Dögun og velferðarvinir Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skrifar 5. maí 2014 10:28 Svo virðist vera sem flugvallarmálið ætli enn einu sinni að verða eitt helsta kosningarmálið. Mörgum þykir knýjandi þörf að berjast gegn því að flugvöllurinn fari árið 2022, eftir heil tvö kjörtímabil. Svo knýjandi að sérstök hagsmunasamtök, Flugvallarvinir, ætla að beita sér sérstaklega gegn því. Að mínu mati og okkar í Dögun Reykjavík er mikilvægasta kosningarmálið velferðarmál, þar með talið aðgengi að öruggu þaki yfir höfuðið og ekki síður að grunnframfærsla þeirra sem búa við verst kjör í borginni sé mannsæmandi.Borgin ber ábyrgð á grunnframfærslu Ólíkt flugvallarverndun er það lagaleg skylda borgarinnar að tryggja fólki grunnframfærslu. Því miður eru engir háværir þrýstihópar sem styðja við baráttu þeirra sem eru verst settir í borginni okkar. Kannski er kominn tími til að stofna slíkan hóp. Við gætum kallað hann Velferðarvinir. Frá hruni hefur notendum félagslegra þjónustu Reykjavíkurborgar fjölgað umtalsvert. Sérstaklega hvað varðar fjárhagsaðstoð og á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Í mars 2014 biðu 854 eftir félagslegu leiguhúsnæði og í janúar 2014 fengu 1.936 einstaklingar einhverskonar fjárhagslega aðstoð frá Reykjavíkurborg. Það er skylda kjörinna fulltrúa að bregðast við þessu ástandi. Þetta er í það minnsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að láta til mín taka í pólitík. Dögun í Reykjavík leggur til aðgerðir í tveim liðum til að sporna við fátækt og fjölgun einstaklinga á fjárhagsaðstoð. Í fyrsta lagi þarf að hækka lágmarksframfærslu sem er nú 169.000 krónur á mánuði fyrir skatt. Sú upphæð er ekki bara óviðunandi heldur einnig óraunhæf eins og neysluviðmið sýna. Með svo lágri framfærslu er borgin nánast að samþykkja fátækt einstaklinga og barna. Því má bæta við Dögun telur lægstu laun einnig vera allt of lág og mun beitar sér fyrir hækkun þeirra. Í öðru lagi þarf að veita einstaklingum á fjárhagsaðstoð tækifæri til að bæta lífsgæði sín og komast út á vinnumarkað eða taka virkan þátt í samfélaginu með öðrum hætti. Bæta þarf verulega þau vinnumarkaðsúrræði sem einstaklingum bjóðast nú. Það er lágmarks krafa að veita fólki tækifæri á að sjá sér og sínum farboða. Þá ættu slík úrræði að byggjast á notendasamráði þar sem úrræðin væru byggð á þörfum, skoðunum og kröfum notenda þjónustunnar.Byggjum betra samfélagFátækt kemur okkur öllum við. Sem samfélagsvandamál elur hún af sér vanheilsu, menntunarskort, aukna glæpatíðni og félagslega einangrun svo eitthvað sé nefnt. Ef við viljum búa í góðu samfélagi þurfum við að tryggja að allir fái viðeigandi framfærslu og tækifæri til aukinna lífsgæða. Við sem stöndum að Dögun í Reykjavík viljum sporna við fátækt í Reykjavík og gerum það að okkar forgangsmáli í komandi sveitarstjórnarkosningum. Að tryggja að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík eftir átta ár kann að skipta máli. Að mínu mati er þó mun mikilvægara núna að tryggja velferð borgarbúa. Þegar lágmarksframfærsla er orðin raunhæf getum við rætt um flugvöllinn og hugsanlegan flutning hans eftir tvö kjörtímabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist vera sem flugvallarmálið ætli enn einu sinni að verða eitt helsta kosningarmálið. Mörgum þykir knýjandi þörf að berjast gegn því að flugvöllurinn fari árið 2022, eftir heil tvö kjörtímabil. Svo knýjandi að sérstök hagsmunasamtök, Flugvallarvinir, ætla að beita sér sérstaklega gegn því. Að mínu mati og okkar í Dögun Reykjavík er mikilvægasta kosningarmálið velferðarmál, þar með talið aðgengi að öruggu þaki yfir höfuðið og ekki síður að grunnframfærsla þeirra sem búa við verst kjör í borginni sé mannsæmandi.Borgin ber ábyrgð á grunnframfærslu Ólíkt flugvallarverndun er það lagaleg skylda borgarinnar að tryggja fólki grunnframfærslu. Því miður eru engir háværir þrýstihópar sem styðja við baráttu þeirra sem eru verst settir í borginni okkar. Kannski er kominn tími til að stofna slíkan hóp. Við gætum kallað hann Velferðarvinir. Frá hruni hefur notendum félagslegra þjónustu Reykjavíkurborgar fjölgað umtalsvert. Sérstaklega hvað varðar fjárhagsaðstoð og á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Í mars 2014 biðu 854 eftir félagslegu leiguhúsnæði og í janúar 2014 fengu 1.936 einstaklingar einhverskonar fjárhagslega aðstoð frá Reykjavíkurborg. Það er skylda kjörinna fulltrúa að bregðast við þessu ástandi. Þetta er í það minnsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að láta til mín taka í pólitík. Dögun í Reykjavík leggur til aðgerðir í tveim liðum til að sporna við fátækt og fjölgun einstaklinga á fjárhagsaðstoð. Í fyrsta lagi þarf að hækka lágmarksframfærslu sem er nú 169.000 krónur á mánuði fyrir skatt. Sú upphæð er ekki bara óviðunandi heldur einnig óraunhæf eins og neysluviðmið sýna. Með svo lágri framfærslu er borgin nánast að samþykkja fátækt einstaklinga og barna. Því má bæta við Dögun telur lægstu laun einnig vera allt of lág og mun beitar sér fyrir hækkun þeirra. Í öðru lagi þarf að veita einstaklingum á fjárhagsaðstoð tækifæri til að bæta lífsgæði sín og komast út á vinnumarkað eða taka virkan þátt í samfélaginu með öðrum hætti. Bæta þarf verulega þau vinnumarkaðsúrræði sem einstaklingum bjóðast nú. Það er lágmarks krafa að veita fólki tækifæri á að sjá sér og sínum farboða. Þá ættu slík úrræði að byggjast á notendasamráði þar sem úrræðin væru byggð á þörfum, skoðunum og kröfum notenda þjónustunnar.Byggjum betra samfélagFátækt kemur okkur öllum við. Sem samfélagsvandamál elur hún af sér vanheilsu, menntunarskort, aukna glæpatíðni og félagslega einangrun svo eitthvað sé nefnt. Ef við viljum búa í góðu samfélagi þurfum við að tryggja að allir fái viðeigandi framfærslu og tækifæri til aukinna lífsgæða. Við sem stöndum að Dögun í Reykjavík viljum sporna við fátækt í Reykjavík og gerum það að okkar forgangsmáli í komandi sveitarstjórnarkosningum. Að tryggja að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík eftir átta ár kann að skipta máli. Að mínu mati er þó mun mikilvægara núna að tryggja velferð borgarbúa. Þegar lágmarksframfærsla er orðin raunhæf getum við rætt um flugvöllinn og hugsanlegan flutning hans eftir tvö kjörtímabil.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun