Réttur til mannréttinda Alma Rut Lindudóttir skrifar 13. maí 2014 12:43 Fyrir nokkrum árum síðan var ég að vinna á sólbaðsstofu sem var staðsett við Fógetagarðinn. Ég var einstæð móðir með tvo stráka á grunnskólaaldri. Staða mín var eins og margra annarra í þjóðfélaginu, dálítið erfið. Ég var með óhagstæð lán, íbúðarlánin mín hækkuðu upp úr öllu valdi og ofan á það komu framkvæmdir á blokkinni sem ég bjó í. Að auki var ég ekki fær um að vinna 100 prósent vinnu vegna veikinda. Á þessum tíma var fjárhagur minn ekki upp á sitt besta. Ég viðurkenni alveg að ég vældi yfir stöðu minni og lagðist í sjálfsvorkunn. En ég var móðir og þurfti að taka ábyrgð, ég þurfti að standa mig og gera það besta úr aðstæðunum fyrir mig og börnin mín. Fyrir utan vinnuna mína voru bekkir, á þeim sat fólk. Stundum nokkrar konur, en oftast voru fleiri karlmenn. Flestir í Fógetagarðinum voru komnir yfir þrítugt það kom þó nokkrum sinnum fyrir að þar voru einstaklingar alveg niður í 18 ára. Sama hvernig veðrið var þá var yfirleitt alltaf eitthvað líf í Fógetagarðinum, sérstaklega á sumrin, en þá var legið í sólbaði, drukkinn bjór og haft það notalegt. Veturnir voru verri þá var kalt, sumir klæddu sig í kraftgalla, á meðan aðrir reyndu að komast inn í skjól.Lærði mikið af fólkinu í fógetagarðinum Í fógetagarðinum sat fólk sem átti eftir að kenna mér svo mikið og þá aðallega að þakka fyrir það sem ég átti og hafði. Flestir af þessum einstaklingum höfðu farið aðra braut í lífinu heldur en ég, í flestum tilfellum var það ekki þeirra val heldur sjúkdómur sem stýrði því. Flestir drukku mikið áfengi, aðrir voru í harðari efnum og svo voru líka einstaklingar sem höfðu verið í neyslu, en voru orðnir edrú. Ég hlustaði á sögurnar þeirra. Margar skemmtilegar, aðrar sorglegar og nokkrar virkilega átakanlegar. Margir áttu sögu sem gerði það að verkum að þeir byrjuðu að drekka. Oft virðist það hafa gerst að átakanlegir hlutir leiddu fólkið út í neysluna til að byrja með og svo fór sjúkdómurinn að taka völdin. Eftir kynni mín af Fógetagarðinum og lífinu þar þá hætti ég að kvarta yfir mörgum hlutum, ég hætti að vorkenna sjálfri mér og þakkaði betur og meira fyrir það sem ég hafði. Þegar ég sá aðstæður einstaklinga sem höfðu ekki heimili eða rúm til þess að sofa í þá breyttist mitt hugafar mikið. Ég hugsaði um það hvernig lífið væri ef maður gæti ekki farið heim ef það væri ekkert heima því við vitum vel hversu mikils virði heimilið okkar er. Eftir þennan tíma í fógetagarðinum upplifði ég líka margt annað, ég sá hlutina öðruvísi en áður.Fólk í fyrsta sæti Við fæðumst inn í þennan heim, við vorum öll saklaus lítil börn sem lékum okkur, fórum í grunnskóla og fetuðum okkur út í lífið. Sennilega erum við þannig flest að við viljum láta koma fram við okkur af virðingu. Við höfum hvorki rétt til þess að dæma aðra, né til þess að horfa niður á fólk og sýna óvirðingu. Hvar sem þú ert í lífinu, á hvaða stað þú ert eða hvað sem þú ert að gera þá ertu ekki yfir neinn hafin. Hver einasta persóna hefur sinn rétt, rétt til þess að komið sé fram við hana af virðingu. Í fjögur ár hef ég lagt mikið í það að bæta aðbúnað þeirra sem hafa orðið utangarðs. Margir þeirra sátu í Fógetagarðinum um árin. Ég nota orðið utangarðs því þessir einstaklingar hafa ekki fengið og fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á að fá. Þjónusta við utangarðsfólk þarf að vera meiri og auka þarf úrræðum. Það er mikið af góðum úrræðum í boði en gríðarleg þörf á fleirum og fjölbreyttari. Mestu þörfina í dag tel ég vera úrræði fyrir einstaklinga sem koma úr meðferð og bíða eftir plássi á öðrum stöðum. Það er mikil þörf á fleiri félagslegum íbúðum og öðru heimili fyrir karlmenn með vímuefnavanda heimili eins og er í dag á Njálsgötu. Mín skoðun er sú að það á að setja fólk í fyrsta sæti og aðra hluti þar á eftir. Við þurfum að byrja á því að sporna við fátækt, það eiga allir að eiga sitt heimili og geta framfleytt sér og sínum. Við viljum betri borg fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum síðan var ég að vinna á sólbaðsstofu sem var staðsett við Fógetagarðinn. Ég var einstæð móðir með tvo stráka á grunnskólaaldri. Staða mín var eins og margra annarra í þjóðfélaginu, dálítið erfið. Ég var með óhagstæð lán, íbúðarlánin mín hækkuðu upp úr öllu valdi og ofan á það komu framkvæmdir á blokkinni sem ég bjó í. Að auki var ég ekki fær um að vinna 100 prósent vinnu vegna veikinda. Á þessum tíma var fjárhagur minn ekki upp á sitt besta. Ég viðurkenni alveg að ég vældi yfir stöðu minni og lagðist í sjálfsvorkunn. En ég var móðir og þurfti að taka ábyrgð, ég þurfti að standa mig og gera það besta úr aðstæðunum fyrir mig og börnin mín. Fyrir utan vinnuna mína voru bekkir, á þeim sat fólk. Stundum nokkrar konur, en oftast voru fleiri karlmenn. Flestir í Fógetagarðinum voru komnir yfir þrítugt það kom þó nokkrum sinnum fyrir að þar voru einstaklingar alveg niður í 18 ára. Sama hvernig veðrið var þá var yfirleitt alltaf eitthvað líf í Fógetagarðinum, sérstaklega á sumrin, en þá var legið í sólbaði, drukkinn bjór og haft það notalegt. Veturnir voru verri þá var kalt, sumir klæddu sig í kraftgalla, á meðan aðrir reyndu að komast inn í skjól.Lærði mikið af fólkinu í fógetagarðinum Í fógetagarðinum sat fólk sem átti eftir að kenna mér svo mikið og þá aðallega að þakka fyrir það sem ég átti og hafði. Flestir af þessum einstaklingum höfðu farið aðra braut í lífinu heldur en ég, í flestum tilfellum var það ekki þeirra val heldur sjúkdómur sem stýrði því. Flestir drukku mikið áfengi, aðrir voru í harðari efnum og svo voru líka einstaklingar sem höfðu verið í neyslu, en voru orðnir edrú. Ég hlustaði á sögurnar þeirra. Margar skemmtilegar, aðrar sorglegar og nokkrar virkilega átakanlegar. Margir áttu sögu sem gerði það að verkum að þeir byrjuðu að drekka. Oft virðist það hafa gerst að átakanlegir hlutir leiddu fólkið út í neysluna til að byrja með og svo fór sjúkdómurinn að taka völdin. Eftir kynni mín af Fógetagarðinum og lífinu þar þá hætti ég að kvarta yfir mörgum hlutum, ég hætti að vorkenna sjálfri mér og þakkaði betur og meira fyrir það sem ég hafði. Þegar ég sá aðstæður einstaklinga sem höfðu ekki heimili eða rúm til þess að sofa í þá breyttist mitt hugafar mikið. Ég hugsaði um það hvernig lífið væri ef maður gæti ekki farið heim ef það væri ekkert heima því við vitum vel hversu mikils virði heimilið okkar er. Eftir þennan tíma í fógetagarðinum upplifði ég líka margt annað, ég sá hlutina öðruvísi en áður.Fólk í fyrsta sæti Við fæðumst inn í þennan heim, við vorum öll saklaus lítil börn sem lékum okkur, fórum í grunnskóla og fetuðum okkur út í lífið. Sennilega erum við þannig flest að við viljum láta koma fram við okkur af virðingu. Við höfum hvorki rétt til þess að dæma aðra, né til þess að horfa niður á fólk og sýna óvirðingu. Hvar sem þú ert í lífinu, á hvaða stað þú ert eða hvað sem þú ert að gera þá ertu ekki yfir neinn hafin. Hver einasta persóna hefur sinn rétt, rétt til þess að komið sé fram við hana af virðingu. Í fjögur ár hef ég lagt mikið í það að bæta aðbúnað þeirra sem hafa orðið utangarðs. Margir þeirra sátu í Fógetagarðinum um árin. Ég nota orðið utangarðs því þessir einstaklingar hafa ekki fengið og fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á að fá. Þjónusta við utangarðsfólk þarf að vera meiri og auka þarf úrræðum. Það er mikið af góðum úrræðum í boði en gríðarleg þörf á fleirum og fjölbreyttari. Mestu þörfina í dag tel ég vera úrræði fyrir einstaklinga sem koma úr meðferð og bíða eftir plássi á öðrum stöðum. Það er mikil þörf á fleiri félagslegum íbúðum og öðru heimili fyrir karlmenn með vímuefnavanda heimili eins og er í dag á Njálsgötu. Mín skoðun er sú að það á að setja fólk í fyrsta sæti og aðra hluti þar á eftir. Við þurfum að byrja á því að sporna við fátækt, það eiga allir að eiga sitt heimili og geta framfleytt sér og sínum. Við viljum betri borg fyrir alla.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun