Harmleikurinn í Úkraínu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júlí 2014 12:12 vísir/ap Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kuala Lumpur í Malasíu þegar hún hvarf af ratsjám flugumferðarstjórnar í Úkraínu klukkan 14.15 að staðartíma í gær þann 17. júlí. Vélin var skotin niður með þeim afleiðingum að 298 týndu lífi. Talið er nær fullvíst að flugvélinni hafi verið grandað með flugskeyti sem skotið var frá jörðu niðri, flugskeyti af gerðinni BUK. BUK-skeytin eru framleidd í Rússlandi og Úkraínu. Flugvélin var í um tíu kílómetra hæð þegar hún var skotin niður. Hún hrapaði niður til jarðar um fimmtíu kílómetrum frá landamærum Rússlands og Úkraínu, í Donetsk héraði, því svæði sem uppreisnarmenn hliðhollir Rússum ráða yfir. Talið er að vélin hafi brotnað til helminga áður en hún lenti á jörðu niðri og að sögn sjónarvotta rigndi braki og líkum yfir íbúa nálægt bænum Hrabove. Lík og líkamshlutar farþeganna fundust á víð og dreif, allt að fimmtán kílómetrum frá flakinu sjálfu.Breitt yfir lík skammt frá flakinu en lík og líkamshlutar fundust á víð og dreif ferkílómetrum frá flakinu sjálfu.vísir/ap298 látnir af tíu þjóðernum 298 átta manns létu lífi þegar vélin var skotin niður, þar af áttatíu börn og þrjú ungabörn. Farþegar vélarinnar voru af tíu þjóðernum, bróðurpartur þeirra Hollendingar eða 189. 44 voru frá Malasíu, 27 frá Ástralíu og 12 frá Indónesíu. Þá voru 9 Bretar í fluginu, 4 frá Þýskalandi, 4 frá Belgíu, 3 frá Filippseyjum, 1 frá Nýja-Sjálandi og 1 frá Kanada. Enn á eftir að staðfesta þjóðerni tuttugu þeirra sem voru um borð. Hljóðupptökur sagðar sanna að vélinni hafi verið grandað Átökin í austurhluta Úkraínu hafa verið mikil undanfarna mánuði og hafa uppreisnarmenn skotið niður að minnsta kosti tvær flugvélar stjórnarhersins síðustu daga.Hljóðupptökur, sem leyniþjónustan í Úkraínu hefur undir höndum og hefur birt, eru sagðar sanna að aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum hafi skotið vélina niður. Leyniþjónustan hefur birt þrjár hljóðupptökur þess efnis. Þar segist meðal annars Igor Bezler, einn af yfirmönnum herliðs aðskilnaðarsinna, hafa skotið niður flugvél. Hann sé á leið á staðinn að mynda flakið. „Flugvélin sundraðist í miðju flugi nálægt Petropavlosk. Þeir fundu lík. Óbreyttan borgara,“ segir Igor Bezler í samtalinu. Í öðru símtali eru tveir aðskilnaðarsinnar sagðir ræða saman og annar þeirra mun vera innan um brak úr vélinni. Þeir segja að aðskilnaðarsinnar hafi skotið vélina niður. Í þriðju upptökunni eru leiðtogi kósakka og einn af foringjum aðskilnaðarsinna sagðir velta því fyrir sér hvers vegna farþegaþotur fljúgi yfir Austur-Úkraínu, fólk eigi að vita að þar geysi stríð.Segir Rússa bera ábyrgð á verknaðinum - Rússar firra sig ábyrgð Arseniy Yatseniuk forsætisráðherra Úkraínu fullyrti á blaðamannafundi í morgun að rússneskir hryðjuverkamenn bæru ábyrgð á verknaðinum. Yatseniuk hvatti ríkisstjórnir allra þeirra landa sem málið snerti til að vinna með Úkraínumönnum í því að koma þeim drullusokkum sem sem frömdu þennan glæp fyrir dóm. Þetta væri glæpur geng makininu og með honum hefði verið farið yfir öll strik, eins og hann orðaði það. Rússar vísa hins vegar allri ábyrgð á hendur Úkraínumönnum sem hefðu með nýjustu árásum sínum í austurhluta landsins æst upp átök á svæðinu. Uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu og stjórnarher landsins hafa heitið vopnahléi á svæðinu til að tryggja að alþjóðlegt rannsóknarteymi komist að flakinu og þá hefur Malaysian lofað að koma aðstandendum þeirra sem fórust á staðinn.Bandaríkjamenn gagnrýna rússnesk stjórnvöld Bandarísk stjórnvöld telja allar líkur á því að aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafi skotið niður farþegavél Malaysian Airlines í gær. Þetta kom fram í máli Samönthu Power sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum á fundi öryggisráðsins í dag. Hún gagnrýndi rússnesk stjórnvöld harðlega og sagði að ábyrgð þeirra í málinu væri mikil. Bandaríkjamenn telja vélin hafi verið skotin niður með öflugum loftvarnareldflaugum sem Rússar hafi látið aðskilnaðarsinnum í té. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafa fallist á að veita alþjóðlegu rannsóknarteymi aðgang að svæðinu þar sem vélin hrapaði til jarðar. Bandaríkjamenn og Hollendingar leggja áherslu á að að rannsókn hefjist sem fyrst áður en sönnunargögnum verður eytt.Ódýrt og hagkvæmt að fljúga yfir svæðið Sérfræðingar hafa spurt sig þeirrar spurningar hvers vegna farþegaþotum er leyft að fljúga yfir stríðshrjáð svæði, í ljósi þess að búið er að skjóta nokkrar flugvélar þar að undanförnu. Búið var að vara flugfélög við að fljúga yfir svæðið en flest hunsuðu viðvaranirnar. Töldu þau litlar líkur á að nokkur hætta stafaði af því að fljúga í yfir þrjátíu þúsund feta hæð, þar sem fæst flugskeyti drífa svo hátt. Einnig eru vísbendingar um að þessar viðvaranir hafi verið hunsaðar í ljósi þess að leiðin sé sú ódýrasta og hagkvæmasta sem völ er á. Lofthelgi yfir austurhluta Úkraínu hefur verið lokað og allri flugumferð beint frá svæðinu. Þeim flugvélum, sem höfðu áður gefið upp áætlanir um að fljúga í gegnum lofthelgi Úkraínu og höfðu þegar tekið á loft eftir lokunina, var beint frá svæðinu af flugumferðarstjórum á jörðu niðri. Talið er að vélin hafi sundrast áður en hún skall á jörðu.vísir/apSönnunargögnum má ekki spilla Sextíu og tveggja manna hamfarateymi er á leið til Kænugarðs og munu flugmálayfirvöld í Kuala Lumpur senda hóp sérfræðinga til að meta aðstæður. Þá verður neyðarfundur haldinn í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Utanríkisráðherra Breta, Philip Hammond, krafðist þess að rannsókn á atburðinum yrði unnin af fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og að flak vélarinnar yrði látið í friði svo sönnunargögnum yrði ekki spillt. Talið er að báðir flugritar vélarinnar séu fundnir og að þeir séu í höndum rússneskra uppreisnarmanna. 189 Hollendingar létust og ríkir þjóðarsorg þar í landi. Forsætisráðherra Hollands segir þetta verstu martröð sem hugsast gæti hafa orðið að veruleika í gær. Flaggað var í hálfa stöng við allar opinberar byggingar þarlendis.vísir/afpÞjóðarleiðtogar lýsa yfir sorgFjölmargir þjóðarleiðtogar hafa vottað samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi eftir slysið í gær í forsætisráðherra Malasíu og forseta Úkraínu til að ræða árásina. Í sjónvarpsávarpi í gær hét hann því að Bandaríkjamenn myndu gera það sem í þeirra valdi stæði til að varpa ljósi á hvað gerðist og sagðist Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sorgmæddur yfir hrapi vélarinnar. Fjölmargir aðrir hafa lýst yfir sorg sinni.Þjóðarsorg ríkir í Hollandi og er flaggað í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum í dag. Mark Rutte forsætisráðherra Hollands segir verstu martröð sem hugsast gæti hafa orðið að veruleika í gær. Hollendingar hefðu nú orðið fyrir mestu hörmungum í flugi í sögu landsins. Hollenska þjóðin væri í áfalli. Hollensk stjórnvöld krefðust nákvæmrar rannsóknar á hrapi flugvélarinnar og ef í ljós kæmi að um vísvitandi hryðjuverk væri að ræða yrði að draga þá til ábyrgðar sem staðið hefðu að verknaðinum. Það eru ekki einungis þjóðarleiðtogar sem hafa lýst yfir sorg, en heimurinn allur stendur á öndinni vegna málsins. Hægt er að sjá nokkrar færslur á Twitter hér að neðan.Ýmsir munir farþeganna eru víðsvegar í kringum flakið.vísir/apÞessi börn, Otis, Evie og Mo eru á meðal þeirra sem létust.Malasya Airlines sagði frá því fljótlega eftir að sambandið tapaðist við vélina á Twitter-síðu sinni: Malaysia Airlines has lost contact of MH17 from Amsterdam. The last known position was over Ukrainian airspace. More details to follow.— Malaysia Airlines (@MAS) July 17, 2014 Hishamuddin Hussein, varnarmálaráðherra Malasíu, sagði á Twitter-síðu sinni að ekki væri staðfest að vélin hefði verið skotin niður. Malasíski herinn sé að athuga málið nánar. No comfirmation it was shot down! Our military have been instructed 2 get on it! “@Nessie43: @tenoq Ukr Gov report plane was shot down— Hishammuddin Hussein (@HishammuddinH2O) July 17, 2014 Fólk skilur eftir blóm og kerti fyrir utan Hollenska sendiráðið í Kænugarði. Í ljós hefur komið að 189 þeirra sem fórust voru Hollendingar. People bringing flowers and candles to the Embassy of the #Netherlands in #Kyiv - pic by Marichka Padalko pic.twitter.com/Xx59SfZWhg— Myroslava Petsa (@myroslavapetsa) July 17, 2014 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir harmleikinn vera 'svartan dag' í sögu Hollands. 'Allt landið syrgir. Þessi fallegi sumardagur endaði á myrkasta mögulega hátt.' Bandaríkjamenn eru handvissir um að vélin hafi verið skotin niður. 'Þetta var ekki slys. Hún var skotin niður,' segir Joe Biden varaforseti. Barack Obama forseti hringdi í Petro Poroshenko Úkraínuforseta og tjáði honum að þeir ætli að hjálpa þeim að komast til botns í málinu. Ekki megi hrófla of mikið við brakinu þar til alþjóðlegt lið rannsakenda sé komið á staðinn. Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Úkraínumenn bera ábyrgð á þessum harmleik. Flugvélin fór niður yfir þeirra landi og það hefði ekki gerst ef stjórnvöld í Kænugarði hefðu ekki aukið hernað á móti aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins. Hér fyrir neðan eru skilaboð frá Flightradar 24, sem fylgist með allri flugvélaumferð. Á myndinni sést hvar vélin var stödd þegar hún hrapaði. Signal from #MH17 was lost over Ukraine just before Russian border http://t.co/5L9EPHjC01 pic.twitter.com/2dIUTPFaje— Flightradar24 (@flightradar24) July 17, 2014 Hér fyrir neðan má sjá myndband af YouTube, sem sýnir reykinn frá slysstað. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem fréttamenn og aðrir á slysstað hafa sent frá sér. Við vörum viðkvæma við þeim. #LifeNews публикует первые фото с места катастрофы http://t.co/QNTnncGU8J pic.twitter.com/taOndFfAFr— LIFENEWS (@lifenews_ru) July 17, 2014 Alleged photo of Malaysian Airlines #MH17 wreckage (via @Novorossia) http://t.co/x3ufu5gKvq pic.twitter.com/4Vf3768p26— New York Post (@nypost) July 17, 2014 Video grab from Russia 24, large smoke plume and smaller one to right can be seen. #MH17 pic.twitter.com/gyNLmwGoFG— Martyn Williams (@martyn_williams) July 17, 2014 #LifeNews публикует первые фото с места катастрофы http://t.co/QNTnncGU8J pic.twitter.com/taOndFfAFr— LIFENEWS (@lifenews_ru) July 17, 2014 Flight #MH-17 #Torez #Donetsk #Ukraine by Nadezhda Chernetskaya pic.twitter.com/z4byDeovcp— legionar (@MatevzNovak) July 17, 2014 #MH-17 wreckage in Eastern Ukraine by eyewitnes Nadezhda Chernetskaya via @MatevzNovak pic.twitter.com/httJbl7rvc— Maxim Eristavi (@MaximEristavi) July 17, 2014 Russia's @lifenews_ru crew is at the #MH17 crash site pic.twitter.com/hfxub18Iar— Maxim Eristavi (@MaximEristavi) July 17, 2014 WRAP UP: Malaysian #MH17 crashes in E. #Ukraine near Russian border, 280+ people on board http://t.co/4nYqODD8HX pic.twitter.com/pTwP3qfCm1— RT (@RT_com) July 17, 2014 A man works at putting out a fire at the site of Malaysia Airlines plane crash: http://t.co/EePQX9ePvD #MH17 pic.twitter.com/d856B9Q44l— Wall Street Journal (@WSJ) July 17, 2014 #MH17 Tweets MH17 Úkraína Tengdar fréttir Loka lofthelgi austur Úkraínu Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol segir að yfirvöld í Kænugarði hafi lokað lofthelginni yfir austurhluta landsins. 18. júlí 2014 08:59 Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58 Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mesta hörmung í flugsögu Hollands Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. 18. júlí 2014 12:20 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kuala Lumpur í Malasíu þegar hún hvarf af ratsjám flugumferðarstjórnar í Úkraínu klukkan 14.15 að staðartíma í gær þann 17. júlí. Vélin var skotin niður með þeim afleiðingum að 298 týndu lífi. Talið er nær fullvíst að flugvélinni hafi verið grandað með flugskeyti sem skotið var frá jörðu niðri, flugskeyti af gerðinni BUK. BUK-skeytin eru framleidd í Rússlandi og Úkraínu. Flugvélin var í um tíu kílómetra hæð þegar hún var skotin niður. Hún hrapaði niður til jarðar um fimmtíu kílómetrum frá landamærum Rússlands og Úkraínu, í Donetsk héraði, því svæði sem uppreisnarmenn hliðhollir Rússum ráða yfir. Talið er að vélin hafi brotnað til helminga áður en hún lenti á jörðu niðri og að sögn sjónarvotta rigndi braki og líkum yfir íbúa nálægt bænum Hrabove. Lík og líkamshlutar farþeganna fundust á víð og dreif, allt að fimmtán kílómetrum frá flakinu sjálfu.Breitt yfir lík skammt frá flakinu en lík og líkamshlutar fundust á víð og dreif ferkílómetrum frá flakinu sjálfu.vísir/ap298 látnir af tíu þjóðernum 298 átta manns létu lífi þegar vélin var skotin niður, þar af áttatíu börn og þrjú ungabörn. Farþegar vélarinnar voru af tíu þjóðernum, bróðurpartur þeirra Hollendingar eða 189. 44 voru frá Malasíu, 27 frá Ástralíu og 12 frá Indónesíu. Þá voru 9 Bretar í fluginu, 4 frá Þýskalandi, 4 frá Belgíu, 3 frá Filippseyjum, 1 frá Nýja-Sjálandi og 1 frá Kanada. Enn á eftir að staðfesta þjóðerni tuttugu þeirra sem voru um borð. Hljóðupptökur sagðar sanna að vélinni hafi verið grandað Átökin í austurhluta Úkraínu hafa verið mikil undanfarna mánuði og hafa uppreisnarmenn skotið niður að minnsta kosti tvær flugvélar stjórnarhersins síðustu daga.Hljóðupptökur, sem leyniþjónustan í Úkraínu hefur undir höndum og hefur birt, eru sagðar sanna að aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum hafi skotið vélina niður. Leyniþjónustan hefur birt þrjár hljóðupptökur þess efnis. Þar segist meðal annars Igor Bezler, einn af yfirmönnum herliðs aðskilnaðarsinna, hafa skotið niður flugvél. Hann sé á leið á staðinn að mynda flakið. „Flugvélin sundraðist í miðju flugi nálægt Petropavlosk. Þeir fundu lík. Óbreyttan borgara,“ segir Igor Bezler í samtalinu. Í öðru símtali eru tveir aðskilnaðarsinnar sagðir ræða saman og annar þeirra mun vera innan um brak úr vélinni. Þeir segja að aðskilnaðarsinnar hafi skotið vélina niður. Í þriðju upptökunni eru leiðtogi kósakka og einn af foringjum aðskilnaðarsinna sagðir velta því fyrir sér hvers vegna farþegaþotur fljúgi yfir Austur-Úkraínu, fólk eigi að vita að þar geysi stríð.Segir Rússa bera ábyrgð á verknaðinum - Rússar firra sig ábyrgð Arseniy Yatseniuk forsætisráðherra Úkraínu fullyrti á blaðamannafundi í morgun að rússneskir hryðjuverkamenn bæru ábyrgð á verknaðinum. Yatseniuk hvatti ríkisstjórnir allra þeirra landa sem málið snerti til að vinna með Úkraínumönnum í því að koma þeim drullusokkum sem sem frömdu þennan glæp fyrir dóm. Þetta væri glæpur geng makininu og með honum hefði verið farið yfir öll strik, eins og hann orðaði það. Rússar vísa hins vegar allri ábyrgð á hendur Úkraínumönnum sem hefðu með nýjustu árásum sínum í austurhluta landsins æst upp átök á svæðinu. Uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu og stjórnarher landsins hafa heitið vopnahléi á svæðinu til að tryggja að alþjóðlegt rannsóknarteymi komist að flakinu og þá hefur Malaysian lofað að koma aðstandendum þeirra sem fórust á staðinn.Bandaríkjamenn gagnrýna rússnesk stjórnvöld Bandarísk stjórnvöld telja allar líkur á því að aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafi skotið niður farþegavél Malaysian Airlines í gær. Þetta kom fram í máli Samönthu Power sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum á fundi öryggisráðsins í dag. Hún gagnrýndi rússnesk stjórnvöld harðlega og sagði að ábyrgð þeirra í málinu væri mikil. Bandaríkjamenn telja vélin hafi verið skotin niður með öflugum loftvarnareldflaugum sem Rússar hafi látið aðskilnaðarsinnum í té. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafa fallist á að veita alþjóðlegu rannsóknarteymi aðgang að svæðinu þar sem vélin hrapaði til jarðar. Bandaríkjamenn og Hollendingar leggja áherslu á að að rannsókn hefjist sem fyrst áður en sönnunargögnum verður eytt.Ódýrt og hagkvæmt að fljúga yfir svæðið Sérfræðingar hafa spurt sig þeirrar spurningar hvers vegna farþegaþotum er leyft að fljúga yfir stríðshrjáð svæði, í ljósi þess að búið er að skjóta nokkrar flugvélar þar að undanförnu. Búið var að vara flugfélög við að fljúga yfir svæðið en flest hunsuðu viðvaranirnar. Töldu þau litlar líkur á að nokkur hætta stafaði af því að fljúga í yfir þrjátíu þúsund feta hæð, þar sem fæst flugskeyti drífa svo hátt. Einnig eru vísbendingar um að þessar viðvaranir hafi verið hunsaðar í ljósi þess að leiðin sé sú ódýrasta og hagkvæmasta sem völ er á. Lofthelgi yfir austurhluta Úkraínu hefur verið lokað og allri flugumferð beint frá svæðinu. Þeim flugvélum, sem höfðu áður gefið upp áætlanir um að fljúga í gegnum lofthelgi Úkraínu og höfðu þegar tekið á loft eftir lokunina, var beint frá svæðinu af flugumferðarstjórum á jörðu niðri. Talið er að vélin hafi sundrast áður en hún skall á jörðu.vísir/apSönnunargögnum má ekki spilla Sextíu og tveggja manna hamfarateymi er á leið til Kænugarðs og munu flugmálayfirvöld í Kuala Lumpur senda hóp sérfræðinga til að meta aðstæður. Þá verður neyðarfundur haldinn í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Utanríkisráðherra Breta, Philip Hammond, krafðist þess að rannsókn á atburðinum yrði unnin af fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og að flak vélarinnar yrði látið í friði svo sönnunargögnum yrði ekki spillt. Talið er að báðir flugritar vélarinnar séu fundnir og að þeir séu í höndum rússneskra uppreisnarmanna. 189 Hollendingar létust og ríkir þjóðarsorg þar í landi. Forsætisráðherra Hollands segir þetta verstu martröð sem hugsast gæti hafa orðið að veruleika í gær. Flaggað var í hálfa stöng við allar opinberar byggingar þarlendis.vísir/afpÞjóðarleiðtogar lýsa yfir sorgFjölmargir þjóðarleiðtogar hafa vottað samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi eftir slysið í gær í forsætisráðherra Malasíu og forseta Úkraínu til að ræða árásina. Í sjónvarpsávarpi í gær hét hann því að Bandaríkjamenn myndu gera það sem í þeirra valdi stæði til að varpa ljósi á hvað gerðist og sagðist Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sorgmæddur yfir hrapi vélarinnar. Fjölmargir aðrir hafa lýst yfir sorg sinni.Þjóðarsorg ríkir í Hollandi og er flaggað í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum í dag. Mark Rutte forsætisráðherra Hollands segir verstu martröð sem hugsast gæti hafa orðið að veruleika í gær. Hollendingar hefðu nú orðið fyrir mestu hörmungum í flugi í sögu landsins. Hollenska þjóðin væri í áfalli. Hollensk stjórnvöld krefðust nákvæmrar rannsóknar á hrapi flugvélarinnar og ef í ljós kæmi að um vísvitandi hryðjuverk væri að ræða yrði að draga þá til ábyrgðar sem staðið hefðu að verknaðinum. Það eru ekki einungis þjóðarleiðtogar sem hafa lýst yfir sorg, en heimurinn allur stendur á öndinni vegna málsins. Hægt er að sjá nokkrar færslur á Twitter hér að neðan.Ýmsir munir farþeganna eru víðsvegar í kringum flakið.vísir/apÞessi börn, Otis, Evie og Mo eru á meðal þeirra sem létust.Malasya Airlines sagði frá því fljótlega eftir að sambandið tapaðist við vélina á Twitter-síðu sinni: Malaysia Airlines has lost contact of MH17 from Amsterdam. The last known position was over Ukrainian airspace. More details to follow.— Malaysia Airlines (@MAS) July 17, 2014 Hishamuddin Hussein, varnarmálaráðherra Malasíu, sagði á Twitter-síðu sinni að ekki væri staðfest að vélin hefði verið skotin niður. Malasíski herinn sé að athuga málið nánar. No comfirmation it was shot down! Our military have been instructed 2 get on it! “@Nessie43: @tenoq Ukr Gov report plane was shot down— Hishammuddin Hussein (@HishammuddinH2O) July 17, 2014 Fólk skilur eftir blóm og kerti fyrir utan Hollenska sendiráðið í Kænugarði. Í ljós hefur komið að 189 þeirra sem fórust voru Hollendingar. People bringing flowers and candles to the Embassy of the #Netherlands in #Kyiv - pic by Marichka Padalko pic.twitter.com/Xx59SfZWhg— Myroslava Petsa (@myroslavapetsa) July 17, 2014 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir harmleikinn vera 'svartan dag' í sögu Hollands. 'Allt landið syrgir. Þessi fallegi sumardagur endaði á myrkasta mögulega hátt.' Bandaríkjamenn eru handvissir um að vélin hafi verið skotin niður. 'Þetta var ekki slys. Hún var skotin niður,' segir Joe Biden varaforseti. Barack Obama forseti hringdi í Petro Poroshenko Úkraínuforseta og tjáði honum að þeir ætli að hjálpa þeim að komast til botns í málinu. Ekki megi hrófla of mikið við brakinu þar til alþjóðlegt lið rannsakenda sé komið á staðinn. Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Úkraínumenn bera ábyrgð á þessum harmleik. Flugvélin fór niður yfir þeirra landi og það hefði ekki gerst ef stjórnvöld í Kænugarði hefðu ekki aukið hernað á móti aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins. Hér fyrir neðan eru skilaboð frá Flightradar 24, sem fylgist með allri flugvélaumferð. Á myndinni sést hvar vélin var stödd þegar hún hrapaði. Signal from #MH17 was lost over Ukraine just before Russian border http://t.co/5L9EPHjC01 pic.twitter.com/2dIUTPFaje— Flightradar24 (@flightradar24) July 17, 2014 Hér fyrir neðan má sjá myndband af YouTube, sem sýnir reykinn frá slysstað. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem fréttamenn og aðrir á slysstað hafa sent frá sér. Við vörum viðkvæma við þeim. #LifeNews публикует первые фото с места катастрофы http://t.co/QNTnncGU8J pic.twitter.com/taOndFfAFr— LIFENEWS (@lifenews_ru) July 17, 2014 Alleged photo of Malaysian Airlines #MH17 wreckage (via @Novorossia) http://t.co/x3ufu5gKvq pic.twitter.com/4Vf3768p26— New York Post (@nypost) July 17, 2014 Video grab from Russia 24, large smoke plume and smaller one to right can be seen. #MH17 pic.twitter.com/gyNLmwGoFG— Martyn Williams (@martyn_williams) July 17, 2014 #LifeNews публикует первые фото с места катастрофы http://t.co/QNTnncGU8J pic.twitter.com/taOndFfAFr— LIFENEWS (@lifenews_ru) July 17, 2014 Flight #MH-17 #Torez #Donetsk #Ukraine by Nadezhda Chernetskaya pic.twitter.com/z4byDeovcp— legionar (@MatevzNovak) July 17, 2014 #MH-17 wreckage in Eastern Ukraine by eyewitnes Nadezhda Chernetskaya via @MatevzNovak pic.twitter.com/httJbl7rvc— Maxim Eristavi (@MaximEristavi) July 17, 2014 Russia's @lifenews_ru crew is at the #MH17 crash site pic.twitter.com/hfxub18Iar— Maxim Eristavi (@MaximEristavi) July 17, 2014 WRAP UP: Malaysian #MH17 crashes in E. #Ukraine near Russian border, 280+ people on board http://t.co/4nYqODD8HX pic.twitter.com/pTwP3qfCm1— RT (@RT_com) July 17, 2014 A man works at putting out a fire at the site of Malaysia Airlines plane crash: http://t.co/EePQX9ePvD #MH17 pic.twitter.com/d856B9Q44l— Wall Street Journal (@WSJ) July 17, 2014 #MH17 Tweets
MH17 Úkraína Tengdar fréttir Loka lofthelgi austur Úkraínu Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol segir að yfirvöld í Kænugarði hafi lokað lofthelginni yfir austurhluta landsins. 18. júlí 2014 08:59 Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58 Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mesta hörmung í flugsögu Hollands Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. 18. júlí 2014 12:20 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Loka lofthelgi austur Úkraínu Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol segir að yfirvöld í Kænugarði hafi lokað lofthelginni yfir austurhluta landsins. 18. júlí 2014 08:59
Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58
Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30
Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00
Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58
Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10
Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26
Mesta hörmung í flugsögu Hollands Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. 18. júlí 2014 12:20