Sonurinn enn að jafna sig á handtöku föður Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. apríl 2014 19:02 Fyrrverandi yfirmaður verðbréfamiðlunar Landsbankans segir son sinn enn vera að jafna sig á því þegar hann horfði á föður sinn handtekinn í harkalegum aðgerðum sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Imon-málinu. Hann telur hörku í húsleit og handtöku algjörlega þarflausa enda hafi þetta verið tveimur og hálfu ári eftir að viðskiptin sem ákært var fyrir áttu sér stað. Hinn 3. október 2008, þremur dögum fyrir bankahrunið, seldi Landsbankinn bréf í sjálfum sér með 5 milljarða króna láni til félagsins Imon ehf. sem var í eigu Magnúsar Ármann. Málið var rannsakað af sérstökum saksóknara og Magnús hreinsaður af öllum sakargiftum. Þennan sama dag veitti bankinn 3,8 milljarða króna lán til félagsins Azalea Resources sem var í eigu Ari Salmivouri, finnsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, oft nefndur Ari finnski. Þrjú voru hins vegar ákærð fyrir markaðsmisnotkun vegna þessara viðskipta. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri og Elín Sigfúsdóttir og Steinþór Gunnarsson sem voru bæði í framkvæmdastjórn bankans. Þau Sigurjón og Elín fyrir umboðssvik með því að hafa farið út fyrir umboð sitt í bankanum með láninu og valdið bankanum fjártjóni vegna þeirra og öll þrjú fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, þegar þau hafi í raun ekki verið annað en sýndarviðskipti. Ákæran var gefin út 15. mars í fyrra. Fjóru og hálfu ári eftir að viðskiptin áttu sér stað. Í ákærunni segir að viðskiptin hafi gefið eftirspurn eftir bréfum Landsbankans ranglega og misvísandi til kynna, hafi falið í sér blekkingu og sýndarmennsku en með tilkynningu til Kauphallar hafi verið látið líta svo út að fjárfestir hefði lagt fé til kaupa á bréfunum þrátt fyrir að ekki hefði verið gengið frá fjármögnun vegna þeirra.Tilkynnti Kauphöll sem miðlari Í greinargerð Steinþórs Gunnarssonar, sem fréttastofan hefur undir höndum, er rakið að eina hlutverk Steinþórs í þessum viðskiptum hafi verið að tilkynna þau til Kauphallar sem miðlari en hann var yfir verðbréfamiðlun bankans á þessum tíma. Í greinargerðinni segir að Steinþór hafi engar upplýsingar haft um hvort eða hvernig viðskipti þau sem ákært er fyrir voru fjármögnuð, en í henni segir: „Ákærði hafði engar upplýsingar um hvort eða hvernig viðskipti þau sem ákært er fyrir og sem hann miðlaði voru á þeim tíma fjármögnuð. Ákærða var beinlínis óheimilt að afla þeirra upplýsinga.“ „Það hvort viðskiptin voru fjármögnuð að fullu eða hvort bankinn lánaði 100% fyrir viðskiptunum eða hvort frekari tryggingar væru veittar en í bréfunum sjálfum var ákærða óviðkomandi og ókunnugt um.“Ekkert svigrúm til að forða syni ákærða frá áfalli Í greinargerðinni er lýsing á því þegar Steinþór var handtekinn af lögreglumönnum frá embætti sérstaks saksóknara, en þar segir: „Að morgni dags heilum tveimur árum og á fjórða mánuð frá hinum meintu brotum og einu og hálfu ári eftir fyrri og ítarlega skýrslutöku ákærða, þegar ákærði var nýbúinn að aka sonum sínum í skólann kom flokkur manna á vegum embættisins, handtók ákærða fyrir utan heimili hans og gerði húsleit hjá honum. Þeir þeir kröfðust inngöngu voru þar fyrir eiginkona ákærða og yngsti sonur. Ekkert svigrúm var gefið til að forða syni ákærða frá því mikla áfalli sem þessi uppákoma var og sem hefur haft alvarleg áhrif á hans sálarlíf og hann er enn þann daginn í dag að bíta úr nálinni með.“ Eins og áður segir er upplýst í málinu að Landsbankinn lánaði að fullu fyrir þessum hlutabréfaviðskiptum, bæði Imon ehf. og Azalea Resources. Það sem hefur hins vegar ekki komið fram áður er að áður en Landsbankinn lánaði Azalea Resources í eigu áðurnefnds Ari Salmivouri hafði Landsbankinn í Lúxemborg hafnað að veita lán fyrir viðskiptunum. Það mun hafa verið vegna andstöðu Fjármálaeftirlitsins í Lúxemborg en ekki vegna þess að starfsmenn bankans í Lúxemborg töldu lánveitinguna óhagstæða bankanum.Í einkaviðtali okkar á Stöð 2 við Sigurjón Þ. Árnason hinn 20. mars í fyrra lýsti hann ákærunni sem miklum vonbrigðum. Aðalmeðferð í málinu hefst í fyrramálið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tengdar fréttir Magnús sá eini sem hreinsaður var af sök Magnús Ármann er eini sakborningurinn í Ímon-málinu sem hefur verið hreinsaður af sök af embætti sérstaks saksóknara. Embættið hefur ekki sent mörg bréf til einstaklinga sem höfðu réttarstöðu sakbornings. 22. febrúar 2011 12:03 Landsbankinn og Glitnir grunaðir um allsherjar markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlitið rannsakar grun um að stjórnendur Landsbankans og Glitnis hafi staðið fyrir allsherjar markaðsmisnotkun. Bankarnir hafi blekkt markaðinn með því að lána fyrir hlutabréfakaupum með veði í bréfunum sjálfum og þannig haldið verði á þeim uppi. 5. nóvember 2009 18:36 Rannsókn á meintri markaðsmisnotkun Imons langt komin Rannsókn sérstaks sakskóknara á meintri markaðsmisnotkun Imons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, er einna lengst komin af þeim þrjátíu málum sem eru til meðferðar hjá embættinu. 13. ágúst 2009 18:59 Allsherjarmisnotkun Landsbankans kærð 20. október 2010 00:01 Gamli Landsbankinn vill milljarða frá Imon Sex skuldamál gamla Landsbankans á hendur eignarhaldsfélaginu Imon ehf. verða tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn kemur. Eitt málanna er langstærst, en þar krefur bankinn Imon um fimm milljarða króna vegna láns til Imons fyrir kaupum félagsins í bankanum sjálfum, nokkrum dögum fyrir hrun í fyrrahaust. 6. nóvember 2009 06:00 Magnús Ármann ekki lengur til rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur hætt rannsókn á þætti fjárfestisins Magnúsar Ármann í svokölluðu Ímon-máli. Magnúsi barst bréf þess efnis frá saksóknaranum 9. febrúar. Þetta kemur fram í grein sem Magnús skrifar í Fréttablaðið og á Vísi í dag. 17. febrúar 2011 07:15 Magnús Ármann stendur í ströngu Í nægu er að snúast hjá Magnúsi Ármann þessa daganna. Kaupþing hefur stefnt honum, sérstakur sakskóknari rannsakar meinta markaðsmisnotkun í viðskiptum sem félag í hans eigu átti auk þess sem ríkisskattstjóri rannsakar greiðslukortanotkun hans. 25. ágúst 2009 18:59 Forstjóri FME sannfærður um markaðsmisnotkun Forstjóri Fjármálaeftirlitsins er sannfærður um að um markaðsmisnotkun sé að ræða í nokkrum málum sem send hafa verið til sérstaks saksóknara. Fleiri stór og alvarleg mál séu á leið þangað. 10. ágúst 2009 19:05 Ákært í Ímon málinu Eitt þeirra mála sem sérstakur saksóknari hefur ákært í og tengist Landsbankanum er svokallað Ímon mál, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag ákærði sérstakur saksóknari fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Landsbankans fyrir helgi vegna þriggja mála tengdum Landsbankanum en málin voru síðan sameinuð í eina ákæru. 19. mars 2013 11:19 „Blekktu samfélagið í heild“ Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. 20. mars 2013 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður verðbréfamiðlunar Landsbankans segir son sinn enn vera að jafna sig á því þegar hann horfði á föður sinn handtekinn í harkalegum aðgerðum sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Imon-málinu. Hann telur hörku í húsleit og handtöku algjörlega þarflausa enda hafi þetta verið tveimur og hálfu ári eftir að viðskiptin sem ákært var fyrir áttu sér stað. Hinn 3. október 2008, þremur dögum fyrir bankahrunið, seldi Landsbankinn bréf í sjálfum sér með 5 milljarða króna láni til félagsins Imon ehf. sem var í eigu Magnúsar Ármann. Málið var rannsakað af sérstökum saksóknara og Magnús hreinsaður af öllum sakargiftum. Þennan sama dag veitti bankinn 3,8 milljarða króna lán til félagsins Azalea Resources sem var í eigu Ari Salmivouri, finnsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, oft nefndur Ari finnski. Þrjú voru hins vegar ákærð fyrir markaðsmisnotkun vegna þessara viðskipta. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri og Elín Sigfúsdóttir og Steinþór Gunnarsson sem voru bæði í framkvæmdastjórn bankans. Þau Sigurjón og Elín fyrir umboðssvik með því að hafa farið út fyrir umboð sitt í bankanum með láninu og valdið bankanum fjártjóni vegna þeirra og öll þrjú fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, þegar þau hafi í raun ekki verið annað en sýndarviðskipti. Ákæran var gefin út 15. mars í fyrra. Fjóru og hálfu ári eftir að viðskiptin áttu sér stað. Í ákærunni segir að viðskiptin hafi gefið eftirspurn eftir bréfum Landsbankans ranglega og misvísandi til kynna, hafi falið í sér blekkingu og sýndarmennsku en með tilkynningu til Kauphallar hafi verið látið líta svo út að fjárfestir hefði lagt fé til kaupa á bréfunum þrátt fyrir að ekki hefði verið gengið frá fjármögnun vegna þeirra.Tilkynnti Kauphöll sem miðlari Í greinargerð Steinþórs Gunnarssonar, sem fréttastofan hefur undir höndum, er rakið að eina hlutverk Steinþórs í þessum viðskiptum hafi verið að tilkynna þau til Kauphallar sem miðlari en hann var yfir verðbréfamiðlun bankans á þessum tíma. Í greinargerðinni segir að Steinþór hafi engar upplýsingar haft um hvort eða hvernig viðskipti þau sem ákært er fyrir voru fjármögnuð, en í henni segir: „Ákærði hafði engar upplýsingar um hvort eða hvernig viðskipti þau sem ákært er fyrir og sem hann miðlaði voru á þeim tíma fjármögnuð. Ákærða var beinlínis óheimilt að afla þeirra upplýsinga.“ „Það hvort viðskiptin voru fjármögnuð að fullu eða hvort bankinn lánaði 100% fyrir viðskiptunum eða hvort frekari tryggingar væru veittar en í bréfunum sjálfum var ákærða óviðkomandi og ókunnugt um.“Ekkert svigrúm til að forða syni ákærða frá áfalli Í greinargerðinni er lýsing á því þegar Steinþór var handtekinn af lögreglumönnum frá embætti sérstaks saksóknara, en þar segir: „Að morgni dags heilum tveimur árum og á fjórða mánuð frá hinum meintu brotum og einu og hálfu ári eftir fyrri og ítarlega skýrslutöku ákærða, þegar ákærði var nýbúinn að aka sonum sínum í skólann kom flokkur manna á vegum embættisins, handtók ákærða fyrir utan heimili hans og gerði húsleit hjá honum. Þeir þeir kröfðust inngöngu voru þar fyrir eiginkona ákærða og yngsti sonur. Ekkert svigrúm var gefið til að forða syni ákærða frá því mikla áfalli sem þessi uppákoma var og sem hefur haft alvarleg áhrif á hans sálarlíf og hann er enn þann daginn í dag að bíta úr nálinni með.“ Eins og áður segir er upplýst í málinu að Landsbankinn lánaði að fullu fyrir þessum hlutabréfaviðskiptum, bæði Imon ehf. og Azalea Resources. Það sem hefur hins vegar ekki komið fram áður er að áður en Landsbankinn lánaði Azalea Resources í eigu áðurnefnds Ari Salmivouri hafði Landsbankinn í Lúxemborg hafnað að veita lán fyrir viðskiptunum. Það mun hafa verið vegna andstöðu Fjármálaeftirlitsins í Lúxemborg en ekki vegna þess að starfsmenn bankans í Lúxemborg töldu lánveitinguna óhagstæða bankanum.Í einkaviðtali okkar á Stöð 2 við Sigurjón Þ. Árnason hinn 20. mars í fyrra lýsti hann ákærunni sem miklum vonbrigðum. Aðalmeðferð í málinu hefst í fyrramálið í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Magnús sá eini sem hreinsaður var af sök Magnús Ármann er eini sakborningurinn í Ímon-málinu sem hefur verið hreinsaður af sök af embætti sérstaks saksóknara. Embættið hefur ekki sent mörg bréf til einstaklinga sem höfðu réttarstöðu sakbornings. 22. febrúar 2011 12:03 Landsbankinn og Glitnir grunaðir um allsherjar markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlitið rannsakar grun um að stjórnendur Landsbankans og Glitnis hafi staðið fyrir allsherjar markaðsmisnotkun. Bankarnir hafi blekkt markaðinn með því að lána fyrir hlutabréfakaupum með veði í bréfunum sjálfum og þannig haldið verði á þeim uppi. 5. nóvember 2009 18:36 Rannsókn á meintri markaðsmisnotkun Imons langt komin Rannsókn sérstaks sakskóknara á meintri markaðsmisnotkun Imons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, er einna lengst komin af þeim þrjátíu málum sem eru til meðferðar hjá embættinu. 13. ágúst 2009 18:59 Allsherjarmisnotkun Landsbankans kærð 20. október 2010 00:01 Gamli Landsbankinn vill milljarða frá Imon Sex skuldamál gamla Landsbankans á hendur eignarhaldsfélaginu Imon ehf. verða tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn kemur. Eitt málanna er langstærst, en þar krefur bankinn Imon um fimm milljarða króna vegna láns til Imons fyrir kaupum félagsins í bankanum sjálfum, nokkrum dögum fyrir hrun í fyrrahaust. 6. nóvember 2009 06:00 Magnús Ármann ekki lengur til rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur hætt rannsókn á þætti fjárfestisins Magnúsar Ármann í svokölluðu Ímon-máli. Magnúsi barst bréf þess efnis frá saksóknaranum 9. febrúar. Þetta kemur fram í grein sem Magnús skrifar í Fréttablaðið og á Vísi í dag. 17. febrúar 2011 07:15 Magnús Ármann stendur í ströngu Í nægu er að snúast hjá Magnúsi Ármann þessa daganna. Kaupþing hefur stefnt honum, sérstakur sakskóknari rannsakar meinta markaðsmisnotkun í viðskiptum sem félag í hans eigu átti auk þess sem ríkisskattstjóri rannsakar greiðslukortanotkun hans. 25. ágúst 2009 18:59 Forstjóri FME sannfærður um markaðsmisnotkun Forstjóri Fjármálaeftirlitsins er sannfærður um að um markaðsmisnotkun sé að ræða í nokkrum málum sem send hafa verið til sérstaks saksóknara. Fleiri stór og alvarleg mál séu á leið þangað. 10. ágúst 2009 19:05 Ákært í Ímon málinu Eitt þeirra mála sem sérstakur saksóknari hefur ákært í og tengist Landsbankanum er svokallað Ímon mál, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag ákærði sérstakur saksóknari fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Landsbankans fyrir helgi vegna þriggja mála tengdum Landsbankanum en málin voru síðan sameinuð í eina ákæru. 19. mars 2013 11:19 „Blekktu samfélagið í heild“ Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. 20. mars 2013 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Magnús sá eini sem hreinsaður var af sök Magnús Ármann er eini sakborningurinn í Ímon-málinu sem hefur verið hreinsaður af sök af embætti sérstaks saksóknara. Embættið hefur ekki sent mörg bréf til einstaklinga sem höfðu réttarstöðu sakbornings. 22. febrúar 2011 12:03
Landsbankinn og Glitnir grunaðir um allsherjar markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlitið rannsakar grun um að stjórnendur Landsbankans og Glitnis hafi staðið fyrir allsherjar markaðsmisnotkun. Bankarnir hafi blekkt markaðinn með því að lána fyrir hlutabréfakaupum með veði í bréfunum sjálfum og þannig haldið verði á þeim uppi. 5. nóvember 2009 18:36
Rannsókn á meintri markaðsmisnotkun Imons langt komin Rannsókn sérstaks sakskóknara á meintri markaðsmisnotkun Imons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, er einna lengst komin af þeim þrjátíu málum sem eru til meðferðar hjá embættinu. 13. ágúst 2009 18:59
Gamli Landsbankinn vill milljarða frá Imon Sex skuldamál gamla Landsbankans á hendur eignarhaldsfélaginu Imon ehf. verða tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn kemur. Eitt málanna er langstærst, en þar krefur bankinn Imon um fimm milljarða króna vegna láns til Imons fyrir kaupum félagsins í bankanum sjálfum, nokkrum dögum fyrir hrun í fyrrahaust. 6. nóvember 2009 06:00
Magnús Ármann ekki lengur til rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur hætt rannsókn á þætti fjárfestisins Magnúsar Ármann í svokölluðu Ímon-máli. Magnúsi barst bréf þess efnis frá saksóknaranum 9. febrúar. Þetta kemur fram í grein sem Magnús skrifar í Fréttablaðið og á Vísi í dag. 17. febrúar 2011 07:15
Magnús Ármann stendur í ströngu Í nægu er að snúast hjá Magnúsi Ármann þessa daganna. Kaupþing hefur stefnt honum, sérstakur sakskóknari rannsakar meinta markaðsmisnotkun í viðskiptum sem félag í hans eigu átti auk þess sem ríkisskattstjóri rannsakar greiðslukortanotkun hans. 25. ágúst 2009 18:59
Forstjóri FME sannfærður um markaðsmisnotkun Forstjóri Fjármálaeftirlitsins er sannfærður um að um markaðsmisnotkun sé að ræða í nokkrum málum sem send hafa verið til sérstaks saksóknara. Fleiri stór og alvarleg mál séu á leið þangað. 10. ágúst 2009 19:05
Ákært í Ímon málinu Eitt þeirra mála sem sérstakur saksóknari hefur ákært í og tengist Landsbankanum er svokallað Ímon mál, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag ákærði sérstakur saksóknari fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Landsbankans fyrir helgi vegna þriggja mála tengdum Landsbankanum en málin voru síðan sameinuð í eina ákæru. 19. mars 2013 11:19
„Blekktu samfélagið í heild“ Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. 20. mars 2013 07:00