Konungur jepplinganna Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2014 09:55 Macan að kljást við torfærubraut í Leipzig. Reynsluakstur - Porsche Macan TurboFyrir skömmu veittist greinaskrifarar sú ánægja að reynsluaka nýjasta bíl Porsche, sportjeppanum Macan í Leipzig í Þýskalandi, þar sem hann er framleiddur. Porsche býður þennan bíl í fyrstu í þremur mismunandi útgáfum, með 258 hestafla dísilvél og með tveimur öflugum bensínvélum, 340 og 400 hestafla. Með þeirri minni heitir bíllinn Porsche Macan S og með þeirri stærri Macan Turbo. Væntingar reynsluökumanns voru hófstilltar en þó haft í huga að þarna er á ferðinni bíll frá Porsche og þar er alltaf von á góðu. Prófaðir voru allir bílarnir, á torfærubraut sem er fyrir utan verksmiðjur Porsche í Leipzig, kappakstursbraut sem þar er einnig og á góðum almenningsvegum í nágrenni Leipzig. Í einu orði sagt var reynslan af þessum bílum mögnuð og þeir sverja sig sannarlega í ætt við aðra gæðabíla sem frá þessum frábæra framleiðanda koma. Porsche áætlar að framleiða 50.000 Macan á ári í Leipzig en hætt er við því að þeir neyðist til að auka framleiðsluna því pantanir í bílinn hafa þegar náð þeirri tölu og biðtími eftir bílnum fer að nálgast ár.Fáránlegur stöðugleiki og aflAð sjálfsögðu var magnaðast að aka öflugasta bílnum sem býr að 400 hestöflum úr hinni kunnu 3,6 lítra og sex strokka boxervél Porsche sem í þessum bíl er með öfluga forþjöppu. Þessi bíll er líkari Porsche 911 bílnum í háttum en nokkrum jepplingi enda þarna kominn öflugasti jepplingur sem framleiddur er. Einna skemmtilegast var að henda bílnum um þá kappakstursbraut sem er fyrir utan verksmiðjurnar, en sú braut er reyndar helst ætluð til að prófa hvern einasta bíl sem framleiddur er í verksmiðjunni til að kanna til fullnustu hvort þeir allir séu ekki nákvæmlega eins og til er ætlast. Þetta gera væntanlega fáir framleiðendur. Að aka þessum bíl í botngjöf eftir þessari skemmtilegu braut var draumi líkast og stöðugleiki bílsins var slíkur að aðeins bestu sportbílar jafnast á við eiginleika hans. Alveg var sama hvað lagt var mikið á bílinn, stöðugleiki hans var alltaf til staðar þó svo svínslega væri ekið og margar beygjurnar voru teknar á hlið, en það reyndist þó aðeins unnt með því að slengja bílnum örlítið í öfuga átt fyrir hverja beygju og fá þá dásamlegt hliðarskrið með tilheyrandi miklum hávaða í dekkjum bílsins. Ávallt var ekið á eftir reyndum ökumanni sem fór fyrir tveimur Macan bílum á Porsche 911 og magnað var hvað Macan bíllinn hélt mikið í við sportbílinn frábæra. Örlítið bar þó á aðfinnslum frá undanfaranum á 911 bílnum sem þótti á stundum við Íslendingar taka of hressilega á Macan bílnum í beygjum, enda voru dekkin ekki þau sömu eftir öll átökin. Labb-rabb stöðvar tryggðu að við heyrðum ávallt í undanfaranum en stundum fóru athugsemdir hans inn um eitt eyra og út um hitt. Við vildum kynnast öllum kostum þessa magnaða bíls.Fallegur að utan sem innanEkki var þó verra að þeysast um vegina í nágrenni Leipzig og fékk bíllinn aðeins að finna fyrir því þar líka á frábærum hraðbrautum Þýskalands sem og og á sveitavegum. Ekki fór hjá því að bíllinn vekti athygli þar sem við fórum þó svo að íbúar í nágrenni við verksmiðjurnar séu vanir að sjá Porsche bíla á þessum vegum. Þessi reynsluakstursdagur var einn sá alánægjulegasti sem reynsluökumaður hefur upplifað og litlu máli skipti í raun hvaða gerð af Macan bílnum var reyndur. Með ólíkindum var að sjá hvað dísilútgáfa hans gaf lítið eftir bensínbílunum þó þeir séu reyndar báðir sprækari. Gera má ráð fyrir því að á íslandi muni díslbíllinn seljast mest, eins og á við stóra bróðurinn Cayenne, en ennþá meiri ánægja fæst þó með hinum tveimur en þeir eru líka dýrari. Útlit Macan bílsins ætti að falla í kramið hjá flestum, hann er einstaklega sportlegur og í leiðinni kraftalegur með stórar hjólskálar, dekk og felgur. Að álíti greinarskrifara fer þarna fegurri bíll en Cayenne. Macan á ýmislegt sameiginlegt með Audi Q5, enda báðir innan hinnar stóru Volkswagen bílamerrkjafjölskyldu, en það þýðir ekki að þar sé mjög líkir bílar á ferð, bæði hvað varðar útlit og akstursgetu. Þar ber mikið í milli og í raun eiga þessir bílar sáralítið sammerkt. Macan er nú klárlega orðinn konungur jepplinganna og skýtur keppinautum eins og Range Rover Evoque langt fyrir aftan sig og hefur í sinni öflugustu gerð yfir að ráða nær helmingi meira afli og talsvert miklu meiri akstureiginleika. Innrétting bílsins er enginn eftirbátur þeirrar í Cayenne og eiginlega í flestum öðrum bílum frá Porsche. Vönduð vinnubrögð og óumdeild fegurð hennar, ásamt skilvirkni stjórntækjanna bera Porsche framleiðandanum fagur vitni. Í þessum bíl eins og öllum bílum Porsche er miðjustokkurinn milli framsætanna útgangspunkturinn og þar eru svo til öll stjórntæki bílsins innan seilingar. Mörgun finnst þetta sama innra útlit bílanna leiðigjarnt en hví þarf að breyta því svo mjög sem frábært er.Normal, Sport, Sport+ og Launch ControlMeð sína öfluga vél er Porsche Macan með sportbílahröðun og fer í hundraðið á 4,8 sekúndum og hámarkshraðinn er 266 km/klst, sem við fórum langt með að reyna. Athyglivert er hve Porsche hefur náð miklu miklu afli á lágum snúningi vélarinnar, en hámarkstog hennar næst við 1.350 snúninga og allt að 4.500 snúningum. Porsche Macan Turbo er þó aðeins 0,6 sekúndum sneggri í hundraðið en Macan S og því má velta fyrir sér hvort þeim verðmun sem á milli þeirra er sé endilega vel varið. Mjög gaman er að sjá muninn á því hvort bílnum er ekið í Normal stillingu eða Sport og Sport+. Þá stífnar bíllinn í fjöðrun og leyfir hærri snúning í hverjum gír. Ómæld skemmtun er fólgin í að aka honum á sinnn harðasta hátt en hætt er við því að sú stilling sé ekki mikið notuð við daglegan akstur. Einnig er mögnuð upplifun að nýta „Launch Control“ búnað bílsins sem leyfir ökumanni að botna bílinn með hægri en sleppa svo bremsunni með vinsti og finna hvernig ökumaður þrýstist í sætin er bíllinn þýtur áfram í miklum átökum. Þarna hefur Porsche eina ferðina enn sérstöðu. Ef Macan er tekinn með loftpúðafjöðrun lækkar bíllinn sig um 10 millimetra við hraðan akstur og einnig má þá hækka bílinn um 40 mm er hann mætir torfærum. Einnig býður þessi búnaður uppá það að lækka hann að aftan við hleðslu farangursrýmis. Porsche Macan er ef til vill bíllinn fyrir þá sem lofað hafa sjálfum sér að kaupa aldrei jeppling. Í honum er fenginn bíll með sportbílaeiginleika, torfærugetu, rými og ómælda akstursánægju. Þeir hinir sömu munu sannfærast við reynsluakstur hans og það má gera þegar Bílabúð Benna kynnir bílinn á sumardaginn fyrsta þann 26. apríl. Rétt er að taka það fram að verð díslútgáfu Macan er 11,9 milljónir króna.Kostir: Aksturseiginleikar, afl, innréttingÓkostir: Ekki mikil veghæð, verð 3,6 l. bensínvél með forþjöppu, 400 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 9,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 216 g/km CO2 Hröðun: 4,8 sek. Hámarkshraði: 266 km/klst Verð: 19.900.000 kr. Umboð: Bílabúð bennaPorsche Macan kynntur í "Demantinum" við verksmiðjur Porsche í Leipzig og Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna fyrir framan nýjan Macan.Innanrými Porsche Macan.Húddið fellur yfir aðalljósin. Ekki algengt fyrirkomulag. Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent
Reynsluakstur - Porsche Macan TurboFyrir skömmu veittist greinaskrifarar sú ánægja að reynsluaka nýjasta bíl Porsche, sportjeppanum Macan í Leipzig í Þýskalandi, þar sem hann er framleiddur. Porsche býður þennan bíl í fyrstu í þremur mismunandi útgáfum, með 258 hestafla dísilvél og með tveimur öflugum bensínvélum, 340 og 400 hestafla. Með þeirri minni heitir bíllinn Porsche Macan S og með þeirri stærri Macan Turbo. Væntingar reynsluökumanns voru hófstilltar en þó haft í huga að þarna er á ferðinni bíll frá Porsche og þar er alltaf von á góðu. Prófaðir voru allir bílarnir, á torfærubraut sem er fyrir utan verksmiðjur Porsche í Leipzig, kappakstursbraut sem þar er einnig og á góðum almenningsvegum í nágrenni Leipzig. Í einu orði sagt var reynslan af þessum bílum mögnuð og þeir sverja sig sannarlega í ætt við aðra gæðabíla sem frá þessum frábæra framleiðanda koma. Porsche áætlar að framleiða 50.000 Macan á ári í Leipzig en hætt er við því að þeir neyðist til að auka framleiðsluna því pantanir í bílinn hafa þegar náð þeirri tölu og biðtími eftir bílnum fer að nálgast ár.Fáránlegur stöðugleiki og aflAð sjálfsögðu var magnaðast að aka öflugasta bílnum sem býr að 400 hestöflum úr hinni kunnu 3,6 lítra og sex strokka boxervél Porsche sem í þessum bíl er með öfluga forþjöppu. Þessi bíll er líkari Porsche 911 bílnum í háttum en nokkrum jepplingi enda þarna kominn öflugasti jepplingur sem framleiddur er. Einna skemmtilegast var að henda bílnum um þá kappakstursbraut sem er fyrir utan verksmiðjurnar, en sú braut er reyndar helst ætluð til að prófa hvern einasta bíl sem framleiddur er í verksmiðjunni til að kanna til fullnustu hvort þeir allir séu ekki nákvæmlega eins og til er ætlast. Þetta gera væntanlega fáir framleiðendur. Að aka þessum bíl í botngjöf eftir þessari skemmtilegu braut var draumi líkast og stöðugleiki bílsins var slíkur að aðeins bestu sportbílar jafnast á við eiginleika hans. Alveg var sama hvað lagt var mikið á bílinn, stöðugleiki hans var alltaf til staðar þó svo svínslega væri ekið og margar beygjurnar voru teknar á hlið, en það reyndist þó aðeins unnt með því að slengja bílnum örlítið í öfuga átt fyrir hverja beygju og fá þá dásamlegt hliðarskrið með tilheyrandi miklum hávaða í dekkjum bílsins. Ávallt var ekið á eftir reyndum ökumanni sem fór fyrir tveimur Macan bílum á Porsche 911 og magnað var hvað Macan bíllinn hélt mikið í við sportbílinn frábæra. Örlítið bar þó á aðfinnslum frá undanfaranum á 911 bílnum sem þótti á stundum við Íslendingar taka of hressilega á Macan bílnum í beygjum, enda voru dekkin ekki þau sömu eftir öll átökin. Labb-rabb stöðvar tryggðu að við heyrðum ávallt í undanfaranum en stundum fóru athugsemdir hans inn um eitt eyra og út um hitt. Við vildum kynnast öllum kostum þessa magnaða bíls.Fallegur að utan sem innanEkki var þó verra að þeysast um vegina í nágrenni Leipzig og fékk bíllinn aðeins að finna fyrir því þar líka á frábærum hraðbrautum Þýskalands sem og og á sveitavegum. Ekki fór hjá því að bíllinn vekti athygli þar sem við fórum þó svo að íbúar í nágrenni við verksmiðjurnar séu vanir að sjá Porsche bíla á þessum vegum. Þessi reynsluakstursdagur var einn sá alánægjulegasti sem reynsluökumaður hefur upplifað og litlu máli skipti í raun hvaða gerð af Macan bílnum var reyndur. Með ólíkindum var að sjá hvað dísilútgáfa hans gaf lítið eftir bensínbílunum þó þeir séu reyndar báðir sprækari. Gera má ráð fyrir því að á íslandi muni díslbíllinn seljast mest, eins og á við stóra bróðurinn Cayenne, en ennþá meiri ánægja fæst þó með hinum tveimur en þeir eru líka dýrari. Útlit Macan bílsins ætti að falla í kramið hjá flestum, hann er einstaklega sportlegur og í leiðinni kraftalegur með stórar hjólskálar, dekk og felgur. Að álíti greinarskrifara fer þarna fegurri bíll en Cayenne. Macan á ýmislegt sameiginlegt með Audi Q5, enda báðir innan hinnar stóru Volkswagen bílamerrkjafjölskyldu, en það þýðir ekki að þar sé mjög líkir bílar á ferð, bæði hvað varðar útlit og akstursgetu. Þar ber mikið í milli og í raun eiga þessir bílar sáralítið sammerkt. Macan er nú klárlega orðinn konungur jepplinganna og skýtur keppinautum eins og Range Rover Evoque langt fyrir aftan sig og hefur í sinni öflugustu gerð yfir að ráða nær helmingi meira afli og talsvert miklu meiri akstureiginleika. Innrétting bílsins er enginn eftirbátur þeirrar í Cayenne og eiginlega í flestum öðrum bílum frá Porsche. Vönduð vinnubrögð og óumdeild fegurð hennar, ásamt skilvirkni stjórntækjanna bera Porsche framleiðandanum fagur vitni. Í þessum bíl eins og öllum bílum Porsche er miðjustokkurinn milli framsætanna útgangspunkturinn og þar eru svo til öll stjórntæki bílsins innan seilingar. Mörgun finnst þetta sama innra útlit bílanna leiðigjarnt en hví þarf að breyta því svo mjög sem frábært er.Normal, Sport, Sport+ og Launch ControlMeð sína öfluga vél er Porsche Macan með sportbílahröðun og fer í hundraðið á 4,8 sekúndum og hámarkshraðinn er 266 km/klst, sem við fórum langt með að reyna. Athyglivert er hve Porsche hefur náð miklu miklu afli á lágum snúningi vélarinnar, en hámarkstog hennar næst við 1.350 snúninga og allt að 4.500 snúningum. Porsche Macan Turbo er þó aðeins 0,6 sekúndum sneggri í hundraðið en Macan S og því má velta fyrir sér hvort þeim verðmun sem á milli þeirra er sé endilega vel varið. Mjög gaman er að sjá muninn á því hvort bílnum er ekið í Normal stillingu eða Sport og Sport+. Þá stífnar bíllinn í fjöðrun og leyfir hærri snúning í hverjum gír. Ómæld skemmtun er fólgin í að aka honum á sinnn harðasta hátt en hætt er við því að sú stilling sé ekki mikið notuð við daglegan akstur. Einnig er mögnuð upplifun að nýta „Launch Control“ búnað bílsins sem leyfir ökumanni að botna bílinn með hægri en sleppa svo bremsunni með vinsti og finna hvernig ökumaður þrýstist í sætin er bíllinn þýtur áfram í miklum átökum. Þarna hefur Porsche eina ferðina enn sérstöðu. Ef Macan er tekinn með loftpúðafjöðrun lækkar bíllinn sig um 10 millimetra við hraðan akstur og einnig má þá hækka bílinn um 40 mm er hann mætir torfærum. Einnig býður þessi búnaður uppá það að lækka hann að aftan við hleðslu farangursrýmis. Porsche Macan er ef til vill bíllinn fyrir þá sem lofað hafa sjálfum sér að kaupa aldrei jeppling. Í honum er fenginn bíll með sportbílaeiginleika, torfærugetu, rými og ómælda akstursánægju. Þeir hinir sömu munu sannfærast við reynsluakstur hans og það má gera þegar Bílabúð Benna kynnir bílinn á sumardaginn fyrsta þann 26. apríl. Rétt er að taka það fram að verð díslútgáfu Macan er 11,9 milljónir króna.Kostir: Aksturseiginleikar, afl, innréttingÓkostir: Ekki mikil veghæð, verð 3,6 l. bensínvél með forþjöppu, 400 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 9,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 216 g/km CO2 Hröðun: 4,8 sek. Hámarkshraði: 266 km/klst Verð: 19.900.000 kr. Umboð: Bílabúð bennaPorsche Macan kynntur í "Demantinum" við verksmiðjur Porsche í Leipzig og Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna fyrir framan nýjan Macan.Innanrými Porsche Macan.Húddið fellur yfir aðalljósin. Ekki algengt fyrirkomulag.
Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent