Þegar skipt er um akrein í pólitík Gísli H. Halldórsson skrifar 28. maí 2014 10:37 Mörgum félögum mínum og vinum þótti leitt að sjá á eftir mér úr fylkingarbrjósti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Mér þykir að sjálfsögðu vænt um að heyra það, en því miður var mér löngu ljóst að ég væri kominn á leiðarenda á þeim vígstöðvum. Frekar tilraunir af minni hálfu til starfa sem bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna voru dæmdar til að takast miklu verr en ég tel nauðsynlegt. Þetta sá ég fyrir meira en ári síðan. Það var hinsvegar aðeins fyrir stuttu sem ég komst að því hvernig ég gæti best varið mínum kröftum í stjórnmálunum í Ísafjarðarbæ; með Í-listanum, sem að mörgu leyti hefur endurfæðst sem þverpólitískt afl. Þá stóð ég jafnframt frammi fyrir stórum spurningum: Hvernig á að hætta að starfa fyrir eitt stjórnmálaafl og byrja að starfa fyrir annað? Er hægt að gera þetta þannig að allir verði ánægðir? Hvað segja lögin um þetta? Einfalt er að svara þessu með ánægjuna. Það er hreinlega ekki hægt að gera þessa hluti þannig að öllum líki. Þetta hefur oft gerst í íslenskri pólitík og það verða alltaf einhver læti. Mér þykir leitt ef einhverjir góðir vinir mínir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun mína, en ég er ekki í pólitík til að geðjast vinum mínum. Vonandi fyrirgefa þeir mér þetta. Aftur á móti má leita leiðbeininga í sveitarstjórnarlögum um það hvernig hinum spurningunum er svarað. IV kafli laganna fjallar um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.IV. kafli. Réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.22. gr.Mætingarskylda. Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.24. gr.Aðrar almennar skyldur sveitarstjórnarmanna. Hverjum sveitarstjórnarmanni er skylt að inna af hendi störf sem sveitarstjórn felur honum og varða verkefni sveitarstjórnarinnar. Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.25. gr.Sjálfstæði í starfi. Sveitarstjórnarmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum. Þeir eru einungis bundnir af lögum og eigin sannfæringu um afstöðu til einstakra mála. Með þetta að leiðarljósi hef ég lagt ofuráherslu á að sýna full heilindi áfram í störfum mínum. Það er að mínu mati ekki í boði að skorast af hólmi. Stíga þarf ölduna þar til fleyið er í höfn. Þrátt fyrir mjóróma óánægjuraddir sem heyrst hafa undafarið er einn hlutur alveg á hreinu. Ég mun aldrei láta óánægða andstæðinga mína semja fyrir mig reglur um það hvernig taka skal þátt í stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Mörgum félögum mínum og vinum þótti leitt að sjá á eftir mér úr fylkingarbrjósti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Mér þykir að sjálfsögðu vænt um að heyra það, en því miður var mér löngu ljóst að ég væri kominn á leiðarenda á þeim vígstöðvum. Frekar tilraunir af minni hálfu til starfa sem bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna voru dæmdar til að takast miklu verr en ég tel nauðsynlegt. Þetta sá ég fyrir meira en ári síðan. Það var hinsvegar aðeins fyrir stuttu sem ég komst að því hvernig ég gæti best varið mínum kröftum í stjórnmálunum í Ísafjarðarbæ; með Í-listanum, sem að mörgu leyti hefur endurfæðst sem þverpólitískt afl. Þá stóð ég jafnframt frammi fyrir stórum spurningum: Hvernig á að hætta að starfa fyrir eitt stjórnmálaafl og byrja að starfa fyrir annað? Er hægt að gera þetta þannig að allir verði ánægðir? Hvað segja lögin um þetta? Einfalt er að svara þessu með ánægjuna. Það er hreinlega ekki hægt að gera þessa hluti þannig að öllum líki. Þetta hefur oft gerst í íslenskri pólitík og það verða alltaf einhver læti. Mér þykir leitt ef einhverjir góðir vinir mínir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun mína, en ég er ekki í pólitík til að geðjast vinum mínum. Vonandi fyrirgefa þeir mér þetta. Aftur á móti má leita leiðbeininga í sveitarstjórnarlögum um það hvernig hinum spurningunum er svarað. IV kafli laganna fjallar um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.IV. kafli. Réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.22. gr.Mætingarskylda. Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.24. gr.Aðrar almennar skyldur sveitarstjórnarmanna. Hverjum sveitarstjórnarmanni er skylt að inna af hendi störf sem sveitarstjórn felur honum og varða verkefni sveitarstjórnarinnar. Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.25. gr.Sjálfstæði í starfi. Sveitarstjórnarmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum. Þeir eru einungis bundnir af lögum og eigin sannfæringu um afstöðu til einstakra mála. Með þetta að leiðarljósi hef ég lagt ofuráherslu á að sýna full heilindi áfram í störfum mínum. Það er að mínu mati ekki í boði að skorast af hólmi. Stíga þarf ölduna þar til fleyið er í höfn. Þrátt fyrir mjóróma óánægjuraddir sem heyrst hafa undafarið er einn hlutur alveg á hreinu. Ég mun aldrei láta óánægða andstæðinga mína semja fyrir mig reglur um það hvernig taka skal þátt í stjórnmálum.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun