Jan Mayen-olían komin á auðlindareikning Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2014 09:30 Jan Mayen-svæðið. Olíustofnun Noregs hefur í fyrsta sinn reiknað áætlaðar olíulindir á Jan Mayen-svæðinu inn í opinbert mat um framtíðarauðlindir Norðmanna. Nýtt mat um vinnanlega olíu á norska landgrunninu hækkar um 586 milljónir rúmmetra milli ára og standa suðausturhluti Barentshafs og Jan Mayen-svæðið fyrir 60% af aukningunni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Olíustofnunarinnar. Olíustofnunin hefur orð á sér fyrir að vera afar varkár og íhaldssöm í birtingu upplýsinga af þessu tagi. Að stofnunin skuli nú taka Jan Mayen-svæðið inn undirstrikar að sérfræðingar stofnunarinnar telja að þegar liggi fyrir nægilega traustar vísindalegar niðurstöður sem leggja megi til grundvallar við mat á vinnanlegum auðlindum í olíu og gasi á svæðinu. Matið er í samræmi við sérstakt auðlindamat um norska hluta Jan Mayen-svæðisins sem Olíustofnunin birti í byrjun síðasta árs. Það þóttu gleðifréttir fyrir Íslendinga, bæði vegna 25% nýtingarréttar Íslands á stórum hluta svæðisins, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar kalla Drekasvæðið. Talan fyrir Jan Mayen-svæðið, sem nú fór inn á auðlindareikning Noregs, er 90 milljónir rúmmetra. Það er ein lægsta talan úr nokkrum sviðsmyndum sem birtar voru í fyrra en sú hæsta var upp á 640 milljónir rúmmetra, sem eru um fjórir milljarðar olíutunna. Íslensk stjórnvöld hafa ekki birt samsvarandi mat á kolvetnisauðlindum Íslendinga. Olíuleitarfélagið Eykon áætlaði hins vegar í haust á grundvelli norska matsins hvað væri á Drekasvæðinu og taldi auðlindirnar þar helmingi meiri en þær sem væru Noregsmegin, eða sex milljarðar olíutunna. Noregur Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Hlutfall olíu talið 80% á Jan Mayen-svæðinu Olíustofnun Noregs telur að 80 prósent kolvetnisauðlinda við Jan Mayen séu olía og aðeins 20 prósent gas, öfugt við það sem talið hefur verið til þessa. Stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir þetta mjög góðar fréttir og þá telur hann íslenska hluta svæðisins ívið betri en þann norska. Tveim mánuðum eftir að íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu sérleyfunum á Jan Mayen-hryggnum birtir Olíustofnun Noregs fyrsta opinbera matið á auðlindum svæðisins, þess efnis að Noregsmegin megi gera ráð fyrir að finnst allt frá engri olíu og upp í fjóra milljarða tunna. 1. mars 2013 19:45 Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Norska "Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. 16. febrúar 2014 10:37 Miklar gleðifréttir fyrir Íslendinga Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í fyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. 28. febrúar 2013 19:00 Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Olíustofnun Noregs hefur í fyrsta sinn reiknað áætlaðar olíulindir á Jan Mayen-svæðinu inn í opinbert mat um framtíðarauðlindir Norðmanna. Nýtt mat um vinnanlega olíu á norska landgrunninu hækkar um 586 milljónir rúmmetra milli ára og standa suðausturhluti Barentshafs og Jan Mayen-svæðið fyrir 60% af aukningunni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Olíustofnunarinnar. Olíustofnunin hefur orð á sér fyrir að vera afar varkár og íhaldssöm í birtingu upplýsinga af þessu tagi. Að stofnunin skuli nú taka Jan Mayen-svæðið inn undirstrikar að sérfræðingar stofnunarinnar telja að þegar liggi fyrir nægilega traustar vísindalegar niðurstöður sem leggja megi til grundvallar við mat á vinnanlegum auðlindum í olíu og gasi á svæðinu. Matið er í samræmi við sérstakt auðlindamat um norska hluta Jan Mayen-svæðisins sem Olíustofnunin birti í byrjun síðasta árs. Það þóttu gleðifréttir fyrir Íslendinga, bæði vegna 25% nýtingarréttar Íslands á stórum hluta svæðisins, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar kalla Drekasvæðið. Talan fyrir Jan Mayen-svæðið, sem nú fór inn á auðlindareikning Noregs, er 90 milljónir rúmmetra. Það er ein lægsta talan úr nokkrum sviðsmyndum sem birtar voru í fyrra en sú hæsta var upp á 640 milljónir rúmmetra, sem eru um fjórir milljarðar olíutunna. Íslensk stjórnvöld hafa ekki birt samsvarandi mat á kolvetnisauðlindum Íslendinga. Olíuleitarfélagið Eykon áætlaði hins vegar í haust á grundvelli norska matsins hvað væri á Drekasvæðinu og taldi auðlindirnar þar helmingi meiri en þær sem væru Noregsmegin, eða sex milljarðar olíutunna.
Noregur Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Hlutfall olíu talið 80% á Jan Mayen-svæðinu Olíustofnun Noregs telur að 80 prósent kolvetnisauðlinda við Jan Mayen séu olía og aðeins 20 prósent gas, öfugt við það sem talið hefur verið til þessa. Stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir þetta mjög góðar fréttir og þá telur hann íslenska hluta svæðisins ívið betri en þann norska. Tveim mánuðum eftir að íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu sérleyfunum á Jan Mayen-hryggnum birtir Olíustofnun Noregs fyrsta opinbera matið á auðlindum svæðisins, þess efnis að Noregsmegin megi gera ráð fyrir að finnst allt frá engri olíu og upp í fjóra milljarða tunna. 1. mars 2013 19:45 Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Norska "Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. 16. febrúar 2014 10:37 Miklar gleðifréttir fyrir Íslendinga Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í fyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. 28. febrúar 2013 19:00 Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Hlutfall olíu talið 80% á Jan Mayen-svæðinu Olíustofnun Noregs telur að 80 prósent kolvetnisauðlinda við Jan Mayen séu olía og aðeins 20 prósent gas, öfugt við það sem talið hefur verið til þessa. Stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir þetta mjög góðar fréttir og þá telur hann íslenska hluta svæðisins ívið betri en þann norska. Tveim mánuðum eftir að íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu sérleyfunum á Jan Mayen-hryggnum birtir Olíustofnun Noregs fyrsta opinbera matið á auðlindum svæðisins, þess efnis að Noregsmegin megi gera ráð fyrir að finnst allt frá engri olíu og upp í fjóra milljarða tunna. 1. mars 2013 19:45
Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Norska "Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. 16. febrúar 2014 10:37
Miklar gleðifréttir fyrir Íslendinga Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í fyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. 28. febrúar 2013 19:00
Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38