Stærsta jarðsig síðan mælingar hófust Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2014 12:42 Vísir/GVA Allt að fimmtán metra lækkun hefur orðið í miðju öskjunnar í Bárðarbungu. Rúmmálsbreytingin nemur um 0,25 rúmkílómetra og er lögun dældarinnar í samræmi við að botn öskjunnar hafi sigið sem þessu nemur.Click here for an English version. Aldrei áður hefur sig af þessari stærðargráðu orðið á Íslandi síðan mælingar á jarðskorpuhreyfingum hófust um miðja síðustu öld. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs í morgun. Þá segir í tilkynningu frá Almannavörnum að rúmmál sigsvæðisins sé verulegur hluti af áætluðu heildarrúmmáli kvikugangsins. Sennilegasta skýring sigsins er talin vera jarðskjálftavirkni undanfarið og kvikustreymi neðanjarðar til norðausturs. Í eftirlitsflugi í gær fannst einnig breið og grunn sigdæld í Dyngjujökli um tíu kílómetra frá jökuljaðri. Önnur dæld sem er um sex kílómetra frá sporði Dyngjujökuls hefur farið dýpkandi og mælist nú 35 kílómetra djúp. Líklegt þykir að þessar dældir séu merki um stutt gos sem hafi orðið undir jöklinum.Ekkert lát á gosinu Þá hefur ekkert dregið úr gosinu í Holuhrauni, þar sem nú er virkni á tveimur sprungum. Hrauntungan nær nú tíu kílómetra til ANA og á tæpan kílómeter eftir í Jökulsá á Fjöllum. Aftur á móti hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á svæðinu síðan í gær. Frá miðnætti hafa um 90 skjálftar mælst og einn þeirra fimm að stærð mældist við Bárðarbungu klukkan 5:40 í morgun. Frá 16. ágúst hafa fjórtán skjálftar verið stærri en 5 við Bárðarbungu.Fjórir möguleikar líklegastir Vísindamannaráð Almannavarna telur fjóra möguleika líklegasta í framvindu jarðhræringanna. - Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum. - Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. - Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. - Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Bárðarbunga Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Allt að fimmtán metra lækkun hefur orðið í miðju öskjunnar í Bárðarbungu. Rúmmálsbreytingin nemur um 0,25 rúmkílómetra og er lögun dældarinnar í samræmi við að botn öskjunnar hafi sigið sem þessu nemur.Click here for an English version. Aldrei áður hefur sig af þessari stærðargráðu orðið á Íslandi síðan mælingar á jarðskorpuhreyfingum hófust um miðja síðustu öld. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs í morgun. Þá segir í tilkynningu frá Almannavörnum að rúmmál sigsvæðisins sé verulegur hluti af áætluðu heildarrúmmáli kvikugangsins. Sennilegasta skýring sigsins er talin vera jarðskjálftavirkni undanfarið og kvikustreymi neðanjarðar til norðausturs. Í eftirlitsflugi í gær fannst einnig breið og grunn sigdæld í Dyngjujökli um tíu kílómetra frá jökuljaðri. Önnur dæld sem er um sex kílómetra frá sporði Dyngjujökuls hefur farið dýpkandi og mælist nú 35 kílómetra djúp. Líklegt þykir að þessar dældir séu merki um stutt gos sem hafi orðið undir jöklinum.Ekkert lát á gosinu Þá hefur ekkert dregið úr gosinu í Holuhrauni, þar sem nú er virkni á tveimur sprungum. Hrauntungan nær nú tíu kílómetra til ANA og á tæpan kílómeter eftir í Jökulsá á Fjöllum. Aftur á móti hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á svæðinu síðan í gær. Frá miðnætti hafa um 90 skjálftar mælst og einn þeirra fimm að stærð mældist við Bárðarbungu klukkan 5:40 í morgun. Frá 16. ágúst hafa fjórtán skjálftar verið stærri en 5 við Bárðarbungu.Fjórir möguleikar líklegastir Vísindamannaráð Almannavarna telur fjóra möguleika líklegasta í framvindu jarðhræringanna. - Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum. - Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. - Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. - Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.
Bárðarbunga Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira