varð gjaldþrota og þau urðu heimilislaus. Á þessum tíma var hann mjög reiður og sagðist hæglega hafa getað endað sem glæpamaður. Pabbi vinar hans var lögmaður og hitti Lippestad nokkrum sinnum. Þeir ræddu stöðu Lippestad og sagði lögmaðurinn að hann ætti ekki að vera reiður, ef hann vildi breyta einhverju þá ætti hann að þekkja lögin. Lippestad sagði að lokum að lögmenn mættu aldrei fara í manngreiningarálit á skjólstæðingum sínum. Um leið og þær færu að dæma þá væru þeir að bregðast þeim gildum sem réttarríkið byggist á.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira