Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Anna Tara skrifar 28. ágúst 2014 01:48 Dúettinn, The Honey Ants og hljómsveitin Himbrimi munu koma fram á einstökum tónleikum á efri hæð Dillon í kvöld, fimmtudaginn 28. ágúst kl. 22.00. Það er frítt inn fyrir alla sem átta sig á því hversu mikilvægt kvöld er í vændum.Himbrimi er ný hljómsveit sem samanstendur af Margréti Rúnarsdóttur en hún er einnig í hljómsveitinni Lifun. Hún er fædd söngkona eins og þið munuð fljótlega átta ykkur á. Hún syngur og leikur á píanó en Margrét kemur úr sannri tónlistarfjölskyldu. Faðir hennar er Rúnar Þórisson og er í hljómsveitinni Grafík. Systir Margrétar er Lára Rúnarsdóttir einnig tónlistarkona. Birkir Rafn Gíslason er gítarleikari og hefur aldrei gert annað en að spila á gítar og það heyrist strax. Hann hefur starfað við tónlist síðan hann var 12 ára gamall, hann hefur bæði hæfileikana og hefur lagt allan sinn kraft í tónlistina. Hálfdán Árnason er bassaleikari og hefur spilað með ýmsum böndum svo sem Sign, Ourlives og Different Turns svo eitthvað sé nefnt. Þó svo að hæfileikar hans á bassa komi náttúrulega til hans æfir hann sig samt sem áður 3 tíma á dag á bassa, 1 tíma á dag á trommur og 1 tíma á dag á á píanó. Niðurstaðan er snillingur. Skúli Arason hljóðgervlar og hefur eins og þau hin verið í böndum svo sem Lay Low, Elín Helena og Bjórbandinu. Hann hefur tónlistina í blóðinu. Síðast en ekki sístur spilar Egill Rafnsson á trommur en hann hefur verið í óteljandi góðum böndum svo sem Sign, Fears og ég verð að nefna einnig Buttercup og Ber mér til gamans en nú kemur fegurðin. Hann fetaði í fótspor föður síns Rafns Jónssonar sem var trommuleikarinn í Grafík ásamt föður söngkonunnar. Þegar allt þetta kemur saman getið þið rétt ímyndað ykkur útkomuna. Þetta er án efa næsta band á dagskrá í tónlistarheiminum. Himbrimi er nýbúinn að gefa út sitt fyrsta lag sem heitir Highway.The Honey Ants er hljómsveit skipuð John Grimsey og Rebeccu Hamer. Dúettinn var stofnaður í apríl 2013 og leikur rólyndis og poppskotið „folk" tónlist sem dregur áhrif sín frá 60´s og 70´s tónlist síðustu aldar (Simon & Garfunkel, Bítlarnir og The Mamas and The Papas svo eitthvað sé nefnt). Eftir að hafa leikið á hljóðfæri fyrir aðra listamenn (þar á meðal á bassa með Sufjan Stevens og á gítar á Glastonbury tónleikum Samantha Marais), stofnaði John, The Honey Ants til að auglýsa sín eigin verk og hæfileika auk félaga síns, Scott Mathieseon. Hjólin fóru að snúast þegar BBC notaðist við heimaupptöku þeirra af laginu The Trouble With You í sjónvarpsþættinum, Off The Hook. Channel 4 ákvað að nota lagið þeirra Mister Sunlight í þáttaröðinni Sirens og þá hóf Tom Robinson að spila lögin þeirra á BBC 6 Music. Nýlegasta afrek dúettsins var að leika á Hard Rock Rising sviðinu á tónlistarhátíðinni Isle of Wight fyrir skömmu. Dillon í kvöld kl. 22:00. Harmageddon Mest lesið Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Trúleysi gerir tónlist góða Harmageddon David Beckham samþykkir að koma fram í nýju tónlistarmyndbandi Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Sannleikurinn: Maria ekki dóttir Sigmundar Davíðs Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon
Dúettinn, The Honey Ants og hljómsveitin Himbrimi munu koma fram á einstökum tónleikum á efri hæð Dillon í kvöld, fimmtudaginn 28. ágúst kl. 22.00. Það er frítt inn fyrir alla sem átta sig á því hversu mikilvægt kvöld er í vændum.Himbrimi er ný hljómsveit sem samanstendur af Margréti Rúnarsdóttur en hún er einnig í hljómsveitinni Lifun. Hún er fædd söngkona eins og þið munuð fljótlega átta ykkur á. Hún syngur og leikur á píanó en Margrét kemur úr sannri tónlistarfjölskyldu. Faðir hennar er Rúnar Þórisson og er í hljómsveitinni Grafík. Systir Margrétar er Lára Rúnarsdóttir einnig tónlistarkona. Birkir Rafn Gíslason er gítarleikari og hefur aldrei gert annað en að spila á gítar og það heyrist strax. Hann hefur starfað við tónlist síðan hann var 12 ára gamall, hann hefur bæði hæfileikana og hefur lagt allan sinn kraft í tónlistina. Hálfdán Árnason er bassaleikari og hefur spilað með ýmsum böndum svo sem Sign, Ourlives og Different Turns svo eitthvað sé nefnt. Þó svo að hæfileikar hans á bassa komi náttúrulega til hans æfir hann sig samt sem áður 3 tíma á dag á bassa, 1 tíma á dag á trommur og 1 tíma á dag á á píanó. Niðurstaðan er snillingur. Skúli Arason hljóðgervlar og hefur eins og þau hin verið í böndum svo sem Lay Low, Elín Helena og Bjórbandinu. Hann hefur tónlistina í blóðinu. Síðast en ekki sístur spilar Egill Rafnsson á trommur en hann hefur verið í óteljandi góðum böndum svo sem Sign, Fears og ég verð að nefna einnig Buttercup og Ber mér til gamans en nú kemur fegurðin. Hann fetaði í fótspor föður síns Rafns Jónssonar sem var trommuleikarinn í Grafík ásamt föður söngkonunnar. Þegar allt þetta kemur saman getið þið rétt ímyndað ykkur útkomuna. Þetta er án efa næsta band á dagskrá í tónlistarheiminum. Himbrimi er nýbúinn að gefa út sitt fyrsta lag sem heitir Highway.The Honey Ants er hljómsveit skipuð John Grimsey og Rebeccu Hamer. Dúettinn var stofnaður í apríl 2013 og leikur rólyndis og poppskotið „folk" tónlist sem dregur áhrif sín frá 60´s og 70´s tónlist síðustu aldar (Simon & Garfunkel, Bítlarnir og The Mamas and The Papas svo eitthvað sé nefnt). Eftir að hafa leikið á hljóðfæri fyrir aðra listamenn (þar á meðal á bassa með Sufjan Stevens og á gítar á Glastonbury tónleikum Samantha Marais), stofnaði John, The Honey Ants til að auglýsa sín eigin verk og hæfileika auk félaga síns, Scott Mathieseon. Hjólin fóru að snúast þegar BBC notaðist við heimaupptöku þeirra af laginu The Trouble With You í sjónvarpsþættinum, Off The Hook. Channel 4 ákvað að nota lagið þeirra Mister Sunlight í þáttaröðinni Sirens og þá hóf Tom Robinson að spila lögin þeirra á BBC 6 Music. Nýlegasta afrek dúettsins var að leika á Hard Rock Rising sviðinu á tónlistarhátíðinni Isle of Wight fyrir skömmu. Dillon í kvöld kl. 22:00.
Harmageddon Mest lesið Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Trúleysi gerir tónlist góða Harmageddon David Beckham samþykkir að koma fram í nýju tónlistarmyndbandi Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Sannleikurinn: Maria ekki dóttir Sigmundar Davíðs Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon