Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2014 15:49 Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor Vísir/Valli Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem skrifaði í dag undir samning við stofnunina vegna verkefnisins. Miðað er við að verkefninu ljúki sumarið 2015. Verkefnið skiptist í fjóra megin hluta; rannsókn á forsendum bandaríska seðlabankans fyrir gjaldeyrisskiptasamningum og neitun á slíkum samningum, rannsókn á forsendum breska fjármálaeftirlitisins fyrir lokun sumra banka í fjármálakreppunni 2007–2008 og björgun annarra, rannsókn á forsendum bresku ríkisstjórnarinnar fyrir að nota lög gegn hryðjuverkum til að loka íslenskum banka og mat á tjóni íslenskra banka og fyrirtækja á skyndisölu ýmissa eigna, sem knúin var fram með ákvörðunum erlendra stjórnvalda eða fyrirtækja. Bæði innlendir og erlendir aðilar verða fengnir til aðstoðar, rætt við þá eða gagna aflað hjá þeim, eftir því sem kostur er samkvæmt tilkynningunni. Þar má nefna hagfræðinga, fyrrum fjármála- og forsætisráðherra í Bretlandi, fyrrum seðlabankastjóra Bretlands, fyrrum bankastjóra seðlabanka New-York ríkis og fleiri. Hvað íslenska banka og fyrirtæki snertir, má nefna að rætt verður við, eða aflað gagna hjá fyrrum forsvarsmönnum íslenskra banka og forsvarsmönnum slitastjórna bankanna. Verkið verður unnið á tímabilinu júlí 2014 til júlí 2015, en undirbúningur hófst haustið 2013. Frægt er þegar Hannes Hólmsteinn útskýrði íslenska efnahagsundrið sem gestur í Íslandi í dag haustið 2007. Tilefnið var fyrirlestur sem hann hélt í Háskóla Íslands daginn eftir um sama málefni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem skrifaði í dag undir samning við stofnunina vegna verkefnisins. Miðað er við að verkefninu ljúki sumarið 2015. Verkefnið skiptist í fjóra megin hluta; rannsókn á forsendum bandaríska seðlabankans fyrir gjaldeyrisskiptasamningum og neitun á slíkum samningum, rannsókn á forsendum breska fjármálaeftirlitisins fyrir lokun sumra banka í fjármálakreppunni 2007–2008 og björgun annarra, rannsókn á forsendum bresku ríkisstjórnarinnar fyrir að nota lög gegn hryðjuverkum til að loka íslenskum banka og mat á tjóni íslenskra banka og fyrirtækja á skyndisölu ýmissa eigna, sem knúin var fram með ákvörðunum erlendra stjórnvalda eða fyrirtækja. Bæði innlendir og erlendir aðilar verða fengnir til aðstoðar, rætt við þá eða gagna aflað hjá þeim, eftir því sem kostur er samkvæmt tilkynningunni. Þar má nefna hagfræðinga, fyrrum fjármála- og forsætisráðherra í Bretlandi, fyrrum seðlabankastjóra Bretlands, fyrrum bankastjóra seðlabanka New-York ríkis og fleiri. Hvað íslenska banka og fyrirtæki snertir, má nefna að rætt verður við, eða aflað gagna hjá fyrrum forsvarsmönnum íslenskra banka og forsvarsmönnum slitastjórna bankanna. Verkið verður unnið á tímabilinu júlí 2014 til júlí 2015, en undirbúningur hófst haustið 2013. Frægt er þegar Hannes Hólmsteinn útskýrði íslenska efnahagsundrið sem gestur í Íslandi í dag haustið 2007. Tilefnið var fyrirlestur sem hann hélt í Háskóla Íslands daginn eftir um sama málefni. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira