Fastafulltrúi Íslands fordæmdi framgöngu beggja aðila Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2014 23:44 Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi í brot Ísraela og Palestínumanna á alþjóðlegum mannúðarlögum á opnum fundi Öryggisráðsins í kvöld. Gréta hélt ræðu á fundinum sem tók sérstaklega á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún áréttaði sjónarmið íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og harmaði um leið það mannfall sem orðið hefur meðal óbreyttra borgara á síðustu dögum. Í ræðu Grétu kom fram að framganga Ísraelshers vekti upp spurningar um hvort meðalhófs sé gætt í samræmi við alþjóðalög og -skuldbindingar. Þar segir að ástandið á Gaza kalli á tafarlaust vopnahlé til að skapa grundvöll að varanlegri lausn. Þá er kallað eftir því að öryggisráðið axli ábyrgð sína og taki á málinu með afgerandi hætti. Í því samhengi minnti hún á að um þessar mundir séu tíu ár síðan Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi gefið það álit sitt að veggurinn sem reistur var á hernumdu svæðunum brjóti í bága við alþjóðalög. Hernámið hafi áhrif á daglegt líf Palestínumanna og brjóti mannréttindi þeirra, eins og eignarétt, funda- og tjáningarfrelsi og réttinn til menntunar. „Hernámið hefur enn áhrif á daglegt líf Palestínumanna og hamlar ferðafrelsi þeirra og dregur úr lífsgæðum. Við skulum einnig minnast þess að átta ár eru síðan umsátrið um Gaza hófst með þeim skelfilegu afleiðingum sem af því hefur leitt,“ sagði Gréta í því samhengi. Fastafulltrúinn sagði enn fremur í ræðu sinni að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga fælist í hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, Austur-Jerúsalem þar með talið. Jafnframt var framlagi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til að miðla málum fagnað og skorað á hann að halda áfram að beita sér að varanlegri lausn. Gasa Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi í brot Ísraela og Palestínumanna á alþjóðlegum mannúðarlögum á opnum fundi Öryggisráðsins í kvöld. Gréta hélt ræðu á fundinum sem tók sérstaklega á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún áréttaði sjónarmið íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og harmaði um leið það mannfall sem orðið hefur meðal óbreyttra borgara á síðustu dögum. Í ræðu Grétu kom fram að framganga Ísraelshers vekti upp spurningar um hvort meðalhófs sé gætt í samræmi við alþjóðalög og -skuldbindingar. Þar segir að ástandið á Gaza kalli á tafarlaust vopnahlé til að skapa grundvöll að varanlegri lausn. Þá er kallað eftir því að öryggisráðið axli ábyrgð sína og taki á málinu með afgerandi hætti. Í því samhengi minnti hún á að um þessar mundir séu tíu ár síðan Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi gefið það álit sitt að veggurinn sem reistur var á hernumdu svæðunum brjóti í bága við alþjóðalög. Hernámið hafi áhrif á daglegt líf Palestínumanna og brjóti mannréttindi þeirra, eins og eignarétt, funda- og tjáningarfrelsi og réttinn til menntunar. „Hernámið hefur enn áhrif á daglegt líf Palestínumanna og hamlar ferðafrelsi þeirra og dregur úr lífsgæðum. Við skulum einnig minnast þess að átta ár eru síðan umsátrið um Gaza hófst með þeim skelfilegu afleiðingum sem af því hefur leitt,“ sagði Gréta í því samhengi. Fastafulltrúinn sagði enn fremur í ræðu sinni að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga fælist í hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, Austur-Jerúsalem þar með talið. Jafnframt var framlagi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til að miðla málum fagnað og skorað á hann að halda áfram að beita sér að varanlegri lausn.
Gasa Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira