Í Garðabæ mega margir leggja fáa í einelti Halldór Jörgensson skrifar 23. maí 2014 10:16 Snemma árs 2010 tók ég mér frí og fór hringferð um landið. Ég heimsótti meðal annars skóla á landsbyggðinni og ræddi um netöryggi og rafrænt einelti. Á öllum stöðum sem ég kom á/heimsótti þekktu börnin dæmi um einhverja tegund eineltis hvort sem það var rafrænt eða í öðru formi. Einelti hverfur ekki úr skólum eða úr samfélaginu þótt af og til sé farið í „átak“ til að sporna við því. Þetta er eins og megrunarátakið, sem virkar bara tímabundið. Einelti kemur upp aftur og aftur. Þess vegna þarf sífellt að vera á verði gagnvart því og beita réttum aðferðum til að halda því í skefjum. Nýlegur fréttaflutningur af einelti, depurð og slagsmálum í Garðabæ hefur vakið viðbrögð ýmissa. Nýlega birtist grein í Garðapóstinum þar sem bent var á að fréttaflutningur af einelti og depurð væri villandi. Er þar meðal annars bent á að rannsóknin sé gömul eða um fjögurra til fimm ára. Þá er vikið að tíðni eineltis og bent á að fjöldi nemenda sem hafa upplifað einelti sé svipaður og í nágrannasveitarfélögum. Hins vegar sögðust fleiri nemendur í Garðabæ hafa tekið þátt í einelti „sem bendir til þess að á þessum tíma hafi margir tekið þátt í að leggja fáa í einelti“. Sem sagt, svipaður fjöldi þolenda og í öðrum sveitarfélögum en töluvert fleiri gerendur. Er það í lagi? Finnst okkur það ásættanlegt að stór hópur leggi minni hóp í einelti? Ef marka má greinina er hugsanlegt að þetta sé allt komið í lag núna þar sem upprunanleg könnun er gömul. Er það rétt? Greinin bendir einnig á að hægt sé að tilkynna einelti á vefsíðu Garðabæjar. Væri þá ekki réttast að birta upplýsingar um tíðni eineltistilkynninga, þróun þeirra og hve mikill fjöldi slíkra tilkynninga hefur fengið farsæla lausn? Sjálfur hef ég upplifað einelti í æsku minni og óska engum að vera í þeirri stöðu. Ekki einni manneskju. Síðastliðinn vetur hef ég svo heyrt af mörgum eineltistilfellum í Garðabæ. Tilfellum þar sem kerfið hefur brugðist því eina lausnin fyrir foreldra hefur verið að láta barnið skipta um skóla. Það er grafalvarlegt mál. Þess vegna skil ég ekki tilburði greinarhöfunda að réttlæta ástand sem greinilega er ekki í lagi. Væri ekki réttast að viðurkenna vandamálið og leita lausna á því í stað þess að vera í afneitun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Snemma árs 2010 tók ég mér frí og fór hringferð um landið. Ég heimsótti meðal annars skóla á landsbyggðinni og ræddi um netöryggi og rafrænt einelti. Á öllum stöðum sem ég kom á/heimsótti þekktu börnin dæmi um einhverja tegund eineltis hvort sem það var rafrænt eða í öðru formi. Einelti hverfur ekki úr skólum eða úr samfélaginu þótt af og til sé farið í „átak“ til að sporna við því. Þetta er eins og megrunarátakið, sem virkar bara tímabundið. Einelti kemur upp aftur og aftur. Þess vegna þarf sífellt að vera á verði gagnvart því og beita réttum aðferðum til að halda því í skefjum. Nýlegur fréttaflutningur af einelti, depurð og slagsmálum í Garðabæ hefur vakið viðbrögð ýmissa. Nýlega birtist grein í Garðapóstinum þar sem bent var á að fréttaflutningur af einelti og depurð væri villandi. Er þar meðal annars bent á að rannsóknin sé gömul eða um fjögurra til fimm ára. Þá er vikið að tíðni eineltis og bent á að fjöldi nemenda sem hafa upplifað einelti sé svipaður og í nágrannasveitarfélögum. Hins vegar sögðust fleiri nemendur í Garðabæ hafa tekið þátt í einelti „sem bendir til þess að á þessum tíma hafi margir tekið þátt í að leggja fáa í einelti“. Sem sagt, svipaður fjöldi þolenda og í öðrum sveitarfélögum en töluvert fleiri gerendur. Er það í lagi? Finnst okkur það ásættanlegt að stór hópur leggi minni hóp í einelti? Ef marka má greinina er hugsanlegt að þetta sé allt komið í lag núna þar sem upprunanleg könnun er gömul. Er það rétt? Greinin bendir einnig á að hægt sé að tilkynna einelti á vefsíðu Garðabæjar. Væri þá ekki réttast að birta upplýsingar um tíðni eineltistilkynninga, þróun þeirra og hve mikill fjöldi slíkra tilkynninga hefur fengið farsæla lausn? Sjálfur hef ég upplifað einelti í æsku minni og óska engum að vera í þeirri stöðu. Ekki einni manneskju. Síðastliðinn vetur hef ég svo heyrt af mörgum eineltistilfellum í Garðabæ. Tilfellum þar sem kerfið hefur brugðist því eina lausnin fyrir foreldra hefur verið að láta barnið skipta um skóla. Það er grafalvarlegt mál. Þess vegna skil ég ekki tilburði greinarhöfunda að réttlæta ástand sem greinilega er ekki í lagi. Væri ekki réttast að viðurkenna vandamálið og leita lausna á því í stað þess að vera í afneitun?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun