Skipta hugmyndir máli? Anna Lára Steindal skrifar 27. maí 2014 21:56 Allir vita að hugmyndir skipta máli, því hugmyndir eru undanfari nánast alls þess sem við tökum okkur fyrir hendur í lífinu. Að hafa hugmynd og skýra sýn (ekki bara fyrir næstu viku, eða næsta kjörtímabil heldur til lengri framtíðar sem einhvers konar grundvallarforsendu) er lykill að árangri á öllum sviðum.Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna.Þeir sem hafa t.d. lesið bækur eða farið á námskeið sem miðar að því að láta drauma sína rætast þekkja þessa forsendu sem fyrsta boðorð þeirra sem hafa náð árangri. Ef við snúum þessu við þýðir þetta að undirliggjandi hugmyndir okkar ráði heilmiklu um það hvers konar tilveru – eða samfélag – við búum okkur. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar stjórnmál eru annars vegar því það eru hugmyndir þeirra sem komast til áhrifa í stjórnmálum sem hafa mest um það að segja hvernig formleg umgjörð um sameiginlega tilveru okkar verður næstu fjögur árin. Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna. Hvers konar samfélag viljum við búa okkur? Og hvernig verður slíkt samfélag til?Hvernig getum við stillt saman alla strengi stjórnsýslu og samfélags þannig að allir séu að vinna á sömu forsendum að sama markmiði, að sameiginlegri velferð okkar allra?Til þess að vera sem best í stakk búin til að sinna þeim verkefnum sem við sækjumst eftir umboði til höfum við í Bjartri framtíð velt eðli samfélags og samskipta heilmikið fyrir okkur. Til að geta tekið góðar og réttlátar ákvarðanir um samfélagið þurfum við að vita hvað samfélag er. Niðurstaðan er sáraenföld, einsog oft er um mikilvægan sannleika: Í grundvallaratriðum er samfélagið á Akranesi ekkert annað en sameiginlegur vettvangur okkar sem búum á Akranesi, veruleiki sem við berum öll ábyrgð á. Samfélag verður til í samskiptum okkar, orðræðu, viðhorfum, hugmyndum og samkomulagi um hvaða fyrirkomulag við viljum hafa á sameiginlegum málum okkar. Aðferðin sem við notum til að komast að þessu samkomulagi heitir lýðræði og felst m.a. í því að veita fulltrúum sem bjóða sig fram til þjónustu umboð í kosningum sem fram fara á fjögurra ára fresti. En þar með er ekki öll sagan sögð.Samfélag nærist á viðvarandi samræðu og samstarfi. Án þess staðnar ferlið og samfélagið um leið. Þess vegna þurfa þeir sem þjóna í forystunni að vera í sífelldri samræðu við íbúa í sveitarfélaginu og ganga úr skugga um að allir eigi aðgang að samræðunni. Á bæjarbúum hvílir á móti sú skylda að láta sig samræðuna og sameiginlega hagsmuni okkar allra varða, en stjórnast ekki af þröngum einkahagsmunum.Björt framtíð telur því að árangursríkasta leiðin til þess að byggja gott samfélag sé að leggja áherslu á hugmyndir, innsýn og samræðu um sameignlegan veruleika okkar, um samfélagið á Akranesi. Þess vegna erum við frjálslyndur flokkur. Verkefnin þarf að sníða þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en ekki öfugt. Þess vegna erum við ákaflega treg til þess að gefa einstök kosningaloforð. Þegar búið er að flétta alla þræði saman gætum við (meira að segja mjög líklega) staðið frammi fyrir því að þurfa að svíkja loforðin og það viljum við ekki. Það eina sem við lofum er að vera samkvæm hugsjónum okkar um jafnræði, lýðræði, skapandi stjórnsýlsu og kærleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Allir vita að hugmyndir skipta máli, því hugmyndir eru undanfari nánast alls þess sem við tökum okkur fyrir hendur í lífinu. Að hafa hugmynd og skýra sýn (ekki bara fyrir næstu viku, eða næsta kjörtímabil heldur til lengri framtíðar sem einhvers konar grundvallarforsendu) er lykill að árangri á öllum sviðum.Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna.Þeir sem hafa t.d. lesið bækur eða farið á námskeið sem miðar að því að láta drauma sína rætast þekkja þessa forsendu sem fyrsta boðorð þeirra sem hafa náð árangri. Ef við snúum þessu við þýðir þetta að undirliggjandi hugmyndir okkar ráði heilmiklu um það hvers konar tilveru – eða samfélag – við búum okkur. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar stjórnmál eru annars vegar því það eru hugmyndir þeirra sem komast til áhrifa í stjórnmálum sem hafa mest um það að segja hvernig formleg umgjörð um sameiginlega tilveru okkar verður næstu fjögur árin. Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna. Hvers konar samfélag viljum við búa okkur? Og hvernig verður slíkt samfélag til?Hvernig getum við stillt saman alla strengi stjórnsýslu og samfélags þannig að allir séu að vinna á sömu forsendum að sama markmiði, að sameiginlegri velferð okkar allra?Til þess að vera sem best í stakk búin til að sinna þeim verkefnum sem við sækjumst eftir umboði til höfum við í Bjartri framtíð velt eðli samfélags og samskipta heilmikið fyrir okkur. Til að geta tekið góðar og réttlátar ákvarðanir um samfélagið þurfum við að vita hvað samfélag er. Niðurstaðan er sáraenföld, einsog oft er um mikilvægan sannleika: Í grundvallaratriðum er samfélagið á Akranesi ekkert annað en sameiginlegur vettvangur okkar sem búum á Akranesi, veruleiki sem við berum öll ábyrgð á. Samfélag verður til í samskiptum okkar, orðræðu, viðhorfum, hugmyndum og samkomulagi um hvaða fyrirkomulag við viljum hafa á sameiginlegum málum okkar. Aðferðin sem við notum til að komast að þessu samkomulagi heitir lýðræði og felst m.a. í því að veita fulltrúum sem bjóða sig fram til þjónustu umboð í kosningum sem fram fara á fjögurra ára fresti. En þar með er ekki öll sagan sögð.Samfélag nærist á viðvarandi samræðu og samstarfi. Án þess staðnar ferlið og samfélagið um leið. Þess vegna þurfa þeir sem þjóna í forystunni að vera í sífelldri samræðu við íbúa í sveitarfélaginu og ganga úr skugga um að allir eigi aðgang að samræðunni. Á bæjarbúum hvílir á móti sú skylda að láta sig samræðuna og sameiginlega hagsmuni okkar allra varða, en stjórnast ekki af þröngum einkahagsmunum.Björt framtíð telur því að árangursríkasta leiðin til þess að byggja gott samfélag sé að leggja áherslu á hugmyndir, innsýn og samræðu um sameignlegan veruleika okkar, um samfélagið á Akranesi. Þess vegna erum við frjálslyndur flokkur. Verkefnin þarf að sníða þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en ekki öfugt. Þess vegna erum við ákaflega treg til þess að gefa einstök kosningaloforð. Þegar búið er að flétta alla þræði saman gætum við (meira að segja mjög líklega) staðið frammi fyrir því að þurfa að svíkja loforðin og það viljum við ekki. Það eina sem við lofum er að vera samkvæm hugsjónum okkar um jafnræði, lýðræði, skapandi stjórnsýlsu og kærleika.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun