Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2014 18:57 Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Ráðherra leysti í kjölfarið Gísla frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ítrekar að hún hafi ekki haft neina vitneskju um að minnisblaðið hafi verið sent úr ráðuneytinu. „Nei, það hef ég ekki haft. Ég hef ítrekað sagt að ég hef rætt við alla starfsmenn mína, þar með talið aðstoðarmenn mína margsinnis og spurt hvort einhver hafi sent frá sér slíkt gagn og svarið hefur alltaf verið nei. Þannig að ég hef verið í góðri trú með að þannig sé það. Gísli hefur alltaf lýst yfir sakleysi sínu, og gerir það enn,” segir Hanna Birna. Trúir þú því að Gísli hafi ekki sent minnisblaðið? „Ég hef engar forsendur til annars en að trúa honum. Það liggja engar sannanir fyrir um að hann hafi gert þetta. Nú verður bara að fara yfir málið hjá dómstólum og ég virði það ferli og hvet aðra til að gera það. Og ég vona bara að hið sanna og rétta komi í ljós,“ segir Hanna Birna. Hún segir að það megi vel vera að hún hafi átt að bregðast við fyrr. Málið hafi þó tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir. Hvernig metur þú stöðu þína sem ráðherra í dag? „Ég held að málið hafi veikt mig. Það hefur veikt mig pólitískt, það hefur veikt mig persónulega og verið mér erfitt og þungbært. Aðallega vegna þess að ég get ekki skýrt þetta, ég get ekki gert það sem mig langar til að gera sem stjórnmálamanni, sem er að svara skýrt almenningi, hvernig átti þetta sér stað. Ég get ekki svarað fyrir það,“ segir Hanna. Hún segir það skyldu sína við almenning að klára þau verkefni sem henni hafa verið falin. En ber ráðherra ekki ábyrgð á sínum aðstoðarmanni? „Ég ber pólitíska ábyrgð á honum, jú, og hans verkum og þess vegna lét ég hann fara í gær. Þegar að það liggur fyrir að hann er ákærður þá er hann látinn fara, það eru viðbrögðin,“ segir Hanna Birna. Lekamálið Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Ráðherra leysti í kjölfarið Gísla frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ítrekar að hún hafi ekki haft neina vitneskju um að minnisblaðið hafi verið sent úr ráðuneytinu. „Nei, það hef ég ekki haft. Ég hef ítrekað sagt að ég hef rætt við alla starfsmenn mína, þar með talið aðstoðarmenn mína margsinnis og spurt hvort einhver hafi sent frá sér slíkt gagn og svarið hefur alltaf verið nei. Þannig að ég hef verið í góðri trú með að þannig sé það. Gísli hefur alltaf lýst yfir sakleysi sínu, og gerir það enn,” segir Hanna Birna. Trúir þú því að Gísli hafi ekki sent minnisblaðið? „Ég hef engar forsendur til annars en að trúa honum. Það liggja engar sannanir fyrir um að hann hafi gert þetta. Nú verður bara að fara yfir málið hjá dómstólum og ég virði það ferli og hvet aðra til að gera það. Og ég vona bara að hið sanna og rétta komi í ljós,“ segir Hanna Birna. Hún segir að það megi vel vera að hún hafi átt að bregðast við fyrr. Málið hafi þó tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir. Hvernig metur þú stöðu þína sem ráðherra í dag? „Ég held að málið hafi veikt mig. Það hefur veikt mig pólitískt, það hefur veikt mig persónulega og verið mér erfitt og þungbært. Aðallega vegna þess að ég get ekki skýrt þetta, ég get ekki gert það sem mig langar til að gera sem stjórnmálamanni, sem er að svara skýrt almenningi, hvernig átti þetta sér stað. Ég get ekki svarað fyrir það,“ segir Hanna. Hún segir það skyldu sína við almenning að klára þau verkefni sem henni hafa verið falin. En ber ráðherra ekki ábyrgð á sínum aðstoðarmanni? „Ég ber pólitíska ábyrgð á honum, jú, og hans verkum og þess vegna lét ég hann fara í gær. Þegar að það liggur fyrir að hann er ákærður þá er hann látinn fara, það eru viðbrögðin,“ segir Hanna Birna.
Lekamálið Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira