Illugi hunsar bókaútgefendur Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2014 13:06 Mjög þungt hljóð er í bókaútgefendum, meðan Illugi snýr í þá baki óttast þeir hrun í íslenskri bókaútgáfu. Bókaútgefendur eru uggandi, svo vægt sé til orða tekið, vegna fjárlagafrumvarps sem kynnt verður í dag. Þeir óttast að virðisaukaskattur á bækur verði hækkaður, sem mun að þeirra sögn leiða til hruns í bókaútgáfu.Egill Örn Jóhannsson er formaður félags Íslenskra bókaútgefenda. Hann er ómyrkur í máli, segir útgefendur hafa fyrir því rökstuddan grun að breytingar á virðisaukaskattskerfinu muni leiða til þess að virðisaukaskattur á bækur muni hækka. Egill Örn vísar til orða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins að menningin nyti engrar undanþágu og yrði að bera sína bagga í niðurskurði og fjáröflun ríkissjóðs.Bókaútgefendur uggandi „Já, við teljum okkur hafa rökstuddan grun um að það eigi að hækka virðisaukaskatt á bækur samhliða því sem virðisaukaskattur á matvöru og öðru sem er í lægra þrepinu, verði hækkaður. Og af því höfum við verulegar áhyggjur því áhrif virðisaukaskattshækkunar á bækur geta orðið miklu meiri og verri en sem nemur einhverjum prósentutölum til eða frá,“ segir formaðurinn og það er þungt í honum hljóðið. Egill bendir á að almennt og nánast allstaðar eru bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi, sjö prósent eða með öllu undanþegnar virðisaukaskatti. „Þannig að hér er ríkisstjórnin á einhverri allt annarri vegferð en tíðkast í Evrópu.“ Bókaútgefendur tala um verulegan áróður stjórnarliða fyrir þessari breytingu. „Það sést mjög víða og það er þessi orðræða um einföldun virðisaukaskattskerfis. Sem við furðum okkur mjög á, þegar um er að ræða ekkert annað en hækkun á virðisaukaskatti á bækur og fjölmiðlun.“Menntamálaráðherra virðir bókafólk ekki svarsEgill Örn segir að bókaútgefendur hafi nú lengi og ítrekað farið fram á fund með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, sem ekki hefur virt þá svars. Hann segir þögn úr menntamálaráðuneytinu þrúgandi. „Við höfum síðan í sumar reynt ítrekað að ná eyrum menntamálaráðherra og fundi með honum en engin svör fengið. Og við neitum að trúa því fyrr en í fulla hnefana að þessi ríkisstjórn ætli að ganga milli bols og höfuðs á íslenskri bókaútgáfu með hækkun virðisaukaskatts á bækur," segir Egill Örn. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Bókaútgefendur eru uggandi, svo vægt sé til orða tekið, vegna fjárlagafrumvarps sem kynnt verður í dag. Þeir óttast að virðisaukaskattur á bækur verði hækkaður, sem mun að þeirra sögn leiða til hruns í bókaútgáfu.Egill Örn Jóhannsson er formaður félags Íslenskra bókaútgefenda. Hann er ómyrkur í máli, segir útgefendur hafa fyrir því rökstuddan grun að breytingar á virðisaukaskattskerfinu muni leiða til þess að virðisaukaskattur á bækur muni hækka. Egill Örn vísar til orða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins að menningin nyti engrar undanþágu og yrði að bera sína bagga í niðurskurði og fjáröflun ríkissjóðs.Bókaútgefendur uggandi „Já, við teljum okkur hafa rökstuddan grun um að það eigi að hækka virðisaukaskatt á bækur samhliða því sem virðisaukaskattur á matvöru og öðru sem er í lægra þrepinu, verði hækkaður. Og af því höfum við verulegar áhyggjur því áhrif virðisaukaskattshækkunar á bækur geta orðið miklu meiri og verri en sem nemur einhverjum prósentutölum til eða frá,“ segir formaðurinn og það er þungt í honum hljóðið. Egill bendir á að almennt og nánast allstaðar eru bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi, sjö prósent eða með öllu undanþegnar virðisaukaskatti. „Þannig að hér er ríkisstjórnin á einhverri allt annarri vegferð en tíðkast í Evrópu.“ Bókaútgefendur tala um verulegan áróður stjórnarliða fyrir þessari breytingu. „Það sést mjög víða og það er þessi orðræða um einföldun virðisaukaskattskerfis. Sem við furðum okkur mjög á, þegar um er að ræða ekkert annað en hækkun á virðisaukaskatti á bækur og fjölmiðlun.“Menntamálaráðherra virðir bókafólk ekki svarsEgill Örn segir að bókaútgefendur hafi nú lengi og ítrekað farið fram á fund með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, sem ekki hefur virt þá svars. Hann segir þögn úr menntamálaráðuneytinu þrúgandi. „Við höfum síðan í sumar reynt ítrekað að ná eyrum menntamálaráðherra og fundi með honum en engin svör fengið. Og við neitum að trúa því fyrr en í fulla hnefana að þessi ríkisstjórn ætli að ganga milli bols og höfuðs á íslenskri bókaútgáfu með hækkun virðisaukaskatts á bækur," segir Egill Örn.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira