Upplýsingakerfi í bílum alltof flókin Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2014 11:36 Upplýsingakerfi í Ferrari bíl. Stór könnun á vegum Consumer Reports í Bandaríkjunum leiðir í ljós að bíleigendum finnst flestum þau nýju upplýsingakerfi sem í bílum þeirra eru séu alltof flókin og trauðskiljanleg. Virðist það eiga við alla aldursflokka þó svo óánægjan aukist nokkuð við hækkun aldurs. Svo rammt kveður við að 37% þeirra bíleigenda sem eru í yngsta hópnum, mjög meðtækilegt fólk fyrir tækninýjungum, hreinlega hatar upplýsingakerfið í bílnum sínum. Fólk á aldrinum 65 ára og eldri virðist lítið skilja í upplýsingakerfunum því 70% þeirra eiga í miklum erfiðleikum með að nýta þau. Sú tala fellur í 52% fyrir aldurinn 45-64 ára. Í grein Jalopnik um þessa könnun segir greinarhöfundur að hann starfi að miklu leiti við að prófa nýja bíla og eigi því að vera orðinn ansi fær að eiga við svona upplýsingakerfi, en að hann eigi oftast nær í erfiðleikum við þau og sum þeirra sé hreinræktuð vitleysa og afar illa skipulögð. Greinarhöfundur þessarar greinar er í svipuðum sporum og upplifun hans álíka. Vonandi taka bílaframleiðendur sig á hvað þetta varðar og lesa þessa könnun Consumer Reports. Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent
Stór könnun á vegum Consumer Reports í Bandaríkjunum leiðir í ljós að bíleigendum finnst flestum þau nýju upplýsingakerfi sem í bílum þeirra eru séu alltof flókin og trauðskiljanleg. Virðist það eiga við alla aldursflokka þó svo óánægjan aukist nokkuð við hækkun aldurs. Svo rammt kveður við að 37% þeirra bíleigenda sem eru í yngsta hópnum, mjög meðtækilegt fólk fyrir tækninýjungum, hreinlega hatar upplýsingakerfið í bílnum sínum. Fólk á aldrinum 65 ára og eldri virðist lítið skilja í upplýsingakerfunum því 70% þeirra eiga í miklum erfiðleikum með að nýta þau. Sú tala fellur í 52% fyrir aldurinn 45-64 ára. Í grein Jalopnik um þessa könnun segir greinarhöfundur að hann starfi að miklu leiti við að prófa nýja bíla og eigi því að vera orðinn ansi fær að eiga við svona upplýsingakerfi, en að hann eigi oftast nær í erfiðleikum við þau og sum þeirra sé hreinræktuð vitleysa og afar illa skipulögð. Greinarhöfundur þessarar greinar er í svipuðum sporum og upplifun hans álíka. Vonandi taka bílaframleiðendur sig á hvað þetta varðar og lesa þessa könnun Consumer Reports.
Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent